Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR SVONA ERUM VIÐ TÍÐNI OG EÐLI UMFERÐAR- SLYSA ÁRIN 1990 OG 2000 1990 2000 Alls 881 1.197 *uppl. úr skrám Hagstofu íslands. MÁR GUÐMUNDSSON Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að þótt gengi krónunnar hafi veikst tíma- bundið í kjölfar vaxtalækkunar bankans kunni aðrir þættir að hafa verið ráðandi I þvi og telur að um eðlilegt gengisflökt hafi verið að ræða. Seðlabanki Islands: Gengið ræður ekki vöxtum efnahagsmál Gengi krónunnar lækkaði nokkuð í síðustu viku í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka íslands. Már Guðmundsson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, telur þó tæpast hægt að draga þá álykt- un að bankinn hafi farið of skarpt af stað í vaxtalækkanaferli sínu. Hann telur frekar að um eðlilegt gengisflökt hafi verið að ræða og benti á að gengið hafi styrkst aftur í vikulokin. Már vildi lítið gefa út á hvort gengissigið gæti orðið til þess að bankinn hægði á vaxtalækkunar- ferlinu. Hann benti á að frekar væri horft til næstu verðbólgu- mælingar. Hann sagðist ekki búast við miklum verðhækkunum, þótt rauða strikið sé að baki. „Þær gætu orðið einhverjar, en raska ekki, að okkur sýnist, síðustu verð- bólguspá. Samkeppni er vaxandi og samdráttur í eftirspurn sem gerir mönnum erfiðara að hækka verð en ella,“ sagði hann. ■ —♦— Selfoss: Höfnuðu lægri stöðu landið Tveir gamalkunnir bæjar- starfsmenn á Selfossi og forstöðu- menn stórra deilda á bæjarskrif- stofunum höfnuðu lægri stöðu £ bæjarkerfinu sem þeim stóð til boða samkvæmt nýju skipuriti sveitarfélagsins. Karl Björnsson, bæjarstjóri, segir Ólöfu Thorarensen, félags- málastjóra, sem er forstöðumaður á félagsþjónustusviði samkvæmt núgildandi skipuriti, hafa verið boðin staða deildarstjóra fjöl- skyldudeildar á félags- og fræðslusviði. Jóni Guðbjörnssyni, bæjartæknifræðingi, sem er for- stöðumaður tækni- og umhverfis- sviðs samkvæmt núgildandi skipuriti, var boðin staða deildar- stjóra gatna- og fráveitudeildar á framkvæmda- og veitusviði. Sunnlenska sagði frá. ■ Kosningabaráttan í Reykjavík: R-listabaráttan kostaði 30 milljónir kosningar „Við settum okkur markmið í upphafi um hvernig ætti að reka kosningabaráttuna og stóðum við það,“ segir Ingvar Sverrisson, kosningastjóri Reykjavíkurlista. „Við tókum þá ákvörðun að reka hana á okkar fólki sem vann með framboðinu af hugsjón." Kostnaður við kosningabarátt- una segir Ingvar að nemi 30 millj- ónum króna. „Upphaflegar áætl- anir gerðu ráð fyrir að baráttan myndi kosta 25 - 26 milljónir króna. Við ákváðum að bæta að- eins í og því endar baráttan í 30 milljónum. „Við ákváðum að birta nokkrar auglýsingar til að svara blekkingum Sjálfstæðismanna um Geldinganes og fjármál borgar- innar. Að öðru leyti var staðið full- komlega við áætlun.“ Ingvar segir að hver þeirra þriggja flokka sem stóðu að fram- boðinu hafi lagt fram eina milljón í kosningasjóð. Þá hafi frjáls framlög félaga og tekjur af kosn- ingahappdrætti skilað drjúgu. Samanlagt standi þetta undir um helmingi kostnaðar. Framlög fyr- irtækja og einstaklinga úti í bæ standi undir hinum helmingnum. Ekki verður upplýst um hverjir lögðu mest fram þar sem þeir hafi óskað nafnleyndar. Taka verði til- lit til þess. ■ STJÓRAR FAGNA Stóðum við þær áætlanir sem við höfðum gert fyrir baráttuna segir Ingvar. Útgerdir sakaðar um 70 milljóna sjálftöku Forseti Pakistans: Segist ekki vilja stríð Útgerðir fjögurra báta á Snæfellsnesi sæta kæru fyrir að hafa veitt sam- tals 487 þorskígildistonn án þess að hafa til þess heimildir. Útgerðirnar héldu veiðum áfram þótt aflaheimildir hafi verið uppurnar og að Fiski- stofa hafi svipt þá veiðileyfi. ÓLAFSVÍK Útgerðir þriggja báta á Ólafsvík eru sakaðar um að hafa haldið bátunum blákalt til veiða án þess að hafa aflaheimildir og jafnvel eftir að bátarnir voru sviptir veiðileyfi. Sama gildir um útgerð eins báts á Hellissandi. tæpum 74 tonnum af þorski. Aðr- ar tegundir voru ufsi, steinbítur, langa, keila, skarkoli, þykkvalúra og skötuselur. Vegið meðalverð á óslægðum þorski á fiskmörkuðum á Vestur- landi £ janúar til mars á þessu ári var 144 krónur á k£ló. Miðað við þetta meðalverð er má gróflega áætla að verðmæti aflans sem út- gerðirnar eru sakaðar um að hafa veitt £ heimildarleysi sé um 70 milljónir króna. í byrjun april gaf efnahags- brotadeild ríkislögreglustjórans út ákæru á hendur útgerð og áhöfn Sveins Sveinssonar BA-325 fyrir að hafa veitt tæp þrjú tonn af þorski á lokuðu svæði og fyrir að hafa veitt ríflega 5 tonn umfram aflaheimildir. gar@frettabladid.is LðGREGLUMÁL Útgerðir fjögurra báta á Snæfellsnesi hafa verið kærðar til embættis rikislög- reglustjóra fyrir að hafa veitt samtals 487 þorskigildistonn um- fram aflaheimildir. Bátunum var öllum haldið til veiða fyrr i vor jafnvel eftir að ljóst var að áhafn- ir þeirra höfðu veitt umfram heimildir og bátarnir verið sviptir veiðileyfum. Það er Fiskistofa sem kærir bátana en stofnunin hefur eftirlit með veiðum við landið. Fiskistofa telur útgerðir bátanna sekar um auðgunarbrot. Efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra fer því með rannsókn málsins. Bátarnir sem um ræðir eru Klettsvík SH-340, Bervík SH-143, Aðalvík SH-443 og Stormur SH- 333. Þeir eru allir gerðir út frá Ólafsvík nema Stormur en heima- höfn hans er Hellissandur. Útgerð- ir bátanna heita Bervík ehf., Krist- ján ehf., Snoppa ehf. og Blíða ehf. Umframaflinn skiptist tiltölu- lega jafnt á bátana. Stormur og Bervík veiddu hvor um sig tæp 125 tonn umfram heimildir, Klettsvík tæp 120 tonn og Aðalvík ríflega 118 þorskígildistonn. Langstærsti hluti umframafla bátanna var þorskur. Þó veiddi Bervík rúm 42 tonn af ýsu á móti Bátur Útgerð Porskígildist. Stormur Bliða ehf. 124,7 Bervík Kristján ehf. 124,6 1 Klettsvík Bervlk ehf. 119,8 | Aðalvík Snoppa ehf. 118,4 1 islamabap. ap Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagðist í sjón- varpsávarpi til þjóðar sinnar í gær ekki vilja stríð við Indland. Hann fordæmdi hryðjuverk og sagði af og frá að Pakistan heim- ilaði uppreisnarmönnum í Kasmír að fara yfir landamærin til Indlands og gera þar árásir. Um leið ítrekaði hann stuðning sinn við sjálfstæðisbaráttu í Kasmír. Spenna hefur vaxið undanfar- ið milli Indlands og Pakistans vegna Kasmírs, sem ríkin hafa deilt um í meira en hálfa öld. í síðustu viku sögðu indversk stjórnvöld þolinmæði sína á þrot- um og báðu hermenn sína að búa sig undir úrslitaátök. Um síðustu helgi gerðu Pakistanar tilraunir með kjarnorkuvopn, en sögðu þær ekkert tengjast hótunum PERVEZ MUSHARRAF Ávarpaði þjóð slna í gær. Indverja. Bæði ríkin hafa safnað saman hátt í milljón hermönnum við landamæri ríkjanna. George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur reynt að fá Mus- harraf til þess að koma í veg fyr- ir hryðjuverk aðskilnaðarsinna í Kasmir gegn Indverjum. Mus- harraf sagði hins vegar í ræðu sinni að þessir sömu uppreisnar- menn væru að gera hryðjuverk innan landamæra Pakistans. ■ Bruninn á Laugarvegi: Enn í lífs- hættu slysfarir Karlmaður, sem hlaut alvarlega brunaáverka þegar eld- ur kom upp í risíbúð á Laugar- vegi 20-B á laugardagsmorgun, er enn í lífshættu. Að sögn læknis á gjörgæslu- deild Landspítalans við Ilring- braut er manninum haldið sof- andi í öndunarvél. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en um er að ræða stórt timburhús. Upptök eldsins eru ókunn en málið er í rannsókn hjá Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík. ■ LANDSPÍTALINN fossvogi Að sögn læknis er maðurinn með alvar- lega heilaáverka. Líkamsárásin í Hafnarstræti: Enn meðvit- undarlaus í öndunarvél lögregla Hittugu og tveggja ára karlmaður, sem ráðist var í Hafn- arstræti á laugardagsmorgun, er enn í lífshættu. Hann fór í aðgerð á Landspítalanum í Fossvogi strax á laugardaginn og liggur enn með- vitundarlaus í öndunarvél á gjör- gæsludeild. Að sögn læknis er hann með alvarlega heilaáverka. Tveir menn um tvítugt réðust á manninn og lömdu hann til óbóta. Að sögn lögreglu hafa mennirnir, sem báðir gáfu sig fram við lög- reglu á sunnudaginn, ekki gefið upp neina ástæðu fyrir árásinni. Talið er að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis þegar atburður- inn átti sér stað. Mennirnir, sem hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhaldi til 4. júní, hafa báðir komið áður við sögu hjá lögreglu. Þó ekki vegna atburða í líkingu við þann sem átti sér stað á laug- ardaginn. ■ —♦— , Pharmaco Island: Fjárfestar volgir fyrirtæki Hreggviður Jónsson segir að það gangi ágætlega að safna saman fjárfestum um eign- arhaldsfélagið sem kaupir 80 pró- sent eignarhlut í Pharmaco ísland ehf. og hann er í forsvari fyrir. Hann vildi ekki tjá sig um hverjir væru nefndir til sögunnar fyrr en búið væri að ganga frá stofnun fé- lagsins. Móðurfélag Pharmaco ísland, Pharmaco hf., bætti eiginfjár- stöðu sína um 3 milljarða með sölu hlutarins. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins tekur Pharmaco ísland yfir skuldir auk þess að greiða með reiðufé. Sölu- verðið var ekki gefið upp. ■ STUTT Karlmaður festist í lyftu í Bankastræti 5 síðdegis í gær. Kalla þurfti slökkviliðið á staðinn og tók nokkurn tíma að komast inn í húsið, þar sem það var lok- að. Að sögn slökkviliðs varð manninum ekki meint af dvölinni í lyftunni. Hann hafði brotið rúðu og fékk því nægt súrefni. Maður- inn er starfsmaður hjá Sævari Karli, en sú verslun er í Banka- stræti 7.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.