Heimdallur - 01.11.1884, Page 2

Heimdallur - 01.11.1884, Page 2
Krossgangan. Eptir Kristian Elster. Uppi á eyöi fjöllum milli byggða í Noregi eru hér og hvar heiðabæir, er svo eru kallaðir, par sem góð er útbeit. Yfir bæjum þeim, sem ei'U nokkuð úr þjóðleið milli héraða, livílir slík ömurleg depurð, að hverjum þeim rís hugur við, sem er óvanur því, að sjá mannbýlí uppi við jöklabörð. Ef mann ber sjálfan að úr neðri byggð og auðugri, ef maður kemur beint út úr menn- ingarlífinu með margbreytni þess og litafjöld, ineð hugsunarveldi það, sem í því ríkir, eða þegar svo vill til, sem nýlega skeði, aö loptfar ber upp á þessar jökulköldu slóðir eins og hita- gust úr stórbruna í heimslífinu, og leiðir tvær myndir, mynd hins æsta heimslífs og mynd hins dapurlegasta fjallalífs, -fram fyrir hugsjón manns, — þá leitar hugurinn um hríð fyrir sjer að ein- hverju sambandsmerki, er beri vott um, að maður hafi fyrir sjer sama mannlífið með hinum sömu frumkröptuin, og þaö er eins og maður verði reykull í trúnni á hið mikla orð um sam- eiginn uppruna alls mannlífs, sameigin frum- kjör og sameigna lífsvon; það er eins og maður hefði fyrir sjer kalinn iim á hinni miklu skepnu, og maður fær ekki bundizt þeirrar spurningar: hví var þetta skapað? Og líti maður einungis á hið ytra líf hjer efra, þá leysist heldur ekki trú manns og traust úr þeim klakalæðingi, sem fjötrar það eins og hann fjötrar víðlendiö, sem augað starir út yfir. Ef maður kemur hingað um vetrartíma, þegar öskrandi byljir dynja á hinni íeykilegu víðáttu, þegar allt er hvítt sem rjúkandi sær, hvfnandi moldviöri, er keyrir niður fannir, sem hylja mann og hest og færa húsin í kaf upp að þakskeggi; ef maöur er staddur hjer í þessari æðisgengnu vetrar grimmd, seni vofir yfir dal- botninum þarsem sjórinn hinsvegar grefur von dalbúa, og ef Ijóstíra úr húsi niðri í fannkerginu þytur vindarins og skruðningur í snjóskriðu er hinn einasti lífsvottur, — þá verður vonin um, að þetta líf standi í sambandi við hið auðugra líf á neðri stöðuin, að ljósi, sein blaktir í vindi. Og þegar maður daginn eptir slíkt óveður sjer fólk, sem er eins og skinin bein, verða að grafa gat á snjóinn til að fá sjer lopt og Ijós, þá lítur so út sem ervitt sje fyrir þessa fjallabúa að afla sjer meira enn solítillar andlegrar glætu, so að hægra verði að lifa nýja nótt niðri í snjónum. I'egar vorið kemur þá lítur so út sem það hafi ekki önnur áhrif á fjallahúana enn þá lángi út í víða veröld, eðaað minnsta kosti niðrí dalinn, þar sem þeir sjá, að vorið muni vera miklu blíðara, því upptil fjallanna éi' ennþá skafl við skafl um allar heiðarnar. Eins er hver á lögð ennþá, nema kannske rjett við bakkana. Um þessar mundir er reyndar fariö yfir fjallið. I’að eru einkum verzlunarmenn, sem eiga leiö milli byggðanna, en vegurinn er ekki betri enn so, að fjallabúar verða að fylgja þeim og tosa far- ! angri þeirra yfir fannirnar. Eegar sumartíminn er löngu búinn að þýða allar menjar um veturinn niðri í byggðinni og allt er á tjá og tundri um i sveitina, þá fer líka loksins að þiðna og grænka upp til fjallanna, en þaö er mjög óvíða að risið i sje hærra enn so, að móleitt lyng eða grár mosi koini í staðinn fyrir snjóinn. Nú fer maður og maður að leggja leið sína upp og fjallabúarnir bregða sjer líka niður í sveitina, en hvaða tími árs sem er eru viðskiptin milli fjallabúanna og allra annara manna á guðs grænni jörðu mest fólgin í sögum, sem hafa opt verið færðar und- arlega í stílinn á leiðinni og taka þá ekki síður stakkaskiptum þarna uppi í kuldanum. Ik) þetta andlega líf sje ekki mikið, þá er þaö þó vottur um, að fjöllin eru byggð ból og víst er það að fjallabúarnir eru menn eins og hverir aðrir. Hið andlega líf kemur að vísu opt undarlega f'ram uppi á heiðunum, eins og eðlilegt er. Ikið er opt í þvl kyrkingur eins og hrísi og það er opt eins hrufótt og hrísbörkurinn, en enginn efast lengur um það, að sama eymd vofi yfir lífinu hjer og annarstaðar. I’að sjá allir, að það er sami harmurinn, sem hrjáir það og sama sólbirtan, sem veitir því vöxt og viðgang. Mað- ur heyrir opt getið um grimmd og blóðsúthell- ingar í stórorustum. Sömu hvatirnar eru til hjá fjallabúum. Ef einhver hetjuskapur kemur fyrir í stórlöndunum þá gengur maður undir mannshönd að bera hann út. Sami hetjuskapur- inn kemui' fyrir þarsem þessi saga gjörist, en

x

Heimdallur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.