Fréttablaðið - 07.02.2002, Side 18
FRÉTTABLAÐIÐ
7. febrúar 2002 FIMMTUDACUR
HVAÐA PLÖTU ERTU AÐ HLUSTA A?
Með hjartað utan á
„Ég var að fá mér Ifs Like This með Rickie Lee
Jones. Alveg frábær plata. Hún syngur þekkt lög
á sinn hátt. Það er eins og maður sé að heyra
þau í fyrsta sinn. Hún er yndisleg þessi söng-
kona, syngur með hjartað utan á sér."
Margrét Kristín Sigurðardóttir
(Fabúla) söngkona
Borgarleikhúsið:
Klónun
manna
Fiarkennsla.is
•Persónuleg tölvukennsla
Klæðskerasaumuð tölvunámskeið
fyrir fólk á öllum aldri.
Hringdu núna og við
veitum þér ókeypis ráðgjöf
um hvernig þínu námi er
best háttað!
Upplýsingar í sima 511-4510 og 698 6787
18
Gaukur á Stöng:
Oður til Janisar Joplin
tónleikar „Það er engin sem nær Jan-
is Joplin fullkomlega en ég geri mitt
besta til að syngja í hennar anda. Ég
tel mig vera í góðum málum ef ég næ
broti af þeirri tilfinningu sem hún
lagði í sönginn," segir Sigríður
Guðnadóttir, söngkona, en hún ásamt
góðum hópi tónlistarmanna ætla að
flytja óð til rokksöngkonunnar hásu
Janisar Joplin í kvöld á Gauki á
Stöng. Tónleikarnir verða sendir út í
beinni útsendingu á Rás 2 og hefjast
þeir klukkan 22.10.
Sigríður segir tónleikana byggða
upp í réttri tímaröð og saga Janisar
Joplin sögð um leið. Útvarpskonan
Andrea Jónsdóttir sjái um þá kynn-
ingu og segir Sigríður engan fróðari
um líf og starf söngkonunnar. ■
JANIS JOPLIN
Stjarna Janisar Joplin reis hæst á sjöunda
áratuginum. Hún fæddist 19. janúar áríð
1943 lést 4. október árið 1970.
Norræna húsið:
Raddir frá Norðurlöndum
bókmenntir í tilefni af 40 ára af-
mæli bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs og til að vekja athygli
á 50 ára afmæli Norðurlandaráðs
eru þeir rithöfundar sem tilnefnd-
ir hafa verið í ár nú í hringferð um
Norðurlöndin. Kari Aronpuro,
Mikael Torfason, Eva Runefelt og
Ole Korneliussen ætla í kvöld í
Norræna húsinu að hitta íslenska
bókmenntaunnendur. Þau munu
spjalla um störf sín og lesa brot úr
verkum sínum. Kynnir er Jórunn
Sigurðardóttir dagskrárgerðar-
maður hjá RÚV.
Á sunnudag kl. 14 verður síðan
í Norræna húsinu dagskrá með
fyrirlestrum, upplestrum og pall-
borðsumræðum um bókmenntir. m
MIKAEL TORFASON
Mikael Torfason ásamt Gyrði Elíassyni eru
tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs fyrir hönd íslands.
fyrirlestur Bryndís Valsdóttir,
M.A. í heimspeki, heldur fyrir-
lestur í kvöld klukkan 20 í Borgar-
leikhúsinu þar sem hún ræðir
hvort réttlætanlegt sé að ein-
rækta (klóna) menn. Fyrirlestur-
inn byggir hún á meistaraprófs-
ritgerð sinni um efnið sem hún
lauk frá Háskóla Islands sl. vor,
en í henni fjallaði hún um tvenns
konar tilgang með einræktun,
annars vegar læknisfræðilegan
og hins vegar að eignast börn.
Að fyrirlestrinum loknum
munu þeir Vilhjálmur Árnason,
prófessor í heimspeki og Guð-
mundur Eggertsson, prófessor í
erfðafræði bregðast við erindinu.
Síðan verða almennar umræður
undir stjórn Ástríðar Stefánsdótt-
ur, læknis og dósents í siðfræði
við KHÍ. ■
Suðræn ástríða
einkennir íslenska
dansara
íslenski dansflokkurinn frumsýndi síðastlið-
inn laugardag tvö dansverk í Borgarleikhús-
inu. Annar danshöfundanna segist semja dans
fyrir fólk sem sé ekki menningarlegir ofvitar.
pans „Allar þær góðu stundir sem
ég hef upplifað á írskum krám
endurspeglast m.a. í þessu
verki,“ segir breski danshöfund-
ur Richard Wharlock um „Lore“
annað tveggja dansverka sem ís-
lenski dansflokkurinn frumsýndi
RICHARD WHARLOCK
Wharlock segist geta ímynda sér að erfitt
sé að halda góðum dönsurum I fámenn-
inu á íslandi. Líkt sé með dansinum og
fótboltann, þeir bestu fari utan. Máli sínu
til stuðníngs nefndi hann Eið Smára
Gudjohnsen, leikmann Chelsea.
síðastliðinn laugardag. Hitt verk-
ið „Through Nana’s eyes“ er
samið af ísraelanum Itzik Galili í
kringum tónlist Tom Waits.
Wharlock segir dansverkið
„Lore“ ekki einungis höfða til
þeirra sem séu ekki menningar-
legir ofvitar heldur ættu allir að
hafa gaman af. Hann segir dans-
inn listform sem hann vilji færa
nær almenningi sem alla jafnan
fari ekki á danssýningar. Við
dansverkið notar hann írska tón-
list m.a. þjóðlagapönksveitina
Pogues og segir hann lífsgleði og
kraft tónlistarinnar uppsprettu
dansverksins. Stólar og trékubb-
ar eru mikið notaðir í verkinu og
segir Wharlock skírskotunina
krármenningu og byggingar-
vinnu sem hann segir Ira ávalt
tilbúna að starfa við.
Wharlock er staddur hér fyrir
tilstuðlan Katrínar Hall, listræns
stjórnanda íslenska dansflokks-
ins, sem hann segir hafa unnið
mjög gott starf í þágu dans-
fSLENSKI DANSFLOKKURINN
Atriði úr dansverkinu Through Nana's eyes eftir Itzik Galili.
flokksins. „íslenski dansflokkur-
innn hefur verið að vekja athygli
erlendis, fyrst og fremst sem nú-
tímadansflokkur. Katrín hefur
fengið til liðs við sig marga þekk-
ta danshöfunda og hefur það ekki
síst vakið athygli á flokknum. ís-
lenskir dansarar búa yfir mikilli
orku og einbeitingu. Þessi mikla
ástríða sem einkennir dansarana
hefur komið mér á óvart og
minnir margt á blóðheita Suður-
landabúa, fyrir utan litarrhaft-
ið,“ bætir hann við kíminn.
Wharlock rekur sinn eigin
dansflokk í Sviss þar sem hann er
búsettur ásamt eiginkonu sinni og
tveimur sonum. Hann er marg-
verðlaunaður danshöfundur og
segir sig ljónheppinn að vera að
vinna við það sem hann hafi gam-
an af. „Ég byrjaði að læra mat-
reiðslugerð í Frakklandi áður en
ég snéri mér að ballettinum."
Blaðamanni fannst langur vegur
frá eldamennskunni í ballettinn
og spurði hvað hefði valdið sinna-
skiptunum. „Mjög einfalt, kven-
fólk. Ég man greinilega fyrsta
danstímann, ég og þrjátíu og
fimm gullfallegar konur. Ég var
þess fullviss ég hefði dáið og far-
ið til himna.“ Síðan bætti hann
við. „Að öllu gríni slepptú var
þetta nú ekki aðalástæðan heldur
hin mikla þörf mín að vinna í
skapandi umhverfi með skapandi
fólki. Draumur minn hefur svo
sannarlega ræst.“
kolbrun@frettabladid.is
FIMMTUDAGURINN
7. FEBRUAR
Allar almennar rafvörur-
FUNDIR
Öryggiskerfl - Símar -
Tölvulagnavörur og fl.
II///
W
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.
VERSLUN - HEILDSALA
12.30 Bergljót Magnadóttir dýrafræðing-
ur, Keldum og Sigrún Lange líf-
fræðingur, Keldum flytja I dag er-
indið FISHAID, Evrópuverkefni
um þróun ónæmiskerfís þorsks
og áhrif ónæmisörvandi efna á
ákveðna ónæmisþætti og sjúk-
dómsvarnirJ' Fræðslufundir eru
haldnir í bókasafni Keldna. Bóka-
safnið er I húsi 2 (næsta bygging
fyrir neðan hús 1, nyrsta hús með
aðalínngangi og móttöku).
21.00 Jóhanna Jónas leikkona, Margrét
Eir söngkona og Guðmundur Pét-
ursson gítarleikari, flytja á Kaffi-
leikhúsinu kvöld blús og gospel
tónlist ásamt leikni efni eftir
Langston Huges og Mayu Angelou.
Er þetta einskonar óður til hinnar
svörtu bandarísku menningar.
Miðaverð er 1.200 krónur.
16.15 Geir Þórólfsson flytur fyrirlestur til
meistaraprófs við véla- og iðnaðar-
verkfræðiskor Háskóla íslands I
dag I stofu 158 í VR-II. Erindið
nefnir hann: Bestun á nýtingu
lághita jarðvarma til raforku-
framleiðslu.
20.00 Bryndís Valsdóttir, M.A I heim-
speki, heldur fyrirlestur í kvöld I
Borgarleikhúsinu þar sem hún
ræðir hvort réttlætanlegt sé að
einrækta (klóna) menn.
22.00 Elstu reglulegu klúbbakvöld
Reykjavíkur, Breakbeatis, renna
áfram af krafti á sínu þriðja starfs-
ári. I kvöld mun dj. Björn Ingi
skipa sess gesta-plötusnúðsins á
Breakbeatis kvöldi I annað sinn á
sinum ferli og spila þykkustu drum
& bass, jungle og experimental
breakbeat tónanna ásamt dj.
Reyni, dj. Adda og dj. Kristní. Að-
gangseyrir er að vanda aðeins 300
kr [fyrir klukkan 23:00], en 500 kr.
eftir þann tíma.
Hillukerfi - Vinnuborð - Plastvörur^
Verkfæri - Fataskápa - Tröppur
tílainnréttingar og fl.
20.00 Opið hús verður hjá Nýrri dögun,
samtökum um sorg og sorgarvið-
brögð, í kvöld. Á opna húsinu mun
sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprest-
ur, kynna nýútkomna bók sína,
Sorg - í Ijósi lífs og dauða. Opna
húsið er haldið í Safnaðarheimiii
Háteigskirkju, 2. hæð, og er öllum
opið. Aðgangur er ókeypis..
22.10 Janis Joplin tónleikarverða haldnir
í kvöld á Gauki á Stöng. Andrea
Jónsdóttir á Rás 2 sér um kynn-
ingu. Um flutning tónlistarinnar sér
Sigríður Guðnadóttir um ásamt
góðum hópi tónlstarmanna.
LEIKLIST
20.00 Borgarleikhúsið sýnir I kvöld leik-
ritið Boðorðin 9 eftir Ólaf Hauk
Símonarson.
TÓNLEIKAR
19.30 Sinfóníuhljómsveit íslands og
Tónlistarskólinn í Reykjavík
halda tónleika I Háskólabíói I
kvöld. Stjórnandi er Bernharður
Wilkinson. Tónleikarnir eru fyrri
hluti einleikaraprófs Árna Björns
Árnasonar, píanóleikara.
20.00 í Þjóðleikhúsinu verður í kvöld
sýnt leikritið Cyrano - skoplegur
hetjuleikur.
20.00 Jón Gnarr verður með uppistand
á Nýja sviði Borgarleikhússins I
kvöld.
Tiikynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is