Fréttablaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS FRETTABLAÐIÐ 10. maí 2002 FÖSTUDAGUR Fyrrverandi framkvæmdastjóri Rauðsíðu á Þingeyri: Akærður fyrir ljársvik ÞINGEYRI Fyrrum framkvæmdastjóri Rauðsiðu afhenti ekki 15 tonn af þorsk- hnökkun sem hann hafði fengið greitt fyrir. dÓmsmál Fyrrverandi framkvæmdastjóri fisk- vinnslufyrirtækisins Rauðsíðu ehf. í Bolungar- vík hefur verið ákærður fyrir fjársvik og brot á tollalögum. Efnahags- brotadeild Ríkislögreglu- stjóra rekur málið gegn manninum fyrir Héraðs- dómi Vestfjarða. Samkvæmt ákæru- skjalinu er framkvæmda- stjóranum gefið að sök að hafa í mars 1999 svikið út um 6,5 milljónir króna sem greiddar voru fyrir 15 tonn af þorskhnökkum. Rauðsíða afhenti aldrei þorskhnakkana en fram- kvæmdastjórinn notaði féð til rekstur fiskvinnslufyrirtækisins. Maðurinn er einnnig ákærður fyrir að hafa á árunum 1998 og 1999 sem framkvæmdastjóri Rauðsíðu og sem fram- kvæmdastjóri Bolfisks ehf. flutt inn til landsins á ólöglegan hátt ríflega eitt þúsund tonn af fryst- um þorki og rúmt tonn af frystri ýsu. Það hafi hann tekið tekið ótollaf- greitt til vinnslu í fisk- verkunum fyrirtækj- anna án heimildar tollyf- irvalda. Ríkislögreglustjóri gerir kröfu um að fram- kvæmdastjórinn verði dæmdur til refsingar. Þá er þess krafist að hann endur- greiði áðurgreinda fjárhæð með dráttarvöxtum auk lögmanns- þóknunar kröfuhafans. ■ Bandarísk rannsókn: Brjósta- mjólk eflir greindina chicago. /yp Brjóstagjöf hefur góð áhrif á vitsmunaþroska barna. Þau sem fá móðurmjólk að drekka verða greindari á fullorðinsárum en hinir, sem enga fá móðurmjólk- ina. Svo segja að minnsta kosti vís- indamenn í Bandaríkjunum sem gert hafa rannsókn á þessu. Niður- stöður rannsóknarinnar birtust í tímariti bandarísku læknasamtak- anna á miðvikudaginn. Munurinn er þó ekki gífurlegur en þó munar nokkrum stigum á greindarvísitölunni. ■ Sigurjón Tracey, leigubílsstjóri. Sultartangalína 3 Umhverfisáhrif sögð ásættanleg Átakshópur heilbrigðisráðherra: Bætt ímynd þjónustu við aldrað fólk heilbrigðismál „Það er einlæg von mín að augu manna muni opnast á hve gefandi er að starfa með öldruðum," sagði Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þegar átaksverkefni um bætta ímynd eldri borgara var kynnt í Gerðubergi. Átakshópur á vegum heilbrigðisráðherra og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu hefur unnið að því að finna úrlausn- ir vegna vaxandi eft- irspurnar á starfs- fólki í öldrunarþjón- ustu. Markmið hóps- ins er að vekja at- ÍMYNDARHERFERÐ ELDRI BORGARA Anna Birna Jensdóttir, formaður átakhópsins, opnaði formlega heimasíðu tengda verkefninu. Slóðin er www.ellismellir.is. hygli ungs fólks á atvinnutæki- færum í þágu aldraðra og hefur hann leitað óhefðbundna leiða. Opnuð hefur verið heimasíða tengd átak- inu og mánudaginn 13. maí verður sýnd mynd sem ber heitið Lífið heldur áfram. Þar ber að líta sögur úr lífi eldri borgara og er varpað ljósi á langanir, væntingar og þarfir þeirra. Eldri borgarar eru nú um 32 þúsund tals- ins en hlutfall þeirra mun aukast á næstu árum. Um 60% þeirra búa á höfuðborgar- svæðinu. ■ Britax BÍL STOLLINN sem verndar barnið Færanlegur höfuðpúði Þrenns konar hallastilling Þykkt sterkt áklæði Mjúkir axlapúðar Hert með einu handtaki ^ tffppurLnn/ í/ útíx/Lit n Lögreglumaður er til rannsóknar Hvað stendur upp úr í kosningabaráttunni? Það er nú ekki gott að segja. En jú mér finnst broslegt að Björn Bjarnason sé að bjóða gömlu fólki og öryrkjum hækkun bóta. Ólafur F. var nú í flokknum hjá hon- um og gekk úr honum þvi hann kom ekki neinu af slikum málum í gegn. STÓRiDJA Landsvirkjun telur að þegar á heildina er litið verði um- hverfisáhrif vegna Sultartanga- línu 3 og breytingar á Brenni- melslínu 1 að teljast ásættanleg. Sérstaklega að teknu tilliti til ávinnings af línulögninni og mót- vægisaðgerða sem milda áhrifin. Þessi línugerð er sögð vera for- sendan fyrir frekari stóriðju á Grundartanga. Landsvirkjun tel- ur hins vegar ekki koma til greina að leggja línuna i jörð á 10 kílómetra kafla eins og hags- munaaðilar á Hvalfjarðaströnd hafa lagt áherslu á. Það er m.a. vegna þess að það mundi verða 10 sinnum dýrara en samsvar- í launadeilu var maður kærður fyrir þjófnað á tölvu. Lögreglan tók tölvuna og afhenti hana ákærenda án þess að málið færi fyrir dómstóla. andi loftlína. Þetta kemur m.a. fram í matskýrslu Landsvirkjun- ar um umhverfisáhrif þessarar línulagnar. Þarna er um að ræða 400 kílówatta háspennilínu frá tengi- virki við Sultartangastöð að að- veitustöðinni á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Þessi há- spennulína verður 120,4 kíló- metrar að lengd, og með 345 stál- grindarmöstur. Hæð þeirra verð- ur á bilinu 21 - 40 metrar. Áform- að er að hefja framkvæmdir næsta vor og verklok í ársbyrjun 2005. Vinna við verkið er áætluð um 200 ársverk fyrir utan hönn- un og eftirlit. Kostnaður er talin „Við munum leita skýringa á því hvers vegna munirnir voru afhentir." lögreglumál Lögreglunni í Reykjavík hefur borist athuga- semd frá lögmanni þar sem leitað er skýringa á því hvers vegna lögreglumaður á hverfamiðstöð- inni í Breiðholti blandaði sér í deilu um eignar- rétt á tölvubúnaði. Tveir menn hafa deilt um hvor þeirra eigi búnað- inn. Lögreglumað- urinn sá til þess sá deilandanna sem ..♦•••. var með tölvubún- aði afhenti hann án þess að úr- skurður lægi fyrir. Síðar fékk hinn búnaðinn afhentan á lög- reglustöðinni. Ingimundur Einarsson, vara- lögreglustjóri í Reykjavík, segir málið vera í rannsókn. „Við mun- um leita skýringa á því hvers vegna munirnir voru af- hentir." Hann hef- ur óskað eftir greinagerðum frá lögfræðingi við embættið og frá yf- irmanni rannsókn- ardeildar auðgun- arbrota. Forsaga málsins er sú að tveir menn, sem báðir eru búsettir og starfa í Mosfells- bæ, hafa deilt vegna launamála. Launþeginn telur sig hafa fengið tölvu og búnað sem hluta af launum. Hann er þar að auki skráður eigandi tækjanna. Þegar hann hætti störfum tók hann tölvubúnaðinn með sér í óþökk vinnuveitandans. Vinnuveitandinn, sem borgaði fyrir tækin að hluta, kærði laun- INGIMUNDUR EINARSSON Kann ekki að skýra hvers vegna málið kom til kasta lögreglunnar í Breiðholti. LÖGREGLAN f REYKJAVÍK Varalögreglustjórinn í Reykjavík hefur óskað eftir greinagerð frá lögfræðingi við lögreglu- stjóraembættið og frá yfirmanni auðgunarbrota. þegann fyrir þjófnað til hverfis- stöðvar lögreglunnar í Breiðholti en ekki hverfamiðstöðvarinnar í Mosfellsbæ. Ingimundur segist ekki kunna skýringar á því hversvegna var kært til lögregl- unnar í Breiðholti. Samstarf er á milli stöðvanna. Lögreglan í Breiðholti bað launþegann að koma með tölvu- búnaðinn á stöðina sem hann gerði. Þar var hann í um hálft ár. Síðar fékk vinnuveitandinri bún- aðinn í hendurnar án þess að mál- ið hefði farið fyrir dómstóla og búið væri að skera úr um hvor væri réttur eigandi. kristjan@frettabladid.is SULTARTANGALÍNA Þessi áformaða linulögn verður rúmlega 120 km löng. Línan mun liggja frá Sultartangastöð að Brennimel á Hvalfjarðarströnd. nema um 4.400 milljónum króna og um 330 milljónir vegna breyt- inga á Brennimelslínu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.