Fréttablaðið - 01.02.2002, Qupperneq 4
SVONA ERIIM VIB
Haldlagt
amfetamín
Þegar skoðaðar eru tölur um magn ávana-
og fíkniefna, sem lögregla og tollgæsla
leggur hald á, sést að þær eru mjög mis-
munandi á milli ára. Hér að neðan er
magn amfetamlns sem lagt var hald á. Töl-
ur frá 1996 og 1997 eru frá lögreglunni I
Reykjavík.
Ár gr-
1996 6.117
1997 2.066
1998 1.875
1999 5.078
2000 10.268
Heimild: Ársskýrsla rikislögreglustjóra 2000
REYKINGAR Á MATSÖLUSTÖÐUM
Nings er í fararbroddi veitingastaða sem
þjóna reyklausum viðskiptavinum. „Það er
vont þegar verið er að dæma menn sak-
lausa," segir framkvæmdastjórinn.
Reykingar á veitingastað:
Brutu ekki
tóbaks-
vamarlögin
rekstub Bjarni Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Nings, segir veit-
ingastaðinn ekki hafa brotið lög um
tóbaksvarnir þegar reykingar voru
leyfðar á litlu afmörkuðu svæði
inni á staðnum. Nings hafi verið í
fararbroddi þeirra veitingastaða
sem vilja draga úr reykingum á
matsölustöðum. „Nú erum við al-
farið búnir að banna reykingar á
staðnum. Það má enginn reykja þó
það mætti samkvæmt lögum,“ seg-
ir Bjami.
Viðskiptavinir Nings kölluðu á
lögreglu og kærðu staðinn fyrir að
leyfa reykingar fyrir stuttu. Lög-
reglan tók skýrslu af viðskipta-
mönnunum, vaktstjóra og sendi
sýslumanninum í Kópavogi.
Bjarni segir að þeim hafi ekki
enn verið birt ákæra. Allir sjá það
að Nings hafi ekki brotið lög þar
sem segir í 9. grein tóbaksvarnar-
laga að það megi heimila reykingar
á afmörkuðum svæðum. Því er ekki
hægt að byggja ákæruna á því og
þetta mál sé leikaraskapur sem
beinist að einum veitingastað.
Heppilegra væri að beina sjónum
að öllum þeim veitingastöðum sem
brjóta þessi lög tvímælalaust. „Það
er fullt af veitingastöðum sem
mega standa sig betur í þessu en
við erum ekki einn af þeim,“ segir
Bjarni Óskarsson. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
1. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR
Borgarstjóri:
Kosið um verk R-lista og
borgin Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri sagði á fundi með
framsóknarmönnum í gær að í
komandi kosningum til borgar-
stjórnar verði kosið um verk R-
listans, framtíðarsýn hans á næsta
kjörtímabili og áframhaldi upp-
byggingu lífsgæða í borginni. Al-
freð Þorsteinsson borgarfulltrúi
sagði að framboð Björns Bjarna-
sonar menntamálaráðherra mundi
auðvelda kjósendum valið vegna
þess að hann stæði fyrir frjáls-
hyggju og einkavæðingu, öndvert
við R-listann. Þá taldi hann einsýnt
að sjálfstæðismenn mundu fara út
í rógsherferð gegn einstökum
frambjóðendum R-listans eins og í
tveimur undangengnum kosninga-
baráttum.
Á fundinum dró borgarstjóri
upp ófagra mynd af því hvernig
viðskilnaður sjálfstæðismanna
hefði verið þegar R-listinn fékk
lykla að Ráðhúsinu fyrir átta
árum. Hún sagði að stjórnkerfi
borgarinnar undir stjórn Davíðs
Oddssonar hefði verið eins og
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
Segist hafa það eftir talnaglöggum manni
að Björn Bjarnason hefði sagt 147 sinnum
ég í Silfri Egils á dögunum.
gamall traktor og alveg úr takti
við þá stjórnunarhætti sem þá
voru að ryðja sér til rúms. Sem
dæmi nefndi hún að bókhaldskerfi
borgarinnar hefði verið ákaflega
frumstætt, upplýsingakerfi hefði
nánast ekki verið til, öll skjalavist-
un í skötulíki, verkaskipting á
milli embættismanna hefði verið
óljós og fjárhagsáætlanir hefðu
aðeins verið gerðar til eins árs í
senn í stað þriggja ára svo nokkuð
sé nefnt. Hún sagði að sl. átta
árum hefði þetta verið fært til nú-
tímahorfs með dreifðri valddreif-
ingu, skipulagi, áætlanagerð og
framtíðarsýn. ■
40% verðmunur
á mjólkurvörum
Bónus er 46 sinnum með lægsta verð á mjólkurvörum. 11-11 og Nýkaup
eru 37 sinnum með hæsta verðið. Þetta kemur fram í verðkönnun ASI.
verðkönnun Allt að 41% verð-
munur er á mjólkurvörum á milli
verslana. Þetta kemur fram í
nýrri verðkönnun ASÍ. Mestur
verðmunur er á mjólkurvörum
sem ekki eru verðmerktar af
framleiðanda. Verslanir hækkuðu
mjólkurvörur í mörgum tilvikum
meira en Mjólkursamsalan og
Osta- og smjörsalan um áramótin.
Bónus er langoftast með lægsta
verðið, eða 46 sinnum. 11-11 og
Nýkaup eru 37 sinnum með hæsta
verð, Nóatún 24 sinnum og Strax
19 sinnum.
Að sögn Ágústu Ýr Þorbergs-
dóttur, verkefnisstjóra hjá ASÍ,
kom verðmunurinn ekki á óvart.
Hún segir hann í samræmi við
verðmun á öðrum vörum. „Hann
kemur sennilega mörgum á
óvart.“
Verðlagsnefnd mjólkurvara
ákvað um áramót að verð á mjólk-
urvörum skyldi hækkað 1. janúar
sl. Þá hafði mjólkurverð verið
óbreytt í 1 ár. Meðaltalshaekkun
var 6,5%, en hækkanir eru á bil-
inu 3%-ll%. Hækkunin í verslun-
um nemur hins vegar allt að 20%.
Skýring hækkunar verðlags-
nefndar er hækkun á verði til
MIKILL VERÐMUNUR
Verslanir hækkuðu mjólkurvörur meira en sem
mjólkurbænda og hækkun á
vinrtslu og dreifingarkostnaði
mjólkur.
í könnun ASÍ kom í ljós að
verslanir hækkuðu ekki verð á
öllum mjólkurvörum strax og
þær voru því heimsóttar þrívegis.
Farið var í síðasta skipti 25. janú-
ar sl. Þá höfðu flestar verslanir
hækkað verðið. Þá kom einnig í
ljós að verslanir sem höfðu hækk-
að verðið eftir áramót, höfðu
VERÐ A NOKKRUM MJOLKURVORUM
V) 3 C S e 10 e £ o ts o z Q. 3 JS <0 «2 n uT a 3 10 ■6 10 Z Samkaup 10-11 >< (0 ö V) c 'B n 'O Z Nýkaup ll-ll # 3 e 3 2
Léttmjólk 11 76 79 77 82 84 85 85 86 86 86 86 13%
Kókómjólkl/4l 49 55 56 55 61 62 61 63 69 69 69 41%
Sýrður rjómi 130 131 134 149 156 156 164 169 173 179 173 38%
Létt súrmjólk 11 105 106 107 117 119 118 124 120 125 125 128 22%
Smjörvi 300g 157 159 159 169 166 169 185 179 189 189 189 20%
Skólaostur lkg 913 913 961 961 899 961 961 961 961 961 899 7%
Á MJÓLKURVÖRUM
nemur hækkun verðlagsnefndar mjólkurvara.
lækkað þær aðeins aftur. ASÍ tel-
ur skýringu þessa vera mikla um-
ræðu um verðlækkanir.
Fram kemur að mestur munur
sé á mjólkurvörum og osti sem
ekki er verðmerktur af framleið-
anda. Ostur sem er verðmerktur
af framleiðanda er ávallt á sama
verði í öllum verslunum, þó í ein-
staka tilvikum gefi Bónus og
Krónan 5% afslátt á kassa.
Athygli vekur að mismunandi
verð er á mismunandi bragðteg-
undum á vörum eins og óska-
jógúrt og engjaþykkni sem kosta
það sama frá framleiðanda. Sama
er upp á teningnum í léttmjólkur-
vörum. Léttsúrmjólk kostar það
sama og súrmjólk frá framleið-
anda en er yfirleitt dýrari í versl-
unum. Ágústa segir skýringu
þess líklega vera þá að vinsælli
vörur séu verðlagðar hærra en
þær óvinsælli. ■
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
Sigrún Magnúsdóttir er formaður fræðslu-
ráðs Reykjavlkurborgar. „Aðgerðarleysi
borgarinnar jaðrar við ofbeldi."
Tónskóli Hörpunnar:
Stjórnsýslu-
kæra vegna
neitunar
stjórnsýsla Tónskóli Hörpunnar í
Grafarvogi hefur sent stjórnsýslu-
kæru til félagsmálaráðuneytisiris
vegna þess að Reykjavíkurborg
greiðir ekki rektstrarstyrki til skól-
ans eins og til annarra tónlistar-
skóla.
Kjartan Eggertsson, eigandi
Tónskóla Hörpunnar og skólastjóri
hans, segir að Reykjavíkurborg
hafi ekkert aðhafst í málinu þrátt
fyrir tilmæli Samkeppnisráðs þar
um.
„Það er með ólíkindum að borg-
aryfirvöld skuli beita aðila eins og
tónlistarskóla slíkri rangsleitni,"
segir Kjartan í fréttatilkynningu.
„Aðgerðarleysi borgarinnar jaðrar
við ofbeldi, því borginni má vera
ljóst að lítil stofnun eins og Tón-
skóli Hörpunnar og forráðamenn
hennar hafa ekki ótakmarkaðan
tíma og orku til að standa í mála-
ferlum og ekki er fjármunum til að
dreifa hjá skóla sem býr við sam-
keppnislegt ójafnræði."
Þess má geta að tónskólar í
Reykjavík heyra undir fræðsluráð
borgarinna. Formaður ráðsins er
Sigrún Magnúsdóttir. Hún er eigin-
kona Páls Péturssonar félagsmála-
ráðherra. Búast má því við Páll víki
sæti við úrlausn málsins. ■
Smáralincl
AV/S______________
Vantar þig bíl í Smáralind?
Viltu að bíllinn bíði eftir þér á Reykjavíkurflugvelli?
Nýgengi HIV smitaðra í fyrra:
11 greindir HIV jákvæðir
Bíll í A flokki, daggjald kr. 3.700,-
Ótakmarkaður akstur, tryggingar.og skattar
Sími: 591 4000
Fax: 591 4040 E-mail: avis@avis.is - Dugguvogur 10 - www.avis.is
heilbrigðismál Ellefu grein-
dust HIV jákvæðir á árinu
2001. Meirihluti þeirra eru
karlar. Jón Helgi Gíslason,
framkvæmdastjóri Alnæm-
issamtakanna, segir þetta
vera ívið fleiri en árið áður.
Þá var tilkynnt um tíu ein-
staklinga sem greindust HIV
jákvæðir. Fjöldinn hafi farið
stigvaxandi síðan 1993.
Jón Helgi segir Alnæmis-
samtökin aðstoða HIV já-
kvæða og aðstandendur þeir-
ra ásamt því að sinna
fræðslustarfi fyrir ungt fólk í skól-
um. „Við togumst svolítið á milli
þess að vera félagsheimili fyrir
HIV jákvæða og fólk með alnæmi
og svo að sinna fræðslustarfi út á
við.“
Jón Helgi segir að samtökin hafi
áform um víðtækt fræðslustarf í
HIV SMITAÐIR
NÝGENGI GREININGA SJÚKLINGA MEÐ
HIV SMIT OG ALNÆMI OG DÁNARTALA AF
VÖLDUM ALNÆMIS Á ÍSLANDI MIÐAÐ
VIÐ 31. DESEMBER 2000 (www.aids.is)
grunnskólum landsins. Nú eru við-
ræður í gangi við landlækni og heil-
brigðisyfirvöld um samstarf í þeim
málum. Verið er að vinna
að útgáfu upplýsingabæk-
lings til að dreifa til fólks.
Nauðsynlegt sé að fræða
ungt fólk sem er að byrja
að stunda kynlíf. Það þurfi
að gera sér grein fyrir
smitleiðum HIV og hvernig
stunda eigi öruggt kynlíf.
í lok síðasta árs opnuðu
samtökin upplýsingasíðu á
netinu, aids.is. Þar er að
finna upplýsingar sem
tengist sjúkdóminum. Þeg-
ar HIV smitaðir eru skoð-
aðir eftir áhættuhegðun sést að
smituðum gagnkynhneigðum ein-
staklingum fjölgar nú síðustu ár.
Greining HIV smitaðra í röðum
samkynhneigðra stendur í stað eða
fækkar. Öflug fræðsla um öruggt
kynlíf í þeim áhættuhóp virðist
ráða þar nokkru. ■