Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2002, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 13.02.2002, Qupperneq 22
22 Kínasýning hjá Sævari Karli: Skrautbúningar og munir sýning Á raeðan við íslendingar sprengdum okkur með saltkjöti sprengdu Kínverjar „kínverja" og aðra flugelda til þess að fagna nýju ári. Því samkvæmt dagatali þeirra hófst nýtt ár, ár hestsins, í gær. Árinu sem var að ljúka var ár slöngunnar. Unnur Guðjóns- dóttir, sem m.a. hefur staðið fyrir hópferð- um til Kína í yfir 10 ár, hefur sett upp sýn- ingu í gluggum versl- unar Sævars Karls við Bankastræti til þess að fagna nýja árinu. Á sýningunni má m.a. sjá skrautlega búninga og aðra muni frá tímum Ching keisara sem hún hefur safnað saman, m.a. á ferðalögum sín- um um Kína. Aðrir búningar eru frá Yunnan héraði en það eru þjóðbúningar minnihluta þjóðflokka. í Kína búa 56 mismun- andi þjóðflokkar og stærstur þeirra eru Han þjóðflokkurinn, sem er um 93% þjóð- arinnar. Þess má þó til gamans geta að hin 7% eru um 55 milljónir manna. ■ UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR Hefur staðið fyrir hópferðum til Kína í ein 10 ár. Næstu ferðir eru áætlaðar I mal. FRÉTTIR AF FÓLKI Utspil Valgerðar Sverrisdóttur við kynningu á tillögu að byggðaáætlun hefur mælst mis- jafnlega fyrir. Mönnum hefur )ótt skrýtið að hún hafi kynnt málið á fundi fyr- ir norðan fyrir helgi án þess að það hafi verið lagt fyrir þing- flokkana. Byggða- áætlunartillagan var komin á vef iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins strax á föstu- dagskvöld. Ekki var ráðherrann að hafa fyrir því að láta samherja sína í þingflokki Framsóknar vita af því. Enda fréttu sumir þeirra ekki af því fyrr en á mánudags- morgun að þeir gætu farið að kynna sér tillöguna. Ekki eru allir á eitt sáttir um hversu góða möguleika Stefán Jón Hafstein eigi í prófkjöri Sam- fylkingar í Reykjavík. Samfylk- ingarmenn sem blaðið hefur rætt við eru margir þeirrar skoðunar að prófkjörsbarátta Stefáns sé illa skipulögð og yfirlýsingar hans vanhugsaðar. Þá benti einn maður á að það gagnað- ist lítið að bjóða fram eina einstak- linginn sem væri lengur að taka ákvarðanir um framboð en Björn Bjarnason. Vísaði hann þar til þess aö Stefán Jón hefur verið nefndur við flest framboð án þess láta verða af þvL.fyrr en nú. Stuðningsmönnum Stefáns Jóns þótti hins vegar kyndugt að sjá Hrafn Jökulsson birtast í ís- landi í bítið á mánudagsmorgun sem sérstakan álitsgjafa um frambjóðendur í prófkjöri Sam- fylkingar. Enda fékk Stefán Jón nokkrar pillur frá Hrafni. Það sem fór fyrir brjóstið á mönnum er að Hrafn hefur stutt við bakið á Helga Hjörvar bak við tjöldin og vinnur nú að endurkjöri hans í fyrsta sætið. Því telja menn að það hefði verið eðlilegra að velja aðeins hlutlausari mann til að greina prófkjörið. Hrafn er ekki eini maðurinn úr stuðningsmannasveit Össur- ar Skarphéðinssonar sem koma nú að kjöri Helga Hjörvar. Hafa menn rætt um að sveit Össurar hafi verið ræst út til að tryggja Helga góða kosn- ingu og ekki síður að koma í veg fyr- ir að Stefán Jón næði of góðum ár- angri. Með því megi vinna aðeins gegn yfir- burðastöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni. Margir hafa litið á Össur sem formann til bráðabirgða þar til Ingibjörg Sólrún tekur við hlut- verkinu. Össur hefur ekki verið þeirrar skoðunar og sjá ýmsir þess i.v xki að með þessu vilji hann a að það séu ýmsir sterk: :: Samfylkingunni en borgarstjórinn. Halldór Ásgrímsson dró ekki úr yfirlýsingum um stuðning sinn og Framsóknarflokksins við R-listann á almennum stjórn- málafundi í Reykjavík í fyrra- kvöld. Sjálfstæðismenn hafa lengi horft til þess að leiðin til að fella R-listann sé að að ala á óá- nægju framsókn- armanna með borgarstjórnar- meirihlutann. Það er alkunna úr stjórnmálum í borginni frá árum hinna sterku borgarstjóra sjálf- stæðismanna að hópur framsókn- armanna og krata fylgdi sjálf- stæðismönnum að málum í borg- arstjórnarkosningum en kaus svo flokkinn sinn í þingkosningum. Fátt bendir til þess að sú saga sé í þann veginn að endurtaka sig. Þvert á móti virðist persónufylgi Ingibjargar Sólrúnar tryggja að lausafylgið loðir enn betur við R- listann. Að því leyti virðist hún komin í sömu stöðu og hinir sterku borgarstjórar sjálfstæðis- manna á árum áður; menn eins og Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson. Þeir náðu að skírskota langt út fyrir eigin flokk. Kosn- ingabaráttan sem nú stendur yfir mun skera úr um hvort Björn Bjarn^son nær á sama hátt að höfða út fyrir raðir flokksmanna og sækja inn á miðjuna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins gaf sjálfstæðismönnum ekki tilefni til bjartsýni á kjörþokka borgarstjóraefnisins síns. Björn Bjarnason hefur áberandi lítinn stuðning kvenna og utan raða Sjálfstæðisflokks- ins er persónu- fylgi hans hverf- andi í samanburði við Ingibjörgu Sólrúnu. Þess vegna er horft með enn meiri eftirvæntingu en ella til starfa kjörnefndar Sjálf- stæðisflokksins. Því þrengri skírskotun sem leiðtogi listans hefur því brýnna verður fyrir kjörnefndina að stilla upp breið- um lista. Sérstaklega þykir nauð- synlegt að fá sterka konu, sem boðleg verður í eitthvert þriggja efstu sæta listans. Þau nöfn, sem mest hafa verið í umræðunni, t.d. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Tinna Traustadóttir, þykja þó tæplega hafa þá reynslu sem þarf til að rísa undir einhverju af þremur efstu sætunum. Þess vegna leitar Sjálfstæðisflokkur- inn enn að sinni Jóhönnu af Örk og það verður hún sem á að færa flokknum það fylgi meðal kvenna sem þarf til að „frelsa Ráðhúsið" eins og það heitir á máli herská- ustu hægri manna. Hart hefur verið lagt að Sig- rúnu Jónsdóttur, bæjarfull- trúa í Kópavogi, að gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sam- fylkingar fyrir sveitarstjórnar- kosningar. Sigrún nýtur dyggs stuðnings í Kópavogi og þykir óumdeildari en sumir aðrir bæj- arfulltrúar flokksins. Stuðnings- menn hennar telja hana því nokk- uð örugga með gott sæti og vilja margir að hún gefi kost á sér til að leiða listann. v < v [ spásímanum 9086116 er spákonan Sirrý og spáir í ástir og örlög framtíðar. Einnig tímapantanir fyrir einkatíma í sama síma. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Leitum lausna við vandamálum. Verð við frá kl.15-2 i sima 908-6040. Hanna Laufey Héðinsd. miðill s-9085050 Tarotlestur, miðlun, draumaráðningar, fyrri líf, fyrirbænir. Sími9085050 Spái í bolla og spil Nútíð og framtíð - 6 ára reynsla Uppl. hjá Önnu ís. 587-4376 / 861-1129 MIÐLUN - SPÁMILÐUN LÍFSSPORIN ÚR FORTÍÐ í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ. TÍMAPANTANIR OC UPPL. í SÍMA 5616282 ATH. BREYTT SÍMANR. OG í SÍMA 8215756. ■C •> Sálarrannsóknarfélag íslands stofnað 1918 Garðastræti 8, Reykjavík. Miðlarnir og huglæknarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Erna Jóhanns- dóttir , Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Krist- ín Karlsdóttir, Lára Halla Snæ- fells, María Sigurðardóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenz- son og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Einig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróun- ar- og bænahringi. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00 Einnig er hægt að senda fax, 561 8130, eða tölvupóst, srfi@isholf.id SRFÍ. Iðnaður Námskeið Námskeið í tré og trérennismíði hefjast í febrúar, lýkur fyrir páska Kennari Þórarinn Þórarinsson Upplýsingar í síma 894 3715 www. simnet. is/inni Trévinnustofan ehf Sími 8958763 fax 5546164 Smiðjuvegur 1 1 e 200 Kópavogi Sérsmiöi í aldamótastíl Fulningahurðir • Stigar Gluggar. Fög . Skrautlistar Trjáklippingar Tek að mér að klippa tré og runna Karl Guðjónsson skrúðgarðyrkjumeistari Símar: 551-9361 & 899-7773 Tölvupóstur: kalli@islandia.is Vefsíða: www.islandia.is/kalli Iðnaður Brennipennar U jþ Steinalípitromlur Ostaskerar og önnur áhöld til að skepta... Ótal margt annað! Gylfi Hólfshrauni 7, 220 Hafnarfirðí Sími: 555 1212 / www.gylfi.com Getum bætt við okkur verkum. Vönduð vinna Tímakaup/Tilboð Hvað sem er ehf. Alhliða húsaviðhald og málun Uppl í síma 895 1404 eða 6987335 Sandspörtlun og alhliða málningarvinna. Hannes Valgeirsson, löggiltur málarameistari. Sími: 897-7617 Húsfélög - húsverðir - gjaldkerar Útvegum alla iðnaðarmenn í allar viðgerðir og viðhald fljótt og vel. Göngum frá ársreikningum húsfélaga Góð og hagkvæm þjónusta HÚSVÖRÐUR ehf Sérhæfð þjónusta fyrir húsfélög Símar. 533 34 34, 8242501, 8243502 ÞUSUND ÞJALASMIÐIR Tökum að okkur ýmis verkefni í tengslum við íbúða-, húsa- og fyrirtækjahúsnæði. - raflagnir - parketlagnir - flísa- lagnir - almenn smíðavinna Tilboð eða tímavinna Vönduð vinnubrögð Uppl. gefnar í s. 8673727 / 8653131 alla virka daga milli 10-18. A+ verktakar Bílar Til sölu Trooper Tdi árg 09-01, 7 manna sjálfsk, 35" breyttur ekin 8 þús., hvítur glæsilegur jeppi skipti ath. bílalán. Verð 4.390.000 Stgr. Uppl i sima 8939918 Til sölu Þessi glæsilegi Ford Thunderbird 1959, allur sem nýr. Einnig 13 feta viking felli- hýsi með útdraganlegri hlið árg 2000 og Ford Focus high series árg 99. Uppl f síma 5640090 eða 8205207 Bílar Hvort sem bíllinn er nýr eða gamall, beyglaður eða bilaður, þá getum við lagað hann. Bílanes, bifreiðaverkstæði Bygggörðum 8, s. 561 1190 og 899 2190 Bónstöðin Stormur Skemuvegur 46 bleik gata fyrir neðan bifreiðaverkstæði Jónasar Alþrif á fólksbílum 3.500 kr. Uppl í síma 557 7462 1■ Ýmlslegt Gervihnattabúnaður frá kr. 48.900,- stgr. OREIND% Auðbrekka 3 - Kópavogur s. 564 1660 - www.oreind.is Tölvuviðgerðir-Er tölvan biluð? Láttu fagmenn í tölvuviðgerðum leysa málið. Sækjum - Sendum (Ódýr kostur eitt (ADSL) á tvær tölvur) Mjög gott verð. S: 696-4755 eða 564-4039. Kristinn. www.heimsnet.is/tolvur Sjóstöng frá Reykjavík með MB Carlsberg. Aflinn grillaður um borð. Einnig er hægt að leigja bátinn í allskyns ferðir. Uppl í síma 8922924 eða 8939918

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.