Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 9
Jtoos: ioin ÞRIÐIUDACUR 28. maí 2002 FRÉTTABLAÐIÐ DANMÖRK Á rlega eru skráð 3.000 tilvik flum ofbeldi gegn börnum í Danmörku. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, Finns Ursins Knudsens, yfirlæknis í Glostr- up. Hann er sannfærður um að skráð tilvik séu eingöngu topp- urinn á ísjakanum. Um er að ræða alls kyns ofbeldi, bruna eftir sígarettur, barsmíðar og fleira. Tónlist er efst á lista Dana þegar kemur að fjárútlátum til menningar. 23% nota mest af peningum sem varið er til menningar í kaup á tónlist. Bækur og bíómiðar eru í öðru sæti. Tónleikar og tónlistarhá- tíðir ýmis konar í því þriðja. Bandaríska geimferðastofnunin NASA: Mikið magn af ís fundið á mars ceimvísindi Bandarískir vísinda- menn hafa fundið ís í miklu magni rétt undir yfirborði reikistjörnunn- ar Mars. Þar með er ljóst að vatn er á Mars. Magnið er það mikið, að ef allur ísinn bráðnaði myndi 500 metra djúpt haf umlykja alla reiki- stjörnuna. Ofan á ísnum er tæplega eins metra þykkt jarðvegslag. Breska fréttastofan skýrði frá þessu á sunnudaginn. Bandaríska geimferðastofnunin NASA ætlar þó ekki að tilkynna þessa uppgötvun opinberlega fyrr en á fimmtudag- inn. Sama dag verður birt grein um hana í vísindatímaritinu Nature. Það voru upplýsingar frá banda- ríska könnunarfarinu Mars Odyss- ey, sem urðu til þess að sannfæra vísindamenn um að frosið vatn væri að finna á Mars. Þessi uppgötvun getur blásið nýju lífi í vangaveltur um það, hvort líf hafi þrifist á Mars og leynist þar jafnvel enn. Ennfremur má búast við því að meiri áhersla verði lögð á að senda mannað könnunarfar til mars á allra næstu áratugum. ■ ÞARNA ER ALLT FULLT AF FROSNU VATNI Bandarfska könnunarfarið Mars Odyssey hefur sent frá sér upplýsingar, sem sann- fært hafa vísindamenn um að frosið vatn sé í miklu magni á reikistjörnunni Mars. Myndin er fengin frá bandarísku geim- ferðastofnuninni NASA. Alvarlegir sjúkdómar algengari í bændastétt Parkinson sjúkdómurinn og ákveðnar tegundir krabbameina leggjast frekar á bændur en aðrar stéttir. Bresk stjórnvöld hafa fyrirskipað rannsókn á efnum sem notuð eru í landbúnaði. Frekari rannsókna er þörf hérlendis. HEILBRICÐISMÁL Bresk stjórnvöld hafa fyrirskipað rannsókn til að kanna tengsl milli eiturefna í land- búnaði og Parkinsonsjúkdómsins. Rannsókninni er til komin vegna -—— ótta fólks við að efni sem notuð eru í garðyrkju og af bændum kunni að valda sjúkdómn- um, segir í grein í breska dagblaðinu Independent. Skoða á sérstak- lega hvort illgres- iseyðar og áburð- ur geti valdið sjúkdómnum. Rannsóknir ytra hafa sýnt að meira er um Parkinson sjúkdóm í dreifð- ari byggðum landsins en í borg- um og bæjum. Vil- hjálmur Rafnsson, prófessor í heil- brigðisfræði, seg- Parkinson sjúk- dómur kemur til þegar heila- frumur fólks hætta að fram- leiða nægilegt magn dópamíns. Dópamín er nauðsynlegt til boðsendinga í heilanum. Of lítið magn þess leiðir til óstjórnandi skjálfta og stirðnunar lík- amans sem einkennir sjúk- dóminn. ir að lengi hafi verið vitað til þess að tíðni sjúkdómsins væri meiri í bændastétt en hjá öðrum. Hann segir þetta þó ekki hafa verið rann- sakað sérstaklega hér. í rannsókn sem Vilhjálmur stóð að fyrir um 10 árum síðan kom hins vegar í ljós að ákveðin krabbamein eru tíðari hjá körlum í bændastétt hér á landi en almennt í körlum. „Niður- staðan kom nokkuð á óvart. Menn höfðu trúað að landbúnaður væri hreinni hér og við ekki jafn þróuð í efnanotkun og erlendis," sagði hann. Tíðni krabbameinanna sem Vilhjálmur rannsakaði, sem eru I SVEITINNI Þótt Islenskur landbúnaður hafi á sér yfirbragð hreinleika og heilnæmis eru eiturefni víða notuð. Notkunin mun þó oft árstlðabundin, svo sem I garðyrkju, matjurtarækt, kornrækt eða I sauðburði á vorin. krabbamein í blóðmyndandi vef og eitlavef, sagði hann vera svipaða og hjá bændum erlendis. „Það er full ástæða til að skoða þetta nánar hér á landi,“ bætti hann við. í Bretlandi er haft eftir vís- indamönnum að Paraquat, algeng- ur illgresiseyðir, geti haft tauga- eitrandi áhrif sem leitt geti til Parkinsonsjúkdómsins. Sigur- björg Gísladóttir, forstöðumaður eiturefna- og hollustuverndar- sviðs Hollustuverndar ríkisins, segir Paraquat bannað hér á landi en hafi verið í einhverri notkun fram undir árið 2000. „Meðal efn- anna sem notuð eru sem illgres- iseyðar eða skordýraeitur eru mörg mjög hættuleg og vitanlega flokkuð sem slík,“ sagði hún og bætti við að á árum áður hafi ver- ið mjög hættuleg efni í umferð. „Sem betur fer dregur stöðugt úr því og notkunin hefur verið tak- mörkuð verulega. Svona efni eru ekki leyfð nema að hafa farið í gegnum sérstaka skráningu, sem þýðir að farið er í gegnum öll eit- urefna- og öryggisgögn. Stefnan hefur líka verið að reyna að forð- ast hættulegustu efnin, ef önnur hættuminni eru á markaði.“ oli@frettabladid.is Breyttar áherslur í Árborg: Framsókn og Samfylking ræðast við Á SELFOSSI Umdeilt prófkjör sjálfstæðismanna á Selfossi og meintar deilur innan flokksins eru sagðar hafa spillt fyrir mögulejjtum þeirra til áframhaldandi samstarfs við Framsóknarflokk. Annar maður á lista vill láta skiptá út bæjarstjóranum meðan, framsóknarmenn vilja hafa bæjar- stjórann áfram. Samfylking vill láta auglýsa starfið. Fengu ekki að gifta sig: Reyndu sjálfsmorð norecur Ungt par af pakistönsk- um uppruna reyndi að fyrirfara sér á hótelherbergi í Ósló. Ástæð- an er sú að foreldrar þeirra höfðu ráðstafað þeim í hjónaband, en ekki saman. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi og víðar. Vinur þeirra, sem að sögn Ver- dens Gang, hafði fengið á tilfinn- inguna að þau hefðu eitthvað í hyggju, kom á hótelið um nóttina. Strákurinn svaraði hringingu hans á herbergið en kom aldrei niður. Nokkru síðar ákvað nætur- vörðurinn að fara inn í herbergið, því lögreglan hafði neitað að koma á staðinn. Parið var þá með- vitundarlaust af völdum lyfja. Þau voru flutt á sjúkrahús og tókst að bjarga lífi þeirra. ■ sveitarstiórnarmál Fastlega er búist við nýju meirihlutasam- starfi Samfylkingar og Fram- sóknarflokks í Árborg. For- svarsmenn flokkanna hittust til viðræðna í gærkvöldi. Ásmund- ur Sverrir Pálsson, oddviti Sam- fylkingar og Þorvaldur Guð- mundsson, oddviti framsóknar- manna, sögðu báðir viðræður ganga vel en áttu síður von á að gengið yrði frá samstarfinu í gærkvöldi. Áður átti Framsókn- arflokkurinn í meirihlutasam- starfi við Sjálfstæðisflokk og Dizkólistann sem bauð ekki fram að þessu sinni. Hvorugur fulltrúi Framsókn- ar gaf kost á sér til áframhald- andi setu í bæjarstjórn Árborg- ar. Kristján Einarsson og María Hauksdóttir, segjast bæði ætla að einbeita sér að öðrum störf- um. Þau hafa starfað að bæjar- málum á svæðinu um 12 ára skeið. Þau segja engan fót fyrir sögusögnum um að þeim hafi verið skipt út til að greiða fyrir nýju meirihlutasamstarfi Fram- sóknar og Samfylkingar. ■ sértilboð Berlin Brottför á laueardöeum Sölutímabil 24. maí - 8. júní -takmarkað sætaframboð www.plusferdir. is Hliðasmára 15 • Simi 535 2100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.