Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 19. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR |ERLENT Norsk Hydro, væntanlegur hluthafi Reyðaráls, hefur keypt ráðandi hlut í evrópsku ál- samsteypunni VAW fyrir jafn- virði ríflega 150 milljarða króna. Við það bætast ýmsar skuldbind- ingar, samanlagt að upphæð ná- lægt 100 milljörðum. Yfirtakan er þó alfarið háð samþykki evr- ópskra samkeppnisyfirvalda. Einnig gætu mótmæli kanadíska álframleiðandans Alcan sett strik í reikninginn, en félagið telur sig eiga forkaupsrétt á ákveðnum verksmiðjum VAW í Þýskalandi. Vegna sameiningar- innar verður starfsfólki fækkað um 1.100 á heimsvísu, þar af 300 í Noregi. ELDFIMT ÁSTAND Það er heitt I kolum í Karachi. Þar var bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl rænt í síðasta mánuði og þar er nú réttað yfir Ahmad Omar Saeed Sheikh, vegna gruns um aðild hans að ráninu. Þessi víga- legi lögreglumaður stendur vörð um dómshúsið. Flugvöllurinn í Karacki í Pakistan: Fundu eld- flaugar tilbún- ar til árása KARACHI. PAKISTAN.AP. LÖgregla í Pakistan fann í gær fjórar eld- flaugar sem komið hafði verið upp og beint að þeim hluta flug- vallarbyggingarinnar í Karachi sem er notuð sem miðstöð baráttu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkum í borg- inni. Um kínverskar eldflaugar er að ræða og hafði þeim verið kom- ið fyrir á heimagerðum skotpöll- um og með tímarofa, sem hafði verið stilltur á sjálfvirka ræsingu. Eldflaugarnar fundust af til- viljun og voru gerðar óvirkar af sprengjusérfræðingum lögregl- unnar. Flugvöllurinn er í jaðri svæðis þar sem komið hefur til tíðra átaka milli sveita sjíta og súnníta múslima. Svipaðri eldflaug var beitt í þeim átökum á laugardag og skotið að leiðtoga sjítamúslima í borginni. Karachi er miðstöð bókstafstrúar múslima í Pakistan; svarinna andstæðinga ríkisstjórn- ar Pervez Musharrafs sem lýst hefur stríði á hendur bókstafstrú- armönnum og hryðjuverkum. ■ IlögreglufréttirI Bifreið var ekið á ljósastaur á Akureyri seint í fyrrakvöld. Mikil hálka var á veginum er at- vikið átti sér stað. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri var élja- gangur töluverður í gær auk hálkunnar og því voru aðstæður til aksturs ekki eins og best verð- ur á kosið. Morðið á afganska ráðherranum: Tveir háttsettir hand- teknir í Sádi-Arabíu afcanistan Tveir háttsettir emb- ættismenn frá Afganistan voru handteknir í Sádi-Arabíu á sunnu- daginn. Þeir eru sakaðir um að hafa grýtt Abdul Rahman, flug- og ferðamálaráðherra Afganistans, til bana á fimmtudaginn var. í fyrstu var talið að þrír hátt- settir embættismenn viðriðnir morðið hefðu flúið til Sádi-Arabíu. Innanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Yunus Qanooni, sagði hins vegar í gær að einn þeirra hefði verið hreinsaður af grun. Hinir tveir yrðu hugsanlega framseldir til Afganistan í dag, þriðjudag. Fréttastofurnar Sapa og AFP skýrðu frá þessu í gær. Á sunnudaginn sagði Hamid Karzai, forsætisráðherra bráða- brigðastjórnar Afganistans, að fimm manns hefðu verið hand- teknir í Afganistan vegna morðs- ins. Þrír grunaðir hefðu flúið til Sádi-Arabíu og tveir að auki væru í felum í Afganistan. Karzai sagði að hart yrði tekið á morðinu. Hann hélt því fram að ástæða morðsins væri persónuleg hefnd. Pólitísk markmið tengdust MINNINGARATHÖFN UM MYRTA RÁÐHERRANN Þessir tveir lögreglumenn tóku á sunnudag þátt í minningarathöfn um Abdul Rahman, af- ganska ráðherrann sem grýttur var til bana á fimmtudaginn var. því ekkert. Vitni sögðu hins vegar að múgur reiðra pílagríma hefði grýtt menn- ina til bana. Þeir höfðu beðið dög- um saman eftir að komast með flugvél til Mekka í Sádi-Arabíu. Þangað streyma nú þúsundir mús- lima í pílagrímsferð, sem þeim ber trúarleg skylda til að gera að minnsta kosti einu sinni á ævinni. ■ Milosevic segist vera hinn siðferðilegi sigurvegari Milosevic lauk varnarræðu sinni í gær. Sagði stórveldi Vesturlanda hafa hvatt til átakanna til þess að sundra Júgóslavíu. Sagðist ekkert hafa vitað um Qöldamorðin í Srebrenica. ÞEIR TÓKUST í HENDUR í desember 1995 tók Slobodan Mílosevic í hendumar á helstu leiðtogum Vesturlanda eftir að hafa samið við þá um frið í Bosníu. Á myndinni má sjá Felipe Gonzales, forseta Spánar, Bill Clinton Bandarlkjaforseta og Jacques Chirac Frakklandsforseta. Milosevic vill kalla þá og fleiri þjóðarleiðtoga fyrir dómstólinn til þess að bera vitni. haac. ap Slobodan Milosevic, fyrr- verandi forseti Júgóslavíu, sagð- ist í gær ekkert hafa vitað um fjöldamorðin í Srebrenica árið 1995. Hann sakaði Vesturlönd um að hafa vísvitandi alið á gagn- kvæmu hatri þjóðernishópa í þeim tilgangi að kljúfa Júgóslavíu. Milosvic lauk í gær varnar- ræðu sinni fyrir stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Varnarræðan snerist einkum um að úthúða Vesturlöndum fyrir afskipti sín og sagði þau bera ábyrgð á flestum þeim stríðs- glæpum, sem hann var ákærður fyrir. Hann beindi spjótum sínum einkum gegn Bandaríkjunum og Þýskalandi. „Það voru stórveldi Vestur- landa sem hvöttu til stríðs á land- svæði Júgóslavíu," sagði Milos- evic. „Markmið vestrænna sendi- fulltrúa var ekki að færa frið, heldur stefndu þeir að því að eyð- leggja landið og tryggja í sessi nýja nýlendustefnu." Milosevic sagðist fyrst hafa frétt af fjöldamorðunum í Srebr- enica frá Carl Bildt, sem þá var sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. í júlí árið 1995 voru rúmlega sjö þúsund karlmenn, allt niður í unglingspilta, myrtir í bænum Srebrenica í Bosníu. Talið er að Radovan Karadzic, þáver- andi leiðtogi Bosníu-Serba, og Ratko Mladic hershöfðingi, hafi gefið skipanir um fjöldamorðin. Milosevic sagðist hafa spurt Karadzic um þau, strax eftir að hafa frétt af þeim frá Bildt. „Ég hringdi í Karadzic og hann sór og sárt við lagði að hann vissi ekkert um þau,“ sagði Milosevic. „Nú, hvort hann vissi það eða vissi ekki vil ég ekki fara út í. En það sem ég er að segja, það sem ég er að skýra ykkur frá er sannleikur." Hann sagðist heldur ekkert hafa vitað um hryllilega meðferð á föngum í herfangelsum Bosníu. Þar létust þúsundir serba á árun- um 1992-95. Milosevic lauk máli sínu með því að benda ásakandi á saksókn- ara dómstólsins. Um leið sagði hann sannanir þær, sem hann hafi lagt fram, „sanna að þessi dóm- stóll er verkfæri í þágu lyga.“ „Sannleikurinn er mín megin og þess vegna finnst mér ég hafa yfirburði hér. Þess vegna finnst mér ég vera hinn siðferðilegi sig- urvegari," sagði Milosevic. Hann sagðist vera fórnarlamb „persónulegs haturs“, sem sumir leiðtogar Vesturlanda hafi borið til sín. Þeir hafi „í tíu ár reynt að steypa mér úr stóli, og þeim tókst það loks með óþverralegum hætti.“ „Ég er í fangelsi, en ég er frjáls maður,“ sagði Milosevic. „Eg heiti Slobodan með stóru ‘S’, sem þýðir frelsi á tungumáli mínu.“ ■ Starfshópur fulltrúa ASÍ, BSRB, ÖBÍ, leigjendasamtaka, borgarinnar og fleiri vinnur að nýrri húsnæðisstefnu: Hugað að eflingu leigumarkaðarins leiciendur Á næstu dögum mun taka til starfa starfshópur sem á að móta nýja húsnæðisstefnu með áherslu á leigumarkaðinn. í þeim efnum verður sérstaklega hugað að uppbyggingu leigumarkaðar- ins í borginni og eflingu Leigj; __ endasamtakanna. í þessum starfshópi verða m.a. fulltrú- ar frá ASÍ, BSRB, Öryrkjabandalag- inu, Félagsbústöð- um, Reykjavíkur- borg og frá Leigj- endasamtökunum. —4— Fulltrúar þessara hagsmunasamtaka og borgarinn- ar komu saman til fundar um sl. helgi. Á fundinum voru menn ein- huga um að fólk eigi að hafa kost á því að velja sér lífstíl, þ.e. hvort það vill búa sér heimili sem leigj- andi eða sem íbúðareigandi. Jón Kjartansson formaður Leigjendasamtakanna segir að Fólk á að geta valið um það hvort það vill velja sér lífsstíl leigjenda eða íbúðareig- enda. FUNDAÐ UM LEIGJENDAMARKAÐINN Meðal fundarmanna voru m.a. þeir Ögmundur Jónasson formaður BSRB, Helgi Hjörvar forseti borgarstjórnar, Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins og Arnþór Helga- son framkvæmdastjóri bandalagsins. stefnt sé að því að starfshópurinn muni skila tillögum sínum til úr- bóta eins fljótt og kostur er. Með- al þeirra hugmynda sem fram hafa komið er að breyta skipulagi samtakanna. í þeim efnum hefur verið rætt um að hafa þau bæði deilda- og svæðaskipt eftir hópum og landssvæðum. Hann segir að á fundinum hefði Helgi Hjörvar forseti borgarstjórnar gefið vil- yrði um að samtökin fái húsnæði hjá borginni fyrir starfsemi sína. Þá hafa samtökin hug á því að gera þjónustusamning bæði við ríki og borg. Jón segir að starfs- hópurinn muni einnig vinna að því að afla fé til starfsemi samtak- anna sem að mestu hefur verið unnin í sjálfboðavinnu. Á sl. ári fengu samtökin um 100 þúsund króna fjárstyrk frá borginni og um 500 þúsund frá ríkinu. Hins vegar liggur ekki fyrir hvað margir félagsmenn eru í Leigj- endasamtökunum. Þau fá árlega nokkur þúsund erindi um aðstoð um réttindi og skyldur leigjenda, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Þá er alltaf eitthvað um það að leita verði til dómstóla til að fá úr- lausn þeirra mála sem koma inn á borð samtakanna. Lögmaður Leigjendasamtakanna er Guð- mundur St. Ragnarsson. grh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.