Fréttablaðið - 01.02.2002, Side 8

Fréttablaðið - 01.02.2002, Side 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 1. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR Hafnarfjörður: Slökkvilið berst við sinuelda Ikveikia Slökkviliðið í Hafnarfirði var kallað út tvisvar í gær vegna sinuelda. Að sögn lögreglu bárust fleiri tilkynningar um sinuelda en suma þeirra slökkti hún sjálf. Óvenju mikið hefur verið um sinuelda í Hafnarfirði undanfarnar vikur og er það mjög óvenjulegt miðað við árstíma. Mest hefur ver- ið kveikt í sinu í Setbergslandinu og í Hvaleyrarholtinu og eru það oft- ast ungir drengir sem eiga í hlut. Að sögn lögreglu hefur engin veru- leg hætta skapast vegna eldanna. ■ Jónína Bjartmarz um Símann: Gera úlfalda úr mýflugu síminn „Stjórnarandstaðan er að gera úlfalda úr mýflugu með málflutningi sínum um sölu Símans,“ segir Jónína Bjartmarz, þingmaður Fram- sóknarflokks og stjórnarmað- ur í Símanum. Ýmsir þing- menn stjórnarandstöðu sögð- ust í utandagskrárumræðu um málið á miðvikudag efins um að þingmeirihluti væri enn fyrir sölu. Jónína sagði það á misskilningi byggt, full sam- staða væri hjá stjórnarflokk- unum um málið. Hún sagðist sammála Magnúsi Stefánssyni og bræðrum sínum, um að endur- Símans, burtséð frá einkavæð- Kristni H. Gunnarssyni, flokks- skoða þurfi söluáformin fari svo ingu, enn í fullu gildi. ■ JÓNÍNA BJARTMARZ Ekki óeining milli stjórnar- flokkanna. ÖGMUNDUR JÓNASSON Efast um að þingmeirihluti sé fyrir sölu. að ásættanlegt verð fáist ekki. Komið hefur fram að danska fyrirtækið TDC vill ógjarnan greiða 5,75 krónur á hlut fyrir 25% í fyrirtækinu. „Samningaviðræður eru enn í gangi og ekki útséð með niðurstöðu. Eg hygg að full samstaða sé meðal stjórnar- þingmanna um að Síminn verði ekki seldur nema fyrir ásættanlegt verð.“ Jónína sagði fyrirvara framsóknar- manna um að ríkið leggi til fé til uppbyggingar grunnets Mál Árna Johnsen: Sjáenn fyrir endann LÖGREGLUMÁi „Það er ekkert frek- ar um það að segja en ég sagði síðast. Þá sagði ég að við sæjum fyrir endann á þessu. Það stend- ur,“ segir Jón H. Snorrason, yfir- maður efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra. Með orðum sínum er Jón að vísa til þess sem hann sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir þremur vikum, eða 10. janúar sl. Þá sagði hann að niðurstöðu rannsóknar ríkislögreglustjóra á málefnum Árna Johnsen væri að vænta á næstu vikum eða mánuð- um. ■ liiui //, 'm jiaúu; Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 kóngafólk Marta Lovísa prinsessa í Noregi missir konunglegan titli sinn í dag og iaun hennar sem prins- essa féllu niður um áramót. Ástæðan er sú að prinsess- an er á leiðinni út í eigin rekstur, stofnar í dag fyrir- tæki á sviði menningar- miðlunar, Prinsesse Martha Louises Kultur- formidling. ' •. Tekjur hennar Viðskipta- munu fram. vmimir eru vegjs eingöngu Þe8ar _ verða í gegn- komnir á um fyrirtækið. blað og Fyrirtæki koma fyrstu prinsessunnar tekjur fyrir- er spáð góðu tækisins frá gengi. Talið er norskum að hún geti selt ríkisfyrirtæk- út á nafnið en um, ríkisút- einnig að hún varpinu hafi sýnt fram NRK og á að hún hafi þjóðleikhús- eitthvað að inu, Rik- bjóða. Við- steatret. skiptavinirnir ^ eru þegar komnir á blað og koma fyrstu tekjur fyr- irtækisins frá norskum rík- isfyrirtækum, ríkisútvarp- inu NRK og þjóðleikhús- inu, Riksteatret. Um leið og Prinsessan missir titilinn Hennes Kongelige Hpyhet, eða hennar konunglega tign, fær hún algert frelsi til um- svifa í atvinnulífinu. Hún hefur látið hafa eftir sér að hún stefni á - AFSALAR sér tign og skattfrIðindum Marta Lovísa er áhugamanneskja um menningu. Hún hefur sung- ið í kór, leikið á þverflautu og tekið þátt í starfi þjóðdansahóps. Einnig hefur prinsessan getið sér gott orð í hestamennsku. framtíð í viðskiptalífinu þar sem hún sérhæfir sig í menningar- miðlun og útilokar ekki að hún muni vinna með væntanlegum eiginmanni sínum, rithöfundinum Ari Behn. Prinsessan setur með þessu stefnuna á borgara- legt líf. í norskum fjöl- miðlum hefur komið fram að hún hlakkar til að verða þátttakandi í atvinnulíf- inu. Hún bendir á að ekki sé einsdæmi að konung- bornir hafi vinnu og bend- ir á Kristínu prinsessu í Svíþjóð og Konstantín prins í Hollandi. Prinsessan hefur ekki tekið ákvörðun um hvaða eftirnafn hún muni taka upp nú þegar hún missir titilinn en til greina kemur að hún taki upp nafn vænt- anlegs eiginmanns síns, Behn. Marta Lovísa vill ekki tjá sig um það hvort hún sjái eftir titlinum en bendir á að hún sé ekki fyrsta prinsessan sem missir hann. Prinsessurn- ar Ástríður og Ragnhildur, föðursystur hennar, mis- stu sína titla þegar þær gengu í hjónaband. „Okk- ur finnst eðlilegt að það tengist því að ég fer út í atvinnulífið, að þar verði skilin fremur en þegar ég gifti mig,“ segir Marta Lovísa. Að mati prinsessunnar er alger- lega eðlilegt að hún fái ekki lengur lífeyri sem þjóðhöfð- ingi. „Okkur finnst ekki rétt að ég fái bæði lífeyri, sem er skatt- frjáls, og afli mér um leið skatt- skyldra tekna." steinunnafrettabladid.is Árbæjarskóli: Listaverk eft- ir Veturliða fjarlægt og eyðilagt? borgarrád Listaverk eftir Vetur- liða Gunnarsson, sem hékk á vegg í Árbæjarskóla, virðist týnt og tröllum gefið. Nú standa yfir framkvæmdir við skólann vegna stækkunar hans og fengu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins óstaðfestar fregnir af því að listaverkið hefði verið fjarlægt og eyðilagt. Lögðu þeir því fram fyrirspurn til borgar- stjóra um málið. Engin svör fengust. „Það er ljóst að þessi fyrir- spurn kom mönnum verulega á óvart,“ sagði Júlíus Vífill Ingv- arsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. „Ef svo er að þetta listaverk hafi verið eyði- lagt án samráðs við listamann- inn og án þess að menn hafi gert tilraun til þess að varðveita það þá viljum við vita það. Öll lista- verk eru verðmæt og listaverk eftir Veturliða eru bæði verð- mæt og dýrmæt. Okkur ber skylda gagnvart borgarbúum og listamönnum að hafa fullar gæt- ur á því hvað verður um lista- verkin og hvernig um þau er gengið." ■ | VESTFIRDIR I Menn á Patreksfirði muna vart eftir öðru eins tíðarfari og í vetur. Smá snjór er í fjöllum en á láglendi hefur nánast ekki verið snjór það sem af er vetri. Lögreglan á Patreksfirði man ekki eftir að færð hafi verið jafn- góð og í vetur. í hefðbundnu ár- ferði er ófært um Klettháls og Austur-Barðastrandasýslu á þess- um árstíma. Aðeins hefur verið ófært í nokkra daga til Reykja- víkur í vetur og síðustu vikur hefur færð verið mjög góð. Davos-ráðstefnan að þessu sinni í New York: Mótmæl- endur boða truflanir new york í dag hefst í New York fjögurra daga ráðstefna helstu fjármála- og stjórnmálaleiðtoga heimsins um efnahagslífið á jörð- inni. Ráðstefnur sem þessar hafa hingað til verið haldnar árlega í Davos í Sviss. Að þessu sinni var ákveðið að halda hana í New York. Hamid Karzai, forseti bráða- birgðastjórnar Afganistans, ávarp- ar opnunarfund ráðstefnunnar. Fjöldi listamanna kemur auk þess fram við opnunina, þar á meðal Bono, Peter Gabriel, Paul Simon og Herbie Hankock. Andstæðingar alþjóðavæðingar hafa boðað til margvíslegra mót- mælaaðgerða í New York meðan ráðstefnan stendur yfir. Segjast MÓTMÆLAAÐGERÐIR kynntar Beka Economopolos heitir þessi kona, sem skipulagt hefur mótmælaaðgerðir gegn efnahagsráðstefnu sem hefst í New York í dag. Hún kynnti blaðamönnum mót- mælaaðgerðirnar nú í vikunni. skipuleggjendur mótmælanna ætla að trufla ráðstefnuna eftir bestu getu. Búist er við þúsundum mótmælenda, sem hafa uppi slag- orð á borð við: Heimurinn getur verið öðru vísi. Lögreglan i New York hefur af því tilefni mikinn viðbúnað. Und- anfarnar vikur hefur hún verið að æfa sérstaklega aðferðir við að halda mannfjölda í skefjum og brjóta á bak aftur mótmæli sem fara úr böndunum. ■ Ætlar sér framtíð í viðskiptalífinu Norska prinsessan Marta Lovísa, dóttir Haraldar Noregskonungs og eldri systir Hákonar krónprins, afsalar sér í dag konunglegum titli sín- um. Hún telur fara betur á því að missa titilinn í tengslum stofnun fyrir- tækis síns en við að ganga í hjónaband. Við sérhæfum okkur í fl Tökum að okkur stærri sem salögnum! i minni verk ir gegnheilar granítflísar, Niöurkomnar gegnheilar 30x30 cm Aðeins kr. 3.400,- pr Innifalið er: Flísar. lím, fúaa, ari m. ón VSK. : rlísar, lím, fúga, grur nur og vinna. Miðað er við tilbúin gólf. Gegnheilar flísar erii þolgóðar og mikið lagðar á t.d. vinnustaði, verkstæði og bílskúra þar sefn álag er mikið. LAGERUTSALA Aðeins 4 verð 500- kr 1000- kr 1 500- kr 2000- kr •Buxur • Bolir • Peysur • Kjólar •Brjóstahaldarar • Náttfatnaður • Undirfatasett cos Undirfataverslun Glæsibæ, sími 588 5575 Opið mán-fös. kl.11-18 laugard. kl. 11-16. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri blómaverkstæði INNA®

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.