Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR FRETTABLAÐID Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á pdf-formi á vísir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAPSINS [ Um foringja- dýrkun og rassakyssara María Kristjánsdóttir, leikstjóri, skrifar: Tvær ungar og fallegar blómarósir úr hópi leikara áttu allan veg og vanda að undir- búningi kosningarhátíðar R-list- ans á Hótel íslandi og voru gest- gjafar okkar sem þangað komu. Þær voru sjálfar skreyttar rósum og báru körfur með rósablöðum sem þær stráðu yfir borðin og okkur sem þar sátu. Þær sýndu því Ingibjörgu Sólrúnu á engan hátt meiri sóma en okkur hinum sem mættu á undan henni í hús. Þráinn Bertelsson sem gaf í skyn hér í blaðinu á mánudaginn að ef til vill hefði foringjadýrkun ráði gjörðum leikkvennanna ætti að biðja þessar stúlkur afsökunar. Þar sem ég rak stundum inn nefið á kosningaskrifstofu R-list- ans í Túngötu vikuna fyrir kosn- ingar get ég einnig upplýst Þráin og aðra fjölmiðlamenn í ríki Davíðs, sem hafa svo skelfilegar áhyggjur af foringjadýrkun í röð- um R-listamanna, um það að á þeirri skrifstofu unnu ótrúlega margir sem þekktir eru fyrir að rekast illa í flokki og enginn for- ingi getur raunar treyst vegna þess hve þjakaðir þeir eru af sam- visku sinni og réttlætiskennd. Það væri betra land sem við byggjum í ef slíkir menn væru í meirihluta í stétt fjölmiðlamanna. ■ Tortryggni á undanhaldi The MoscowTimes Dálkahöfundur rússneska dag- blaðsins Moscow Times, sem gef- ið er út á ensku, furðar sig á því, að athygli stjórnmálaskýrenda hafi einkum beinst að samningi Rússa og Bandaríkjamana um að fækka kjarnorkuvopnum. Hann segir að jafnvægi kjarnorku- vopna hafi hvorki neina hernaðar- lega né pólitíska þýðingu lengur. „Það sem mestu skiptir er vilji beggja ríkjanna til að halda áfram viðræðum sínum um öryggismál.“ Rússum sé „söguleg nauðsyn" að tengjast Vesturlöndum nánari böndum eftir að hafa búið í fimm hundruð ár við alræðisstjórn keis- ara og heimsvaldasinna. washingtonpost „Ef Kalda stríðinu er nú loksins lokið, þá stafar það miklu frekar af því sem er að gerast í hugum almennings í Rússlandi og Banda- ríkjunum, heldur en af því sem stendur í samningi um fækkun kjarnorkuvopna sem forsetarnir George W. Bush og Vladimir Pútín undirrituðu í síðustu viku,“ segir Masha Lipman, dálkahöf- undur í bandaríska dagblaðinu Washington Post. Hún segir að í Rússlandi sé fólk smám saman að komast á þá skoðun, að Rússar þurfi á samvinnu við Bandaríkin að halda. Tortryggnin sé að vísu Úr leiðurum heimsblaða Ferðalag Bush Bandaríkjaforseta til Evrópu og sögulegt samkomulag Rússa og Banda- ríkjanna um fækkun kjarnavopna hafa orð- ið dálkahöfundum og leiðarahöfundum er- lendra blaða tilefni til vangaveltna. J enn ekki farin, en hún sé á hægu undanhaldi. THEINDEPENDENT Leiðarahöfundur breska dagblaðs- ins Independent beinir hins vegar athygli sinni að tortryggni Vestur- Evrópubúa gagnvart Bandaríkjun- um. Blaðið hefur oft gagnrýnt ut- anríkisstefnu Bandaríkjanna harð- lega, en segir í leiðara sínum nú að gagnrýnendur megi ekki gleyma því að Bandaríkin séu byggð að mestu á sams konar verðmæta- mati og Evrópuríki. Þótt Banda- ríkjunum takist ekki alltaf að standa undir hugsjónum sínum, þá tekst Evrópuríkjum ekki heldur alltaf að standa undir þeim siðferð- iskröfum, sem settar eru fram í Mannréttindasáttmála Evrópu. „En við ættum ekki að líta fram hjá þeirri staðreynd, að markmið okkar eru þau sömu.“ ■ KVIÐDÓMUR Kosningamar og túlkun þeirra Allir vilja vera sigurvegarar kosninga. Stjórnmálaöflin í landinu reyna að túlka úrslit kosninganna út frá hagsmunum sínum. Eigna sér gott gengi þar sem því verður við komið. Reyna að finna nærtækar skýringar þar sem úrslitin voru óhagstæð. Menn spá í merkingu úrslitanna fyrir stjórnmálaumræðuna. GUNNAR HELGI KRISTINSSON BALDUR ÞÓRHALLSSON Stjórnarflokk- ar sterkir „Ríkisstjórnarflokkarnir geta bara vel við unað. Þeir fara aðeins niður, eins og er alkunna að ger- ist með ríkis- stjórnarflokka, bæði hér og í öðrum löndum. Það er erfiðara að átta sig á árangri Sam- fylkingarinnar, þar sem hún er að bjóða fram í fyrsta skipti. f keppninni Samfylkingin og Vinstri- grænir, þá kemur hún tölu- vert sterkar úr. Það er eðli- legt ef maður rifjar upp söguna. Samfylkingin varð upp úr sveitarstjórnarkosn- ingum 1998. Sveitarstjórn- arfólk í flokkunum var kjarninn á bakvið Samfylk- inguna. Úrslitin í Reykjavík hljóta að vera leiðinleg fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þeir fengu ekki góða kosningu. Það er ekki hægt að stilla því þannig upp að F-listi hafi verið að taka svo mikið frá D-lista. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá var það stuðningsfólk R- lista sem var að kjósa F- lista í meiri mæli.“ ■ Styrkja Sam- fylkinguna „Það sem vekur athygli við kosningarnar er lítið fylgi Vinstrihreyfingarinnar- græns fram- boðs. Þeir náðu einungis þremur mönn- um inn á þeim átta stöðum sem þeir buðu fram. Sam- fylkingin hefur sannað sig sem stóra aflið vinstra megin við miðju. Skoðana- kannanir hafa sýnt Vinstri- græna jafn stóra og Sam- fylkinguna. Það er ekki al- veg hægt að bera saman alþingiskosningar og sveitastjórnarkosningar. Úrslitin hljóta að styrkja innra starf Samfylkingar- innar. Úrslitin sýna líka sterka stöðu stjórnarflokk- anna bæði Sjálfstæðis- flokks og ekki síður Fram- sóknarflokks. Það eina sem skyggir á góða út- komu Sjálfstæðisflokksins er tapið í Reykjavík. Það er ekki hægt að tala um annað en afhroð ef borið er saman við aðrar borgar- stjórnarkosningar sem maður hlýtur að þurfa að gera.“ ■ EGILL HELGASON Máttleysi auglýsingcinna „Mér finnst mikil spurning eftir þessar kosningar, að hve miklu leyti auglýsing- ar virka. Hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík virðast þær ekki hafa skil- að neinu. Mér finnst at- hyglisvert hvað fjölmiðla- umræðan var löng og ítar- leg. Sumir segja of löng. Síðan kemur það að það var mjög góð kjörsðkn. Þannig að kannski var um- ræðan löng, góð og lýð- ræðisleg. Stóru tíðindin I eru náttúrlega tap Sjálf- [; stæðisflokksins í Reykja- [ vík. Þar var háð orusta nánast í Stalingradstíl. Ég er hins vegar ekki viss um I að hægt sé að lesa mikla ! merkingu út úr þessum J kosningum fyrir pólitíkina á landsvísu." ■ STEFANfA ÓSKARSDÓTTIR Litlar breytingar „í Reykjavík stendur það uppúr að fólk virðist vera ágætlega ánægt með R-list- ann og það sem hann hef- ur boðið upp á. Fólk er ekki tilbúið að gera neinar breyt- ingar. Ingibjörg Sólrún hef- ur mikið persónufylgi og nýtur trausts. Skoðana- kannanir hafa sýnt traust á henni, langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Konur vilja sjá konur í áhrifastöð- um. Sigur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ og Mosfellsbæ finnst mér sýna að þeir sem standa fjær forystu flokksins í landsmálunum virðist ganga betur. Árni Sigfús- son og Ragnheiður Rík- harðsdóttir koma mjög vel út meðan Gunnar Birgis- son sem er þingmaöur tap- ar fylgi. Hann geldur fyrir það að vera fulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Það má því segja að þar birtist kveð- inn vilji til valddrei ingar. Almennt virðast þó jós- endur ekki vilja br ting- HANNES H. GISSURARSON Jafnvægi að komast á „Skilaboð kosninganna eru að flokkarnir halda allir sínu. Það merkir að það er tiltölulega mikil ró eða kyrrð yfir vettvangi stjórnmál- anna. Enda er að komast á jafnvægi og stöðugleiki eftir smávægi- lega röskun. Þetta held ég að séu skilaboðin í stjórn- málum. Sveiflur eru stað- bundnar. Það er ekki hægt að greina neina eina sveiflu yfir landið. Stærsti persónulegi sigur- inn er tvímælalaust sigur Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ. En auðvitað skilar Ingibjörg Sólrún mjög góðum árangri með því að halda borginni þrisvar, þó að hún hafi tapað lítilsháttar. Þeir þrír sem sigra stórt eru fyrir utan Árna, Sigurður Geir- dal í Kópavogi og Ragn- heiður Ríkharðsdóttir í Mosfellsbæ. Lúðvík Geirs- son í Hafnarfirði og Ingi- björg Sólrún ná mjög góð- um árangri." ■ OP RETT Sumarbúðiroar Ævintýralahd Upplýsingar og skráning 551 9160 • 551 9170 Tímabil: •9 cö cn upplysingar@sumarbudir.is co Q- o g. V) co o •O 13. júní-19. júní 7-12 ára 20. júní - 26. júní 7-12 ára 26. júní - 3. júlí 8-12 ára 4. júlí-10. júlí 8-12 ára 11. júlí- 17. júlí 8-12 ára 18. júlí-24. júlí 8-12 ára 25. júlí-31. júlí 10-12 ára 1. ágúst - 7. ágúst 13-14 ára ^ 8. ágúst -14. ágúst 10-12 ára Hiö eina sanna 17. júní tímabil. Sápukúlusprengikeppni reiptog • pokahlaup • andlitsmálun bandfléttur í háriö • skartgripagerö blöörur • kókosbollukappát diskótek • ís • gos • popp • nammi V/SA .maantmm Greiðsludreifing leiklist myndlist kvikmyndagerð heimspeki grímugerð tónlist dans íþróttir reiðnámskeið sundlaug íþróttahús trampólín fjöruferð stíflugerð tilraunir kertagerð ratleikir þythokkí « Sumarbúöimar Ævintýraland • Reykjum, Hrútafiröi • Skrifstofa Hafnarstræti 19 FRAMMÍGRIP SEM KOSTUÐU BORGINA Það þykir áberandi, samkvæmt tölvu- bréfi til mín, hve Agli Helgasyni er tamt að grípa fram í fyrir okkur sjálfstæðismönnum. Björn Bjarnason, bjorn.is, 27.mai SKAPARI HIMINS OGJARÐAR Gunnar er maðurinn á bak við allar fram- farir sem hér hafa orðið. Vonsvikinn stuðnings- maður Gunnars Bírgissonar í Kópavogi Fréttablaðið, 27. maí. TIL ÞESS ER SAMHJALPIN Það er aumt að þurfa að byggja allt sitt á öðrum Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði. Frétta blaðið, 27. mat HÉR HAFA AUGN- LÆKNAR NÓG AÐ GERA Augnlæknar hafa hér greinilega verk að vinna því að flísin sem klauf sig úr borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- manna á síðasta kjörtímabili er nú orðinn að bjálka í auga Flokksins. Þráinn Bertelsson er ekki sammála því að tap Björns sé ólafi F. að kenna. Fréttablaðið, 27. maí. OG ENGAR REFJAR Ég vil pólitískan bæj- arstjóra Tryggvi Harðarson, Hafnarfjarðarkrati. Frétta- blaðið, 27. maí. SJÁLFSKAPARVÍTIN EKKI BETRI EN HIN Hitt er svo annað að lýðræðið er hálf- þreytandi sport og kemur þar vel á vondan því íslend- ingar völdu það sjálfir á Þingvöil- um 1944. Ásgeir Hannes Eiríksson. DV, 27. mai. SEGIR SIG SJÁLFT Ég er ótvíræður sig- urvegari þessara kosninga því hinir töpuðu allir. Oddur Helgi Halldórs- son á Akureyri. Fréttablað- ið 27. maí. | LEIÐRÉTTING | Missagt var í blaðinu í gær að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi einungis komið að mönnum í Skagafirði og á Akur- eyri þar sem flokkurinn bauð fram í eigin nafni. Vinstri grænir komu einnig að manni í bæjar- stjórn á Grundarfirði. U-listinn fékk þannig tvo menn í Skaga- firði, einn á Akureyri og einn í Grundarfirði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.