Fréttablaðið - 19.02.2002, Síða 9

Fréttablaðið - 19.02.2002, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ IframhaldsskólarI Arangur spurningaliðs Mennta- skólans á Egilsstöðum hefur vakið mikla athygli fyrir austan. Liðið er nú komið í undanúrslit spurningakeppni Ríkissjón- varpsins: Gettu betur. Eitthvað vafðist þó fyrir Austfirðingum hvort það væri í fyrsta skipti sem lið skólans næði þeim ár- angri. Héraðsfréttablaðið Austur- glugginn leitaði upplýsinga um það hjá Menntaskólanum á Egilsstöðum og Ríkisútvarpinu. Þar fengust þau svör að svo væri ekki. Það vakti hins vegar ekki mikla hrifningu þegar frétt þessa efnis birtist og rigndi mótmælum yfir blaðið. Enda kom í ljós að spurningalið skólans hafði komist í undanúrslit 1998. KÍÍ«!55SS55aíí»; Góðráð ehf: Stofnað vorið 1999 síminn Fyrirtæki Friðriks Páls- sonar, Góðráð ehf, sem sá Lands- símanum fyrir ráðgjafarþjón- ustu, var stofnað í maí árið 1999. Um svipað leyti tók Friðrik við stjórnarfor- mennsku í Síman- um af Þórarni V. Þórarinssyni. Friðrik er bæði stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri Góðráðs. Samkvæmt sam- þykktum félags- ins er megintil- gangur þess al- hliða ráðgjafar- starfsemi, kaup og_ sala eigna og skyldur rekstur. í ársreikningi 1999 kemur fram að rekstrartekj- ur hafi verið 2,5 milljónir króna, en enginn rekstrar- eða launa- kostnaður er færður fyrir árið. Fram kom í fréttum RÚV að á síð- asta ári hafi greiðslur Símans til Góðráðs numið 625.000 krónum á ntánuði. ■ FRIÐRIK PÁLSSON Enginn rekstrar- kostnaður Góð- ráðs árið 1999. Upplýsingagjöf stjórn- valcm: Ríkari réttur fjölmiðla en þingmanna? STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Stöð 2 fær upp- lýsingar sem þingmönnum var synjað um. Framsókn í Reykjavík: Óskar hefur dregið framboð sitt til baka FRAMBQÐSMÁL Óskat’ Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar- flokksins á R-lista hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Hann hefur þegar afhent Jóni Sveinssyni formanni kjörnefndar bréf þar að lútandi. Þessa ákvörð- un tók Óskar eftir að laganefnd flokksins komst að þeirri niður- stöðu að athugasemdir hans um kjörskrá og ákvarðanatöku vegna skoðanakönnunar flokksins við val á frambjóðendum flokksins á R-listann ættu ekki við rök að styðjast. Áður hafði kjörnefndin komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki umboð til að fjalla um þessar athugasemdir Óskars. Af þeim sökum var málinu vísaði til laganefndar flokksins. Jón Sveinsson segist hafa vikið sæti við umfjöllun málsins í laganefnd- inni vegna setu sinnar á sama tíma sem formaður kjörnefndar. Með þessari ákvörðun sinni virðist sem pólitískri þátttöku ÓSKAR BERGSSON Hættur í framboði fyrir Framsóknar- flokkinn vegna kom- andi borgar- stjórnarkosn- inga. Óskars á R-listanum sé lokið í bili að minnsta kosti. Auk þess að vera varaborgarfulltrúi hefur hann gengt stöðu varaformanns í skipu- lags- og byggingarnefnd en Óskar er húsasmiður að mennt. Þá hefur hann einnig verið fulltrúi borgar- innar í skólanefnd Iðnskólans. Ekki náðist í Óskar í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. ■ Bretar biðja Spánverja afsökunar: Afsakið innrásina gÍbraltar. AP 20 breskir land- gönguliðar réðust á land á Spáni skammt frá Gíbraltar um helgina. íbúar spænska þorpsins La Linea horfðu furðu lostnir á hermennina þar sem þeir komu sér fyrir á ströndinni vopnaðir hríð- skotarifflum og sprengjuvörpum. Skömmu síðar tóku hermennirnir föggur sínar saman og héldu á brott. í gær bað breski herinn spæn- sk stjórnvöld afsökunar á tilvik- inu. Hermennirnir höfðu villst af leið þegar þeir voru við æfingar. Þeir áttu að ganga á land á Gí- HALDIÐ Á BROTT Brottför hermannana var tekin upp á myndband af einum bæjarbúa. braltar. Vegna slæms veðurs lentu þeir á Spáni. ■ Fjarkennsla.i 'i Persónuleg tölvukennsla Upplýsingar í síma 511-4510 og 698 6787 Erfitt getur verið fyrir fólk í dag að afla sér þekkingar í hefðbundum tölvuskólum m.a. vegna óreglulegs vinnutíma o.s.frv. Fjarkennsla|s bý þess vegna upp á klæðskerasaumuð tölvunómskeið fyrir fólk á öllum aldri. Þú og kennarinn semjið stundarskrána sem hentar fyrir þig. Hringdu núna og við veitum þér ókeypis ráðgjöf um hvemig þínu námi er best háttað! Verið Nú er rétti tíminn til að umpotta Gróðurmold 149 stjórnmál Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, kvað sér hljóðs við upphaf þingfundar í gær og lýsti furðu sinni á því að svo virtist sem fjölmiðlar og almenningur ættu ríkari rétt á upp- lýsingum um upp- lýsingar sem varða einkavæð- ingaráform stjórnvalda held- ur en þingmenn. Steingrímur vísaði þar til þess að úrskurðar- nefnd upplýsinga- mála hefur úr- Græna þruman skurðað að forsætisráðuneytinu væri óheimilt að halda leyndum upplýsingum um hverjir hefðu fengið greitt fyrir sérfræðiráð- gjöf vegna einkavæðingaráforma stjórnvalda. Forsætisráðuneytið neitaði þingmönnum um þessar upplýsingar í desember síðast liðnum. Steingrímur sagði þetta sýna hvernig framkvæmdavaldið hefði hunsað þingið og neitað því um upplýsingar um það ætti rétt á. „Það er fjarri öllu lagi að menn séu að koma fram af einhverri óbilgirni gagnvart þinginu", sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Hann sagði að menn þyrftu þó að fara eftir heilstæðum reglum. Davíð sagði að sér sýndist sem Stöð 2 hefði ekki fengið alls kost- ar sömu upplýsingar og þing- mönnum stjórnarandstöðu hefði veriö synjað um. ■ Pottatilboð UÓfTIQUGll Verð frá 199 Reykjavík sími 580 0500 Selfossl sími 480 0800 www.blomaval.ls Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Langar þig í eigin rekstur. Höfum tii sölu nokkur lítil en góð fyrir- tæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur. • Lítið plastframleiðslufyrirtæki sem framleiðir bílahluti. Góð markaðsstaða. • Veitingastaður í atvinnuhverfi. Mánaðarvelta 2-3 MKR á mán- uði. Eingöngu opið virka daga kl. 7-17. • Skyndibitastaðurinn THIS í Lækj- argötu (áður Skalli). Nýlegar inn- réttingar og góð tæki. • Heildverslun með leikföng og gjafavörur. Ársvelta 100 MKR. • Stór pub í miðbænum. Einn stærsti bjórsölustaður borgarinn- ar. Verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í gangstéttum. Góð tæki. Árs- velta 50 MKR. Kaffihús við Laugaveg. Ársvelta 35 MKR. Góður hagnaður. Þekkt einingahúsafyrirtæki í góð- um rekstri. Miklir framtíðarmögu- leika. Hentugt fyrir smiði. • Stór skemmtistaður í miðbæn- um. Mjög góður rekstur. • Falleg sérverslun með flísar. Árs- velta 20 MKR. Góð umboð. • Kristján IX í Grundarfirði. Vinsæl- asti veitinga- og skemmtistaður- inn á Snæfellsnesi. Ársvelta 20 MKR. • Stór og mjög vinsæll pub í út- hverfi. Einn sá heitasti í borginni. • Þekkt austurlenskt veitingahús í miðbænum. Velta 4 MKR á mán- uði og vaxandi. Góður hagnaður. • Mjög góður söluturn í Hafnarfirði með bílalúgum, grilli og video. 6,5 MKR mánaðarvelta og vax- andi. • Tvö gistihús miðsvæðis í Reykja- vík. 7-15 herbergi. • Lítill sport pub í úthverfi. Mikil matsala. Auðveld kaup. • Sólbaðsstofa í miðbænum. 6 bekkir + gufubað og önnur að- staða. Lágt verð. • Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsefni. • Unglingafataverslun í Kringlunni. 24 MKR ársvelta. Auðveld kaup. • Stór og vinsæll pub í miðbænum. Mikil velta. • Falleg lítil blómabúð í Breiðholti. Mjög einfaldur og öruggur rekst- ur. Auðveld kaup. • Stór útivistarverslun í góðum rek- stri. Ársvelta140 MKR. • Skyndibitastaður í atvinnuhverfi. Ársvelta 20 MKR. Þægilegt fyrir einn kokk. • Lítil heildverslun með góða mark- aðsstöðu í matvöru óskar eftir sameiningu við fjársterkt fyrirtæki til að nýta góð tækifæri. • Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 100 MKR. • Góð videósjoppa í Breiðholti með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með kex og sælgæti. Ársvelta 10 MKR. • Stórt og fjölbreytt heilsustúdíó. Eurowave, Ijósalampar, sogæða- nudd, leirvafningar og fl. Mjög góð staðsetning. • Rótgróið veitingahús við Bláa Lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði. • Veitingahús á Akranesi • Verslun, bensínssala og veitinga- rekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Mjög góður rekstur. Árs- velta 160 MKR. • Efnalaug/þvottahús í stóru hverfi. Arðbær rekstur og miklir vaxta- möguleikar fyrir hendi. Mjög hentugt fyrir fjölskyldu. • Meðeigandi óskast að litlu mat- vælafyrirtæki með mikla mögu- leika. • Faileg gjafavöruverslun við Laugaveginn, heildsala og net- versiun. Mikil tækifæri. • Ein besta sólbaðsstofa borgarinn- ar. Góður hagnaður. Skipti mögu- leg á góðu atvinnuhúsnæði. • Þekkt barnafataverslun við Laugaveg.. Eiginn innflutningur. FASTEIGNASALA • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 820 8658

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.