Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Páll Ragnar Pálsson Gítarleikari Maus: Korn fyrir alla „Ég mæli með nýju Korn plötunni „Untoucables" sem kemur út ll.júnf. Þetta er brjálæðislega góð plata, algjör snilid." Stjórnvöld Lettlands bjartsýn: Glæsileg keppni næsta ár tónlist Sigurvegurum Eurovision frá Lettlandi var fagnað sem hetjum í heimalandi síriu á sunnudaginn. Forseti Lettlands, Vaira Vike-Freiberga, þakkaði þeim sérstaklega fyrir við heim- komuna. Hin 21 árs gamla Marija Naumova, eða Marie N eins og hún kallar sig, rétt marði sigur á móti Möltu með lagi sínu „I Wartna“ á laugardag. í þriðja sæti lenti Bretland. Svo skemmtilega vildi til að Helga Guðrún Hinriksdóttir, Eurovision-sérfræðingur frá Hvammstanga, hafði spáð laginu sigri í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu á keppnisdag. Þetta var annar sigur Eystra- saltsþjóðar í röð. Keppnin fór fram í Eistlandi, sem vann í fyrra. Stjórnvöld Lettlands eru mjög bjartsýn um að keppnin verði með glæsilegasta móti, þrátt fyrir takmarkað fjármagn. „Við höfum möguleika á að gera eitthvað fallegt á næsta ári,“ sagði Freiberga forseti. „Við erum hrærð yfir móttök- unum. Þetta er eins og að faðma Lettland,“ sagði Marie N við heimkomuna. Rúmlega fimm þúsund manns söfnuðust saman á aðaltorgi höfuðborgarinnar Riga til að fagna henni. Tæplega tvær og hálf milljón manna búa í Lettlandi. ■ ÞJÓÐHETJAN MARIE N Marie N frá Lettlandi vann Eurovision-söngvakeppnina í Tallin f Eistlandi á laugardaginn með laginu I Wanna. 5 verðfflokkar: Dýrast 5000 kr. Ódýrast 100 kr. Dönsk bókaveisla bækur í dag hefst sölusýning á nýj- um dönskum bókum í Pennanum Eymundsson við Austurstræti. Þar verða meðal annars á boðstól- um nýjar skáldsögur eftir Hanne Vibeke Holst, Susanne Brpgger, Klaus Rifbjerg, Esther Bock og Bent Vinn Nielsen. Sérstök kynning verðúr á verk- um Jens Christian Grpndahl, Carsten Jensen og Birgit Pouplier, sem hafa vakið mikla athygli í heimalandi sínu. Sýningin er í samstarfi við danska sendiráðið og er haldin í tilefni af 130 ára af- mæli Eymundsson. Hún stendur í tvær vikur. Við opnunina spilar danski fiðluleikarinn Kristian Jörgensen nokkur lög. Hann er einn virtasti KRISTIAN JÖRGENSEN Fiðluleikarinn Jörgensen leikur nokkur lög til heiðurs löndum slnum við opnun sölusýningar á dönskum bókum í Eymundsson I dag. fiðluleikari Dana um þessar mundir. Jörgensen spilaði á tón- leikum í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á laugardaginn. ■ Eymundsson 130 ára: SKÚTUVOG111 Barna-, dömu- og herrafatnaður af heildsölulager okkar Aðeins 4 dagar eftir Opiðkl. 12-18 SIKA Hitamælar og hitamælisstöðvar Hæðarrofar Margar gerðir ■iL^l Fiskislóö 26 Sturlaugur Jónsson & Co. ehff. 5. 551 -468O www.sturlaugur.is • sturlaugur@sturlaugur.is • • I kvöld og annað kvöld heldur bandaríski strengjakvartettinn Kronos tónleika í Borgar- leikhúsinu. Dagskrá þeirra verður mismunandi og í kvöld leika þau m.a. tvö lög Sigur Rósar. listahátIð Eins og sérvitringum hæfir er talandi David Harr- ingtons, fiðluleikara Kronos strengjakvartettsins, hægur, djúp- hugsinn og andvarpar léttilega áður en hann talar. Maðurinn leitar langt inn í heilabúið áður en ákveð- ur hvaða strengi hann á að plokka í. Svo svarar hann skýrt og hnitmið- að spurningunni hvort Kronos sé með starfssemi sinni að reyna að brúa bilið á milli dægurmenningar og klassískrar tónlistar? „Þetta er áhugaverð spurning, af því að ég hef aldrei hugsað um þetta þannig," segir David. „Það eru til svo margar hliðar og teg- undir tónlistar sem hafa ekki ver- ið hluti af strengjakvartettum. Mig hefur langað til þess að bæta þeim við. Ég nota eyrun til þess að rannsaka hluti. Því meira sem ég hlusta á tónlist, hvort sem hún kemur frá tónskáldum, hljóm- sveitum eða öðrum tónlistarmönn- um, því meira langar mig að að- laga tónlist heimsins inn að tón strengjakvartettsins." David notar dæmi og segir t.d. að „Purple Haze“ með Jimmy Hendrix og „Black Angels“, verk George Crumb samið fyrir upp- magnaðan strengjakvartett, hafi haft svipuð áhrif á hann. Kronos hefur tekið hljóðritaði bæði verk. „Sum tónlist þarf á sparki í rassgatið að halda reglulega. Þetta á ekki aðeins við strengjatónlist. Allt fer í hringi, og það er mögu- legt fyrir hljóðfæraleikara að end- urvinna strauma." Á tónleikum Kronos í Borgar- leikhúsinu í kvöld verða tvö lög Sigur Rósar á dagskránni. Þetta er lögin „Ný Batterí" og „Starálfur" af breiðskífunni „Ágætis Byrjun'*. „Ég heyrði plötuna þeirra fyrir einu og hálfu ári og ég gat ekki hætt að hlusta á hana. Ég reyndi að koma mér í samband við þá og síðasta október voru þeir í Los Angeles á sama tíma og við vorum að hljóðblanda nýjustu plötuna okkar. Jónsi og Kjartan mættu á staðinn. Þeir voru með tónleika sama kvöld sem ég svo fór á. Þeir voru ótrúlegir. Mér finnst þeir vera nútíma tónskáld. Við erum dís Sveinsdóttir dósent og dr. Eirlkur Líndal sálfræðingur. 16.15 Ólafur Ragnar Helgason heldur fyrirlestur til meistaraprófs við tölvunarfræðiskor verkfræðideild- ar Háskóla íslands I stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga. Verkefni Ólafs nefnist Stjómun grann- fræði í einföldu og sjálfskipandi margvarpi Hann lýsir stýriprótókolli sem smíðar og við- heldur dreifitrjám í margvarpi. Þessi rannsóknarvinna er hluti af stærra rannsóknarverkefni um Einfalt og sjálfskipandi margvarp. Leiðbeinendur eru Gfsli Hjálmtýs- son, prófessor við Háskólann í Reykjavfk og Hjálmtýr Hafsteins- son, dósent við Háskóla íslands. Prófdómari er Bjarki Brynjarsson hjá Nýherja. 16.15 Dr. Enrique Fierro, Ijóðskáld og háskólaprófessor frá Úrúgvæ, heldur fyrirlestur f stofu 101 I Odda. Fyrirlesturinn nefnist Ljóðagerð sem andspyrnuafl f Rómönsku Ameríku og fjaliar um Ijóðagerð f þessum heims- hluta á tuttugustu öld. Hann verð- ur fluttur á spænsku en þýddur jafnharðan á islensku. TÓNLEIKAR_________________________ 20.00 Kronos-kvartettinn heldur fyrri tónleika sfna f Borgarleikhúsinu. Á efnisskránni eru meðal annars útsetningar á tveimur lögum eftir Sigur Rós. Hluti af dagskrá Lista- hátiðar í Reykjavlk. 21.00 Sigaunasveitin Taraf de HaVdouks heldur fyrstu tónleika sína á Broadway. Þetta er fjórtán manna sveit frá Rúmeníu, sem nýtur gríðarlegra vinsælda um all- an heim. Hluti af dagskrá Listahá- tfðar f Reykjavík. 22.00 Hljómsveitin Rými frá Keflavlk spilar á Gauki á Stöng. Rými gaf nýlega út sfna fyrstu breiðskífu, Unity, for the first time. FYRIRLESTRAR 11.00 Ólöf Kristjánsdóttir ver meistara- verkefni sitt f hjúkrunarfræði í stofu 6 á fyrstu hæð f Eirbergi. Verkefni hennar nefnist Tónlist til að draga úr sársauka við 9. bekkjar bólusetningu í vöðva. Leiðbeinandi er Dr. Guðrún Krist- jánsdóttir og prófdómarar Dr. Her- ÞRIÐJUDAGURINN 28. MAÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.