Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTABLAÐIÐ . FÓTBOLTI 28. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR Maradona fær ekki að fara á HM: Vísað frá vegna lyfjaneyslu KÁTAR KÁPUR Þýsku leikmennirnir Marko Rehmer og Miroslav Klose virðast ánægðir með kátu kápurnar sem þeir fengu að gjöf frá gest- gjöfum í Japan. Þjóðverjar undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir heimsmeistarakeppn- ina. Þeir mæta Sádí-Aröbum í fyrsta leik. fótbolti Knattspyrnusnillingurinn Diego Armando Maradona má ekki fara til Japans og fylgjast með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Ástæðan er einföld, hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnamisferli. Samkvæmt japönskum blöðum hefur málið valdið deilum innan ríkisstjórnar landsins. Utanríkisráðherrann vildi hleypa knattspyrnugoðinu inn í landið en innanríkisráðherr- ann neitaði. Maradona er 41 árs og einn dáðasti knattspyrnumaður sög- unnar. Hann stýrði liði Argentfnu til sigurs í heimsmeistarakeppni 20 ára og yngri árið 1979. Hann endurtók svo leikinn með aðallið- inu árið 1986. Maradona var sendur heim úr heimsmeistarakeppninni í Banda- ríkjunum árið 1994 eftir að leifar af kókaíni fundust í blóði hans. Hann fékk 15 mánað bann vegna lyfjaneyslu árið 1991 og aftur DIEGO ARMANDO MARADON Lék síðasta opinbera knattspyrnuleik sinn fyrr á árinu. þremur árum seinna. Árið 1997 var hann enn og aftur tekinn fyrir lyfjaneyslu og hugðist þá leggja skóna á hilluna. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári að hann lagði skóna alfarið á hilluna. ■ Símadeild karia; ÍBV sækir Fram heim fótbolti Fram tekur á móti ÍBV í kvöld í fyrsta leik þriðju umferð- ar Símadeildar karla. Fram er í 6. sæti deildarinnar með tvö stig eft- ir tvær umferðir. Liðið gerði jafn- tefli við Grindavík og Keflavík, 1- 1. ÍBV er í áttunda sæti deildar- innar með eitt stig. Liðið gerði jafntefli við KA en tapaði fyrir Keflavík heima. Það má því búast við hörku viðureign. Leikið verð- ur á Laugardalsvelli og hefst leik- urinn klukkan 19.15. ■ | ÍÞRÓTTIR í DAG | 18.00 Sýn Heklusport 18.00 Stöð 2 Leiðin á HIVI 19.00 Sýn Símadeildin (Fram - ÍBV) 19.15 Símadeild karla Fram - ÍBV 20.00 1. deild kvenna A Þróttur R. - Fjölnir 20.00 1. deild kvenna A Haukar - RKV 21.15 Sýn Leið Brasiliu á HM 22.10 Sýn Leiðin á HM 22.40 Sýn Heklusport 23.10 Sýn Leiðin á HM MOLAR [ Marcelo Bielsa þjálfari Argentínumanna á HM stendur frammi fyrir því vanda- máli, ef vandamál skyldi kalla, að þurfa að velja á milli tveggja frá- bærra framlínu- manna í liðið. Þetta eru þeir Hernan Crespo, sem gerði 17 mörk í 33 leikum í undankeppninni, og mesti argen- tínski markaskorari allra tíma, Gabriel Batistuta sem hefur gert 55 mörk í 75 leikjum. Argentínu- menn stilla upp í svokallaða 3-3- 1-3 leikaðferð. Annar höfuðverkur Bielsa er að velja markmann, þar er samkeppnin hörðust á milli German Burgos hjá Atletico Ma- drid og Pablo Cavallero hjá Celta Vigo. Þriðja erfiða ákvörðunin verður að velja hægri kantmann frammi, þar koma til greina Ariel Ortega, Gustafo Lopez og síðast en ekki síst kókaínbróðir Mara- dona, Claudio Caniggia, sem hef- ur átt við meiðsli að stríða og verður líklega ekki tilbúinn í fyrsta leik. Lykilleikmenn í lamasessi Þrír dagar í heimsmeistarakeppnina. Fjöldinn allur af leikmönnum meiddir eða verða ekki með. Zidane missir af tveimur leikjum. Eng- lendingar og Þjóðverjar í vandræðum. Inzaghi ekki með í fyrsta leik. Hefur áhrif á auglýsingatekjur. fótbolti „Ég hef því miður slæmar fréttir að færa,“ sagði Claude Simo- net, yfirmaður franska knatt- spyrnusambandsins, þegar hann tilkynnti að Zinedine Zidane, besti knattspyrnumaður heims og lykil- leikmaður landsliðsins, myndi missa af tveimur fyrstu leikjunum á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Zidane, sem er dýrasti knattspyrnumaður heims, mun missa af opnunarleik mótsins sem og leik við Úrúgvæja. Talið er að Frakkland og Úrúgvæ muni berjast um efsta sæti A- riðils. Zidane meidd- ist í æfingaleik við Suður-Kóreu á sunnudaginn. Myndataka sýndi að hann verður frá í tveimur fyrstu leikjunum. Hann er ekki eini lykil- leikmaður sem á við meiðsli að stríða. Claudio Cannigia, framherji argentínska landsliðsins og Celtic, gat ekki æft á sunnudaginn var vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í bikarúrslitaleik í Skotlandi. Sömu sögu er að segja af Danan- um Martin Jörgensen, Jason McAteer hjá írlandi, Alen Boksic hjá Króatíu, Agustin Delgado hjá Ekvador, Chris Armas hjá Banda- ríkjunum. Óvíst er hvort þeir verði með á HM. Englendingar hafa orðið fyrir hverju áfallinu af fætur öðru. DAVID BECKHAM Meiddist I leik í Meistaradeildinni. CANNIGIA FILLIPO INZAGHI Meiddist á hné I Meiddist á hné I bikarúrslitaleik. æfingaleik. Landsliðsfyrirliðinn, David Beck- ham, hefur verið á sérstökum æf- ingum síðan hann ristarbrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu fyrr á árinu. Auk hans er óvíst með fjóra aðra miðjumenn liðsins. Kieron Dyer, Nicky Butt, Danny Murphy og Steven Gerrard. Framherjinn Filliipo Inzaghi meiddist á hné þegar ítalir lögðu japanska liðið Kashima Antlers, 2- 1. í fyrstu var talið að hann hefði slitið liðbönd en myndataka sýndi að svo var ekki. Hann verkjar þó MEIDDUR Zinedine Zidane einn besti knattspymu- maður heims missir af öllum líkindum af tveimur fyrstu leikjum franska landsliðsins. Frakkland er í riðli með Úrugvæ, Senegal og Danmörku. enn í hnéð og óvíst er hvort hann verði með í fyrsta leik gegn Ekvador. Þýski landsliðshópurinn á einnig í vanda. Miðjumaðurinn Michael Ballack er tæpur. Sebastian Deisler, Mehmet Scholl, Jens Nowotny, Christian Worns og Alex- ander Zickler verða ekki með. Liðin þurfa að tilkynna 23 manna leikmannahóp sólarhring áður en keppnin hefst. Það er því ljóst að áhorfendur munu ekki berja marga af bestu knattspyrnu- mönnum heims augu þegar flautað verður til leiks á föstudaginn kem- ur. Talið er að meiðsli leikmanna geti einnig sett strik í reikninginn þegar að auglýsingum og styrktar- aðilum kemur. kristjan@frettabladid.is STEVE COTTERILL Arftaki Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke City. Nýr þjálfari Stoke: Cotterill tekur vid af Guðjóni fótbolti Steve Cotterill var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Stoke City. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Þórðarsyni. Guðjón kom Stoke upp í 1. deild á síðasta tíma- bili en samningur hans var ekki framlengdur. „Ég vil bjóða Steve Cotterill velkominn til starfa hjá Stoke City,“ sagði Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður liðsins í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér í gær á heimasíðu liðsins. „Cotterill hefur fengið góð meðmæli og er einn eftirsóttasti þjálfari landsins. Hann hefur náð góðum árangri með Cheltenham á þeim tíma sem hann hefur stjórn- að liðinu." Cotterill þjálfaði Cheltenham Town og kom liðinu upp í 2. deild á síðasta tímabili. Óánægju hefur gætt meðal sumra stuðnings- manna Stoke City eftir að Guðjóni var sagt upp. Gunnar Þór segir mikilvægt að stuðningsmenn viti hvaða mann félagið er að ráða. „Það er mikilvægt að stuðn- ingsmenn okkar þekki þjálfarann og störf hans. Hann er maðurinn sem við vorum að leita að. Hann er metnaðargjarn og vill koma liðinu enn lengra. Við tökumst á við fyrstu deildina á næsta ári og svo er stefnan sett á Úrvalsdeild- ina.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.