Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2002 ÞRIÐIUDACUR SPURNINC DAGSINS Fórst þú á kosningavöku á kosninganótt? Já, ég geri það alltaf, það tilheyrir kosninganóttinni. Örvar Arnar Árnason, smiður. SPRÆKLECIR GRÍSIR í mars, apríl og maí 2002 fór fram eftirlits- verkefni Hollustuverndar ríkisins og Heil- brigðiseftirlits sveitarfélaga. Öll svínakjöt- sýnin voru talin söluhæf samkvæmt regl- um heilbrigðisráðuneytis og vinnuhandbók Hollustuverndar hvað varðar saurkólígerla og salmonellu. Saurkólígerlar og salmonella: Svínakjöts- synmoll söluhæf heilbricðismál Svínakjöt sem til sölu er í verslunum hér uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess um gerlamengun og salmonellu. Salmonella fannst hvergi í sýnum í eftirlitsverkefni Hollustuvernd- ar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga þar sem kannað var örveruástand svínakjöts. Niður- stöður rannsóknarinnar voru kynntar fyrir helgi. Þá kom fram að magn saurkólígerla í kjötinu var undir viðmiðunarmörkum. Hollustuvernd brýnir fyrir neytendum að gegnsteikja svína- kjöt og gæta fyllsta hreinlætis við matreiðslu þess til að koma í veg fyrir hugsanlega krossmengun. ■ ERLENT * Irak segist hafa skotið niður ómannaða breska eða banda- ríska könnunarflaug yfir norður- hluta landsins á sunnudagsmorg- un. Bandaríkin segja þetta ekki rétt. Leiðtogar Rússlands og aðildar- ríkja NATO hittast í Róm í dag til þess að stofna formlega samstarfsráðið, sem utanríkis- ráðherrar sömu landa gerðu sam- komulag um í Reykjavík um miðjan maí. Á fundinum verður einnig rætt um væntanlega stækkun NATO George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, heimsótti í gær grafreit bandarískra her- manna sem féllu í innrásinni í Normandí árið 1944. „Sá dagur kemur aldrei, að Bandaríkin gleymi þeim,“ sagði Bush. Saumavél í brúnni tösku olli hræðslu í Kaupmannahöfn í gær. Sprengjusérfræðingar voru fengnir til að rannsaka töskuna, sem fannst í reiðileysi á götu úti fyrir utan samkunduhús gyðinga þar í borg. Nokkrum götum var lokað um hríð af ótta við að saumavélin væri sprengja. Héraðsdómur Reykjavíkur ætlar að dæma í nágrannadeilum í Skerjafirði: Nágrönnum gert að verjast Kára fyrir dómi ðómsmál Héraðsdómur Reykja- víkur hefur hafnað frávísunar- kröfu væntanlegra nágranna Kára í Skerjafirði. Málinu verður því haldið áfram. Nágrannarnir höfðu kært byggingarleyfi sem borgin veitti Kára vegna fyrirhugaðs einbýlis- húss á Skeljatanga 9. Úrskurðar- nefnd skipulags- og byggingar- mál felldi leyfið úr gildi í fyrra. Arngrímur ísberg héraðsdóm- ari vísaði hins vegar frá máli Kára gegn Reykjavíkurborg og úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Hann sagði þessa aðila ekki eiga hagsmuni í málinu. Nágrannar Kára, Guðmundur Jónsson og hjónin Herdís Hall- varðsdóttir og Gísli Helgason, vildu að máli Kára gegn þeim yrði vísað frá dómi vegna van- reifunar. Dómarinn taldi kröfu- gerð Kára hins vegar skýra og að fullu ljóst á hverju hún byggir. Einnig hafnaði hann þeirri rök- semd nágrannana að vísa bæri málinu frá þar sem Kári hefði ekki gætt þess að stefna öðrum íbúum í nágrenninu sem einnig hefðu kært. Kæra þess fólks beindist hins vegar gegn breyt- ingum á deiliskipulagi á lóð Kára en ekki að útgáfu byggingarleyf- isins sem deilan snýst um. ■ Bólusett við heilahimnubólgu Oll börn frá þriggja til átján ára bólusett gegn sjúkdómum af völdum meningókokka af gerðinni C. bólusetningar Ákveðið hefur ver- Sjúkdómurinn veldur lífs- hættulegri heilahimnu- bólgu og sýk- ingu í blóði og dregur hann einn af hverj- um tíu til dauða —♦— ið að hefja bólusetningu á börnum frá þriggja mánaða til átján ára aldurs gegn meningókokkasjúk- dómi C. Sýkingum af völdum þessarar tegundar heilahimnu- bólgu hefur mjög fjölgað á undan- A . förnum árum og hafa að jafnaði greinst tíu tilfelli á ári að sögn Harald- ar Briem sóttvarn- arlæknis. „Sjúk- dómurinn veldur lífshættulegri heilahimnubólgu og sýkingu í blóði og dregur hann einn af hverjum tíu til dauða. Auk þess er alltaf hætta á faraldri á tíu til tuttugu ára fresti þar sem tugir barna og unglinga geta veikst." Haraldur segir undirbúning bólusetningarinnar standa yfir og reiknar með að það taki minnst tvö ár að bólusetja öll börn til átján ára aldurs. Þær hefjast síðar á þessu ári. „Sjúk- dómurinn herjar helst á börn 1-5 ára og 14-18 ára en um ástæður þess er ekki vitað.“ Harald- ur segir að stutt sé síðan tekist hafi að framleiða bóluefni geng meningókokk- um C sem veitir varanlega vörn. „Það hefur þegar Bretlandi og á ír- TEKUR ALLT AÐ TVÖ ÁR Haraldur Briem telur að allt að tvö ár takí að bólusetja alla. verið reynt i landi með góðum árangri en þar er tíðni sjúkdómsins svipuð og hérlendis." Þórólfur Guðnason barnalækn- ir og sérfræðingur í smitsjúkdóm- um barna segir að eftir að Bretar hafi byrjað að bólusetja hafi sjúk- dómstilfellum fækkað um 90% og það sé ekki ástæða til ætla annað en árangur hér verði svipaður. HEILSUVERNDARSTÖD REYKJAVÍKUR i . Ift ■■■ , rprkI flVARNADEILD Q>* LÚSg^@^'^KLAVARNADEILD TRÚNAÐARLÆKNIR ATVINNUSJÚKDOMADEILD OG HEILSUVERNDARSTÖÐIN VIÐ BARÓNSSTÍG Bólusetningarnar eru í undirbúningi og hafist verður handa síðar á þessu ári. „Heilahimnubólga af völdum men- ingókokka B var til skamms tíma mun algengari hér en tilfellum hefur fækkað til muna. Ekki hefur tekist að framleiða gott bóluefni gegn þeirri tegund en það lætur nærri að tilfellin séu sjö á móti þremur hvað C gerðin er algeng- ari.“ Þórólfur segir sjúkdóma af völdum meningókokka mun al- gengari hér en í nágrannalöndun- um að Bretlandseyjum undan- skyldum. „Það er ekki vitað hvers vegna og það er enga skýringu að finna á því nema tilgátur einar.“ Þórólfur vill árétta að þó með þessari bólusetningu takist að fækka mjög tilfellum af völdum meningókokka af gerðinni C mun sjúkdómurinn ekki hverfa með öllu. bergljot@frettabladid.is Hótelið á Þingvöllum opnar 7. júní: Nýr vert á Valhöll þingvellir Elías Einarsson veit- ingamaður í Borgartúni 6 ehf. mun reka veitinga- og gistiþjón- ustu á Hótel Valhöll í sumar. For- sætisráðuneytið valdi fyrirtæki Elíasr úr hópi þriggja fyrirtækja sem buðu í reksturinn. Að sögn Guðmundar Árnason- ar, skrifstofustjóra í forsætis- ráðuneytinu, mun ríkið sjá til þess að grunnþættir, eins og vatn, frá- rennsli og rafmagn sé fyrir hendi og í lagi. Borgartún 6 ehf. muni hins vegar leggja út í talsverðar endurbætur í hótelinu sem nauð- synlegar séu til að selja megi þar þjónustu. Fyrirtækið á að auki greiða leigu sem tengd verður tekjum af rekstrinum. Gistiaðstaða er fyrir 59 manns á Hótel Valhöll. Nokkur breyting verður á gistiþjónustunni því hún mun eiga verða fábrotnari en áður, meira í ætt við bændagist- ingu. Til dæmis verða ekki símar eða sjónvörp á herbergjum. Elías Einarsson segist stefna að því að opna hótelið 7. júní nk. og halda því opnu út september. í matseldinni muni hann m.a. HÓTEL VALHÖLL Elías Einarsson veitingamaður í Borgartúni 6 ehf. mun reka veitinga- og gistiþjónustu á Hótel Valhöll I sumar. leggja áherslu á silung úr Þing- vallavatni og lambakjöt. Hlaðborð verði allar helgar. Nýi hótelhaldarinn á Þingvöll- um segir reksturinn leggjast vel í sig: „Eg er ævintýtamaður og stóðst ekki þessa áskorun." ■ Grandi hf.: Rekstrar- tekjur aukast sjávarútvegur Grandi og dóttur- fyrirtæki þess, Faxamjöl, hagnað- ist um 575 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002. Á sama tíma í fyrra var hagnaður- inn 68 milljónir króna. Rekstrar- tekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 1.673 milljónum króna sam- anborið við 1.257 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári og jukust um 33%. Hreinar fjármunatekjur námu 193 milljónum króna samanborið við 128 milljóna króna gjöld á sama tíma árið 2001. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Sýkn af kynferðisbroti: Orð gegn orði dómsmál Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa þuklað á 13 ára stúlku var í gær sýknaður í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Stúlkan mun hafa verið gest- komandi hjá manninum. Orð stúlkunnar stóð gegn orði mannsins sem neitaði öllum ásök- unum um kynferðisbrot gegn barninu. Dómarinn sagði ekki hægt að dæma manninn enda væru þau aðeins tvö til frásagn- ar. Engin sýnileg gögn sem styddu ákæruna hefðu komið fram í málinu. ■ ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR Sköpum skiptir i sjávarháska að upplýsing- ar berist björgunarmönnum fljótt og ör- ugglega. Sjálfvirka tilkynningarskyldukerfið þykir bylting að þessu leyti. Sjálfvirka tilkynningarkerfið: Tíðar tækjabilanir öryggismál Starfshópur á vegum samgönguráðuneytis segir sjálf- virka tilkynningarskyldukerfið, STK, fyrir báta undir 24 metrum hafa sannað gildi sitt. Hins vegar þurfi að sníða ýmsa agnúa af kerf- inu. Alls hafi 97 tæki af um 1500 bilað á tveimur árum. Einnig hafi lofnet meira en 140 tækja bilað. Senda þarf tækin til Bretlands til viðgerða. Það hefur hingað til tek- ið of langan tíma, eða um sex vik- ur. Samið hefur verið um að þessi tíma verði styttur niður í tvær til þrjár vikur. Starfshópurinn segir að fjölga þurfi varatækjum sem hafi reynst vera of fá til að anna eftirspurn. Starfshópurinn segir að stytta þurfi tímann sem þarf til að þrýs- ta að neyðarhnapp. í dag þurfi að þrýsta á hnappinn á fimm sekúnd- ur til að neyðarskeyti skili sér. Stytta þurfi þennan tíma í eina sekúndu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.