Fréttablaðið - 19.12.2001, Side 22

Fréttablaðið - 19.12.2001, Side 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 19. desember 2001 MIÐVIKUDAGUR HRADSOÐIÐ Sígrænt eðaltré (hæsta gaeóaflokKi fré skátunum prýðir nú Þúsundír (slenskrn heimila. tt, 10 ára ábyrgð 12 stærðir, 90 - 500 cm té.. Stálfótur fylgir f* Ekkert barr að ryksuga Truflar ekki stofublómin H Eldtraust Þarf ekki að vökva íslenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili tn Skynsamleg fjárfesting Bímetaiag fil»n»kra ikéta HVAÐ segir gengi krónunnar okkur, hvað er gengisvísitala og hvernig er hún reiknuð út? Gengisvísitalan sýnir nokkurs konar samanlagt gengi gjaldmiöla viö- skiptalandanna gagnvart krónunni. Ef hún er há er krónan veik. Á síð- asta ári var hún lægst i kringum 110 en er nú í kringum 150. Erlendar myntir hafa því hækkað mikið, eða ifieð öðrum orðum, krónan lækkað. Erlendu gjaldmiðlarnir hafa mis- munandi vægi í vísitölunni, evran mest og dollar næst mest. Vægið fer eftir því hversu mikil viðskipti ís- land á við viðkomandi myntsvæði. HVER er þá munurinn á raungengi og öðru gengi? Raungengi á mælikvarða verðlags, eins og sagt er, er þegar búið er að leiðrétta gengið fyrir verðlagsbreyt- ingum í löndum gjaldmiðlanna. Þeg- ■% ar verðlag hækkar til dæmis um 10% í ei^u landi umfram hækkun í öðru ætti myntin að veikjast um ^0% til þess að raungengið standi í (Jrið. Kenningin er sú að raungengi eigi að haldast nokkuð stöðugt til lengri tíma litið, enda sé ekki eðli- legt að verólag sé mjög mismunandi eftir löndum, nema vegna flutnings- kostnaðar og slíks. Reglulega er verð á Big Mac borið saman í mis- munandi löndum og má segja að þá sé verið að finna út „raungengi á mælikvarða Big Mac.“ Gunnlaugur Jónsson er fjármálaráðgjafi og rek- ur fyrirtækið Gj Fjármálaráðgjöf sem veitir fyrir- tækjum m.a. ráðgjöf á sviði gjaldeyrismála. Ef ég hefði nú baravitaðá hans aldri það sem ég veit núna Fyrsti kvenplötu- snúður landsins GUNNLAUGURJÓNSSON fjármálaráðgjafi Enginn býst við því að ungu vin- stri mennirnir á sellan.is kunni að meta ráðherrana í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar enda kemur það á daginn þegar þau gera upp frammi- stöðu ráðherra á árinu sem er að líða að flestir fá þeir falleinkunn. Hérna fylgir ein- kunnalisti kreml- verjans Hákonar Baldurs Haf- steinssonar: Davíð Oddsson fær falleinkunnina 4,0. Halldór Ás- grímsson rétt nær prófinu með 5,0 og ræður þar úrslitum opinn hugur hans til Evrópumála. Geir H. Haar- de fellur líka og fær 4,5 fyrir skort á aðhaldssemi. Sömu einkunn gef- ur Sellan Guðna Ágústssyni. Árni Mathiesen fær hins vegar aðeins 3,0 en Sólveig Pétursdóttir kolfell- ur á þessu prófi andstæðinga sinna og fær 2,5. Björn Bjarnason hefur sinnt sínum störfum upp á 4,0 að mati Sellunnar »n Valger^yr Svatr^ isdóttir fær 3,5 rétt eins og flokklíi systir hennar Siv Friðleifsdóttir. Þá eru eftir dúxarnir tveir, að mati Sellunnar: Páll Pétursson fær 6,0 en Jón Kristjánsson 7,0 fyrir að sýna andstöðu í verki við einka- væðingaráform samstarfsflokksins í heilbrigðismálum. Nú eru þingmenn þjóðarinnar komnir í langþráð jólafrí til 22. janúar næstkomandi og eru vænt- anlega komnir út 1 kjördæmin sín að hitta kjósendur og ráðfæra sig við þá, þ.e.a.s sá helmingur þing- manna sem situr á þingi fyrir landsbyggðarkjördæmin. Reykvík- ingar og íbúar nágrannasveitarfé- laganna vita hins vegar ekki al- mennilega hvernig þingmenn sínir haga öllum frítímanum, eða vill sá Reykvíkingur rétta upp hönd sem hefur orðið var þingmenn kjör- dæmisins í leit að viðhorfum kjós- enda sinna á mannamótum í borg- inni? Þann 4. desember s.l. voru 30 ár liðin frá því að Glaumbær brann. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir var plötusnúður þar. Hún er einn af skipuleggjendum nýársdansleik ‘68 kynslóðarinnar. Raungengi og Big Mac HVAÐ er viðskiptahallí? í umræðu um efnahagsmál koma upp ýmis hugtök aftur og aftur sem vert væri að útskýra. Það er kallað viðskiptahalli þegar tekjur frá útlöndum eru minni en gjöldin. Viðskiptahalli þarf ekki að vera slæmt fyrirbæri. Sérstaklega þegar gjöldin eru vegna fjárfestinga sem væntanlega skila tekjum í fram- tíðinni. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess að undir það síðasta hafi eðli viðskiptahallans á íslandi versnað, hann hafi verið vegna neyslu og við höfum verið að lifa um efni fram vegna mikils kaupmáttar. En viðskiptahallinn minnkar nú hratt, enda er innflutningur orðinn dýr vegna lækkunar krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. FRÉTTIR AF FÓLKI Nú fer að hilla undir lok á rann- sókn lögreglunnar á málum Árna Johnsen. Það er gert ráð fyr- ir því að mál Árna komi til kasta dómstóla á fyrri hluta næsta árs. Allir kaupmenn landsins bera sig vel í jólavertíðinni og er ekki að sjá annað af ummælum þeirra en allt sé fullt af viðskipta- vinum jafnt í Kringlu, Laugavegi og Smáralind. Ef marka má þau ummæli er ljóst að íbúum höfuð- borgarsvæðisins hefur fjölgað um tugi þúsunda síðan um síðustu jól, því svo troðfullt er í verslunum og allt í himnalagi í versluninni. Þótt enginn vilji gefa af sér þá mynd í jólaösinni að hann sé að verða und- ir í kapphlaupinu er talið ljóst að á fyrri hluta ársins verði margir að horfast í augu við breytta tíma í viðskiptalífinu og grípa til ráðstaf- ana í samræmi við samdráttinn. GLAUMBÆR var einn helsti skemmtistaður landsins þar sem hin margrómaða ‘68 kyn- slóðin skemmti sér kvöld eftir kvöld. Þótt margir úr þessum hópi séu orðnir nokkrum kílóum þyngri og örlítið stirðari hittist hann á árlegum nýársdansleik í Súlnasal á Hótel Sögu og dansar langt fram eftir nóttu við undir- leik Pops, með Pétur Kristjáns- son í fararbroddi. „Við höfum haldið þetta ball í um 20 ár. Byrjuðum í Þjóðleik- húskjallaranum en færðum okk- ur síðan yfir á Hótel Sögu,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, þingmaður, sem er einn af skipuleggjendum dansleiks- ins. „Við höfum verið með hljóm- sveitir sem voru vinsælar á þessum árum s.s. Hljóma, Rúna Júll o.s.frv. Síðan kom Pops sér- staklega saman til að spila á þessu balli og þeir hafa eigin- lega verði fastir síðan.“ Ásta Ragnheiður var á sínum tíma plötusnúður í Glaumbæ og segir það hafa verið mikið áfall þegar staðurinn brann. „Ég var fyrsti kvenplötu- snúður á íslandi," sagði Ásta Ragnheiður minnug kvöldanna í Glaumbæ. „Þetta var aðal skemmtistað- urian íJRfijddayík. Þeya var eig- inlega^^þur-„inn“. Fólk beið þarna ílongum biðröðum í port- inu til að komast inn. Margir hafa kynnst í þessu porti og af þeim kynnum hafa orðið hjóna- bönd eins og hefur komið fram í ýmsum frásögnum af fólki frá þessum tíma.“ Hún var erlendis þegar brun- inn átti sér stað en kom heim SKÍFUÞEYTIRINN Hér er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í plötusnúðabúrinu í Glaumbæ árið 1970. sama morgun. „Þetta var mikið áfall fyrir mig því ég hafði keypt mikið af plötusafninu fyrir staðinn. Ég starfaði sem flugfreyja, með há- skólanámi, og sinnti plötuinn- kaupum þarna því það var svo erfitt að fá nýjar plötur á ís- landi. Þegar ég var að fljúga fór ég og keypti nýjustu og vinsæl- ustu tónlistina og það var alveg ómetanlegt plötusafn í Glaum- bæ. Það voru hljómplötur sem voru algjörlega ófáanlegar og þetta brann allt saman inni. Það var mjög mikið áfall fyrir popp- arana á þessum árum.“ ■ kristjan@frettabladid.is Athyglisverð heimildarmynd: Lærð leik- kona og róni conneticut. ap Þeir sem þekkja ekki Margaret Holloway forðast að horfa á þessa heimilislausu konu þar sem hún stendur á gangstétt hjá Yale háskólanum og veifar höndum og talar hátt. Margaret fer jafnan með texta eftir Shakespeare, hluta úr grísk- um harmleik eða aðra vel þekkta texta á gangstéttinni. Hún lærði í Yale en ferill hennar, sem var á mikilli uppleið, hrundi þegar hún fékk geðklofa fyrir 20 árum síðan. Þá var hún útskrifaður leikstjóri og vel þekkt fyrir gáfur sínar og þokka. Hún hefur lifað á götunni síðan og nælir sér í smápeninga með því að fara með atriði úr klass- ískum verkum. Hún er ógift og barnlaus og fjölskylda hennar talar ekki við hana. Nú hefur Margaret, sem er fimmtug, fengið nýtt hlutverk, að leika sjálfa sig. Fyrrum skólafélagi hennar úr Yale, Richard Dailey, rakst á hana fyrir tilviljun fyrir tveimur árum. Hann gerði heimild- armynd um Margaret og rennur all- ur ágóði í sjóð handa henni. Hún nýtti sér hluta fjársins til að kaupa sér hlý föt og svefnstað. Lögfræð- ingur var ráðinn til að sjá um pen- inginn og lætur hann Margaret fá ávísun þegar hún biður um það. Myndin heitir God Didn't Give Me a Week's Notice eða Guð gaf mér ekki viku fyrirvara. Margaret datt nafnið sjálfri í hug. ■ HEIMILISLAUS LEIKKONA Margaret Holloway fyrir utan kvikmyndahúsið þar sem heimildarmyndin um hana er sýnd.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.