Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 1. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR ■ 20 ára afmæli OA-samtakanna: Sýnilegur bati bæði líkamlega og andlega MATARFfKN OA-samtökin starfa á sama grundvelli og AA-samtökin og eru opin öllum þeim sem vilja hætta hömlulausu ofáti. Dúndur tilboð! 10 tíma 3ja mán. Ljósakort á 3500 kr. Grænatúni 1 Kópavogi Sími 554 3799 lIfsstíll „Það er mikill kraftur í samtökunum og mikill bati sem er sýnilegur basði líkamlega og ekki síst andlega," segja tveir tals- menn OA-samtakanna sem eru samtök fólks sem á við sameigin- legt vandamál að stríða „matar- fíkn“ Samtökin hafa starfað á þessu ári í 20 ár á íslandi. Af því tilefni verður haldinn opinn af- mælisfundur í Gerðubergi næst- komandi sunnudag kl. 14. Viðmæl- endur fréttablaðsins, karl og kona, koma ekki fram undir nafni því samtökin vernda félagsmenn sína með nafnleynd sem þau segja grundvöll starfseminnar. Hann gekk fyrst í samtökin fyrir 5-6 árum en hún hefur verið samfleytt í 21/2 ár. Til samans hafa þau misst tæp 70 kg. Hann hefur náð sinni kjörþyngd, hún er enn á niðurleið. Bæði eru sam- mála um að þetta sé fíkn. Fólk tengi saman offitu við aumingja- skap í staðinn fyrir að líta á þetta sem fíkn sem komi engri skyn- semi við. „Það hefur verið gífur- leg uppvakning innan samtakanna hér á landi. Offituvandamálið er orðið sýnilegra og þarf ekki annað en að líta inn á næstu líkamsrækt- arstöð. Einnig er fólk farið að átta sig á að megrun gengur ekki upp og skilar jafnan tímabundnum ár- angri. Þegar fólk er orðið lang- þreytt á þessu er það tilbúið til að ganga í OA og fara fara þessa ein- földu leið. Hún er einföld en ekki auðveld," segir hann. Bæði ítreka að allir séu velkomnir í samtökin. Eina skilyrðið fyrir þátttöku sé löngunin til að hætta hömlulausu offáti. ■ Utsala - Flísar - Utsölulok Dagana 30. janúar til 2. febrúar verður 15-50% afsláttur á öllum vörum á lager Mílanó-Flísaverslun Ármúla 17a - Sími: 511 1660 Vertu ekki of sein að panta fermingarmyndatökuna. JaHM Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækk- aðar og fúllunnar. Innifalið í myndatökunni 12 stækkanir 13X18 cm 2 stækkanir 20x 25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. . Ljósmyndastofa Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími : 554 3020 Pantið núna Kays sumarfötin Argos vörurnar Panduro fomirið aa// Magnússon LA JF verslun/skrifstofa, Hólshrauni 2 Hfj. Samfylkingin Sameiginlegur félagsfundur samfylkingarfélaganna í Reykavík Sameiginlegur félagsfundur Samfylkingarfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Ársal á Hótel Sögu í Reykjavík laugardaginn 2. febrúar 2002 kl. 13.30. Dagskrá: Samkomulag viðræðunefnda Samfylkingarinnar, Fram- sóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs vegna sameiginlegs framboðs til borgar- stjórnar í Reykjavík vorið 2002. Aðferð Samfylkingarinnar við val í sæti flokksins á Reykjavíkurlistanum Önnur mál Allir samfylkingarfélagar í Reykjavík eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum og afgreiðslu tillagna um samstarf undir merkjum Reykjavíkurlistans. Það er engin vandi að deyja, vandinn er að lifa Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Onnu Kareninu eftir Tolstoj leikrit Anna Karenina er ein af mikilvægustu skáldsögum nítj- ándu aldarinnar og hefur heillað lesendur á öllum tímum, ekki síst vegna áhrifamikillar lýsingar skáldsins á titilpersónunni og ör- lögum hennar. Hefur þessi mikla saga um ástríður og grimm örlög verið vinsælt viðfangsefni leik- húsfólks í gegnum tíðina. Þjóðleik- húsið frumsýnir í kvöld Önnu Kareninu og byggir leikverkið á nýrri leikgerð eftir Helen Ed- mundson. „Þó að stuðst sé við Ed- mundson verður hver einasta upp- færsla eigi síður að eiga sína leik- gerð. Því settist ég niður síðasta sumar og vann við að stækka alla umgerð og bætti við persónum. Það má segja við notum þessa spennandi leið Edmundson en leysum jafnframt hlutina á okkar eigin máta.“ Segir Kjartan Ragnarsson leikstjóri. Leikgerð Edmundson hefur vakið mikla at- hygli og er óvenjuleg að þvi leyti að hér er ekki einungis sjónum beint að titilpersónunni Önnu Kareninu heldur einnig annarri aðalpersónu skáldsögunnar Levin, sem talinn er endurspegla líf og skoðanir Tolstojs sjálfs. Kjartan segir leikgerðina leggja meiri áherslu á það sem Tolstoj vildi koma á framfæri með bók sinni þ.e. leitinni að tilganginum í lífinu. „Það er mjög auðvelt að lesa Önnu Kareninu einungis sem sögu konu sem samfélagið leyfir ekki að hafa sitt frelsi, sem er vissulega rétt að hluta til. Það er bara ekki öll sag- an. Hinn hliðin er Konstantín Levin. Aðalsmaður sem er alltaf að leita að einhverjum siðferðilegum standpunkti til að lifa. Má segja að annars vegar sé þetta ástarsaga Levins og Kittýjar og hins vegar Vronskís og Önnu.“ Blaðamaður spyr hvort óhjá- kvæmilegt sé að grimm örlög fylgi í kjölfar mikillar ástríðu. „í öllu falli er það einmitt sem manni finnst Tolstoj vera að segja. Ef maðurinn nær ekki stjórn á tilfinn- ingaheimi sínum er voðin vís. Til- ganginn eigi að leita í einhverju æðra.“ Kjartan var spurður hvort boðskapur sögunnar ætti sér stoð í nútímanum. „Fullkomlega. Hin ei- lífa glíma að reyna að ná tökum á lífinu áður en hinn óhjákvæmilegi dauði bankar upp á. Eins og Tolstoj sagði sjálfur: Það er engin vandi að deyja, vandinn er að lifa. Þess- ari hugsun velta allar kynslóðir fyrir sér.“ kolbrun@frettabladid.is Stór útsala Yfirhafnir í úrvali 25-70% afsláttur Fyrstir koma fyrstir fá Allt á að seljast \oAhú5ID Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugard. frá kl. 10-15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.