Fréttablaðið - 12.12.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 12.12.2001, Síða 10
FRÉTTABLAÐIÐ 12. desember 2001 MIÐVIKUDACUR Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi EINSTAKT TÆKIFÆRI! VILT ÞÚ STÝRA NÝJU TILRAUNAVERKEFNI FYRIR UNGLINGA MEÐ FÖTLUN ? Við á Svæðisskrifstofunni leitum að áhugasömum þroskaþjálfa eða einstaklingi sem hefur áhuga á að stýra nýju tilraunaverkefni. Verkefnið felst í að þróa tómstunda- starf fyrir unglinga með fötlun í félagsmiðstöð í Gerðu- bergi í Breiðholti. Um er að ræða 50% stöðu. Vinnutími er frá kl. 12.30 til 16.30 alla virka daga. • Spennandi verkefni • Sjálfstæði í starfi • Ábyrgð og tækifæri til að vaxa í starfi Boðið er upp á öflugan faglegan stuðning, þjálfun og námskeið fyrir nýjan starfsmann. Við bjóðum laun samkvæmt gildandi kjarasamningum Þ.í. og S.F.R. sem meðal annars tryggja rétt til sumaror- lofs og veikinda. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar um ofangreint starf eru veittar í síma 525- 0900 á skrifstofutíma. Umsóknarfrestur er til og með 27. des. nk. Ráðning getur hafist strax eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofunni að Digranesvegi 5 í Kópavogi og á vef Svæðisskrifstofu á Netinu http://www. smfr. is Í3LAND Vantar starfsfólk í dagvinnu / boði eru nokkur störf við ræstingar á daginn. Dagvinna á hjúkrunarheimili f Kópavogi, vinnutími 10:00 - 16:00 fimm daga vikunnar. / janúar höfum við í boði störf við ræstingar á nýju hjúkrunarheimili í Reykjavík. í boði er eftirfarandi vinnutími: klukkan 08:00- 12:30 klukkan 16:00 - 19:30 klukkan 08:00 - 16:00 í þessum störfum er unnið aðra hverja helgi. Vantar fólk á skrá fyrir hlutastörf Viljum bæta við fólki á skrá hjá okkur sem leitar að hlutastarfi seinni partinn og á kvöldin. Upplýsingar veitir Ólöf starfsmannastjóri. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ISS ísland að Ármúla 40, 3.hæð. Sími 5 800 600. Netfang: olof@iss.is. Verkstjórnarnámskeið ■tíó ætlað ollum verkstjórnendum, bœðl nýlum ilU. og þeim sem vllja bæta námi vlð reynsl Vorkstjórnarfraoðslan á Iðntæknlstofnun býr yfir meira en þriggja áratuga reynslu við fræðslu verkstjórn- enda. Námsþættirnir eru alls yfir 20. Meðal þeirra eru: - Almenn samskipti - Hvatning og starfsánægja - Samningatækni - Valdframsal - Áætlanagerð - Stjórnun breytinga Námskeiðið er samtals 90 stundir og skiptist í tvo hluta. Fjögur námskeið verða á vorönn og hefjast T.Janúar, 4. nbrúar, 4. mars og 15. april. Nánari upplýsingar og skráning hjá Iðntmknlstofnun í slma 570 7100 og á vefsíöu okkar www.ltl.la % ai á mi 1 M I NAM SKEID AumuaiKjii .... •»— ■ 1 l(lnl<»»Knblolmin i Framsókn í Hafnarfirði: Framboðslisti í næsta mánuði framboðsmál Framsóknarmenn í Hafnarfirði hafa einsett sér að verða búnir að ganga frá framboðslista sín- um fyrir komandi kosningar til sveit- arstjórna fyrir lok næsta mánaðar. Ingvar Kristinsson nýkjörinn for- maður fulltrúaráðs framsóknarfé- laga í Hafnarfirði segir að búið sé að skipa í uppstillingarnefnd sem hefur það verkefni að kanna vilja fólks til að gefa kost á sér. Ef það verða marg- ir sem keppa um sömu sætin þá verð- ur viðhöfð skoðanakönnun innan full- trúaráðsins þar sem sitja 60 manns. Þorsteinn Njálsson bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Hafnarfirði hef- ur ákveðið að gefa kost á sér til end- urkjörs en óvíst er hvað Guðrún Hjörleifsdóttir gerir en hún skipaði annað sætið við síðustu kosningar. Þá hefur fyrrverandi formaður fulltrúa- ráðsins, Hildur Helga Gísladóttir ákveðið að gefa kost á sér í eitt af þremur sætunum en hún skipaði þrið- ja sætið síðast. Fyrirfram er ekki bú- ist við því að Þorsteinn fái mótfram- boð gegn sér í fyrsta sætið. ■ INCVAR KRISTINSSON Segist vera ánægður með meirihlutasamstarfið með sjálfstæðismönnum í bæjarstjórninni. Tvær konur greiddu atkvæði gegn frestun Formaður Vökuls í HornaQarðarbæ og varaformaður Verkalýðsfélagsins á Húsavík. 45 sögðu já og 11 sátu hjá í atkvæðagreiðslu um frestun á uppsögn launaliðar. Víða óánægja hjá verkafclki. -—♦-— Stjórnvöld eru sökuð um að hafa ekki sýnt vilja til að gera eitt eða neitt nema að auka álögur. kjarasamningar Tvær konur greiddu atkvæði gegn frestun á uppsögn launalið kjarasamninga á formanna- fundi ASÍ í fyrrdag. Það voru þær Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formað- ur stéttarfélagsins Vökuls í Horna- fjarðarbæ og Kristbjörg Sigurðardótt- ir varaformaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Alls greid- du 45 atkvæði með frestun en 11 sátu hjá. Hins vegar voru á ann- an tug fundarmanna búnir að yfirgefa fund- arstaðinn þegar at- kvæði voru greidd með handauppréttingu að gömlum verkalýðs- sið. Nokkur óánægja er þegar farin að gera vart við sig meðal félagsmanna í einstökum verkalýðsfélögum og m.a. er vitað um að formenn hafi fengið tölvupóst og skeytasendingar þar sem mótmælt er þessari afstöðu verkalýðshreyfingar- innar í stað þess að nýta rétt sinn til að semja um hærri laun. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir foi'- maður Vökuls segir að það hefði ekk- ert annað komið til greina en að greiða atkvæði gegn þessari frestun á upp- sögn á launalið kjarasamningsins. Hún bendir einnig á að í fyrra hefði kjarasamningurinn verið samþykktur með naumum meirihluta í Vökli. Þá telur hún að það sé einhvern veginn ekkert nýtt í þeim hugmyndum og til- lögum sem lagðar voru fram á fundin- um til að slá á verðbólguna. Hún er heldur ekki hrifinn af því að verka- lýðshreyfingin eigi að koma ríkis- stjórninni til hjálpar þegar hún er al- gjörlega búin að klúðra sínum málum. Sérstaklega þegar haft sé í huga að forusta ASÍ sé búin að ræða við stjórn- völd af og til á árinu um aðgerðir til úrbóta. Þá séu stjórnvöld búin að vita af uppsagnarákvæði kjarasamnings- ins í eitt og hálft ár án þess að hafa sýnt nokkurn vilja til að gera eitt eða formannafundur así Staðhæft er að ótti við vaxandi atvinnuleysi og verðbólgu hafi átt stærstan þátt í því meirihluti for- manna aðildarfélaga ASÍ vildi fresta uppsögn á launalið kjarasamninga um þrjá mánuði. neitt nema að koma með nýjar álögur á launafólk í tengslum við fjárlög næsta árs. Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélagsins á Húsavík segir að varaformaður félagsins hefði greitt atkvæði á fundinum í samræmi við sína persónulegu skoðun en hann sat hja. Hann segist ekki hafa haft umboð til annars fyrst ekki náðist samstaða um að segja launaliðnum upp. grh@frettabladid.is Nýtt lagafrumvarp um Ibúðalánasjóð: Skuldir sveitarfélaga afskrifaðar íbúðalánasjÓður Foisvarsmenn skuldsettra sveitarfélaga fagna frumvarpi sem heimilar Ibúðalána- sjóði að semja um afskriftir hluta skulda þeirra við sjóðinn. Páll Pét- ursson, félagsmálaráðherra, mælti fyrir frumvai’pinu á Alþingi í gær. Páll sagði í raun verið að færa íbúða- lánasjóði svipaðar heimildir í lögum og aðrar lánastofnanir hafi. Þá gæti tenging afskrifta við greiðslu hluta skulda verið greiðsluhvetjandi og að með lögfestingu heimildarinnar væri því í raun verið að tryggja hagsmuni íbúðalánasjóðs. Þingmenn stjórnarandstöðu fögnuðu frum- varpinu og töldu að þessi leið gæti PÁLL PÉTURSSON Félagsmálaráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir nýju lagafrumvarpi sem heimil- ar íbúðalánasjóði að af- skrifa hluta skulda sveitar- félaga vegna félagslega íbúðakerfisins. orðið til að minnka tap íbúðarlána- sjóðs vegna skuldsetningar sveitar- félaga. Ætla má að kostnaðaráhrif frum- varpsins verði veruleg. Að mati Hauks Más Sigurðarsonar, bæjarfull- trúa í Vesturbyggð þyrfti aó afskrifa um 60 prósent skulda sveitarfélags- ins við íbúðalánasjóð, eða um 2-30í milljónir króna, til að félagslega íbúo arkerfið yrði í'ekstrarhæft. „í raun veruleikanum eru þessar tölur löngu afskrifaðar,“ sagði hann en bætti viö að einungis hafi vantað lagaheimild til að þókfæra afskriftirnar, en þeim hafi íbúöalánasjóður safnað í af- skriftasjóð hjá sér. Haukur sagðist fagna frumvarpinu. „Kei’fið er í end- urskoðun og það þarf með einhverj- um hætti að taka á þessu á landsvísu, ekki með sértækum hætti,“ sagði hann og taldi félagslega íbúðakerfið í vanda statt víða um land, ekki bara á Vestfjörðum. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.