Fréttablaðið - 04.02.2002, Page 18

Fréttablaðið - 04.02.2002, Page 18
HVAÐ ERTU AÐ LESA? Góður lestur í hálsbólgu Það skal ég með ánægju upplýsa. „Heím- speki skálsögunnar" heitir bók sem kom ný- lega út og er eftir hina ýmsu fræðimenn. Þá bók les ég mér til mikillar ánægju. Á nátt- borðinu mínu liggur einnig mikið fjölskyldu- drama sem heitir „What a carve up" eftir Jonathan Coe. Það gott að loka sig inn í þeim heimi. Auk þessara tveggja er ég að rifja upp „Frásögn af margboðuðu morði" eftir Gabriel Garcia Marques. Guðbergur Bergsson þýddi og lesturinn er skemmtileg upprífjun. Guðrún Helgadóttir er rithöfundur og fyrrum alþingismaður. 18 FRÉTTABLAÐIÐ 4. febrúar 2002 MANUDAGUR Norrænu leikskáldaverðlaunin árið 2002: Hægan Elektra tilnefnt til verðlauna tilnefning Leikritið Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guð- mundsdóttur hlaut tilnefningu Leiklistarsambands íslands til norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir árið 2002. Verðlaunin verða veitt á Norrænum leiklistardög- um í Færeyjum þann 7. -11. ágúst í sumar. Dómnefnd skipuð þeim Magnúsi Þór Þorbergssyni, Ing- unni Ásdísardóttur og Bjarna Jónssyni valdi úr þeim 11 íslensku leikverkum sem frumsýnd voru á árunum 2000 og 2001. Var tilnefn- ingin samdóma álit dómefndar. Þjóðleikhúsið frumsýndi Hæga Elektra á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins í febrúar árið 2000. Aðalper- sónur verksins eru mæðgur; leikkonur, sem ráku til skamms tíma tilraunaleikhús. Á sama tíma og rifjuð er upp á kvikmynda- tjaldi örlagarík sýning í leikhús- inu varpa persónurnar á sviðinu ljósi á flókið samspil sín í milli sem gerir hvorutveggja í senn, að brjóta niður samband þeirra og binda þeir enn fastar hvor annar- TILNEFNING TIL NORRÆNU LEIKSKÁLDAVERÐLAUNANNA Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir er ekki alls ókunn því að vera tilnefnd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna. Hlaut hún þessi eftirsóttu verðlaun fyrir fyrsta leikritið sem hún skrifaði, Ég og meistarinn. ri. Undir einföldu yfirborði leik- ritsins býr vandlega útfærð og margræð útlegging á goðsögninni um hina harmi slegnu Elektru, en hún bíður þess að mega hefna dauða föður síns sem móðirin myrti. Hægan Elektra er annað leikrit Hrafnhildar en hún skrifaði áður leikritið Ég er Meistarinn sem sýnt var í Borgarleikhúsinu árið 1990. Hlaut Hrafnhildur Norrænu leikskáldaverðlaunin fyrir það leikrit. ■ Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Námskeiðið Trúarstef í kvikmyndum _ verður haldið í Háskóla íslands sex miðvikudaga frá 6. febrúar til 13. mars 2002 kl. 20:00-22:00. Kennarar: dr. Arnfríður Guðmundsdóttir lektor, Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur, dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og Þorkell Ágúst Óttarsson BA í guðfræði. Verð kr. 4.900,- Upplýsingar á Biskupsstofu í síma 535 1500 http://www.kirkjan.is/leikmannaskoli/ eið hefst þann 5.2.2002 endur hefst þann 5.feb. föstud. Kl. 19:30 I Lífssýnar) 'ar í síma: Y YOGA Vertu ekki of sein að panta fermingarmyndatökuna. Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækk- aðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni 12 stækkanir 13X18 cm 2 stækkanir 20x 25 cm og ein srækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofa Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 Aðalfundur Þróunarfélags íslands hf. Aðalfundur Þróunarfélags íslands hf. verður haldinn mánudaginn 11. febrúar2002 kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til að kaupa eigin hlutabréf, alit að 5%. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins, viku fyrir aðalfund. Stjórn Þróunarfélags íslands hf. Vorðtir tialdið i Reylijí»viH, 20. - 28. febrúar Réttíndi á allar vinnuvélar Nánari upplýsingar og skráning hjá Iðntmknlatofnun í sírnWBTtfTfW/ 897 0601 og á vefsíðu www.ltl.la Hvað er í boði á Listahátíð 2002? Sigur Rós og sígaunar, sápukúlur og salsa, trylltur tangó, karnival og klassík er meðal dagskráratriða Listahátíðar Reykjavíkur í vor. listahátId Unnendur klassískrar tónlistar hafa mörgu að fagna á Listahátíð. Ástæðan fyrir því er að stærstu erlendu laxarnir á há- tíðinni í ár eru úr þeirri kvísl- inni. Helsta tilhlökkunarefnið er líklegast einleikstónleikar hins heimsþekkta rússneska fiðlu- leikara Maxim Vengerov í Há- -—♦— skólabíó 16. maí. Vengerov hefur þrátt fyrir ungan aldur lagt heim- inn að fótum sér. Hann hefur til dæmis verið val- inn fyrsti tónlist- arsendiherra Barnahjálpar Sameinuðu Þjóð- anna og muna vafalaust ein- hverjir eftir hon- um á minningar- tónleikunum um Díönu prinsessu. Tveimur dög- Af öðrum at- burðum Lista- hátíðar árið 2002 má nefna söng- hópinn Vocal Sampling, sýn- ingu argent- ínska dans- hópsins El Escata og sýn- ingu spænsku sápukúlutrúð- anna í Ambrossiu. ..— um eftir að Vengerov lætur fiðl- una væla stígur June Anderson, ein glæsilegasta sópransöng- kona okkar tíma, upp á svið Há- skólabíós. Hún hefur sungið með öllum helstu söngvurum heims þar á meðal „tenórunum þrem- ur“, Carreras, Pavarotti og Dom- ingo. Kvikmyndaáhugamenn muna kannski best eftir henni úr kvikmynd leikstjórans Milos Forman, „Amadeus." Þar fékk hún það ábyrgðarfulla verk að syngja lögin sem Næturdrottn- ingin syngur í Töfraflautunni. Vínberið á Ritzkexinu eru svo tvennir tónleikar Kronos strengjakvartettsins í Borgar- ÓVENJULEGUR KVARTETT Strengjakvartettinn Kronos er einn virtasti strengjakvartett slðustu ára og leikur í góð- um félagsskap á Listahátíð í Reykjavík. leikhúsinu 28. og 29. maí. Þetta er líklegast einn allra virtasti og óvenjulegasti strengjakvartett síðustu áratuga og keppast tón- skáldin við að semja fyrir hann verk. Kronos hafa safnað til sín Grammy-verðlaunum og unnið með ýmsum heimsþekktum tón- listarmönnum, þar á meðal Björk „okkar“ Guðmundsdóttur. Var það á Telegram plötunni sem innihélt nýjar útgáfur laganna af Post plötunni. Sígaunasveitin Taraf De Haidouks ætti að vera okkur ís- lendingum að skapi. Hér er um að ræða fjörugan 14 manna hóp frá Belgíu sem leikur forna laut- artónlist af hjarta og sál einung- is vegna þess að þeir kunna ekk- ert annað. Tónleikar þeirra verða í Borgarleikhúsinu þann 29. maí. Athygli vekur að hljómsveitin Sigur Rós ætlar að kafa enn dýpra í arfleifð okkar íslendinga og takast á við það metnaðar- fulla verk ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni að hefja hið gleym- da Eddukvæði, „Hrafnagaldur Óðins“, til vegs og virðingar á ný. Kvæðamaðurinn og sam- starfsfélagi þeirra gulldrengja, Steindór Andersen, verður þeim vitaskuld til halds og traust við flutning verksins. Til þess að að- stoða flæði tilfinninga mun Árni Harðarson stjórna strengjasveit og kór er leikur með hljómsveit- inni. Af öðrum atburðum Listahá- tíðar árið 2002 má nefna söng- hópinn Vocal Sampling, sýningu argentínska danshópsins E1 Escata, sýningu spænsku sápu- kúlutrúðanna í Ambrossiu og frumsýningu Þjóðleikhússins á Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner. biggi@frettabladid.is RÁÐSTEFNUR MÁNUDAGURINN tímarit bókasafnanna í huga. Sýningunni 4. FEBRÚAR 13.15 Borcarfræðasetur boðar til ráð- lýkur á miðvikudag. stefnu í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Islands um ríki, borg og sveitarfélög, stjórnskipuleg tengsl og samskipti. Frummælendur eru Stefán Ólafsson, forstöðumaður Borgarfræðaseturs, Sigurður Lín- dal, prófessor, Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands fsl. sveitarfélaga, Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grund- arfirði og Sigfús Jónsson, land- fræðingur og ráðgjafi hjá Nýsi hf. Forsætisráðherra, Davíð Oddson, og borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ávarpa ráðstefnuna. Pallborðsumræður verða að lokn- um fyrirlestrum. liður í verkefninu Norrænar barnamyndir sem var haldið haustið 2001 á Hólmavík, Sel- fossi, Hvolsvelli og Hofsósi. Nám- skeiðið stendur milli kl. 15 og 19 alla daga fram á föstudag. SYNINGAR NAMSKEIÐ NÁM SKl IIJ t« l.liilccl-i.iol. tfHUIi 15.00 Námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 til 16 ára í teikni- myndagerð verður haldið í Nor- ræna húsinu þessa viku. Yfirskrift þess er Börn I sögunni - Börn semja söguna. Verkefnið er f sam- vinnu Norræna hússins og Ani- mationsværkstedet sem kemur með búnað og kennara. Það er Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar, Arnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14 -16 þriðju- daga til föstudaga. Sýningin Landafundir og ragnarök stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni við Landa- fundanefnd og fjallar um landafundi og siglingar íslendinga á miðöldum með áherslu á fund Grænlands og Vínlands. MYNDLIST___________________________ Listakonan Eygló Harðardóttir sýnir verk sín í Þjóðarbókhlöðu.Ý Þetta er sjöunda sýningin í sýningaröðinni Fell- ingar sem er samstarfsverkefni Kvenna- sögusafns, Landsbókasafns og 13 starf- andi myndlistarkvenna.Ý Verkin sem Eygló sýnír eru unnin með bækur og Á laugardag opnaði nýr sýningarsalur, Hús málaranna, á Eiðistorgi, Seltjarnar- nesi. Þar sýna nú Haukur Dór og Einar Hákonarson, en þeir eru jafnframt for- stöðumenn hins nýja sýningarsalar. Hannes Lárussonsýnir í Vestursal Listasafns Reykjavikur - Kjarvalsstöð- um. Ellefu hús hafa verið reist og nefnist sýningin Hús í hús. Hún stendur til 1. apríl. Afmælissýning Myndhöggvarafélags Reykjavíkur er haldin i miðrými Lista- safns Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Sex listamenn hafa verið valdir úr röðum fé- lagsins til að sýna á þremur aðskildum sýningum, tveir og tveir í senn. Þeir sem sýna núna eru Níeis Hafstein og Sól- veig Aðalsteinsdóttir. Sýningin stendur til 24. febrúar. Kristinn Pálmason heldur málverkasýn- ingu í Galieríi Sævars Karls. A sýning- unni verða óhlutbundin málverk og tölvuunnar sviðs?ttar Ijósmyndir. Mál- verkin eru bæði unnin í ollu og akrll með mismunandi aðferðum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.