Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí2002 ÞRIÐJUDAGUR SAGA PAGSINS 28. IWAI Gissur biskup ísleifsson lést um 76 ára að aldri árið 1118. Hann var annar biskupinn í Skál- holti og tímabil hans er af mörg- um álitið það besta á þjóðveldis- öld. Reykjavíkurlistinn fékk meirihluta fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur árið 1994 en þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í tólf ár. Arið 1961 fór breska dagblaðið London Observer af stað með herferð fyrir því að fá látna lausa fanga, sem voru í fangelsi vegna skoðana sinna. Þessi herferð varð upphafið að stofnun mannrétt- indasamtakanna Amnesty International. I Íímamót JARÐARFARIR_________________________ 13.30 Hulda Guðmundsdóttir, Úthlíð 15, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 13.30 Guðrún Lilja Gísladóttir, Loga- fold 76, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. AFMÆLI______________________________ Ragnheiður Asta Pétursdóttir er 61 árs. Bragi Ásgeirsson er 71 árs. Helgi Pétursson er 53 ára. ANPLÁT______________________________ Jóhanna Margrét Jóhannesdóttir, elli- heimilinu Grund, lést 14. mal. Jarðarför- in hefur farið fram. Guðrún 0.1. Valdimarsdóttir, frá Lambanesi, Saurbæ, lést 22. maí. Heimsending og sótt Alltaf spennandi tilbod! Fráboer hóptilbod fyrir afmœlisveislur! Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma www.gunnimagg.is MALARINNIM Bæjarlind 2 • Kópavoqi • Simi: 581 3500 22 Ráðherradóttirin dúxaði í Versló „Ég fékk 9,0 í ritgerð og það dró mig niður,“ segir Ingunn Agnes Kro, dúxinn í Verzlunarskólanum í ár með 9,7 í meðaleinkunn. „Rit- gerðin var skáldskapur minn upp úr Kristnihaldi undir jökli og ég er svo sem ánægð með árangur- inn.“ Ingunn Agnes er dóttir Val- gerðar Sverrisdóttur viðskipta- ráðherra og eiginmanns hennar, Arvid Kro. „Ég ætla að fara í læknisfræði í haust en í sumar vinn ég sem ritari hjá bankastjórn Seðlabankans og einnig í tísku- vöruversluninni Mango,“ segir hún. Ingunn Agnes er tvítug og á tvær alsystur og eina hálfsystur. Hún er hógvær og lítillát þegar henni er hrósað fyrir námsárang- ur sinn og þakkar hann góðri ástundun. Starfsfólk og kennarar Verzlunarskólans eru á einu máli um að Ingunn Agnes sé ekki að- eins góð námsmanneskja heldur einnig og ekki síður falleg, góð og taki fullan þátt í lífinu. Til að mynda var Ingunn Agnes í stjórn nemendafélagsins og gjaldkeri Dúxinn Ingunn Agnes Kro fékk 9,7 í meðaleinkunn. þess en það er eitt erilsamasta embættið innan félagsins. Ljóst er að bankastjórar Seðlabankans fá góðan ritara í sumar og þá ekki síður eigendur Mangó sem eiga eftir að njóta starfskrafta Ingunnar. Svo ekki sé minnst á þjóðina sem eignast góðan lækni þegar fram líða stundir.B MARGT TIL LISTA LAGT Ingunn Agnes er ekki aðeins góð náms- manneskja heldur einnig sæt og góð og tekur fullan þátt í lífinu. FÓLK í FRÉTTUM þeim hætti um leið og reynt væri að höfða til eldri kjósenda. Full- yrti konan að breytinguna mætti sjá ef bornar væru saman eldri og nýrri myndir af frambjóðand- anum. Rétt er þó að fara varlega í allar vangaveltur um hárlitun. Ger- hard Schröder, Þýskalandskansl- ari, brást t.d. reið- ur við þegar hann var vændur um að hafa látið lita hrafnsvart hárið og fullyrti að þannig væri hann bara frá náttúr- unnar hendi. Þá verður að teljast líklegt kosningabaráttan og öflug skoðanaskipti hafi verið hressan- di fyrir Björn og ekki loku fyrir það skotið að yngjandi áhrif bar- áttunnar skili sér í endurnýjun hársins. Sögðu þó aðrir sem kenn- ing konunnar var borin undir að þetta væri bara rugl, hárið á Birni væri alveg eins og það hefði alltaf verið. Þingvallanefnd hefur fyrir sitt leyti veitt eiganda sumarbú- staðar rétt innan við Hótel Valhöll á Þingvöllum leyfi til að rífa hús- ið og byggja nýtt mun stærra hús á lóðinni. Eigandi lóðarinnar mun hafa sent þrjár tillögur til bygg- ingarfulltrúa áður en hann fékk síðustu tillöguna samþykkta. Fyrsta tillagan gerði ráð fyrir sjö metra háu húsi en útkoman varð öllu lágreistari bygging. Það vek- ur eftirtekt að Þingvallanefnd skuli heimila að bústaður á þess- um stað sé endurgerður og stækkaður úr 60 fermetrum í 90 fermetra. Aðeins eru nokkur ár síðan nefndin nýtti forkaupsrétt sinn og greiddi á sjöundu milljón króna fyrir bústað sem hún síðan lét fjarlægja. Þá sagði nefndin það vera stefnu sína að sumar- bústaðir í þjóð- garðinum næst Valhöll hyrfu af sjónarsviðinu. Bústaðurinn sem var rifinn stóð kippkorn frá bústaðnum sem nú er verið að stækka. Með- limir Þingvalla- nefndar eru B jörn Bjarna- son borgarfull- trúi, Guðni Ágústsson land- búnaðarráð- herra og Össur Skarphéðinsson alþingismaður. PERSÓNAN Tímamót hjá syninum Yngsti sonurinn missti fyrstu tönnina á sama tíma og pabbinn sigraði í kosningum. Agúst Einarsson, prófessor og fyrrum þingmaður, sem hald- ið hefur úti vefsíðu sinni um fjögurra ára skeið hefur nú tilkynnt lesendum sínum að hann ætli sér að hætta regluleg- um skrifum á síð- una. Frá því fyrsti pistill Ágústs birt- ist á vefnum agust.is í ágúst 1998 hafa nokkur hundr- uð pistlar birst á vefnum. Eftir- minnilegastur kann þó að vera pistill- inn þar sem Ágúst lagði til að flugvöll- urinn í Reykjavík yrði fluttur út á Álftanes og forseta fundinn bú- seta í Viðey. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, tjáði sig aldrei um þann flutning svo vitað sé en þó má ímynda sér að eitthvað hafi þetta komið upp í tali við helsta ráð- gjafa þeirra beggja, Einar Karl Haraldsson. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir HM í knattspyrnu í beinni útsend- ingu. Nýir áskrifendur geta þó ekki keypt áskrift á keppnina ein- göngu, því þeir þurfa að skrifa undir skuldbind- ingu upp á þrjá mánuði þegar þeir fá myndlykil. Mánuðurinn kost- ar 3.990 krónur og tryggingargjald 670 svo það kost- ar samtals 12.640 krónur fyrir nýja áskrifendur að horfa á HM í knattspyrnu. Neslistinn á Seltjarnarnesi vann kosningasigur á laugar- daginn þrátt fyrir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi haldið meirihluta sínum. Neslistinn hefur nú þrjá af sjö í bæjarstjórn en hafði tvo áður. Sú hugmynd mun hafa vaknað í Bæjarmálafélagi Sel- tjarnarness sem býður fram Neslistann að bjóða Ásgerði Halldórsdóttur, sem skipaði annað sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins, upp á meirihluta- samstarf og bæj- arstjórastólinn um leið. Nokkuð mun vera tekist á um þetta í röð- um Neslistamanna en mörgum þykir þetta koma vel til greina enda greinir Ásgerði á við flokks- félaga sína í sömu málum og Neslistinn, svo sem friðun Vestur- svæðanna og skipulagsmál á Hrólfsskálamel. Glögg kona sem samband hafði við blaðið skömmu fyrir kosningar kvaðst hafa tekið eftir nokkur athyglisverðu við borgar- stjóraefni sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þóttist hún sjá að Björn Bjarnason hefði litað á sér hárið og fannst skjóta skökku við að reyna að yngja sig upp með Lúðvík Geirsson, oddviti Sam- fylkingar í Hafnarfirði, er að vonum kátur þessa dagana eftir að flokkurinn felldi meirihluta sjálfstæðismanna og framsókn- armanna í bænum. Lúðvík telur að gengið verði frá því á fyrsta fundi bæjarstjórnar, 11. júní, hver verði næsti bæjarstjóri og segist hafa lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að taka starfið ef eftir því væri leitað. „Ég þarf að ræða þetta betur við mína fjöl- skyldu og mitt fólk,“ sagði Lúð- vík. „Mín persóna var ekkert höf- uðatriði í þessari kosningabar- áttu heldur settum við áherslu á málefnin. Það voru einkum tvö atriði sem stóðu skýrt upp úr. í fyrsta lagi mætti Samfylkingin mjög vel undirbúin til leiks. Við höfum byggt upp mjög samhenta sveit og eftir því hefur verið tek- ið. Það er ástæða til að þakka öll- um sem þar lögðu hönd á plóginn. í annan stað var verið að kjósa um grundvallaratriði sem er einkavæðingarstefna. Bæjarbúar höfnuðu með afdráttarlausum hætti þeirri aðferðafræði og stefnu sem Sjálfstæðismenn hafa verið að sigla eftir.“ Lúðvík hefur lengi verið við- loðandi stjórnmál. „Ég er alinn upp á heimili þar sem stjórnmál voru stór hluti af lífinu. Karl fað- ir minn (Geir Gunnarsson) var þingmaður í liðlega 30 ár. Ég var einn af fimm systkinum sem sýndi þessum málum sérstakan áhuga.“ Lúðvík er einnig virkur í fé- lagsstarfi en hann var formaður Blaðamannafélags fslands á ann- an áratug en er nú framkvæmda- stjóri þess. Auk þess var hann formaður knattspyrnufélagsins Hauka í 10 ár, þar til fyrir stuttu, enda mikill áhugamaður um æskulýðs- og íþróttamál. „Við höfum lagt áherslu á gildi íþrótta í forvarnarstarfi. Það skiptir miklu máli hvernig er haldið á málum sem tengjast uppeldi og leiðsögn," segir Lúðvík en hann og kona hans Hanna Björk Lárus- LÚÐVÍK GEIRSSON Lúðvlk segist hafa mjög gaman af að vera úti í náttúrunni og njóta þess að vera til. „Það er fátt skemmtilegra en að eiga góðan dag I Hafnarfirði." dóttir eiga þrjá syni á aldrinum 5- eru tímamót hjá honum líka,“ 18 ára. „Sá yngsti var einmitt að segir Lúðvík og hlær. missa SÍna fyrstu tönn SVO það bryndis@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.