Fréttablaðið - 13.02.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 13.02.2002, Síða 10
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTFABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Srriári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgar5væðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingartostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BIAÐSINS] 10 13. febrúar 2002 MIOVIKUDAGUR Þrjár lotur um þrjár lotur 1999 Gunnar Birgisson, alþingismað- ur, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um að ólympískir hnefakeikar verði leyfðir á ís- landi. Bann við hnefaleikum gekk í gildi árið 1956. Frumvarpið tók ekki til þess að leyfa hnefaleika atvinnumanna, enda ólíkt hættu- legri íþrótt en ólympískir hnefa- leikar. Munurinn liggur meðal annars í höfuðhlífum og að lotur eru þrjár í stað allt að tólf í at- vinnumannaboxi. Röksemdir Gunnars og meðflutningsmanna hans voru að slys væru ekki meiri í ólympískum hnefaleikum en öðrum íþróttum. Iðkendur hnefaleika og áhugafólk um íþróttina fór mikinn á síðum blaða og hvöttu til þess að frum- varpið yrði samþykkt. Andstæð- ingar frumvarpsins úti í samfé- lagingu voru flestir læknar sem töldu að alvarlegur skaði fylgdi íþróttinni. Á þingi barðist Katrín Fjeldsted, læknir, hvað harðast gegn frumvarpinu. Hún vísaði í rannsóknir sem sýndu að aukin hætta á Parkinson- og Alzheimer fylgdu hnefaleikum. Flytjendur bentu á að í ólympískum hnefa- leikum notuð menn höfuðhlífar. Katrín svaraði að þrátt fyrir slík- ar hlífar yllu högg á höfuðið heilahristingi. Frumvarpið kom til atkvæðagreiðslu og féllu at- kvæði þannig að 26 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarp- inu, en 27 voru á móti. Práður í umræðnnni I ólympískum hnefaleikum eru þrjár lotur. Þrjár lotur þurfti einnig til að koma í gegn frumvarpi um að leyfa ólympíska hnefa- leika á íslandi. 2000 Haustið 2000 kom þing saman að venju og lagði Gunnar Birgisson, þá aftur fram frumvarp sama efn- is. Alþingi samþykkti að vísa því til menntamálanefndar. Á vordög- um þingsins dagaði frumvarpið uppi og var ekki tekið til atkvæða- greiðslu. 2001 Gunnar Birgisson lætur ekki deig- an síga og dregur aftur fram box- hanskana. Þingmenn suða um að hann sé að eyða tíma þingsins í frumvarp sem nýlega sé búið að fella. í þetta sinn kemst frumvarp- ið í gegn. Guðmundur Hallvarðs- son sem greitt hafði atkvæði gegn frumvarpinu í fyrri atkvæða- greiðslu, lýsir sig nú samþykkan því. Frumvarpið er tekið til at- kvæðagreiðslu og nú falla atkvæði þannig að 32 styðja frumvarpið, en 22 eru á móti. Tveir sitja hjá. ■ JÓNAS SKRIFAR: ORDRETT Skikkum þingmenn í hnefaleika Ingibjörg skrifar * Eg þyki nú ekki þrætugjörn manneskja að eðlisfari, en nú get ég ekki lengur orða bundist. Mér finnst með ólíkindum að æðstu menn þessa lands skuli hafa ákveðið að lögleiða jafn ógeðfellda „íþrótt“ og hnefa- leika. f sakleysi mínu hélt ég að þingmennirnir okkar hefðu smá vott af skynsemi, en svo er greinilega ekki. Nú hafa þessir menn, sem hafa atvinnu af því að nota höfuðið til að leysa landsins vandamál, samþykkt að leyfa ungviði þessa lands að nota það sem stuðpúða. Nú er löglegt að láta berja úr sér vitið. Á sama tíma og löggjafinn reynir að finna leiðir til að sporna gegn auknu og sífellt hrottafengnara ofbeldi, samþykkir hann að lög- legt sé að æfa hnefaleika. Ákveð- in mótsögn er fólgin í þessu. Megum við kannski næst búast við því að sett verði upp æfinga- aðstaða fyrir hnefaleika á Litla Hrauni. Svona rétt til að efla enn endurhæfingu afbrotamanna. Réttast væri að skikka þá þingmenn sem samþykktu nýju löggjöfina til að taka þátt í fyrsta hnefaleikamótinu. Víst er að ekki getur orðið af því mikill skaði. ■ Annars flokks borgarar Reykvíkingar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðis- ins eru annars flokks borgarar í landinu. Ríkis- valdið er á ýmsa vegu misnotað gegn þessu fólki. Vegur þar þyngst eindregin byggðastefna núver- andi stjórnvalda, einkum í vegagerð og flutningi opinberra stofnana af svæðinu. Ráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið falið að reyna að kúga Reykvíkinga til að kjósa flokkinn í borgarstjórn í von um betra veð- ur af hálfu ríkisstjórnarinnar, þótt einstakir ráð- herrar kunni stundum að blindast af hatri á nú- verandi valdhöfum borgarinnar. Hættulegt væri að reyna að kúga Reykvíkinga til að kjósa rétt, því að aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar gegn höfuðborgarsvæðinu koma jafnmikið nið- ur á nágrannabyggðum Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er víða við völd, ýmist einn sér eða í samfloti með öðrum flokkum. Hitt er hins vegar rétt, að flokkar ríkisstjórn- arinnar telja sér útlátalaust að níðast á höfuð- borgarsvæðinu og íbúum þess. Ráðherrarnir mundu ekki haga sér eins og þeir gera, ef kjós- endur létu flokka þeirra gjalda fyrir að gera þá að annars flokks borgurum í landinu. Aldrei hefur verið sett fram sannfærandi skýring á geðleysi Reykvíkinga og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins gagnvart ríkisvaldinu. Ef til vill hafa þeir hreinlega keypt kenningar um, að þeir séu sjálfir eins konar úrhrök íslenzkrar þjóð- menningar og eigi ekki betra skilið. Við hverja breytingu kjördæmaskipunarinnar hefur verið reiknað með, að aukinn þingstyrkur suðvesturhornsins mundi draga úr ofbeldi hins opinbera. Sú hefur ekki orðið raunin. Þingmenn svæðisins hafa möglunarlítið leyft stjórnvöldum að valta fram og aftur yfir kjósendur sína. Næst verða þingmenn höfuðborgarsvæðisins helmingur allra þingmanna í landinu. Enn eru uppi vonir um, að ný tilfærsla leiði til óhlutdræg- ari viðhorfa stærstu stjórnmálaflokkanna í garð „Ekkert bendir þó enn til, að kjósendur á höfuðborgarsvœðinu hyggist láta stjórnmálaflokka taka afleiðingum gerða sinna gegn svœðinu. “ íbúanna á svæðinu, enda eru þeir mikill og vax- andi meirihluti kjósenda í landinu. Ekkert bendir þó enn til, að kjósendur á höfuð- borgarsvæðinu hyggist láta stjórnmálaflokka taka afleiðingum gerða sinna gegn svæðinu. Við munum því áfram þurfa að sæta ráðherrum á borð við núverandi samgönguráðherra og núver- andi iðnaðar- og stóriðjuráðherra. Sturla Böðvarsson er dæmigerður fulltrúi afl- anna, sem kjósendur í Reykjavík efla til valda í landinu. Hann leggur sig í líma við að hindra brýnustu samgöngumannvirki í Reykjavík til að eiga fyrir jarðgöngum úti á landi, þvert gegn sjónarmiðum um arðsemi og umferðaröryggi. Það er ekki bara hagsmunamál suðvestur- hornsins að koma frá völdum þeim þingmönnum, sem stuðlað hafa að ráðherradómi hatursmanna höfuðborgarsvæðisins, heldur er það líka þjóðar- mál, að höfuðborgarsvæðið sé samkeppnishæft við erlenda segla atgervis og peninga. Höfuðborgarsvæðið er eini staðurinn á land- inu, sem getur keppt við útlenda staði um atgervi og peninga á tímum hnattvæðingar. Því er beinlín- is þjóðhagslega hagkvæmt, að íbúar svæðisins láti hið bráðasta af geðleysi sínu og bíði færis að reka þingmenn sína úr starfi. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa að velja sér allt aðra og betri þingmenn, sem tryggja þjóðinni afturhvarf frá öllum þáttum hinnar skað- legu byggðastefnu núverandi stjórnvalda. Jónas Kristjánsson ROTHÖGG „Þetta er mikill ósigur fyrir for- sjárhyggjuna." Gunnar I. Birgís- son, aiþingismaður og hnefaleikafrum- kvöðull um lögleið- ingu hnefaleika. Fréttablaðið, 12. febrúar. VIÐSKIPTAHUGMYND VERÐUR TIL „Ég var að lesa hið ágæta danska tímarit Familie Journal og sá þá viðtal við konu sem ræktar snigla." Jakob Narfi Hjaltason, grænmetisbóndi og sniglaræktandi í Biskupstungum fékk hugmyndina um sniglarækt úr danska kvennatímaritinu Familie Journal. Frétta- blaðið, 12. febrúar. INNSÝN ÆVISAGNARITARANS „Engu líkara en Davíð Oddssyni standi stuggur af öllu sem út- lent er. Hann talar eins og heimaalið barn. Ef til vill þyrfti hann að búa er- lendis um skeið til að vinna bug á þessum útlendingaótta sínum. Kannski væri ráð að senda hann til útlanda í eitt ár eða tvö.“ Eiríkur Jónsson, blaðamaður og höf- undur bókar um ævi Davíðs Oddssonar. DV, 12. febrúar. | KVIÐDÓMURINN: Trúverðug skýrsla eða reiknikúnstir Skiptar skoðanir eru um nýútkomna skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um áhrif auðlindagjalds á afkomu ríkissjóðs. Skýrslan var unnin fyrir Landsamband íslenskra útvegsmanna. Niðurstaða skýrslunnar var að auðlindagjald kynni að hafa neikvæð áhrif á landsframleiðslu og fjárfestingu. Tekjur ríkisins myndu minnka. BRYNJÓLFUR BJARNASON FRAMKVÆMDASTJÓRI GRANDA: Mismunum atvinnugreina Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri út- gerðarfyrirtækis- ins Granda, segist vera sammála skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands. „Ég er sammála því að svona sér skattlagning í atvinnugrein hafi þau áhrif til lengri tíma að tekjur ríkisins geti orðið rninni." Hann telur að með auðlindagjaldi í sjávarútvegi sé verið að mis- muna atvinnugreinum slíkt eigi ekki við í öðrum greinum. „Ég tel að þetta sé mismunum á milli at- vinnugreina. Það er ekki verið að setja á skilgreinda auðlindanotk- un á aðrar atvinnugreinar.“ Hann segir að fyrirtæki í sjávarútvegi greiði tekjuskatt eins og hver önnur fyrirtæki. „Ég tel það vera farsælast í samkeppni." ■ ÁRNI MATHIESEN SJÁVARÚTVEGS RÁÐ H ER RA: Sammála mörgu a„Mér finnst þetta mjög trúverðug skýrsla. Ég held að ég sé sammála henni í megin at- riðum, þ.e. of mikil skattlagning dregur frekar úr skatttekjum hins opinbera heldur en að auka hana. En eins og kemur fram í umfjöll- un skýrsluhöfunda þá eru þeir ekki að leggja til að skattar verði með öllu aflagðir, þar sem þeir eru nauðsynlegir til að borga ým- iskonar þjóðfélagskostnað," sagði Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra. „Sá lærdómur sem mér finnst að ég eigi að draga af þess- ari skýrslu er sá að það þurfi að fara varlega í að innheimta auð- lindaskatt. Það þýðir samt ekki að það sé ekki hægt að innheimta hann á hóflegan en skynsamlegan hátt.“ ■ MARKÚS MÖLLER HAGFRÆÐINGUR HJÁ SEÐLABANKANUM: Auðvelt að velja líkön „Það eru engar fréttir að Ragnar Árnasyni reikni út að útgerðar- menn eigi að borga sem minnst," segir Markús Möller, hagfræðingur. „Það er auðvelt að velja líkön og forsendur til að fá þetta út ef menn gleyma því að með frjáls- um fjármagnsflutningum stranda fjárfestingar fremur á skorti á góðum fjárfestingarkostum en á erfiðleikum á að fjármagna þá; að fjárfesting í sjávarútvegi er of mikil en ekki of lítil, og að út- gerðarmenn yrðu því að fjárfesta erlendis eða í greinum sem þeir þekkja ekki. Ef fjárfesting er of lítil, er miklu vitlegra t.-d. að lækka fyrirtækjaskatta." Markús segist hins vegar dást að forystu LÍU sem „sýni snilldartakta.“ ■ ÁRNI BJARNASON FORSETI FARMANNA- OG FISKI- MANNSAMBANDS ÍSLANDS Skakkar forsendur „Ég er nú ekki bú- inn að sjá skýrsl- una. Ég sá þetta bara í fréttunum,“ segir Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. „Við ályktuðum gegn auðlinda- gjaldi á okkar þingi. Hvort sem það er kallað hóflegt eða óhóf- legt. í ályktuninni kemur fram að við sjáum ekki með hvaða hætti það auki líkur á sátt um fiskveiði- stjórnun. Né hvað slík skatt- heimta yfir höfuð komi fiskveiði- stjórnunarkerfinu við.“ Árni seg- ir að forsendurnar fyrir útreikn- ingunum ekki réttar, þ.e. þær lykiltölur sem notaðar eru til að finna út hve mikið gjaldið á að vera. „Við viljum meina að þegar útgerð og fiskvinnsla séu á sömu í hendi skekkist útkoman." ■ SVERRIR HERMANNSSON FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA- FLOKKSINS: Auðlindagjald er skálkaskjól „Auðlindagjald er skálkaskjól. Þeir ætla að kaupa frið um það að eiga fiskinn í sjónum út á það að borga málamyndar auð- lindagjald. Þannig er öll sagan. Ég spyr er ekki nóg ákvæði í lögum til að skattleggja sjávarútveginn eins og sanngjarnt er? Hvað vantar í það?“ sagði Sverrir Her- mannsson, formaður Frjáls lyndaflokksins. Hann segir að hið mikla leigu- verð sem er á kvóta myndi hver- fa ef hann yrði boðinn upp á frjálsum markaði. „Þetta brjál- æðisverð myndi hverfa marg- faldlega ef það yrði boðið upp á markaði. Þetta er bara staðfest- ing á því að auðlindagjaldið er yf- irskin og’skálkaskjól." ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.