Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 1
MlmJ 37244 — tv»r linnr Haítar hrelnnatSlr og endnrnýJatUr. Betrl hreinsan Jafnðdýr. nýtíaku lttunar og fatahrelna- í Kanada. V*rk unnih A. 1 d»KÍ- BLLICE AVE., and SIMCOB STR. Winnipeff —x— Man. Dept. X. XLJTI. ARGANGUR MH>WKUDAGINN WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 NÚMER 41 AF KIRKJUÞINGINU fíins SameinaSa Kirkjufélags Islend- inga í Norður-Ameríku. Haldið í Riverton, Man., sl. 28. júlí— 1. júlí. Þingiö hófst kl. 2-30 e. h. föstudag- inn 28. júní, meö því aö sunginn var sálmurinn nr. 638, og því næst flutt í>*n, af séra Friörik A. Friðrikssyni. Flutti þá forseti Kirkjufélagsins, sr. Fagnar E. Kvaran þingsetningarræöu ■sína, eða ársskýrslu. Þessir fultrúar og starfsmenn voru snættir; , Fulltrúar safnaða: P. K. Bjarnason, Árborg Jóhann Sæmundsson, Arborg Mrs. Guörún Johnson, Árnes Alex Melsted, Arnes B. B. Olson, Gimli Sigurjón Jónsson, Lundar A. J. Skagfeld, Oak Point S. S- Anderson, Piney S. Thorvaldson, Riverton Sigfús Sigurösson, Shoal Lake P. S. Dalman, Winnipeg Miss Elin Hall, Winnipeg Dr. M. B. Halldórsson, Winnipeg Stefán Scheving, Winnipeg O. O. Magnússon, Wynyard Pulltrúar sunnudagaskóla og ung- *nennafélaga:— Guðm. O. Einarsson, Árborg Mrs. Sigríður Árnason, Oak Point Miss Þórdís Thorvaldson, River- ton Miss Guðrún Magnússon, W’peg Thorvaldur Pétursson, M.A-, Winnipeg. Prestar og embœttismcnn Kirkjufélagsins:— Séra Guðm. Árnason, Oak Point Dr. S. E. Björnsson, Arborg Séra Fr. A. Friöriksson, Wyny- ard Séra Þorgeir Jónsson, Gimli Séra Benjamín Kristjánsson, Winnipeg Séra Ragnar E. Kvaran, W’peg. Mr. P. S. Pálson, Winnipeg Miss Guöbjörg Peterson, Wyn- yard Cand. Theol. Philip M. Pétursson, Winnipeg Dr. Rögnv. Pétursson, Winnipeg Embætismenn Sambands Kvenfélaganna: Mrs. Dr. S. E. Björnsson, Ar- borg Miss Hlaðgerður Kristjánsson, Winnipeg Mrs. séra R- E. Kvaran, W’peg Mrs. P. S. Pálsson, Winnipeig Mrs. Dr. R. Pétursson, W’peg Fulltrúar Kvenfélaga:— v Mrs. P. K. Bjarnason, Árborg Mrs- H. van Rennessee, Árborg Mrs. Guðrún Johnson, Arnes Mrs. Ingibjörg Bjarnason, Gimli Mrs. F. Sigurðsson, Riverton Mrs. Guðrún Borgfjörð, W’peg. Mrs- D. Pétursson, Winnipeg Gestir, cr þingréttindi voru veitt:— Miss A^albjiörg Björnsson, Winnipeg Björn Björnsson, Lundar Mrs. B. Björnsson, Lundar Guðm. Björnsson, Riverton Mrs. G. Björnsson, Riverton Sigfús Björnsson, Riverton Miss Björg Hallson, Winnipeg Mrs. Kapitola Johnson, Riverton Mrs. Winnie Paul, Chicago Miss Guðbjörg Sigurðsson, Winnipeg Friðgeir Sigurðsson, Riverton Jón Sigvaldason, Riverton Jón Straumfjörð, Lundar Gunnar Sæmundsson, Arborg Samkvæmt viðtekinni dagskrá lágu þessi mál fyrir til umræðu og af- greiðslu:— 1. Skýrslu^ embættSsmanna 2. Útbreiðslumál 3. Útgáfumál 4. Kennslumál 5. Fjármál 6. Samvinna við hérlenda (ensku mælandi) menn um stofnun safnaða. 7. Kosning embættismanna. 8- Ný mál Skýrslur forseta, ritara, féhirðis og bókavarðar voru samþykktar. Skýrsla bókavarðar bar með sér, að sumir söfnuðirnir éru í töluverðri bóka- skuld við félagið. Voru fulltrúar hvattir til að ýta undir framkvæmd- ir í því efni heimafyrir í byggðununi. Var og fallist á að sú regla skyldi upp tekin að afgreiða ekki bókapant- anir nema borgun fylgi. Skýrsla fé- hirðis bar þess vott að undantekningar lítið höfðu söfnuðir kirkjufélagsins orðið við tilmælum þingsins í fyrra um framlög í félagsþarfir, auk þess sem Samband Kverífélagtinna laig'ði til $75.00. Reyndust að vera í sjóði, í lok starfsársins, $233.40. Bréf hafði ritara borist frá vara- forseta kirkjufélagsins, séra Albert E. Kristjánssyni, sem nú er fluttur búferlum vestur á Kyrrahafsströnd, og þjónar nú frjálslyndum söfnuði í Seattle, Wash. Sakir fjarlægðar- innar virðist nú ókleift að hann sæki þing vor eða taki annan beinan þátt í kirkjufélagsstarfi voru, og mun mörgum gömlum og nýjum samverka mönnum þykia mjög fyrir þvi. Var bréfi hans tekið með fögnuði. Lét hann hið bezta af líðan þeirra hjón- anna og horfum félagsmála vestur þar. Áður þingi lauk var sam- þykkt að senda séra Albert og frú hans kveðjur og árnaðaróskir þings- ins. Um útbreiðslumálin þótti ekki fært að gera tillögur mjög frábrugðnar þvi, sem samþykkt hefir verið á undanförnum þingum. Kirkjufélag- ið leitar að sjálfsögðu fyrir sér um stofnun nýrra safnaða, heimsókn fjarlægra prestsþjónustulausra byggða; reynir að styrkja frjálslynd trúmálasamtök, inn á við og út á við, með prestaskiftum og hverju öðru því, er horfa má til gagfns og góðs- Þá er og starf ungfrú Guðbjangar Peterson, sem ráðin er i þjónustu Kirkjufélagsins, að nokkru leyti út- breiðslustarf. Samþykkt var tillaga útgáfumála- nefndar, að hefja útgáfu tímarits, ekki seinna en með byrjun næstkom- andi októbermánaðar. Hefir nú loks ráðist svo fram úr því máli, að ekkert þykir vera til fyrirstöðu út- gáfunni. . Ritstjóri er ráðinn séra Benjamín Kristjánsson, prestur Sam bandssafnaðar í Winnipeg. Lesendur “Strauma” og fleiri, er lesið hafa rit gerðir séra Benjamíns á undanförn- um árum munu fallast á að vel hafi tekist um ráðning ritstjórans. Það tílkynnist hér með að tillögur um nafn hins væntanlega rits, eru þakk- samlega þegnar, og sendist séra Benjamín eða forseta félagsins, séra R. E. Kvaran. Eins og ávalt var ungmennafræðsl- an stærsta og örðugasta úrlausnar- efnið á þingí. Og veigamesta sam- þykktin sem gerð var í því efni laut að ráðningu ungfrú Guðbjargar Peter son, sem kennslustjóra Kirkjufélags- ins fyrir næstkomandi starfsár. A þessu liðna starfsári hefir hún unnið að skipulagningu og eflingu sunnu- dagaskólanna í nokkrum söfnuðum Kirkjufélagsins. Hlaut hún ein- róma meðmæli á þinginu, frá söfn- uðum, er hún hafði unnið fyrir. Var áhugi manna fyrir þessu máli svo mik ill á þingi, að þar safnaðist á stuttri stund nokkuð á 4. hundrað dollara í samskotum til þess að unnt væri að endurráða ungfrú Peterson. Þykir hlýða að birta hér álit kennslumála- nefndar, eins og það var samþykkt söfnuðunum til leiðbeiningar. “Nefndinni kemur saman um, að aldrei verði það ofbrýnt fyrir Kirkju félaginu og söfnuðum þess, að nauð- syn beri til að leggja hina mestu rækt við kennsluna í sunnudagaskólunum, og eflingu þeirra út á við- Hún telur það óyggjandi að nái þeir að vaxa innan safnaðanna og áhrif þeirra að komast út til umhverfisins, sé fram- tið Kirkjufélagsins borgið. Hún bend ir á, að í þeirri viðleitni á Kirkjufél- agið öflugan bakhjarl, þar sem eru alþýðuskólar ríkisins, er veita börnum undirstöðuþekkingu á lögmálum lífs- ins hið ytra, sem byggð er á vísinda legum athugunum, og létta hlýtur mjög undir með trúarbragðakennsl- unni. A því, að hagnýtt yrði þessi mikla hliðstæða kennsla, hafa verið ýmis- konar vandkvæði, og þó mest fyrir þá sök, að skort hefir til þess 'hæfan kennslustjóra, er gefið gæti sig ein- göngu við þvi verki, leiðbeint sunnu dagaskólunum inn á þessar'brautir, og samrýmt hina trúfræðislegu upp- fræðslu hinni alþýðlegu. Með þvi nú, að fram úr þessum vandræðum virðist að nokkru leyti ráðið, með kenara þeim, er starfað hefir á veg- um Kirkjufélagsins, á síðastliðnu ári„ ungfrú Guðbjörgu Peterson, er útskrifaðist síðastliðið vor, með lof- samlegum vitnisburði, frá Tucker- man kennaraskólanum í Boston, leyf- ir nefndin sér að leggja til: 1. Að ungfrú Guðbjörg Peterson sé ráðin til þess, að hafa eftirlit með og leiðbeina kennslu og skólahaldi Kirkjufélagsins á næstkomandi ári. Jafnframt starfi hún að eflingu og útfærslu safnaðanna, á hverjum þeim stað er skólahaldi verður viðkomið. 2. Til þæginda við niðurhlutun starfsins, skal svæði því, er Kirkju- félagið grípur yfir, skift niður í sex skólaumdæmi, og skal kennslustjóri hafa umferð yfir öll umdæmin á ár- inu, með tveggja mánaða dvöl í hverjurh stað. Umdæmin eru þessi: 1. Winnipeg 2. Riverton og Árborg 3. Oak Point og Lundar og ná- grennið 4. Suður Nýja Island 5. Vatnabyggð 6. Piney og Langruth. Að loknum starfstíma í hverju um dæmi skal kennslustjóri senda ítarlega skýrslu til forseta Kirkjufélagsins og taka þar fram: tölu nemenda og kennara í hlutaðeigandi skóla; tölu kennslustunda með kennurum og nem endum; tölu heimsókna og viðtals- funda, til útbreiðslu safnaðanna; svo og annað það, er kennslustjóra skyldi hugkvæmast að starfa málefninu til eflingar, og árangrinum af iþví. 1 laun greiðist kennslustjóra $900.00 vfir árið, auk fæðis og húsnæðis, er hver söfnuður leggi fram ókeypis, þann tíma er kennslustjóri dvelur hjá honum. Hvert skólaumdæmi igreiði að hálfu leiti launin, þann tíma, sem hjá þvi er unnið, en Kirkjufélagið að hálfu — og sé nú þegar leitað gjafa og loforða upp í launaupphæð þá, er Kirkjufélagið ábyrgist. Skulu þau loforð greidd fyrir lok næstkom- andi júlínaánaðar.” Ef söfnuðir Kirkjufélagsins búa sig vel undir að notfæra sér starf ung frú Peterson, svo og að sjá hinni fjárhagslegu hlið starfsins borgið, má búast við hinum bezta áranigri af þessum ráðstöfunum, og almennri á- nægju innan safnaðanna. Allir finna og játa að æskulýðsfræðslan er aðalmál og mesti ábyrgðþrhluti heimila og safnaða. Til þeirra hluta er aldrei of mikið fórnað, þegar von eða vissa er fyrir því, að einhverju verði umþokað til hins betra. Annars er naumast ástæða til að halda að fjárhagshlið starfs þessa verði um- dæmunum tilfinnanleg, því að vænt- anlega hefir kennslustjórinn samkom ur með nemendum sínum að skilnaði, sem efalaust verða ágætlega sóttar og ættu að borga, að mestu, kostnað- inn. (Framh.). Fyrirlestrar Dr. Vilhjálms Stefásssonar Hinn ágæti fræðimaður og rithöf- undur Vilhjálmur Stefánsson, fer um Kanada í sumar fyrirlestrarferð á vegum hins volduga fyrirlestra- fræðslufélags “The Canadian Chau- taquas.” Sem fyrirlesari þykir dr. Vilhjálmur allra manna áheyrilegast ur, ber jafnt að öðrum í því, sem rit- og fræðimennsku, enda er hon- um teflt fram, sem helzta aðdráttar- afli félagsins í allri þessari ferð. Þyrpast menn að óralangar leiðir til þess að hlusta á hann, og Islendingar auðvitað ekki sízt, enda er nú töluvert um liðið, síðan hann var hér nyrðra siðast á fyrirlestraferð. Sökum þess, að víða hafa menn kvartað yfir því, að þeir hefðu ekki fengið vitneskju um fyrirlestrahald dr- Vilhjálms, fyr en jafnvel um seinan til þess að ná til þess að hlýða á hann, fer á eftir skrá yfir fyr- irlestraferðir Vilhjálms Stefánssonar um Sléttufylkin og Ontario, frá því að þetta blað nær til lesendanna. Júlí 16.—Rosetown, Sask. 17. —Conquest, Sask. 18. —Kerrobert, Sask. 19. —Kindersley, Sask. 20. —Cereal, Alta. 22. —Youngstown, Alta. 23. —Delia, Alta. 24'—Gleichen, Alta. 25. —Duchess, Alta. 26. —Calgary, Alta. 27. —Calgary, Alta. 29. —Calgary, Alta. 30. —Vulcan, Alta. 31. —Nanton, Alta. Aug- 1.—Claresholm, Alta. 2. —Cardston, Alta. 3. —Lethbridge, Alta. 5. —Taber, Alta. 6. —Swift Current, Sask. 7. —Virden, Man. 8. —Souris, Man. 9. —Reston, Man. 10.—Melita, Man- 12. —Deloraine, Man. 13. —Pilot Mound, Man. 14. —Killarney, Man. 15. —Brandon, Man. 16. —Kenora, Ont. 17. —Dryden, Ont. 19.—Fort William, Ont. 20—Fort Wiliam, Ont. 21. —Port Arthur, Ont. 22. —Sioux Lookout, Ont. 23. —Winnipeg, Man. 24. —Winnipeg, Man. 26. —Rainy River, Ont. 27. —Fort Francis, Ont. Héðan fóru á mánudagsmorguninn áleiðis til Norðurálfunnar frú Sig- riður og Asmundur P. Jóhannsson byggingameistari, og í för með þeim ungfrú Helga Stevens, bróðurdóttir frú Jóhannsson. Stíga þau á skips- fjöl í Montreal, og er ferðinni heitið til Wiesbaden á Þýzkalandi, þar sem frú Jóhannsson mun hafa í hyggju að dvelja þó nokkurn tíma, sér til hressingar og heilsubótar, og verður ungfrú Stevens þar einnig henni til samlætis. Ásmundur hefir sennilega stutta viðdvöl á Þýzkalandi, en hrað ar för sinni til Islands, til þess að ná í eitthvað af sumarblíðunni norðan- lands, en á Islandf er sennilegt að hann dvelji til næsta sumars.—'l'ök um vér undir árnaðaróskir hinna mörgu vina þeirra hjóna um endur- hressingu og hverskonar fararheill í ferðinni. Salmagundi Þekktur ritdómari komst þannig að orði um bók Henri Barbusse, “Un- der Fire,’ þegar hún kom út í enskri þýðing, að þar hefði lýsing á nútíð- ar bardaga náð hámarki, ef miðað er við reynslu óbreytts liðsmanns. En nú hefir ungur, þýzkur maður, Erich M. Remarque, sem á átjánda aldurs- ári, sogaðist inn í “sjálfboðalið” keisarans og þjónaði honum i þrjú ár í skotgröfunum, ritað bók (“All Quiet on the Western Front”) sem þykir taka Barbusse fram að mörgu leyti. Er þar sagt hispurslaust frá lífi, líðau og athöfnum hins óbreytta liðsmanns í þýzka hernurn. En sag an er þó meira en saga þýzks liðs- manns; þar talar höfundurinn ósjálf- rátt fyrir munn allra hugsandi liðs- manna, undir hvaða merki sem þeir kunna að hafa verið. Enda ber sala bókarinnar því vitni, að hún sé ekki bundin merkjalínum. Innan 30 daga frá því, er hún var fyrst prent uð á Englandi (i apríl s. 1.), höfðu tiu endurprentanir selst upp. Mér er nær skapi að halda að hverjum þeim, sem í það leggur, að lesa þessa bók, sé hentast að vera viðbúinn árekstrum. Og sé honum gjarnt til að ganga framhjá, með ó- hýru hornauga, þar sem lífið birtist í nekt sinni og neyð, afklætt flíkurn siðvenjanna, þá sé honum fyrir beztu að láta lestur hennar sér undir höfuð leggjast í eitt skifti og öll. Því að þar mun margur kannast við sjálfan sig, og mannskepnuna, eins og hún er undir hjúpi venjanna. * * * Höfundurinn lýsir ekki aðeins æfintýrum sínum og lífi í stríðinu, heldur og einnig áhrifum þess á innri mann sinn. Hann finnur sig dauða dæmdan, hvort sem hann kóklast af með líkamlegri líftóru eða ekki. Þeg ar hann rekur rýting sinn í kviðarhol franska liðsmannsins, og bindur svo sár hans og hjúkrar honum eins og móðir sjúku barni sinu, unz hann deyr, fullur harms og örvæntingar, þá íinnst honum lífið óbærilegt. Svo koma frídagarnir, og löngunin til að hrista af sér þunga stríðsins færir honum ný æfintýr, algeng og eðlileg, en sem flestir höfundar kjósa heldur að renna sér glissandi yfir í frásögn. En !>ar gengur hann hreint að verki, sem annarsstaðar, og þar verður kannske flestum lesendum bókarinn- ar það á, að þykja helzti langt far- ið. * * * V'eigamestu kaflar bókarinnar eru vafalaust þeir, sem flytja samtöl her mannanna hvern við annan. Þeir skeggræða um lxfiíS og veröldina, um menn og málefni, og innra eðli at- vikanna. Eitt slíkt samtal hefst eftir að keisarinn, ásamt skara af fyrirliðum, hefir litið yfir hersveit- ina. Höfundurinn og nokkrir af félögum hans flatmaga í grasinu og masa saman. “Það sem ég vildi fá að vita,” segir einn, “er það, hvort nokkuð hefði orðið af styrjöld, hefði keisarinn sagt “Nei.’ ” “Eg >er sannfærður um,” segir annar, “að hann var stríðinu mót- fallinn frá upphafi-” “Jæja þá, ef hann, og svo sem tutt ugu eða þrjátíu aðriif hefðu allir sagt ‘Nei.’ ” “Hvað sem um það er,” segir hinn, “þeir sögðu “já,” í fjandans nafni...” “Skritið. Við erum hér að verja föðurlandið og Frakkarnir eru að verja sitt föðurland.. Prestar og prófessorar okkar segja að okkar málstaður sé sá rétti, og prestar og prófessorar Frakka segja að málstað- ur þeirra sé sá rétti. Hvað um það ?”... “Utm hvað er þá þessi bölvaður skollaleikur ?” Kat ypptir öxlum. “Einhverjum er hann sjálfsagt gagnlegur.” “Jæja, ég er ekki í tölu þeirra.” “Nei, og enginn annar hér um slóð ir.” “Hverjir eru þá þeir, sem stríðið er í hag? Ekki keisarinn. Hann hafði þegar allt, sem nokkur gat æskt.” “Eg er ekki svo viss um það. Hann hafði aldrei fengið styrjöld til að leika §ér að. Og hver fullmektugur keisari þarfnast að minnsta kosti eins ófriðar, annars yrði hann ekki eins frægur. Lestu skólabækurnar.” “Og þá hershöfðingjarnir,” bætir Detering við; “þeir verða frægir af stríðum.” “Já, öllu meira en keisarar.” “Og svo eru fleiri, sem græða fjármunalega á stríðinu, það er víst-” * * * Eitt af því, sem er merkilegt við þessa bók, er það, að þar er svo að segja hvergi minst á guð eða for- sjónina, og er það bending um það, sem sá, er þetta ritar, hefir áður vik- ið að, að trú og umhyggja fyrir sáluhjálp og öðru lífi lágu í mjög litlu rúmi allflestum þeirra, er nokk urn verulegan þátt tóku í orustum stríðsins mikla, þrátt fyrir nærvist dauðans og það, að þeir máttu eiga hans von 'hvenær sem var. Eg þótt- ist skilja, að þetta umhyggjuleysi her mannsins ætti rót sina í trausti hans á herra lífs og dauða, að dóqiur hans yrði réttur og óvilhallur, þegar yfir kæmi, hvað svo sem formlegum með- mælum eða öðrum sáluhjálpar með- ölum liðu. Nú finnst mér ég skilja þetta á nokkuð annan veg — að um- hyggjuleysið stafaði beinlínis af trú- leysi á guð og annað líf, að liðsmaður inn kom þar fram eðli sínu sam- kvæmt, og laus við álög venjanna. Hvor af þessum skoðunum er nær sanni, verður ekki sagt, en víst er um það, að flestir líkamlega heilbrigðir hermenn í styrjöldinni miklu, létu sig eilífðarmálin mjög litlu skifta, eins I og sjá má af þessari bók, hversu á- kaft sem heimasetu-berserkir ákölluðu l guð og forsjónina til vitnis og hjálp- ar. * * * Eg get hispurslaust mælt með þess ari bók, sem alvarlegri hugvekju hverjum þeim, er í einlægni Ieitar sannleikans. Hún er meira en saga óbreytts liðsmannsins; hún er fyrst og fremst ádeila á þá falsmenningu, sem gerði mögulega styrjöldina miklu. Þar í er að finna kjarna hennar og sál. —L. F. Fjær og nær. Messur Séra Ragnar E. Kvaran messar í Sambandskirkju, á horni Banning og Sargent stræta á sunnudaginn kemur, 14. þ. m., kl. 7 síðdegis- Cand. Theol. Philip Pétursson flyt ur messu á ensku í Sambandskirkju i Winnipeg. á sunnudaginn kemur 14. þ. .m., kl. 11 f. h. Séra Þorgeir Jónsson rtiessar að Árborg næstkomandi sunnudag, 14. iþ. m., kl- 2 e. m. Ungmennafélagið “Aldan,” yngri deildin, fer skemtiferð niður til Gimli á sunnudaginn kemur, 14. þ. m. Verður lagt á stað frá Sambands- kirkju á horni Sargent og Banning stræta á sunnudagsmorguninn, og eru allir þátttakendur fastlega áminnt ir um að vera komnir þangað eigi síðar en kl. 9 f. h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.