Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 8
8 FRETTABLAÐIÐ 28. maí2002 ÞRIÐIUDACUR Slys í Grafarvogi: Féll tíu metra niður i ijoru slys Níií ára gömul stúlka slasað- ist þegar hún féll tæpa 10 metra niður í fjöru við Krosshamra í Grafarvogi. Tildrög slyssins eru þau að stúlkan var að leik í hömr- unum þegar hún féll. Óttast var að hún hefði hlotið höfuðáverka því fallið var hátt. Að sögn vakthaf- andi læknis á Landspítalanum handleggsbrotnaði stúlkan en hlaut ekki önnur meiðsli. Hún var þó lögð inn á barnadeild til frekara eftirlits. ■ Tj BpWjfBappppafPi f t, ' V, £ G ' „v 'eít' WARNEKS Jbt/anQs* iejaby Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Urslitin sýna góða stöðu flokksins kosnincar „Við í Framsóknar- flokknum erum ánægð og sátt með þessar niðurstöður yfir land- ið í heild. Við vinnum verulega á í mörgum byggðarlögum en við verðum vissulega fyrir áföllum í öðrum. Þegar á heildina er litið þá teljum við að þessar niðurstöður sýni að flokkurinn hafi tiltölulega góða stöðu og hafi verið í sókn að undanförnu," segir Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Það er alveg ljóst að úrslit þessara kosninga ráðast af mörgum mismunandi þáttum. Að einhverju leyti spilar lands- málapólítíkin inní en að lang- mestu leyti eru það málefni við- komandi staðar og einstaklingarn- ir sem þar eru, sem hafa áhrif. Þessi niðurstaða lýsir trausti á þá einstaklinga sem eru að vinna á vegum flokksins og þá vinnu sem fer fram á vegum Framsóknar- flokksins. Á mörgum stöðum erum við hins vegar í samstarfi við aðra, til dæmis í Reykjavík og þar af leiðandi fáum við ekki beina vísbendingu um stöðu okkar þar. ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Þegar á heildina er litið þá teljum við að þessar niðurstöður sýni að flokkurinn hafi tiltölulega góða stöðu og hafi verið í sókn að undanförnu," [LÖGREGLUFRÉTTIRl Ovenju rólegt var hjá lögregl- unni á ísafirði um helgina. Gleðin var mikil en fór að öllu leyti vel fram. Lögreglan var þó kölluð út til að taka niður ís- lenska fánann sem hafði gleymst í kosningaspennunni. Tvær bílveltur urðu í Öxnadal en ekki urðu slys á fólki. Sam- kvæmt lögreglunni á Akureyri var mikill kosningafiðringur í fólki en fór allt vel fram. Bifreið rann í hálku og fór út af í nágrenni Egilsstaða. Öku- maður slapp ómeiddur og ekki urðu skemmdir á bílnum. Sóknarfæri í Sjávarútvegsfyrirtæki huga að þorskeldi og sjá sóknarfæri þar. Enn er verið að rannsaka hagkvæmni sjókvíaeldis hér við land. Sérfræðingar og útgerðir vilja forðast áföll sem hrjáðu laxeldi á sínum tíma. undirfataverslun Síðumúla 3-5 Sími 553 7355 Opið mán.-föst. kl. 11-18 laugard. kl. 11-15__I sjávarútvegur Horft er til stórfellds þorskeldis hér við land sem sóknar- færis fyrir sjávarútveginn í land- inu. Enn liggur þó ekki fyrir hvort þorskeldi hér við land er arðvæn- legur kostur. Þá er talið að sjávarkuldi geti sett nokkurt strik í reikninginn og haft áhrif á vaxtarhraða þorsks- ins. Allnokkur sjávarútvegs- fyrirtæki eru farin að huga að þorskeldi og nokkur kom- in af stað með eldi. Þar á meðal eru Útgerðarfélag Akureyringa, hraðfrystihús- ið Gunnvör, fiskvinnslan Þórsberg í Tálknafirði, Hraðfrystihús Eskifjarðar og Sfld- arvinnslan á Neskaupstað. Á Neskaupstað hefur verið sótt um leyfi til eldis 2.000 tonna af þors- ki á ári og er umsóknin í meðförum Skipulagsstofnunar. Eldi fyrirtæk- isins nú nemur um 16 tonnum. Valdimar Ingi Cunnarsson sjávarútvegs- fræðingur tel- ur sjávarkulda hér við land helsta þrösk- uldinn í vegi þorskeldis. Sindri Karl Sigurðsson, umsjónar- maður þorskeldis Sfldarvinnslunn- ar, segir viðbúið að leyfisveitingar- ferlið geti tekið nokkurn tíma. „En þótt menn vilji ekki hafa neinn asa á hlutunum þarf að fara að huga að seiðaframleiðslu og fleiru sem þarf til eldisins," sagði hann og bjóst við tekið gæti um 10 ár að ná fram eldi sem stæði undir vænt- ingum. „Vitleysan sem var gerð um ‘86 þegar farið var út í þetta í stórum stíl var að einstaklingar stóðu að eldinu en ekki fyrirtæki. Það þarf þolinmótt fjármagn í þetta og að unnið sé að málunum hægt og rólega," sagði Sindri. Valdimar Ingi Gunnarsson, sjáv- arútvegsfræðingur er verkefnis- stjóri Þorskeldis á íslandi sem er samstarfsverkefni fyrirtækja og opinberra aðila á sviði sjávar- útvegs. „Aðalverkefnið er að meta Húsgögn eftir þínum þörfum hornsófar stakir sófar stólar hvíldarstólar svefnsófar veggeiningar borðstofuhúsgögn og fl. SJÓKVfAELDI VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR Talið er víðbúið að ekki veiðist meira en um 300 þúsund tonn af þorski á ári úr stofnun- um hér við land. Af þeim sökum sjá sjávarútvegsfyrirtækin sóknarfærin helst ( eldisþorski. IMenn eru engu að síður minnugir erfiðleika sem hrjáðu laxeldi og vilja fara varlega. Höfðatúni 12 105 Reykjavík Sími 552 5757 www.serhusgögn.is hagkvæmni þorskeldis hér við land. Við leggjum áherslu á að þetta verði þróunarvinna til að byrja með og menn fari ekki út í stórt,“ sagði hann. „Við höfum verið að reyna að bremsa þróunina af og áréttað að þetta sé kannski ekki jafn arðvæn- legt og margur vill halda. Eldið er í raun á tilraunastigi." Valdimar seg- ir margt geta sett strik í reikninginn hér við land. „Flöskuhálsinn verður alltaf sjókvíaeldi við ísland, þar eig- um við í miklum örðugleikum. Við þurfum að þróa betur tækni til að geta alið þorsk án stórfelldra áfalla eins og var í laxeldinu á sínum tíma,“ sagði Valdimar og taldi sjáv- arkulda helsta þröskuldinn í vegi þorskeldisins. „Þar sem hitastigið er mun lægra hér við land verður vaxtarhraðinn mun minni en annar staðar. Það minnkar möguleika okk- ar á að ná svipuðum framleiðslu- kostnaði og t.d. Norðmenn og Skot- ar.“ oli@frettabladid.is Drífðu þig í dag og fáðu dágóðan afslátt! ^ Spring-, latex-, svamp- \ eggjabakkadýnur Dg margt f leira meö 15-30®/® afslætti! OPIÐ Mörkin 4 • 108 Reykjavík Sími 533 3500 • www.lystadun.is 15-30% afsláttur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.