Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2002, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 04.02.2002, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 4. febrúar 2002 Uppsagnir hjá IÚ: Fækkað um fimm stöðugildi fjölmiðlar íslenska útvarpsfélagið fækkaði um mánaðarmótin um fimm stöðugildi á útvarpssviði fyr- irtækisins. Jón Axel Ólafsson, yfir- maður útvarpssviðs, sagðist ekki muna nákvæmlega hversu mörg- um hefði verið sagt upp. Uppsagn- irnar væru hluti af skipulagsbreyt- ingum í rekstrinum. „Það er alltaf sársaukafullt að horfa á eftir góðu fólki,“ sagði Jón Axel. „Við erum bara að reka fyrir- tæki og það er öllum hollt að end- urskipuleggja og skoða sinn rekst- ur þegar vel gengur." Jón Axel sagði að á næstu dögum yrðu skipulags- breytingarnar kynntar nánar. Tveir nýir dag- skrárstjórar hefðu verið ráðnir. Mar- grét Valdimars- dóttir myndi taka við Radíó X og Hulda Bjarnadóttir við Létt. Þá yrðu gerðar einhverjar breytingar á út- varpi Sögu. ■ JÓN AXEL ÓLAFSSON „Alltaf sársauka- fullt að horfa á eftir góðu fólki." Efnahagsspá Seðlabanka íslands: Lækka ekki vexti og spá lægri verðbólgu efnahagsmál Seðlabanki íslands tel- ur ekki efni til að lækka vexti. Vísar bankinn til þess að verðbólga hafi verið mikil að undanförnu. „Mikil- vægt er að grafa ekki undan gengi krónunnar til að tryggja framgang verðlagsmarkmiðs kjarasamninga og verðbólgumarkmiðs Seðlabank- ans,“ segir í Peningamálum, nýút- komnu riti Seðlabankans. Bankinn telur verðbólguhorfur hafa batnað frá því í nóvember og spáir nú 3% verðbólgu í stað 4% áður. „Ástæðan er styrking gengis- ins annars vegar og horfur um verð- lækkun í alþjóðaviðskiptum hins vegar. Á móti kemur meira launa- skrið á síðasta ári og væntanlegar kostnaðarhækkanir vegna samn- ings ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í desember. Samkvæmt spánni eru líkur á að verðlagsviðmiðun kjara- samninga í maí náist ekki. Frávikið verður þó lítið og markmiðið gæti náðst ef gengi krónunnar styrkist frekar og/eða átak til lækkunar verðlags skilar marktækum ár- angri,“ segir í riti bankans og talið að frekari hækkun gengis eða meiri framleiðsluslaka þurfi á næstu misserum til að ná markmiði um 2,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. ■ Björn Bjarnason í Morgunblaðinu: Mun sitja í minni- hluta í borgarstjórn stjórnmál Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og væntan- legur leiðtogi lista Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum, ætlar sér að sitja í borgarstjórn þó kosningunum lykti með ósigri Sjálfstæðis- flokksins. Þetta kemur fram í viðtali við Björn í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Björn seg- ist ætla að hverfa frá störfum sem ráðherra þegar framboðs- listi Sjálfstæðisflokksins hefur verið ákveðinn. Hann segir tvo möguleika vera í stöðunni, leyfi frá störfum eða afsögn úr emb- ætti en segir ekki hvora leiðina hann ætlar að fara. Björn segir einnig að hann hafi ákveðið að hætta sem menntamálaráðherra að loknu núverandi kjörtímabili, hvað sem borgarstjóraframboð- inu líður, átta ár séu nægur tími í fagráðuneyti. ■ Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Sigurjón Gunnsteinsson og Ólafur Guðlaugsson. Þeir eru stofnendur Hnefaleikafélags Reykjavíkur og hafa margra ára reynslu af boxþjálfun. Þeir bjóða nú nýja og gamla nemendur sína velkomna á námskeiðið. • Box er toppíþrótt fyrir þá sem vilja styrkja sig og stunda hámarks brennslu. Mfe í Ræktinni er nú hægt að kaupa allan útbúnað til boxþjálfunar eins og vafninga, æfingahanska (sekkhanskar), hringhanska (sparring hanskar) góma (munnstykki), sippubönd ofl. RÆKTIN Suöurströnd 4, Seltjarnarnes Námskeiðið hefst m i ð v i k u d a g i n n 6. febrúar \(#Hlýl5ID Mörkinni 6, sfmi 588 5518 Opið laugard. frá kl. 10-15 Stór útsala Yfirhafiiir í úrvali 25-70% afsláttur Fyrstir koma fyrstir fá Allt á að seljast

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.