Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 19. desember 2001 MIÐVIKUDAGUR Eldsvoði: Kviknaði í trillu eldsvoði Eldur kom upp í trill- unni Ymi VE um eittleytið í gær- dag en hann var þá staddur út við Smáey. Björgunarbáturinn Þór frá Vestmannaeyjum var kallaður út en þegar hann kom að bátnum, sem er fimm tonna plastbátur, var búið að slökkva eldinn. Einn maður var um borð þegar óhappið varð en hann sakaði ekki. Sigldi hann bátnum fyrir eigin vélafli í höfn í Vestmannaeyjum í fylgd björgunarbátsins. ■ Bandarískir vísindamenn ná árangri: Segjast hafa fundið lyf gegn kvefi chicago. ap Vísindamönnum í Bandaríkjunum hefur fyrstum manna tekist að búa til lyf, sem sannanlega dregur úr einkenn- um kvefs. Þótt kvefið hverfi ekki sam- stundis þegar lyfið er tekið inn, þá fer fólki fyrr að líða betur heldur en ef lyfið væri ekki tek- ið. Enn eru allmargir mánuðir þangað til þetta lyf kemur í lyfjabúðir í Bandaríkjunum. Það virkar þó eingöngu ef kvefið or- sakast af veiru af gerðinni „rhinovirus", en sú er reyndar algengast orsök kvefs. Það var dr. Frederick Hayden frá Virginíuháskóla sem kynnti lyfið í Chicago á mánudaginn. Lyfið, sem nefnist pleconaril, hefur þó ekki enn hlotið sam- þykki bandaríska lyfjaeftirlitsins (FDA), sem gerir strangar kröfur um að lyf við sjúkdómum, sem ekki eru banvænir, séu laus við skaðlegar aukaverkanir. ■ Bændasamtök íslands: Hæstiréttur: 5% verðhækkun mjólkur sagt innlegg í ,,þjóðarsátt“ verðbólga Eftir nokkra daga eða um mánaðamótin hækkar verð á mjólk um 5%. Áður hafði mjólkin hækkað í verði í ársbyrjun þessa árs. Ari Teitsson formaður Bænda- samtaka fslands segir að þessi komandi hækkun sé langt innan við þær verðhækkanir sem orðið hafa á neysluvörum svo ekki sé minnst á framkomnar hækkanir á annarri matvöru. Hann segir að þótt reikningslega hefði verið hægt að hækka mjólkurverð mun meira hefði það ekki verið gert. bólga og vandræði henni tengd hafi í för með minnk- andi kaupgetu sem komi- fljótt niður á sölu búvara. Hann segir að þótt sam- ___ ______ __ ___ taka bænda sé ekki getið í bólgu styðji bændur það BgK BKj samkomulagi aðila vinnu- heilshugar. Fyrir því séu '■Pfj markaðarins og ríkisins séu einkum tvær ástæður. Ann- EJ þau me5 f þessu átaki. í því ars vegar eykur verðbólga *RI JE'TSS°N sambandi bendir hann á að á vanda þeirra fjölmörgu jnfslega hefai innlendar búvörur hafa bænda sem eru skuldugir ver|g hægt að hækkað minna í verði en og hins vegar viti menn af hækka mjólkur- aðrar neysluvörur þjóðar- fenginni reynslu að verð- verð mun meira. innar á liðnum misserum. ■ Þetta se þvi mnlegg bænda til „þjóðarsáttar" gegn verðbólgu. Hann segir að þótt sam- tökin séu ekki formlega að- ilar að átakimi eeen verð- Vitnaleiðslur í fyrsta skipti réttarfar Vitnaleiðslur verða við- hafðar í Hæstarétti fljótlega upp úr áramótum og verður það í fyrs- ta skipti í sögu réttarins sem dóm- arar Hæstaréttar munu hlýða á vitnisburð vitna eða sakborninga. Hæstiréttur hefur verið gagn- rýndur fyrir að treysta á afrit af vitnisburði í héraðsdómi þegar dæmt hefur verið í málum sem hefur verið áfrýjað til Hæstarétt- ar. Hefur það m.a. lcitt til þess að málsmeðferð Hæstaréttar hefur verið kærð til Mannréttindadóm- stóls Evrópu en ekki hefur fengist niðurstaða í því máli. ■ Vilja líkjast Rod Stewart Bylgjur og vængir vinsælt í síðu hári hjá kvenþjóðinni og í stuttu hári eru mjúkar tjásaðar línur. hártíska Landsmenn sameinast flestir í því að vilja líta vel út fyrir jólin og flykkjast því á hárgreiðslu- stofurnar. Fréttablaðinu lék for- vitni á að vita hvað væri vinsælast í hártískunni og hafði samband við Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslu- meistari og annan eiganda hár- greiðslustofanna Monroe og Mojo. „Fólk er ekki að taka mikla áhættu fyrir jólin og því eru ekki gerðar miklar breytingar. Þess fyrir utan er kvenfólkið að láta hárið síkka. Það er búið að vera lengi þetta stífa og slétta útlit en nú er stíllinn að færast meira í styttur og örlítinn glamúr. Bylgjur og vængir eru að koma sterkt inn og finnst mér það vera góð viðbót við þetta slétta yfir- bragð.“ Baldur er nýkominn frá London þar sem hann sótti hártískusýningu sem haldin var af Salon International og námskeið hjá Vidal Sasson. „Stefnan í hártískunni er að skapa andstæður, stutt öðru megin og síðari hinu megin. Litirnir eru notaðir til að búa til skugga í hárinu og frjálsræðið ræður ríkjum. Blaðamaður spurði hvort fólk liti ekki út eins og vitifirringar með BALDUR RAFN GYLFASON Strákarnir vilja vera snyrtilegir og sætir fyrir jólin til þess að gleðja hana mömmu. Baldur segir fólk ekki taka mikla áhættu fyrir jól og því séu ekki miklar breytingar gerðar. hárið svona. „Nei þetta er ekki eins geðveikislegt og það hljómar held- ur mjög flott.“ Baldur sagði mjúkar og tjásaðar línur í tísku í stuttu hári með örlitlu rokk/pönk ívafi. Klipp- ingin sé að hafa síðara að aftan og jafnvel barta. Notaðir séu litir í svipuðum tón sem séu settir út í enda hársins eða í bartana. Baldur segir karlmenn á öllum aldri vilja gera mömmu sinni greiða fyrir jólin og vera nokkuð normal og snyrtilega. Sjálfur segist hann hugsa þannig. „Annars er hjá strákunum svona 80’s útlit þ.e. blás- ið hár í Duran Duran stfll. Nú á að safna hári til að verða svona „bold and beautiful“ með smá blöndu af rokki í anda Rod Stewart." Baldur segir að vitlaust sé að gera á hárgreiðslustofum fyrir jól- in. Hjá honum hafi allt verið upppantað 1. nóvember. „Maður getur ekki annað en brosað út í ann- að þegar fólk er að hringja núna til að fá tíma fyrir jólin og dáist að bjartsýninni. En hjá hárgreiðslu- fólki gildir sama lögmálið og hjá öðrum, það eru einungis 24 klukku- tímar í sólarhringnum.“ kolbrun@frettabladid.is RAOAUCLÝSINCAR BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og deiliskipulagi í Reykjavík Hraunbær, (Hraunbær, Bæjarháls, Bæjarbraut) breyting á deiliskipulagi. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hraunbæ í suður, Bæjarbraut í vestur, Bæjarhálsi í norður (lóðir á móts við Hraunbæ 102-120). Tillagan varðar eingöngu lóð C (þ.e. lóð vestan við lóð Skátanna) og gerir ráð fyrir að í stað þess að heimilt verði að reisa heilsugæslu á lóðinni verði heimilt að reisa þar hús undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Tillagan felur ekki í sér neina breytingu á byggingarmagni eða lóðarfyrirkomulagi. Til upplýsingar skal þess getið að ný lóð fyrir heilsugæslustöð verður að öllum líkindum afmörkuð vestan Bæjarbrautar. Tillagan var í kynningu frá 8. ágúst sl. með athugasemdafresti til 12. september sl. Sá ágalli var á fyrri kynningu að athugasemdafrestur var viku of stuttur. Er tillagan því kynnt að nýju. Stakkahlíð 17, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 varðandi lóðina nr. 17 við Stakkahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir að landnotkun lóðarínnar, sem nú er verslunar- og þjónustusvæði, breytist í íbúðarsvæði. Samhliða framangreindri tilllögu að breytingu á aðalskipulagi eru kynntar teikningar af fyrirhuguðu íbúðarhúsi á lóðinni. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 19. desember 2001 til 16. janúar 2002. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 30. janúar 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 19. desember 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur "" Til sölu Til sölu er úr búi Burnham á ís- landi h.f. ýmis skrifstofubúnaður s.s. skrifborð, skrifborðsstólar, j tölvur, skjáir, prentarar, Ijósritun- arvélar, símkerfi, borðlampar, reiknivélar auk margra annarra hluta. Framangreint lausafé verður til sölu og sýnis í starfsstöð fyrir- tækisins Vegmúla 2, 4. hæð, Reykjavík, fimmtudaginn 20. desember n.k. milli kl.13-16.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.