Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 9

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 9
'WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 HEIMSKRINGLA 9. BLAÐSÍÐA K A N A D A sosooooccoecoooooooðo&soooecccocceeooecccoccocccocoa FRÉTTIR | HiococeocoeosoccooocoGoccccosoococcososocooooosoceccoS verzlunarflugleið frá Chicago til Berlín, um Grænland og Island, hef- ir tafist alltnarga daga í Umgawa flóanum, er skerst inn úr Hudsons- flóanum 40 mílur suður af Port Burwell. Hiafa ísaþokur hindrað þá, svo svartar að ómögulegt hefir ver- ið fyrir þá að átta sig á neinu. Herm ir fregnin, sem barst hingað í gær- kveldi, að þeir ætli þó að reyna að halda áfram fluginu. Frá Regina er símað, að eftir end- urtalningu atkvæða í einstaka kjör- dæmi í Saskatchewan hafi skipast svo til, að liberalar haldi þrem sætum fleiri en conservatívar, er til þings kenutr í haust. Kveður fréttin að nú séu þingsæti svo skipuð: Liberalar 27: conservatívar 24; Öháðir 4; óháðir bændur 1; framsóknarmenn 5; frest- að kosningum í tveimur. Samkvæmt skýrslu frá hagfræðingi Hveitisamlagsins, Mr. A. Cairns, lít- ur út fyrir að uppskera hér i sléttu- fylkjunum verði miður en í meðal- lagi í sumar. Er það aðallega að Lenna langvarandi þurkurn og kuld- «rn, er gengið hafa i vor. Frá Ottawa er símaö 5. þ. m., að ílug-póstferðir í Vestur-Kanada muni befjast fullum mánuði fyr en áætlað var- Var ekki gert ráð fyrir þvi að hefja þær fyr en í októbermánuði, cr búið væri að koma upp öllum leið arljósum. En nú hefir verið af- váðið að byrja í septembermánuði og notast þá aðeins við dagsbirtuna, unz búið er að koma upp öllum leiðar- Ijósunum. BRETAVELDI Eftir siðustu fregnum sem berast frá Bretlandi, er konungur að vísu á fótum, en þó mun enn vera tölu- vert tvísýnt um það hve skjótan al- bata hann fái eftir það að honum sló niður aftur, á þann hátt, að gamla ígerðin tók sig að nokkru leyti upp aftur eins og hér hefir áður verið skýrt frá. Víðast í norðvtsturhluta Manitoba- fylkis hafa gengið þurkar og kuldar i Hðlangt vor, og uppskeruútlit því verið mjög slæmt. En fregnir, sem að berast þaðan úr ýmsum áttum, berma, að nú um helgina hafi ri'gfnt nieira og minna, því nær allstaðar á þessu svæði svo að nú sé útlit breytt til batnaðar svo um niuni.— Verkamannastjórnin á Bretlandi hefir gengið sigursæl af hólmi í fyrstu stórorustunni, er hún hefir lent í, að því er fregn frá London hermir í :gær. Báru conservatívar frant í þinginu vantraustsyfirlýsingu á hendur henni og var sú vantrausts- yfirlýsing felld með 340 atkvæðum gegn 220. Má stjórnin vel una við þann mikla meirihluta. Frá Ottawa er símað 9. þ. m., að rannsóknarráð rikisins (National Re- search Council) ætli að hefjast handa nú á næstunni til þess að reyna að ráða fram úr ýmsum hagnýtingar 'vandamáluni, til dæmis eins og þvi, bvernig megi fyrirbyiggja gerð í bunangi, er stórtjón, efnalegt, hlýzt af i Kanada ár hvert, og álveg sér- staklega hvernig helzt megi breyta svo til bóta, að unnt verði að hag- ^ýta að sem mestu leyti öll þau feikn af gasi, er fer til spillis við olíunám urnar i Alberta. Er talið að um 100,000,000 teningsfet af gasi fari þar algerlega forgörðum daglega- Verður flokkur manna skipaður til þess að rannsaka þetta, og eru auð- vitað ýmsir helztu vísindamenn og framkvæmdahöldar landsins í þeim lióp. BANDARÍKIN Frá London er símað 2. júlí að stofnað hafi verið brezkt hlutafélag, “The Palestine Economic Corpora- tion,” til þess að vinna hin afskap- legu auðæfi, er sérfræðingar telja að felist í iðrum Dauðahafsins á Gyðingalandi. Er forseti félagsins T. G. Gulloch, riddarahersir, er fyrir tólf árurn síðan gerði ítarleg- ar rannsóknir á Dauðahafinu, að fyrirskipan Allenby lávarðar. Áætlað er, að efnasambönd Dauða hafsins, er vinna má úr nauðsynleg efni séu um $1,200,000,000,000 virði. Telja sérfræðingar til dæmis, að vinna megi úr þessum brimsalta legi 2,000,000,000 tonn af “potassium chloride” og 12,000,000,000 tonn af “sodium chloride” (salti) auk geysi- legra hauga af “calcium” og “mag- nesium chloride” og magnesium “bro- mide.” NYTT FJ0LHYSI 400 Assiniboine Ave. ÞÝZKALAND Þessi mikla bygging, er hér er að ofan sýnd, hafa þeir Péturssonar bræður byggt í sumar, að 400 Assin- niboine Ave., við endan á Carltori stræti. Þeta er langstærsta og veg legasta fjölhýsi, sem reist hefir ver- ið hér í Winnipeg i sumar. Er það um 200 fet á lengd og 84 fet á breidd. I þessu veglega fjölhýsi eru 46 í- búðir, og eru það annaðhvort 5 eða 3. herbergja ibúðir. Eru herbergin í íbúðunum óvenjulega stór, svo að sjaldgæft mun vera, eða því nær dæma laust, í fjölhýsum bér í Winnipeg. Allar stofur og gangar eru eikar- klædd, og eru hurðir, gólf og dyra- umbúningar úr sama efni, beztu teg- undar. Af þessum 46 íbúðum, hafa 38 sólherbergi, sem eru alveg sérstak- lega vel og fagurlega smíðuð. Auk þess fylgja hverri íbúð bæði steypiböð og kerlaug. Hefir Mr. G- L. Stephenson séð um alla þesskonar inn- lagningu. Öll baðklefagólf eru tígulsteinlögð. Ejnnig fylgir hverri ibúð fyrir sig viðvarps-móttökutæki á þaki og er það óumræðilegur hagn- aður. En meira er þó ef til vill vert um það, að í kjallara í bygging- unni er miðstöðvar brennsluofn, er tekur við öllum úrgangi úr fjölhýsinu, svo aldrei þarf út fyrir dyr með það að fara.— Þá fylgir og hverri íbúð sérstakur rafmagns kæliskápur og auðvitað rafmagns eldavél. Sam- kvæmt allra nýjustu tízku eru eingöngu vegglampar í hverri íbúð, í öllunt herbergjunum og eru rafmagnsþræð ir lagðir þannig um bygginguna, að flytja má standlampa eftir vild, ef menn vilja þá hafa, hvert í herbergið sem er, og sömuleiðis víðvarps- hljómtæki. Þetta reisulega fjölhýsi er byggt úr vel völdum múrsteini og sérlega snot urlega frá gengið hið ytra; steinlænt að framan og ofan um glugga og dyr, og aðalinngangurinn gipssteyptur samkvæmt allra nýjustu tízku. Þetta stórhýsi er byggt rétt á bakka Assiniboinefljótsins og snýr bakhlið ir. að ánni. Er bæði ljómandi fall egt þar í kring, girt gömlum, stórum og skuggasælum trjám, og þá ekki siður fagurt og líta yfir fljótið, þar sem hið yndislegasta útsýni er yfir í River Avenue Park. Yfirleitt er þessi bygging öllum, er að henni hafa staðið til hins mesta sóma, og reyndar íslendingum í heild sinni. Yfirsmiður bygingarinnar er Thor J. Brand, byggingameistari, 726 Victor stræti. Var hann einnig yf- irsmiður fjölhýsis þess, er Péturssonar bræður reistu í fyrra. Frá Islandi. FRÁ STÚDENTUM Á ÍSLANDI Reykjavík 30. maí Stúdcntafélag Reykjavíkur hélt hinn árlega sumarfagnað sinn á Hótel ísland síðasta vetrardag. Var þar glatt á hjálla, enda var þar matast og drukkið “piment” og “klaret” að gömlum og góöum sið. Ræður voru haldnar og söngvar sungnir, og blönd uðust ómþýðar raddir yngismeyja svo vel saman við sterkar karlmanns- raustir, að áheyrendur á götu úti hugðu, að utanfararflokkurinn væri þar að leika listir sínar. Síðan voru borð rudd og var svo stiginn dans frani yfir óttu, í einingu andans og bandi friðarins. Þótti öllurn skemtun in hin ágætasta, enda var sumar og sól í sálum manna. Stúdentagarðuritin Að því, er blöðin herma, hafa þrjár sýslur, Kjósarsýsla, Vestur- Barðastr.sýsla og Rangárvallasýsla, ákveðið að gefa 1000 kr. liver í 5 ár til Stúdentagarðsins. Eiga þær þakkir skilið fyrir, hvað vel þær hafa brugðist við, er mest lá á, og vænt- anlega fylgja fleiri á eftir, enda er það nauðsyn, bæði fyrir sýslurnar og og Garðinn. Stúdcntamótið 1930 Alþingi samþykkti 10,000 kr. styrk til stúdentamóts 1930. Stúdentar á Norðurlöndum eru þegar farnir að hvggja til ferðarinnar og hafa hafið undirbúning sinn undir mótið. Mót- ið mun hafa rnjög mikla þýðingu fyrir íslenzkt stúdentalíf, en rauna- legt er það, að við skulum ekki enn- þá hafa eignast hús fyrir háskólann eða athvarf fyrir fátæka stúdenta. Verður það sízt tilhlökkunareíni að sýna hinum erlendu 'gestum stúdenta garðinn okkar, sem ennþá er ekkert nema loftkastali. Grunnurinn er til- búinn, en nieira verður sennilega ekki gert fyrst um sinn- Hvað hyggst stúdentagarðsnefndin fyrir ? Væri ekki kominn tími til fyrir hana, að gefa stúdentum almennt yfirlit um gerðir sínar og ráðstafanir, eða ætlar hún að svæfa málið til efsta dags. Það er svívirðing og hneyksli, ef ekki verður byrjað að vinna að bygg ingu Garðsins fyrir vorið 1930. Ef fé skortir dugar ekki að fljóta sof- andi að feigðarósi, heldur verður að hefjast handa. Söngbók Stúdcnta er nú uppseld fyrir löngu, og mun all fágæt manna á meðal. Hún hef- ii átt miklum vinsældum að fagna, og mörgum mun leika hugur á að eignast hana. Þess vegna hafa stú- dentar ákveðið að gefa bók þessa út á ný, aukna og endurbætta, og nefnd hefir verið kosin til að hafa umsjón með vali kvæðanna og útgáfu henn- ar. Hefir verið skorað á stúdenta að senda kvæði til nefndarinnar fyrir 1. júlí, og ættu þeir, sem við skáld skap fást, að hafa það í huga. Nefnd- ina skipa: Guðm. Finnbogason, Hall- dór Jónasson, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Ólafur Þorgrímsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Nefndin starfar í samráði við stúdentanefnd í Kaupmannahöfn og Akureyri- Söng bókin á að koma út fvrir stúdenta- mótið 1930.—(Stúd. bl.). R’vík. 12. júní Sláttur er nú byrjaður í “Hljómskálagarð- inum,” og er prýðilega sprottið, ná- lega síbreiða. Flestir túnblettir hér í bænum munu vera orðnir sæmilega sprottnir. Er það vafalaust sjald- gæft hér, að síbreiða sé á laust eftir fardaga. Prófi í lögum luku í gær við Háskólann Hafstein með 1. einkunn og Borg með 2. eink. betri. tunum Pétur Óskar Isafirði FB. 12- júni Vorvertíðarafli í góðu meðallagi í veiðistöðum hér nærlendis. Stærri Frá Friedrichshafen á Þýzkalandi er símað í gær, að fullgerð sé þar langstærsta flugvél, er nokkru ^inni hafi verið gerð- Knýja hana tólf hreyfilvélar og á hún að geta flutt 112 farþega. Hver hreyfill hefir 500 hestöfl. “Fluga” þessi er 150 fet á lengd og vængjafangið um. 160 fet. A hún að geta farið um 155 mílur á klukkustund, en meðalferð á- ætluð um 118 mílur á klukkustund. Ráð er gert fyrir þvi að hún geti flogið um 1000 rnílur í lotu, án þess að ferma sig eldsneyti. HITUNARVJELIN í þetta nýja fjölhýsi Samkvæmt fregntun, sem bárust að sunnan nú um helgina, hefir Höover íorseti beðið Seymour Lowman, að- stoðað-fjármálaráðherra, um að segja af sér embættinu. Þykir víst, að tildrögin séu þau, að Lowrnan hafði opinberlega tilkynnt, að hann myndi "verja White, þann er drap Henry Virkkula, eins og getið hefir verið *mi í Heimskringlu, fram í rauðan dauðann, og staðhæft, að White hafi -aðeins gert skyldu sína, en ýms stór- "blöð ýkt mjög mikið atburðinn til þess að lialla á White. Hafa þessi ummæli Lowmans mælst mjög illa íyrir, og sendi eitt stærsta og merk rista blaðið í St. Paul, meðritstjóra sinn á vettvang til þess að grafast sem nánast fyrir hið sanna. Er skýrsla hans á þá leið, að svo langt sé frá þvi að blöðin hafi hallað á YVhite, að aðferð hans hafi í raun Téttri verið enn hrottalegri og heimsku legri en þau höfðu skýrt frá, svo að miklu nær stappi, að tilverknaðitr hans megi kallast kaldrifjað morð, en slysadráp. \v/ Hún Er Borginni Til Sóma- Nýja Fjölhýsa Byggingin Eftir þvi sem símað var frá Wash- mgton, nú um mánaðamótin, virð- ast líkur vera fyrir þvi, að stórveldin | íimm, Bretland, Bandaríkin, Japan, 1' rakkland og ítalía, muni bráðlega halda ráðstefnu í London, til þess I að reyna að komast að samningi um takmörkun vigbúnaðar á sjó. —að— 400 Assiniboine Avenue og mun þegar henni er lokið veita íbúendum öll þau hugsanleg þægindi sem nú eru fáanleg í stórborgum. Uugvélin “Untin” frá Chicago, er | •agði á stað nýlega til þess að kanna Ljós^ eldunar- og frystiafl í íbúðum byggingarinnar er lagt til af n,jn va. WumípeóHijdro, «.*• byggja uff framleiðslu- 55 - 59 ifflf PRINCESSSI Hydro. verð i. Sem í flestar hinar meiri byggingar þessarar borgar, er búið til af og keypt hjá hinni alkunnu járnsteypu og stálgjörða verksmiðju VULCáN IR0N W0RKS SÍMI: — 57-121. Point Douglas Winnipeg, Man. SmíSar og selur allskonar miðstöðvar hitunar-vélar stórar og smáar fyrir hús af öllum stærðum og gerðum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.