Fréttablaðið - 13.02.2002, Síða 6
SPURNING DAGSINS
Ertu ánægður með lögleiðingu
áhugamannahnefaleika?
SE lííM
Já, það er ég. Það ætti sem minnst af höft-
um að vera í þjóðfélagi okkar.
Stefán Richter Cunnlaugsson, húsasmiður.
Gunnsteinn Sigurðsson:
Hefur ekki trú
á sérframboði
prófkjör Gunnsteinn Sigurðsson,
skólastjóri Lindaskóla náði 3.
sæti á lista Sjálfstæðisflokks í
Kópavogi í prófkjöri sl. helgi.
Hann datt naumlega út í síðasta
prófkjöri og vant-
aði þá einungis 21
atkvæði upp á að
ná 5. sæti. „Ég er
fyrst og fremst
mjög ánægður,
þetta er stór og
mikill sigur sem
gunnsteinn ég náði. Fyrir
sigurðsson flokkinn er mikil-
Gunnsteinn segir vægt að SVOna
baráttuna háða margir skyldu sjá
af drenglyndi. sér fært að taka
þátt, en tæplega 2.700 manns
gerðu það.“
Aðspurður sagði Gunnsteinn
að vissulega kæmi á óvart að
Gunnar I. Birgisson skyldi ekki
hafa fengið betri kosningu. Á það
væri samt að líta að meiri dreif-
ing hafi verið á atkvæðum í þessu
prófkjöri. „Síðast var ekki sami
fjöldi sem sótti á efstu sætin. Svo
kom á óvart að Bragi skyldi lenda
svona neðarlega." Þá hafði Gunn-
steinn ekki trú á að Bragi Micha-
elsson færi í sérframboð vegna
niðurstaðna prófkjörsins, en
Bragi féll niður í 6. sæti. „Við vor-
um í þessum hópi 8 efstu fram-
bjóðendur frá því síðast og ein-
hverjir hlutu að verða undir í
þeirri baráttu," sagði hann. ■
I NORPURLÖNP |
Morðið á hinni 14 ára gömlu
Sonay Ashraf Ahmad hefur
vakið mikla athygli í Danmörku.
Sonay er innflytjandi sem hrakt-
ist af heimili sínu fyrir tveimur
árum eftir að faðir hennar hafði
misþyrmt henni. Honum mislík-
aði að hún átti danskan kærasta
og umgekkst Dani. Foreldrar
stúlkunnar, sem fannst látinn rétt
fyrir utan Vordingborg, hafa
bæði verið yfirheyrð. Danska
lögreglan er með morðið í rann-
sókn.
FRÉTTABLAÐIÐ
13. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGliR
Júlíus Vífill segist hætta sáttur:
Prófkjör skerpa menn og málefni
Stjórniviál Júlíus Vífill Ingvars-
son, framkvæmdastjóri Ingvars
Helgasonar og Bílheima og borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, segist vera mjög
fylgjandi prófkjörsleið þegar
verið er að velja á framboðslista.
Hann vísar því samt á bug að
ástæða þess að hann hafi ákveð-
ið að gefa ekki kost á sér fyrir
listann í vor sé sú leið sem valin
var innan flokksins. Kjörnefnd
vinnur nú að uppstillingu á fram-
boðslista fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. „Ég tel prófkjör skerpa
menn og málefni. Menn ná að
kynna framboð sitt og fyrir hvað
þeir standa. Ég verð sjálfur að
keppa á samkeppnisgrundvelli í
mínum störfum og hef sem betur
fer gaman af því,“ segir Júlíus
Vífill. Hann bendir á að þrátt
fyrir kosti hafi prófkjörsleiðin
einnig sína galla, hún geti kallað
fram sárindi og hún sé kostnað-
arsöm. „Það verður að meta
þetta hverju sinni,“ segir Júlíus
Vífill sem segist bera mikið
traust til þess fólks sem starfar í
kjörnefndinni. „Ég hef trú á því
að hún velji lista sem færa mun
JÚLfUS VÍFILL INGVARSSON
Segir ekki sáluhjálparatriði að vera í stjórn-
málum. Útilokar þó ekki að hann snúi aft-
ur til starfa í stjómmálum.
Sjálfstæðisflokknum sigur vor.“
Júlíus Vífill var sterklega
orðaður við leiðtogaprófkjörið
sem halda átti í Sjálfstæðis-
flokknum. Síðastliðinn föstudag
tilkynnti hann svo að hann
myndi ekki gefa kost á sér á list-
ann í vor. Ástæða þessarar
ákvörðunar er að sögn Júlíusar
sú að hann vill helga sig rekstri
fyrirtækis síns og fjölskyldunn-
ar. „Ég var kallaður til af kjör-
nefnd árið 1998. Mér fannst þá
sjálfum og finnst enn mikilvægt
að láta rödd athafnalífsins heyr-
ast í stjórnmálum og því tók ég
þátt,“ segir Júlíus Vífili
Ingvarsson. ■
Gagnrýna styrk til LTU
vegna flugs til Egilsstaða
Akvörðun markaðsráðs ferðaþjónustunnar um 10 milljóna króna styrk til LTU vegna
flugs til Egilsstaða sætir gagnrýni. Viðmælandi Fréttablaðsins sagði að styrkurinn líktist frekar
einhvers konar byggðastefnu en markaðsátaki í ferðaþjónustu. Formaður markaðsráðsins
sagði gagnrýnina koma mjög á óvart.
ferðaþjónustan Ákvörðun mark-
aðsráðs ferðaþjónustunnar að
styrkja flug þýska flugfélagsins
LTU til Egilsstaða um 10 milljón-
ir króna hefur sætt nokkurri
gagnrýni hjá sumum innan ferða-
þjónustunnar.
Flugfélagið hyg-
gst fljúga viku-
lega til Egils-
staða í sumar í
samvinnu við
ferðaskrifstof-
una Terra Nova-
Sól hf. Vegna
viðskiptatengsla
manna innan
ferðaþjónust-
unnar við fyrir-
tæki á Austur-
landi vildu þeir
viðmælendur
sem Fréttablað-
ið ræddi við ekki
tjá sig undir
nafni. Einn við-
m æ 1 a n d i n n
sagði að með
þessu væri verið
að styrkja einn
landsf jórðung
og greinilegt
væri að pólitíkusar réðu þarna
ferðinni. Þetta líktist frekar ein-
hvers konar byggðastefnu en
markaðsátaki í ferðaþjónustu.
„Það er í sjálfu sér verið að
borga með fluginu líkt og ríkið
hefur gert með paprikuna - þetta
er bara niðurgreiðsla," sagði við-
mælandinn. „Ég held að ferða-
þjónustan sem slík sé ekkert á
ÓMAR
BENEDIKTSSON
Formaður markaðs-
ráðs ferðaþjónust-
unnar sagði að
beint flug til Egils-
staða ætti að styrk-
ja ferðaþjónustuna
í heild. „ Ég býst við
að hliðstaett myndi
eiga sér stað ef að
menn sýndu áhuga
á einhverju slíku
annarsstaðar, án
þess að svara því."
EGILSSTAÐIR
Flugfélagið LTU mun fljúga einu sinni í viku til Egilsstaða í sumar. Flugfélagið er i samstarfi við Terra Nova Sól hf.
Allir geta kosið
Stefán Jón
Hafstein
í fyrsta sæti
því prófkjörið er opið
Kjörfundur hefst miðvikudaginn
13. febrúar og lýkur sunnudaginn
17. febrúar í Austurstræti 14, 4. hæð.
Kosið verður alla virka daga frá kl. 16.00-19.00,
en laugardag og sunnudag kl. 10.00-17.00.
Upplýsingar f síma 552 9244
móti því að það sé veitt einhverj-
um peningum í að markaðssetja
Austurland. Maður gerir það
samt ekki með því að markaðs-
setja eitthvað flug með LTU til
Egilsstaða - það gerir maður ekki.
Með því er einfaldlega verið að
hygla LTU og einni ferðaskrif-
stofu. Það er ekki hægt að taka út
einn aðila. Hvað með Vestfirði,
Norðurland-vestra eða Suður-
land. Þar eru engir flugvellir.
Hvers eiga þeir að gjalda."
Viðmælandinn sagði að nú
gæti vel farið svo að þau fyrir-
tæki sem fljúgi til íslands yfir há-
annatíman settu það einfaldlega
sem skilyrði að fá einhverjar
milljónir fá ríkinu til að standa
undir fluginu.
Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri sagðist ekki sjá neitt athug-
vert við styrk ríkisins til Terra
Nova Sól og LTU. Ákveðið hefði
verið að nota 10 milljónir króna til
að kynna Egilsstaði og Austurland
í Þýskalandi í tengslum við flugið.
LTU legði síðan sömu upphæð á
móti í markaðsstarfið. Þegar hann
var spurður hvort aðrir mættu
eiga von á svipuðum styrk ef þeir
vildu fljúga á landsbyggðina,
sagði hann: „ Ég býst við að hlið-
stætt myndi eiga sér stað ef að
menn sýndu áhuga á einhverju
slíku annarsstaðar, án þess að
svara því.“
Ómar Benediktsson, formaður
markaðsráðs ferðaþjónustunnar,
sagði að beint flug í landsfjórð-
unginn ætti að efla ferðaþjónust-
una í heild. Hann skildi því ekki
hvers vegna menn væru óánægðir
með tilhögunina. Það kæmi sér
mjög á óvart enda hefði ákvörðun-
in verið tekin fyrir rúmu ári.
Ferðaþjónusta í öðrum landsfjórð-
ungum, eins og t.d. Vestfjörðum
og Suðurlandi, yrði styrkt á næstu
árum. Þar væri enginn flugvöllur
og því yrði að gera það öðru vísi en
með beinu flugi.
trausti@frettabladid.is
Sameiningaráform endurlífguð:
EFA kaupir sig inn í Þróunarfélagið
fjárfestingasjóðir Eignarhalds-
félagið Alþýðubankinn keypti í
fyrradag 16,6% hlut í Þróunarfé-
laginu af Straumi fyrir rúmar
400 milljónir króna. Ný staða
kann því að vera komin upp
varðandi sameiningu félaganna.
í síðasta mánuði slitnaði upp úr
viðræðum þess efnis vegna
ágreinings um skiptihlutfall í
sameinuðu félagi. Samkvæmt
heimildum blaðsins vildu bæði
félög meta eigin óskráð hluta-
bréf hærra en hitt sætti sig við.
Þróunarfélagið hafi þó formlega
slitið viðræðum við EFA. Flluta-
bréf í fyrirtækj-
um sem ekki eru
skráð á markað
eru fyrirferða-
mikil í fjárfest-
ingarsafni begg-
ja fjárfestingar-
sjóða.
„Ég tel að
þessi hlutabréfa-
viðskipti muni
ekki draga úr lík-
unum á samein-
ingu félaganna,"
ásmundur
stefánsson
Enn áhugi fyrir
sameiningu.
sagði Ásmundur Stefánsson,
framkvæmdastjóri Eignarhalds-
félagsins, en tók þó fram að
16,6% atkvæðisréttur í Þróunar-
félaginu gæfi EFA ekki alvald
yfir framvindunni.
Nokkrir lífeyrissjóðir sem
eiga stóra hluti í báðum félög-
um, þ.á.m. Sameinaði Lífeyris-
sjóðurinn, Framsýn og Lífiðn,
munu hafa þrýst á um samein-
ingu, enda myndi slíkt styrkja
bæði EFA og Þróunarfélagið.
Samanlagt tap þeirra á síðasta
ári var um 2 milljarðar króna. ■