Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. maí 2002 L.A. Lakers jafnaði metin: Horry er gulls ígildi körfubolti Los Angeles Lakers lögðu Sacramento Kings að velli með 100 stigum gegn 99 í úrslitum Vesturstrandarinnar í NBA. Lakers voru undir allan leikinn en tryggðu sér sigurinn á lokasek- úndum leiksins. Robert Horry var hetja Lakers en hann skoraði sig- urkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og flautan gall. Áður höfðu Shaquille O'Neil og Kobe Bryant reynt leikfléttu sem brást. O'Neil var stigahæstur leikmanna Lakers og skoraði 27 stig og tók 18 fráköst. Vlade Divac skoraði 23 stig fyrir Sacramento. Liðin mæt- ast aftur í kvöld. ■ 16 manna landsliðshópur valinn: HaUdór ekki í hópnum handbolti Guðmundur Guðmunds- son, landsliðsþjálfari karlalands- liðsins í handknattleik, hefur valið 16 manna hóp sem mætir Makedóníu 2. júní n.k í und- ankeppni heims- meistaramótsins. Róbert Duranona er ekki í landsliðshópn- um. Guðmundur ætlaði að skoða leik- manninn á æfinga- móti í Belgíu um helgina. Duranona þurfti hins veg- ar að draga sig úr hópnum þar sem honum bauðst að gerast atvinnu- maður í Dakar. Guðmundur Guð- mundsson valdi að taka aðeins tvo markmenn í leikinn. Athygli vekur að Halldór Sigfússon, íeikstjórn- andi KA, var sendur heim en hann stóð sig vel á æfingamótinu. Aðrir sem fara ekki eru Birkir ívar Guð- mundsson, Gylfi Gylfason, Hilmar Þórlindsson, Halldór Ingólfsson og Jón Karl Björnsson. ■ HÓPURINN ER ÞANNIG SKIPAÐUR: I Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson Convers. Bjarni Frostason Haukar Hornamenn og línumenn: Einar Örn Jónsson Haukar Sigfús Sigurðsson Valur Róbert Sighvatsson Dusseldorf Guðjón Valur Sigurðsson Essen Gústaf Bjarnason Minden Útileikmenn: Dagur Sigurðsson Wakunaga Rúnar Sigtryggsson Haukar Heiðmar Felixsson KA Snorri Steinn Guðjónsson Valur Gunnar Berg Viktorsson PSC Ragnar Óskarsson Dunkerque Ólafur Stefánsson Magdeburg Sigurður Bjarnason HSC Wetzlar Patrekur Jóhannesson Essen LANDSLIÐS- ÞJÁLFARINN Símasala á kvöldin Símafyrirtækið Halló vantar starfsfólk til þess að kynna gott verð á símaþjónustu fyrirtækisins. Um er að ræða góða tekjumöguleika fyrir rétta fólkið. Meðal þeirrar þjónustu sem Halló! bíður upp á er: Halló ÍSLAND Halló HEIMUR Halló NET Ódýrustu símtölin til útlanda innanlandssímtöl fyrir fyrirtæki og einstaklinga Internetþjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga Ef þú hefur áhuga á skemmtilegri kvöldvinnu þá sendu upplýsingar um menntun og fyrri störf á sigrun@hallo.is eða umsókn í pósti merkt: Hal\ó Frjáls Fjarskipti, b.t. Sigrúnar, Skúlagata 19, 101 Reykjavík. HALLO SSMAFYRIRTÆKIÐ ÞITT! hallo@hallo.is www.hallo.is sími: 53 50 500 fax: 55 25 051 Skúlagötu 19 101 Reykjavík Halló var stofnað í ársbyrjun 1999 og starfa þar nú 29 starfsmenn. Markmið fyrirtækisins er að veita fyrirtækjum og einstaklingum bestu mögulegu samskiptaþjónustu á lægsta verði sem völ er á. Við hlökkum til að heyra í þér! Útibú I Eignastýring I Eignafjármögnun I Fyrirtækjasvió I Markadsvidskipti Með því að hringja í eitt númer, 440 4000, geturðu fengió samband við þjónustuver Islandsbanka eða hvern þann starfsmann bankans sem þú þarft að ná tali af. ÍSLANDSBANKI www.isb.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.