Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2002, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 13.02.2002, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Fundur fjármálaráðherra Evrópusambandsins: Þýskaland slapp með skrekkinn brussel. ap Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sam- þykktu í gær að sleppa Þýskalandi við ávítur vegna fjárlagahalla. Fjárlagahalli Þýskalands er óðum að nálgast þriggja prósenta há- markið, sem Evrópusambandið setti sér fyrir nokkrum árum. Þess í stað samþykktu fjár- málaráðherrarnir sérstaka viðvör- un, sem á sér ekkert fordæmi í sögu bandalagsins. Þýskaland ít- rekaði í staðinn vilja sinn til að halda sig innan markanna. Þýska stjórnin hét því jafnframt að fjár- lagahallinn verði að mestu úr sög- unni árið 2004, í staðinn fyrir 2006. Einnig lofaði hún að auka ekki út- gjöld og verja öllum óvæntum tekjum þetta árið til þess að draga úr fjárlagahallanum. Sömu skilmálar voru látnir gilda fyrir Portúgal, sem einnig átti yfir höfði sér ávítur vegna of mikils fjárlagahalla. Það voru hins vegar þýsk stjórnvöld sem á síðasta áratug KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ í KAUPHÖLLINNI Meðan þýski fjármálaráðherrann slapp með skrekkinn í Brussel í gaer héldu verð- bréfasalar í kauphöllinni í Frankfurt upp á lokadag kjötkveðjuhátíðarinnar. Hefð er fyrir því að þeir mæti með grímur í vinn- una síðasta dag kjötkveðjuhátíðarinnar. lögðu sjálf mesta áherslu á að Evrópusambandið setti aðildar- ríkjum sínunt hámark fyrir fjár- lagahalla. Nú glíma þau hins veg- ar við efnahagskreppu. Þess vegna eru þau lent í þeirri vand- ræðalegu stöðu að verða fyrsta ríkið sem nálgast hættumörkin. Theo Waigel var fjármálaráð- herra Þýskalands þegar þessar reglur voru samþykktar. Hann sagði þessa málamiðlun, sem fjár- málaráðherrarnir samþykktu í gær, vera afleita. „Þetta er eins og barn sem hefur fengið lélegar ein- kunnir og vill svo ekki koma með þær heim til sín,“ sagði hann. ■ Hvarf Daniel Pearl: Talinn á lífi karachi - ap Lögreglan í Pakistan hefur ráðist til inngöngu og leitað í húsum, að vísbendingum um hvarf blaðamannsins Daniel Pearl. Tekist hefur að rekja tölvu- póst, sem sýnir myndir af Pearl í haldi mannræningjanna. Lögi'egl- an hefur nú í haldi frænda manns sem talinn er hafa sent póstinn. Myndir af Pearl fundust í fartölvu Farhad Naseem, og var hann handtekinn ásamt tveimur öðrum síðastliðinn sunnudag. Honum hafði láðst að hreinsa harða drifið á tölvunni. Haft er eftir lögregl- unni í Karachi, að verið sé að rannsaka fjölda vísbendinga. All- ar líkur séu á því að Pearl sé á lífi. Þeir vonist til þess að málið verði upplýst fljótlega. ■ MEÐLAGSGREIÐSLUR Tryggingastofnun greiddi á síðasta ári um 2,4 milljarða í meðlög með tæplega 15 þúsund börnum. Tryggingastofnun: Meðlög fyrir 2,4 milljarða innheiwitustofnun Á sl. ári greiddi Tryggingastofnun um 2,4 millj- arða króna í meðlög með börnum. Þar af náði Innheimtustofnun sveitarfélaga að fá til baka um tæpa 2 milljarða, eða 1.968 millj- ónir króna. Það er um 67,6%. Þetta er nokkuð slakari árangur en var árið þar á undan. Þá náðist að innheimta um 71% af þeim meðlögum sem Tryggingastofnun hafði greitt út. Urn nýliðin áramót hækkaði meðlagið um 8,5%. Það er því 15.076 krónur á mánuði fyr- ir hvert barn frá 0 -18 ára. í fyrra greiddi Tryggingastofnun meðlög með tæplega 15 þúsund börnum. Þessu til viðbótar getur 18 ára unglingur fengið svonefnt mennt- unarmeðlag til 20 ára aldurs. Það nemur sömu upphæð á mánuði og venjulegt meðlag. Ef viðkomandi meðlagsgreiðandi er ekki gjald- fær greiðir Tryggingastofnun þetta úr ríkissjóði sem barnalíf- eyrir samkvæmt barnalögum. Þá er alltaf töluvert um það á ári hverju að kveðnir séu upp úr- skurðir hjá sýslumannsembætt- um landsins að meðlagsgreiðend- ur taki þátt í fermingarkostnaði barna sinna. Viðmiðunargjald dómsmálaráðuneytisins er um 40 - 50 þúsund krónur fyrir ferming- arbarnið. ■ --^- Shimon Peres þreifar fyrir sér: Friðaráætlun tekið fálega jerusalem. ap í gær reýndi Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, að kynna nýja meðráðherrum sín- um friðaráætlun sem hann og þingforseti Palestínu höfðu sett saman. Bæði Ariel Sharon forsæt- isráðherra og Binyamin Ben-Eli- ezer varnarmálaráðherra gáfu þó lítið fyrir áætlunina. Aðrir ráð- herrar í stjórninni höfðu einnig litla trú á henni. Peres sagði áætlunina fela í sér þrjá áfanga. Fyrst yrði komið á vopnahlé. Síðan myndi ísrael við- urkenna ríki Palestínumanna og Palestínumenn jafnframt viður- kenna Ísraelsríki. í síðasta áfang- anum yrði svo samið um landa- rnæri hins nýja ríkis Palestínu- manna. ■ Hringdu í okkur í síma 522 8000 og pantaðu gjöf handa ástinni þinni. Frí sendingarþjónusta ásamt fallegri rós á höfuðborgarsvæðinu. DEBENHAMS SMÁRALIND FYRIK ÁSTINA Komdu á óvart með gjöf frá Debenhams á Valentínusardaginn. Sérvaldir gjafapakkar fyrir hann og hana. Verð frá 3.500 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.