Fréttablaðið - 04.02.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 04.02.2002, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 4. febrúar 2002 MÁNUDAGUR lH'irlMiíf. Brunastigar STigar, & ir=3 HANDRIÐ GRIDfhi Dalbrekku 26, Kópavogi »iml 6641890 www.grid.is RENNISLETT • Afrétting gólfa undir gólfefni • Flotílögn í nýbyggingar • Lökkuð flotgólf • Tilboðsgerð og ráðgjöf Flotefni ehf Verktakar í ftotítögnum 897 1060 flotefni@mmedia.is Véla- viðgerðir VELALAIMD VÉLASALA • TÚRBINUR VARAHLUTIR > VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavik Sími: 577 4500 velaland@velaland.is < .v íslendingur hefur vakið athygli í Danmörku fyrir góð- an árangur áfengismeðferða: Opnar meðferðarheimili við sólarstrendur Spánar ÁFENCISVANDI Gizur Helgason, einn aðaleigandi meðferðarstofnunar- innar Frederiksberg Centeret í Danmörku, hyggst opna meðferð- arheimili á Spáni í mars á þessu ári. Gizur segist hafa orðið var við að fólk, sem komið er á eftirlaun og hafi nægan frítíma, komi til meðferðar hjá honum vegna áfengisvandamála. Margir þessara sjúklinga dvelja á sólarströndum og því hafi þessi hugmynd kvikn- að. Meðferðarheimilið verður stað- sett miðsvæðis við sólarstrendur GIZUR HELGASON (gær var auglýst eftir starfsfólki í Berlingske Tidende. Spánar í bænum Fuuengriola. Verið er að inn- rétta meðferðar- heimilið og verð- ur það formlega opnað í byrjun mars. í apríl hefst reglubundin með- ferð áfengis- sjúkra. Gizur segir þetta vera tveggja ára tilraunaverk- TVEGGJA ÁRA TILRAUNAVERKEFNI Rauði díllinn á kortinu sýnir hvar Gizur hyggst þjónusta alkóhólista. efni sem fyrirtæki hans er að legg- ja þó nokkra fjármuni í. Sjúklingar greiði allan kostnaðinn við með- ferðina sjálfir. Meðferðarstofnun- in sé einkafyrirtæki sem býður upp á úrræði sem reynst hefur mjög vel. Kostnaður er minni við hvern sjúkling þar sem ekki er um innlögn að ræða. „Við tókum íslensku meðferðar- úrræðin og sniðum það inn í með- ferðina hjá okkur,“ segir Gizur. Fólk mætir í fyrirlestra, á fundi og er í hópvinnu á daginn. Tekin eru stutt hlé á milli en svo er haldið áfram. Að því loknu heldur fólk heim til sín með heimavinnu. Það íhugar sín mál með fjölskyldunni og getur þannig leyst úr vandamál- um, sem koma upp heima fyrir, í meðferðinni að degi til. „Þó fólkið fari heim þá höldum við því sál- rænt inni í meðferðinni tuttugu og fjóra tíma,“ segir Gizur. Áður starfaði Gizur á Suður- nesjum sem framhaldsskólakenn- ari. Árið 1986 tók hann sig til og hóf að hjálpa Dönum með áfengis- vandamál. Hann hóf svo eigin rekstur í samstarfi við geðdeild Frederiksberg Hospital stuttu seinna. ■ Islenska ríkið styrkir HSÍ um 15 milljónir kr. í kjölfar frábærs árangurs á EM í Svíþjóð: Eðlilegt að koma til móts við afreksmenn HANDBOLTI Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja Handknatt- leikssamband íslands um 15 millj- ónir króna í tengslum við frammi- stöðu íslenska landsliðsins á Evr- ópumeistaramótinu í Svíþjóð. Hér er um veglegan styrk að ræða en geta má þess að ferð ís- lenska lands- liðsins til Sví- þjóðar kostar 16 milljónir. „Það var samþykkt til- laga mín um að styðja Handknatt- leikssamband- ið um 15 millj- ónir króna í til- efni af Evr- ópumeistara- keppninni. Ég hafði samband við Guðmund Guðmundsson þjálfara lands- liðsins og óskaði þeim góðs gengis og bað fyrir bestu kveðjur," segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra sem lagði fram tillöguna á ríkis- stjórnarfundi á föstudag. „Þetta er hluti af því sem við höfum verið að vinna að í tengsl- um við að efla afreksmannasjóð ÍSÍ. Ég tel reyndar eðlilegt að reynt sé að koma til móts við það þegar afreksmenn í hópíþróttum komast á þetta stig eins og þessir ágætu menn eru komnir núna. Ég tel að það eigi að hafa svigrúm í afreksmannasjóðnum til að styrk- ja þá sérstaklega og þeir voru búnir að færa fyrir því rök,“ segir Björn. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segir framlag ríkisstjórnarinnar mjög ánægju- legt og sérstaklega í ljósi þess að BJÖRN BJARNASON Tillaga Bjöms Bjarna- sonar menntamála- ráðherra um að styrk- ja HS( í tengslum við frábært gengi íslenska landsliðsins á EM í handbolta var sam- þykkt á ríkisstjórnar- fundi á föstudag. fSLENSKA LANDSLIÐIÐ HS( hefur átt í fjárhagserfiðleikum frá því HM-keppnin í handbolta var haldin hér á landi árið 1995. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HS( segir styrkinn skipta samandið verulegu máli. kostnaður vegna undirbúnings og fararinnar nemur alls 16 milljón- um króna. Þess má geta að kostn- aðurinn er um 60 prósent af árs- veltu A-karlalandsliðsins undan- farin ár sem er í kringum 25 millj- ónir. „Þetta er auðvitað bara frábært til að ná fjármálum Handknatt- leikssambandsins á réttan stað. Þetta er búinn að vera erfiður rekstur frá því við héldum HM í handbolta árið 1995,“ segir Einar. Óvenju mikið var lagt í undir- búning fyrir EM í Svíþjóð, meðal annars með leikjunum gegn Norð- mönnum og Þjóðverjum hér á landi og í leikjum gegn Frakk- landi og Póllandi ytra. Einar segir að oft áður hafi slæm fjárhags- staða HSÍ bitnað á undirbúningi fyrir stórmót og því muni styrk- urinn koma til með að skipta landsliðið verulegu máli. ■ BRUGÐIST VIÐ SKIPULAGÐRI GLÆPASTARFSEMI Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjvik, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Stefán Eiríksson, skrif- stofustjóri f Dómsmálaráðuneyti og Jón H. B. Snorrason, saksóknari. Vítisenglum vísað úr landi: Fáfnir undr- ast hörku yf- irvalda VÍtisenglar Forsvarsmenn vél- hjólaklúbbsins Fafnir MC (Fáfnir) undrast hörku yfirvalda við að vísa úr landi liðsmönnum Vít- isengla frá Danmörku. Liðsmönn- um Vítisengla var mætt af lög- reglu þegar þeir komu til landsins sl. fimmtudag, nokkrum var strax vísað úr landi en öðrum daginn eftir. Brynjólfur Þór Jónsson, talsmaður Fáfnis, sagði Vítisengl- ana hafa verið í erindagjörðum ferðamanna á íslandi. Brynjólfur segir vinskap vera á milli Fáfnis, sem er 13 manna klúbbur með að- setur í Grindavík, og Vítisengla og verið sé að skoða hvort Fáfnir geti fengið inngöngu í samtökin. Hann sagðist þó enga vitneskju hafa um hvort að Vítisenglar ætli að hasla sér völl hér á landi. fslensk lögregluyfirvöld hafa heimildir fyrir því segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Ríkislögreglustjóri að Vítisenglar stunduðu skipulagða glæpastarf- semi og á blaðamannafundi sl. föstudag kom fram að aðgerðirn- ar á Keflavíkurflugvelli og brott- vísun mannanna væru aðgerðir til að bi'egðast við henni. Þær voru unnar í samvinnu við lögreglu- embætti á Norðurlöndum. ■ Rannsókn beinist að dauðri kú fyrir tuttugu árum: Miltisbrandurinn kom frá Texas washington. ap Þegar bandaríski dýralæknirinn Michael L. Vickers kom að dauðri kú í Suður-Texas árið 1981, þá sá hann ekkert sér- stak við hana umfram hundruð annarra dauðra nautgripa, sem hann hafði séð í starfi sínu. Hann tók lífsýni úr dýrinu og sendi með rútu til rannsóknar- stöðvar í Texas. Grunur hans um miltisbrand var fljótt staðfestur. Dr. Konrad Eugster, þáverandi yfirmaður rannsóknarstofunnar, minnist þess að bandaríski herinn hafði skömmu áður beðið um ný miltisbrandssýni. Tvö kælibox með miltisbrandsbakteríum voru vopnarannsóknarstöðvar banda- ríska hersins í Fort Detrick í Mar: yland. Herinn áttaði sig fljótlega á að þarna var um að ræða óvenju hættulegt afbrigði af miltis- brandi. Dýralækninum í Texas kom ekki til hugar að tuttugu árum síð- ar myndu miltisbrandssýklai', sem ræktaðir voru úr sýnunum sem hann tók, skjóta skelk í bringu Bandaríkjamanna og valda mörgum óbætanlegu tjóni. Fimm manns létu lífið og tólf aðrir sýkt- ust af miltisbrandi, sem sendur var í pósti til Flórída, New York og Washington. ÖRYGGISVÖRÐUR f WASHINGTON Öryggi í Bandaríkjunum hefur veríð hert mjög í kjölfar hryðjuverkanna 11. september og miltisbrandssýkinganna í kjölfar þeirra. . ú því send til höfuðstöðy^. efna- E.kki er vitað hyernig miltis- brandurinn komst í hendur mis- yndismanns, sem sendi hann í pósti síðastliðið haust. Ekki er heldur vitað hver sökudólgurinn er. En upprunastaður miltis- brandsins er nú kominn í ljós. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.