Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2002, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 19.02.2002, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Stjórnarandstæðingar deildu hart á kjör nefndarmanna í einkavæðingarnefnd á Alþingi í gær Telja óeðlilega staðið að greiðslum STJÓRNMÁi Þingmenn stjórnarand- stöðu deildu hart á starfskjör einkavæðingarnefndar á Alþingi í gær. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, var hins vegar eini stjórn- arliðinn sem tók þátt í umræðunni. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna. Hann sagði að helst væri útlit fyr- ir að nefndarmenn hefðu komið saman á fundi og ákveðið að kaupa sérfræðiráðgjöf. Ráðið svo sjálfa sig til starfans. Þetta sýndi að einkavæðingin væri orðið eitt allsherjar klúður. Davíð sagði Kristján hafa samið lélegan leikþátt um störf nefndarmanna og greiðslur fyrir þjónustu þeirra. Nefndarmenn hefðu verið ráðnir inn vegna þess að þeir byggju yfir sér- fræðiþjónustu. Þeir fengju greidda fasta þóknun fyrir fundasetu. Þau laun dygðu ekki fyrir öll störf þeirra og væri greitt sérstaklega fyrir það sem væri umfram. Davíð sagði að með raun sanni mætti segja að nefndarmenn hefðu verið hlunnfarnir. Venja væri að greiða mönnum 9.500 krónur í tímakaup. Nefnd- armenn hefðu ekki fengið nema 5.000 krónur. EINN TIL VARNAR Forsætisráðherra var eini stjórnarlið- inn til að taka þátt í umræðunni. Enginn þingmaður Fram- sóknarflokksins var i þingsal meðan um- ræðan fór fram. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður VG, sagði tíðindi síðustu vikna sýna að upp væri komin ný stétt út- gerðarmanna á íslandi. Þessir nýju útgerðarmenn gerðu út á ríkissjóð í kringum einkavæðingu. Guðmundur Árni Stefáns- son, þingmaður Samfylk- ingar, lýsti vanþóknun sinni á hvernig hefði verið staðið að launagreiðslum. Upp væri komið tvöfalt kerfi fastra launa og upp- bóta. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, var ekki síður óánægður með hvernig málum væri komið. Hann gagnrýndi sérstaklega hvernig framkvæmdavaldið reyndi að halda öllum upplýsingum út af fyrir sig. „Það hefur öllu verið leynt sem hægt er að leyna.“ Athygli vakti að enginn fram- sóknarmaður var staddur í þing- sal þegar umræðurnar átti sér stað. Forsætisráðherra var eini stjórnarliðinn sem tók þátt í um- ræðunum. Þetta taldi Kristján til marks um að stjórnarliðar vildu ekki tengjast málinu. Forsætis- ráðherra sagði þingflokk sinn ein- faldlega vera þeirrar skoðunar að þetta væri úr sér gengin umræða. brynjolfur@frettabiadid.is | INNLENT | Ekki náðist samstaða á fundi bæjarstjórnar Hveragerðis um að bjóða Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands í heimsókn til bæjarins á blóm- strandi dögum í ágúst nk. Fimm bæjarfulltrúar af sjö samþykktu tillöguna. Bæjarfulltrúarnir Knútur Bruun og Pálína Sigur- jónsdóttir sátu hins vegar hjá. Fréttavefur Suðurlands greindi frá. Mokveiði hefur verið á loðnu- miðunum við Stokksnes. Að sögn sjávarútvegsvefsins Inter- seafood.com veiddust milli 25.000 og 30.000 tonn um helgina. Hrognafylling loðnunnar er kom- in í 16 -17%. Víða er því farið að frysta loðnu fyrir Japansmarkað. Sýslumadurinn veitir ekki túlkaþjónustu Samkvæmt lögum eiga útlendingar, aðrir en Norðurlandabúar, ekki rétt á túlkaþjónustu þegar þeir leita til sýslumannsembætta. Misjafnt er eftir embættum hvort farið hefur verið fram á túlkaþjónustu og einnig er mis- jafnt hvort orðið hefur verið við slíkum beiðnum, hafi verið farið fram á slíkt. Sýslumaðurinn í Reykjavík býður ekki upp á túlkaþjónustu. RÉTTURINN ER EKKI I LÖGUM Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavik segir að farið sé eftir lögum sem kveða á um að ekki sé skylda að veita útlendingum túlkaþjónustu. Hann tekur þó fram að engin gerð fari fram hjá embættinu nema Ijóst sé að hlutaðeigandi skilji undir hvað er verið að skrifa. nýbúar Útlendingar sem þurfa að nota þjónustu sýslumannsins í Reykjavík njóta ekki túlkaþjón- ustu á vegum embættisins. „Það er hvergi í lögum að veita eigi þessa þjónustu að kostnaðarlausu og dómsmálaráðu- neytið metur það svo að skylda stjórnválds sam- kvæmt stjórn- sýslulögum tak- markist við sam- skipti á íslensku," segir Rúnar Guð- jónsson sýslumað- ur í Reykjavílt en leitað var eftir áliti ráðuneytisins í fyrra. Þetta stað- festir Hjalti Zóph- óníasson skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu. Hann upplýsir að fólk frá Norðurlöndunum eigi þó rétt á að nota móðurmál sitt samkvæmt norrænum samningi sem tók gildi árið 1987. „Við göngum samt langt í því að reyna að skilja fólk,“ segir Rúnar Guðjónsson. Hann segir að lagt sé að fólki sem ekki skilji ís- lensku að koma með einhvern með sér sem getur túlkað og starfsmenn embættisins séu nýtt- ir eftir föngum. „Ef mál eru kom- in í algert öngstræti höfum við fengið túlka en það er alger und- antekning." Rúnar segir að þarna sé vissulega vandamál á ferðinni. „Það er spurning hvort ríkið ætti að gera túlkaþjónustu við útlend- inga að skyldu en til þess verður að breyta lögum.“ Hjá sýslumanninum í Hafnar- firði er veitt túlkaþjónustu sé þess talin þörf. í skilnaðarmálum og sifjamálum er öll túlkaþjón- usta greidd af embættinu að sögn Guðmundar Sófussonar sýslu- manns. Sömuleiðis er þessi þjón- usta veitt hjá sýslumanninum í Keflavík að sögn Jóns Eysteins- sonar sýslumanns þar. Unnur Konráðsdóttir, settur sýslumaður á ísafirði, segir að ekki hefði reynt á þetta hjá embættinu þar. „Fólk kemur oft með einhvern með sér,“ segir Unnur. „í langflestum tilvikum leysast mál þannig að við ræðum á ensku við fólk en í sumum tilvikum hafa komið vinir eða fjölskylda með,“ segir Jóhanna Gunnarsdóttir full- trúi hjá sýslumanninum í Kópa- vogi. Hún segir að í fáeinum til- vikum hafi komið túlkar frá Mið- stöð nýbúa, hafi það verið talið nauðsynlegt, og hefur þá embætt- ið greitt fyrir þá þjónustu. Jó- hanna bendir á að bæði barnalög- in og hjúskaparlögin séu aðgengi- leg á ensku sem sé til mikilla bóta fyrir útlendinga. „Við höfum fyrir reglu að afhenda fólki eintak af þessum lögum.“ steinunn@frettabladid.is --*--- Hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði er veitt túlka- þjónustu sé talin þörf á því. í skilnað- armálum og sifjamálum er öll túlkaþjón- usta greidd af embættinu. —t— Samstarf Fréttablaðsins, Vísis.is og Habil.is: Alhliða þjónusta á fasteignamarkaði fjölmiðlun Fréttablaðið, Vísir.is og hugbúnaðarhúsið Juventus hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði auglýsinga og kynningar á fasteignamarkaði. Juventus rekur elsta og mest sótta fasteignavef landsins, Habil.is. Frá og með deginum í dag geta gestir Vísis.is nýtt sér þennan vef. Jafnframt munu not- endur Habil.is eiga greiða leið að öllu efni Vísis.is. „Það er markmið bæði Vísis.is og Fréttablaðsins að veita notend- um sínum alhliða frétta- og upp- lýsingaþjónustu. Samstarfið við Habil.is er liður í því,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins. Hann segir að með samstarfinu við Habil.is sé hafin sókn Fréttablaðsins og Vísis.is á mið fasteigna-, atvinnu- og ann- arra flokkaðra auglýsinga. „Fréttablaðið og Vísir.is munu áfram leggja ríka áherslu á frétt- ir. Við viljum hins vegar þjónusta notendur þessara miðla með öll- um þeim upplýsingum sem þeir þurfa á að halda til að fylgjast með samfélaginu. Auglýsingar eru mikilvægar til þess - ekki síst flokkaðar auglýsingar á borð við fasteigna- og atvinnuauglýsing- ar,“ segir Gunnar Smári. Fréttablaðið og Habil.is munu efla samstarf sitt á næstu vikum til að auka þjónustu sína við fast- eignasala og -kaupendur. ■ AUGLÝSINGAR Á PRENTI OG Á VEF. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Frétta- blaðsins, og Sævar Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Juventus, handsala sam- komulag um samvinnu. Samningur Sturlu og Friðriks: Stjórn hefur prókúru en ekki hluthafi síminn Samkvæmt ströngum skiln- ingi hlutafélagalaga er hluthafa ekki heimilt að gera samninga fyr- ir hönd fyrirtækis. Bæði í lögunum og í samþykktum Landssímans er stjórnin skilgreind sem „æðsta vald félagsins“ á milli árlegra hlut- hafafunda. Því hafi Sturla Böðv- arsson, samgöngu- ráðherra, ekki haft heimild til að semja við einka- hlutafélag Frið- riks Pálssonar, stjórnarformanns, Símans. Áslaug Björgvinsdóttir, lektor við Háskóla íslands og sérfræðingur í félaga- rétti, staðfesti þetta. í lögunum kemur fram að framkvæmdastjóri þurfi sérstaka heimild frá stjórn félags vegna ráðstafana sem telj- ast „óvenjulegar eða mikils hátt- ar.“ Magnús Stefánsson, þingmaður og stjórnarmaður Símans, sagðist ekki líta svo á að viðskiptin féllu undir þessa skil- greiningu laganna. Hann væri hins- vegar óánægður með að hafa ekki fengið upplýsingar friðrik um þau. Að öðru pálsson leyti vísaði hann á Ekki mikils háttar Friðrik um frekari ráðstöfun þegar svör. „Ég álít það samið var við af og fra> sér í lagi vegna þess að á þessum tíma var ríkið eini eigandi fyrirtækisins," sagði Friðrik þegar hann var spurður um það sama. ■ STURLA BÖÐVARSSON Fór yfir reikninga Friðriks og sendi til forstjóra Sím- ans. Verktakar í fíotílögnum oool# flotefni@mmedia.is Flotefnieht RENNISLÉTT • Afrétting gólfa undir gólfefni • Flotílöqn í nýbyqqinqar • Lökkuð flotgólf • Tilboðsgerð og ráðgjöf

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.