Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KIÖRKASSINN
17. maí 2002 FÖSTUDACUR
Flestir lesenda vísis.is
telja að stokka verði
upp innan Byggða-
stofnunar ef leysa eigi
þær deilur sem
þar eru.
Er hægt að leysa deilur í
Byggðastofnun með óbreytt-
um mannskap?
Niðurstöður gærdagsins
i www.visir.is
m_____________________ i5%
Nei
Spurning dagsins í dag:
Skiptir Geldinganesið miklu máli í kosn-
ingabaráttunni í Reykjavík?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þlna skoðun J
Haraldur Örn á toppi Everest fjalls
Setti heimsmet með
komunni á toppinn
FJAUGANGA Haraldur Örn Ólafsson
komst á topp Everest fjalls, hæsta
fjall heims, rétt eftir klukkan
fimm í gærmorgun. Hann var um
þrettán tíma að ganga síðasta
spölinn, úr fjórðu búðum og upp á
topp. Haraldur Örn er þriðji mað-
urinn til að ganga sjö hæstu tinda
heims og á báða pólanna. Hann
setti heimsmet þegar hann náði á
toppinn því enginn hefur afrekað
að klífa fjöllin og ganga á pólana á
svo skömmum tíma, á fjóru og
hálfu ári.
„Sæl, þetta er Haraldur Örn á
þaki heimsins," sagði afreksmað-
urinn í símaviðtali við Davíð Odds-
son, forsætisráðherra, og fleiri
sem safnast höfðu saman í verslun
Útilífs í Smáralind í gærmorgun.
Haraldur Örn stoppaði stutt á tind-
inum þar sem súrefnisbirgðir hans
nægðu aðeins í fimmtán klukku-
stundir. Hann komst aftur niður í
fjórðu búðir við góða heilsu eftir
fjögurra og hálfa klukkustunda
göngu. Von er á Haraldi niður í
grunnbúðir seinnipartinn í dag. ■
HARALDUR ÖRN ÓLAFSSON
Komst á topp Everest í gær en áður hafði
hann klifið fjöllin Denali, Elbrus,
Kilimanjaro, Kosciuszko, Vinson og
Aconcagua.
INNLENT
Ekki er ljóst hvers vegna Svan-
borg SH fórst undan Svörtu-
loftum á Snæfellsnesi í desember.
Rannsóknarnefnd sjóslysa telur
vísbendingar um að sjór hafi átt
greiða leið að loftinntaki aðalvélar
og stíflað loftsíu þannig að vél
Svanborgar stöðvaðist. Ríkisút-
varpið greindi frá.
Einn framboðslisti við sveitar-
stjórnarkosningar hefur farið
fram á að kjósendur greiði sér
ekki atkvæði að því er kom fram
á RÚV. Það er listi ungs fólks í
Hveragerði sem ætlaði að lífga
upp á pólitíkina. Þegar þau vildu
draga framboð sitt til baka var
þeim tjáð að það væri of seint.
Það kemur kannski ekki á óvart í
því ljósi að framboðið heitir
Tossalistinn.
Ábyrgð á stórbruna
sett á Isfélagið sjálfit
Brunamálastofnun segir eigendur Isfélagsins í Vestmannaeyjum bera
mesta ábyrgð á stórbrunanum árið 2000. Þeir hafi ætlað að sparar fé
með því að leggja ekki í nauðsynlegustu brunavarnir. Stjórnarformaður
Isfélagsins sakar Brunamálastofnun um dylgjur og krefst skýringa.
BYGGINGAR ÍSFÉLAGSINS EFTIR BRUNANN
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar og Isfé-
lagsins segir harðorða skýrslu Brunamálastofnunar um stórbrunann í ísfélagi Vestmanna-
eyja engu breyta um tryggingarbætur. Mynd úr skýrslu Brunamálastofnunar.
Misnotaði níu ára stúlku:
Dæmdur í
18 mánuða
fangelsi
dómsmál Karlmaður var dæmdur
í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti
íslands í gær fyrir kynferðislega
misnotkun á níu ára gamalli
stúlku. Maðurinn var einnig
dæmdur til að greiða henni 600
þúsund krónur í miskabætur.
Talið er sannað maðurinn hafi
sett fingur sinn inn í kynfæri
stúlkunnar þann 27. desember
árið 1999 svo það blæddi úr henni.
Þótt Hæstiréttur hefði sýknað
manninn af hluta ákæruefnis, sem
sakfellt hafði verið fyrir í héraðs-
dómi, var refsiákvörðun héraðs-
dóms staðfest og manninum gert
að sæta fangelsi í 18 mánuði.
Ákærði var í nóvember 1993
dæmdur í Hæstarétti í 12 mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot. ■
-......
Bröndukvísl:
Eigandi rífur
þak á skýli
skipulagsmál Eigandi umdeilds
skýlis við Bröndukvísl mun hafa
náð samkomulagi við byggingar-
fulltrúann í Reykjavík um að rífa
sjálfur þak af skýlinu. Skipulags-
stofnun hafði gefið húseigandanum
lokafrest til verksins til 15. maí.
Hann hefur að auki sett fram til-
lögu um tengingu efri og neðri lóð-
ar. Sú útfærsla verður tekin til
skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum.
Fáist tilllagan samþykkt verður
bundinn endir á áralangar deilur í
Bröndukvísl vegna skýlisins. ■
I ERLENT I
Lögreglan í Karachi í Pakistan
fann í gær lík sem talið er að
sé af Daniel Pearl, blaðamanni
Wall Street Journal sem var
myrtur fyrr á þessu ári.
brunamál Brunamálastofnun seg-
ir forsvarsmenn ísfélagsins í
Vestmannaeyjum bera mestu
ábyrgðina á stórbrunanum sem
hjá fyrirtækinu árið 2000. Þeir
hafi ætlað að sparar fé með því að
leggja ekki í nauð-
synlegustu bruna-
varnir.
Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugs-
son er bæði for-
maður stjórnar ís-
félagsins og for-
maður stjórnar
tryggingarfélags
ísfélagsins; Trygg-
ingarmiðstöðvar-
innar hf.. Hann
segir skýrslu
Brunamálstofnunar með ólíkind-
um: „Þeir eru að ýja að því að það
sé sök eigandans að það hafi hugs-
anlega verið kveikt í.“
í nýrri skýrslu Brunamála-
stjóra segir að líklegast sé að
upptök brunans hafi verið á raf-
magnsverkstæði. Þaðan hafi eld-
urinn borist í nýja tengibygg-
ingu. Eigendur ísfélagsins hafi
að mestu hunsað að fylgja fyrir-
mælum um brunavarnir. Þess
vegna hafi eldurinn orðið að stór-
bruna.
Gunnlaugur segir óþolandi að
eigendur ísfélagsins fái fyrst vit-
neskju um tilvist og innihald
skýrslu Brunamálastofnunar í
fjölmiðlum. „Það eru dylgjur í
skýrslunni í garð eigenda félags-
ins. Við höfum óskað eftir fundi
með Brunamálastofnun og viljum
fá skýringar á þessum gjörningi.
Slík skýrsla hlýtur eiga að fjalla
um efnisatriði en ekki vera hug-
leiðingar einhverra starfsmanna
um afleiðingar af slíkum stór-
brunum í sjávarplássum," segir
Gunnlaugur.
Björn Karlsson brunamála-
stjóri segir stofnun sína standa
við skýrsluna. „Það eru einhverj-
ir í sjokki yfir þessum niðurstöð-
um. Það skil ég ekki því þetta eru
ekki byltingarkenndar niðurstöð-
ur. Brunavarnir ísfélagsins voru
einfaldlega ekki í lagi þó ýmis-
legt hafi verið gert til lagfæring-
ar,“ segir Björn.
Að sögn Björns er ástand
brunavarna í frystihúsum al-
mennt sérstaklega slæmt. Það sé
hins vegar þungt ferli að loka at-
vinnuhúsnæði. „Samkvæmt lög-
um er það algerlega ábyrgð eig-
enda að sjá til þess að brunavarn-
ir séu í lagi. En í þessu tilfelli
stóð slökkviliðið sig mjög vel og
bjargaði umtalsverðum eignum,"
segir hann.
Að sögn Gunnlaugs breytir
skýrsla Brunamálastofnunar
engu um uppgjör brunatrygg-
inga. Endurtryggjendur Trygg-
ingarmiðstöðvarinnar erlendis
beri nær allt tjónið. Fulltrúar
þeirra hafi farið til Vestmanna-
eyja. Þeir hafi lagt mat á málið
og greitt bætur að því loknu.
gar@frettabladid.is
---♦----
Eigendur ísfé-
lagsins hafi að
mestu hunsað
að fylgja fyrir-
mælum um
brunavarnir.
Þess vegna
hafi eldurinn
orðið að stór-
bruna.
Tengdu þig Regkjavíkurlistanum
WWW.R0KKIREYJAVIK.IS
WWW.XR.IS • XR@XR.I5
Líttu við á www.xr.is. Þar finnurðu allt
um stefnu, áherslur, frambjóðendurog
árangur Reykjavíkurlistans.
Ásamt fréttum, tilkgnningum um við-
burði, skoðunum og pistlum.
REYKJAVÍKURLISTINN
Fjarðarbyggð og stóriðja:
Komum að form-
legum viðræðum
stóriðja Guðmundur Bjarnason,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar á
Austurlandi, segir að sveitarfé-
lagið muni koma að samningum
bandaríska álfyrirtækisins Alcoa
við stjórnvöld ef formlegar við-
ræður hefjist. Þá muni verða rætt
um hafnarmál og annað slíkt sem
snýr að aðgerðum sveitarfélag-
anna fyrir austan vegna álvers-
framkvæmda. Hann veit ekki
hvort eða hvenær af því verður.
Hann segir mikinn áhuga á
þessu máli nú fyrir sveitastjórn-
arkosningarnar og gott væri ef
eitthvað yrði ákveðið fyrir þær.
Þó sé þetta enn á höndum stjórn-
valda en ekki sveitastjórnar-
manna. „Þetta hefur sinn gang,“
segir Guðmundur. Hann veit ekki
hvort tímasetningar muni stand-
FJARÐARBYGGÐ
Umræða um hvort álver rísi fyrir austan
fléttast inn í sveitastjórnarkosningar.
ast. Miðað er við að ákvörðun um
hvort Alcoa fari í formlegar við-
ræður við stjórnvöld verði ljós
fyrir 24 maí.
„Við sýnum forsvarsmönnum
Alcoa bara samfélagið hér fyrir
austan og sannfærum þá um að
við getum tekið á móti þeim,“ seg-
ir Guðmundur. Það sé þeirra hlut-
verk. ■
HERMENN
Breskir friðargæsluliðar í Afganistan heim-
sóttu bækistöð Norðurbandalagsins norð-
vestur af flugvellinum í Kabúl fyrir
skömmu. Skoðuðu þeir m.a. riffla þeirra
bandalagsmanna auk þess sem myndir
voru teknar fyrir Ijósmyndaalbúmið.
Sex breskir hermenn
fluttir heim:
Fengu vírus-
sýkingu í
Afganistan
STRÍÐ GEGN HRYÐJUVERKUM Flogið
hefur verið með sex hermenn til
Bretlands eftir að þeir fengu dul-
arfulla vírussýkingu við störf sín í
Afganistan. Alls hafa 18 menn
sem starfað hafa á hersjúkrahúsi
við Bagram herstöðina fengið
vírusinn. Einn af hermönnunum
sex er talinn alvarlega veikur.
Tveir menn sem voru illa haldnir
eru nú á batavegi. Ekki er vitað
um hvers konar vírus er að ræða
en verið er að einangra þau tilfelli
sem þegar hafa komið upp.
Varnarmálaráðuneyti Bret-
lands segir ólíklegt að efnavopna-
árás hryðjuverkamanna hafi kom-
ið vírusnum af stað. ■
.♦..
Tveggja. ára fangelsi fyrir
nauðgun:
Ruddist inn á
konu og barn
dómsmál Fertugur karlmaður var
dæmdur í tveggja ára fangelsi í
Hæstarétti íslands í gær fyrir að
hafa nauðgað konu,
sem hann hafði
áður átt í sambandi
við. Maðurinn var
einnig dæmdur til
að greiða konunni
500 þúsund krónur í
miskabætur.
HÆSTIRÉTTUR
fSLANDS
Við ákvörðun
refsingar var litið
til þess að mað-
urinn ruddíst inn
á konuna og son
hennar og braut
gegn henni þótt
hann vissi af
barninu á heim-
ilinu.
I lok júní á síð-
asta ári ruddist
maðurinn ölvaður
inn á heimili kon-
unnar og átta ára
sonar hennar. Ilann
braut húsmuni og
reyndi að þröngva
henni til kynmaka í
eldhúsinu en það
tókst ekki þar sem
manninum stóð ekki. Síðar dró
hann hana inni í svefniherbergi,
reif af henni nærbuxurnar og
þröngvaði henni til holdlegs sam-
ræðis á meðan átta ára sonur henn-
ar var sofandi í öðru herbergi.
Við ákvörðun refsingar var litið
til þess að maðurinn ruddist inn á
konuna og son hennar og braut
gegn henni þótt hann vissi af barn-
inu á heimilinu. Hæstiréttur stað-
festi niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur um tveggja ára fang-
elsisrefsingu. ■
J