Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 HEI MSKRINCLA 7. BLAÐSCÐA Um bíl og stíl. (Frh. frá 3. síðu). keyra mannfræöina í stakk land- fr*Öislegra skýringa hans. Annars verÖum vér, enn sem komiö er, aö reisa flestar vorar skoðanir á upp- lagi þjóðarinnar á mjog huglægum °g ónákvæmum athugunum skálda vorra og rithöfunda. Og þangað til hlutlæg vísindaleg rannsókn er hafin og nokkuö komin aleiSis, verðum vér aö láta oss nægja þessar huglægu athuganir,, vera ó- hræddir og láta þær í ljósi og rifa Þ*r svo niður hver fyrir öörum í mcsta bróöerni, í þeirri von að vér verðum einhvers visari upp úr krafs inu- Að öilum líkindum hefir þjóöernis- tilfinning íslenzkra manna á síðari óldum aldrei veriö eins ákveðin og vakandi eins og nú. Hún er furðu- leg> jafnvel hér í Vesturheimi. Þegar þess er gætt, aö heimaþjóðin varast ems og heitan eld að gera nokkurn Fiut til þess að glæða sambandið við nienn hér, og þrátt fyrir þá óhemju orðugleika sem á því eru að halda i v'ð hið mikla aðdráttarafl heimsins uiestu þjóða, þá hefir til dæmis Þjóð r*knisfélagið eflst á hverju ári, frá Því að það var stofnað. A þessu S1ðasta starfsári bættust þvi hátt á þriðja hundrað nýir félagar. í*ví nær allt, seni fréttist af Is- Lndi, ber hins sama merki. Sjálfs- Þaustið hefir aukist og trúin á verð mæti þess, sem ísienzkt er. Hér skal engum getum að því leitt, hvernig á þessari vakningu stendur, ef nota má það orð. Ymsir telja viðurkenning una á fullveldinu höfuðorsökina, aðrir þá stælingu, sem fylgt hafi vax andi viðfangsefnum þjóðlífsins með aukinni verzlun, útgerð og ræktun. Líklegt er, að hvorirtveggju hafi rétt fyrir sér, og orsakirnar séu auk þess enn fleiri. En naumast mun mjög fjarri til getið, þótt sagt sé, að aukinn áhugi íslenzkra manna, bú- settra hér í álfu, á íslenzkum efnum, stafi að mjög miklu leyti af um- hugsuninni, sem alþingishátíðin vænt anlega hefir vakið. Menn hafa tekið að skygnast eftir, hvers ætti að minn- ast, og mörgum hefir fundist mjög til um þær ályktanir, sem þeir hafa komist að. Enda verður því naumast neitað, að það er eitthvað frábærilega heillandi við þessa menn, sem stofnuðu ís- lenzka rikið fyrir þúsund árum. Og enginn hlutur væri gleðilegri en ef unnt væri að komast að þeirri niður- stöðu eftir vandlega athugun, að at- hafnir þeirra og lifsskilningur væri að einhverju leyti í kynið borinn og væri þess eign að miklu leyti enn. Fyrst og fremst er óhjákvæmilegt að veita því athygli, hve róttækir menn irnir eru. Hér er ekki fyrst og fremst átt við brottförina af Noregi, þótt sá atburður sé vitaskuld mjög róttækur í eðli sínu. En breytinga- þráin og tilhneigingin til umróta virð ist hafa verið sameiginleg öllum nor ræna bálkinum um það leyti. Hitt er miklu markverðara, hvaða stefna í þjóðmálum er tekin upp á íslandi og landleidd- Island byggist um það leyti, sem ríkismeðvitundin er að skapast fyrir alvöru fyrir norðan Rómaveldi. Haraldi hárfagra hefði ekki orðið svona mikið ágengt, ef þörfin fyrir einveldi hefði ekki ver- iö að miklu leyti til í undirvitund þjóðarinnar. Sú hugsun, að styrkja ríkisheildina með því að stefna öllu valdinu á einn stað, er ekki eingöngu að ágerast — hún heldur áfram að fá ákveðnari og fastari búning all- ar aldirnar á eftir, fram undir stjórn arbyltingu. Hún var pólitízk trú manna, óskeikul og guðdómleg, með öllum hvitum þjóðum. íslendingar einir taka stefnu, sem fer i þveröfuga átt við aldarandann. I stað þess að reisa þjóðlif sitt á valda-miðstöð, dreifa þeir öllu þjóð- valdinu yfir allan lýð. Þeir hafna ekki eingöngu konungsstjórn í þeirri merkingu, sem það orð er almennt notað. Islenzkir goðar voru ekki aðalsmenn í evrópiskri merkingu. Goðinn er bóndi í fremstu röð. Hann er hold af holdi almúgans og blóð af hans blóði. Goðavaldið hvíldi að langmestu leyti á forystuhæfileikum hvers einstaks manns. Ýmsir halda því fram, að aðal- veilan í lýðveldinu forna hafi verið skorturinn á framkvæmdastjórn. En er þetta ekki eitt dæmi þess, er hver hefir umhugsunarlítið eftir öðrum. Lang trúlegast er, að mönnum hafi yf irleitt hvergi liðið betur í löndum hvítra manna frá 900 til 1200 heldur en einmitt i þessu landi stjórnleys- ingjanna. Sögur vorar villa oss sýn. Þær segja frá því, sem sögulegt er — árekstri manna. Aðrar þjóðir höfðu vafalaust ekki síður slíkar sög- ur að segja, en þær höfðu ekki vit á að segja þær- Hvað sem um það er, þá er tilhneiging miðflóttans ein- kenni hins félagslega lífs þjóðarinn- ar á þessum öldum. Félagslífið hvílir ekki á sterku bergi valdsins, heldur á meðvitund allrar alþýðu um sæmilegt líf. Vér stiklum yfir í kristnina fyrstu á Islandi. Eins og próf. Sig. Nor- dal hefir bent á í athugasemdum*) sín um í Vöku við grein, sem ég birti í Iðunni síðastliðið ár, og nefndi ‘Flóttinn,” þá er það eftirtektarvert, hversu sjálfstætt menn á íslandi hafa hugsað um hina merku nýju and- legu hreyfingu. Eitt dæmi þess héf ir leitað á huga minn öðrum fremur. Eg á við þann skilning á kristn- um hugsunum, sem kemur fram hjá höfundi Fóstbræðra sögu. Ofróður maður getur sér þess til, að hann hafi verið munkur eða klerkur einhverrar tegundar. Höfuðpersónur sögunn- ar — fóstbræðurnir — eru nokkurn- veginn eins ólíkir þvi, sem kristnin laldi ákjósanlegt, eins og unnt er að hugsa sér. Sérstaklega á þetta við Þorgeir, seni höfundurinn dáir þó mest allra manna, sem sagan greinir frá (vitaskuld að Olafi konungi helga undanskildum). Fóstbræður voru of- stopamenn, vígamenn, afburða ófyrir leitnir, í stuttu máli siðferðilega mjög ófullkomnir menn á mælikvarða þeirra hugsjóna, er hin ungá kristni var að leitast við að innræta mönnum. En höfundurinn ann þeim. Hann ann hinu hamslausa hugrekki, sem er jafnvel komið út fyrir það, er nátt úrulög virðast mæla fyrir- Þorgeir hefir jafnvel ekki lund í sér til að biðja fóstbróður sinn að rétta sér hönd, er hann er í lífsháska í berg- inu. Höfuridurinn finnur þenna þrotlausa lífsþrótt að baki ófullkom- leikans, sem ekki verður undan kom ist að bera virðingu fyrir. Hann elskar þetta hrausta hjarta, þennan blossa af dáðríku lífi. Og maður *Eg er i öllum höfuðatriðum sam mála athugasemdum S. N., enda eru þær eingöngu andmæli til mín að fornn'nu til. finnur að hann er í rauninni í allr'i frásögunni af Þorgeiri að leita að svarinu við spurningunni: hvernig á ég að samrýma trú mína og ást mína á Þorgeiri ? Svarið er þar, sem sagt er frá vígi Jöðurs, er Þorgeir hefndi föður síns: “Sýndist öllum mönnum, þeim cr hcyrðu þcssa tíðinda sógn, sjá at- burðr undarlegr orðinn, at cinn ungr maðr skyldi orðit haja at bana svá harðfengum héraðshöfðingja ok svá miklum kappa scm Jöðurr var. Enn þó var þat ekki undarlegt, því at cnn hœsti liöfuðsmiðr liafði skapat ok gcf- it í brjóst Þorgciri svá örugt hjarta ok hart, at hann hrœddist ckki, ok 'hann var svá öruggr í ölltim mann- raunum scm it óarga dýr. Ok af því at allir góðir hlutir eru af guði gcri’ir, þá er öruggleikr af guði gerr ok gefinn í brjóst hvötum drengjum, ok þar mcð sjálfræði at hafa til þcss cr þcir vilja, góðs cða ills; því at Kristr hcfir kristna menn sonu sína gcrt, cnn ckki þræla, cnn þat mun hann hverjum gjalda, scm til vinnr.” Er mjög fjarri til getið, þó sagt sé, að þessi setning muni vera mark- verðari en því nær allt, sem til er í bókmenntum hvítra manna frá þessum öldum ? “Kristr hefir kristna menn sonu sína gert, enn ekki þræla.” Þetta er ritað um það leyti sem öl! kirkja í öllum löndum var ekki ein- ungis sannfærð um, að kristnir menn væru þrælar Krists, heldur og þrælar páfans. Og henni hafði yfirleitt tekist aö sannfæra menn um þetta. I>eta er sagt um það leyti, er hin kalda, dauða hönd átrúnaðarins á allt hið ytra, reglur og helgisiði, fösturnar, bænaþulurnar og dýrlinga myndirnar, er búin að leggjast yfir sálarlíf Norðurálfunnar og latína er sungin í hverju klaustri. Þá er það, að munkur úti á Islandi, sem leyft hefir útrás ást sinni, og aðdáun á dáðrikum mörinum þjóðar sinnar, klýfur í gegnum lífsskoðun samtíðar sinnar Og finur að hún er reist á fölskum grunni. “Eg má elska Þor- geir Hávarsson!” hrópar hann gegn kirkju sinni. Kristur hlýtur að skilja og meta þann manndóm. Krist ur kallar Þorgeir son sinn en ekki þræl. Og munkurinn hefir í raun og veru énga trú á, að Kristur muni ekki kannast við frændsemina um ei- Iífð alla, enda þótt svo sé um mælt, að hann muni það “hverjum gjalda, sem til vinnur-” Hvernig stendur á því, að höfundur Gísla sögu Súrssonar leggur svo mikla alúð í fáa drætti sína í myndinni af Ingjaldi í Hergilsey, sem mat sinn eigin persónuleik meira en lífið, að engum íslenzkum manni getur myndin úr minni liðið? Hvernig stendur á því að Ingjaldarnir eru svo marg ir í sögmn vorum ? Ein er orsök allra þessara dæma, er hér hefir verið drepið á- Sú hin sama, er veldur afnámi Alþingis á réttinum til þess að heyja einvígi, átta til níu hundruðum árum áður en Englendingar, Frakkar og Þjóðverj- ar gera slíkt hið sama. I gegnum félagsmál < öll og bókmenntir liggur þessi strengur, sem allt lífið leitast við að vefa sig um: trúin á tign mannsins, trúin á manngildið. Trúin á það, að ríkið sé minna virði en maðurinn, auður sé minna virði, per- sónuleikinn hin æðstu gæði jarðneskr ar tilveru. Þetta er sú trú, er spannar djúpið milli Jesú frá Nazar- et, er mat sál sína meira en öll ríki veraldar, og þess, sem mest er um vert i norrænni heiðni. Þetta er sú trú, sem á máli vorrar kynslóðar er nefnt lýðræði, er mörgum þykir svo vel við eiga að fara háðulegum orðum um. VI. Þúsund ár eru langur tími. En þar til hlutlæg vísindaleg rannsókn hefir leitt annað í ljós, mun mega treysta því, að “eðli Islendinga” sé enri fortíðinni samkvæmt. Enda þarf ekki mjög langt að seilast eftir líkind- um fyrir því, að þessu sé og þannig háttað, þótt ekki verði það hér gert. En “eðli Islendinga” er sá kraftur, sem vélina á að knýja. Þjóðlífið hefir þá fyrst fengið sannan og trúan stíl, er athafnir þjóðarinnar túlka það eðli. En stíllinn fær og svip sinn af efninu, sem smíðað er úr. Nokkrir kunningjar mínir hafa deilt á mig fyrir sum atriði í ritgerð þeirri, “Flóttinn,” sem áður hefir ver ið drepið á, og sagt að ég teldi menn ína ekkert annað en leirhnoða í höndum efnislegra afla. En svo er ekki. Eg er fyrir löngu kominn út yfir sögutúlkun Marx. Hitt veit ég, og allir, er um það hugsa, að sé vold- ugum fjárhagslegum öflum leyft að ná sér á skrig í ákveðnar áttir, " þá standast ekki mannverur skriðuna. Nú er það áreiðanlegt, að iðnað- armenning heimsins sækir á þjóðina, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Og ekkert er að flýja. En spurningin mikla í þjóðmálum lands ins núna er þessi: Á að láta þessa tegund menningar flæða yfir land- ið og landsmenn ganga í gegnum alla þá viðurstygð, sem heitir nútíma- kapitalismus, eða á að taka við straumnum við ósinn og setja á hann stíl vors eðlis ? Sé ekki mjög fjarri til getið i því, sem sagt hefir verið hér að íraman um rótina í lifsskoðun ís- lenzkrar þjóðar, þá er enginn vafi á því, hvað gera á. Rúmið leyfir ekki Iangt mál. En þetta er niðurstað- an: Framtíð íslenskrar mcnningar er undir því komin, að þjóðin mcnnt- ist örara cn iðnaðarmcnningin sækir á Itana. Engin þjóð sigrar iðnaðinn nema sú, sem er öll skipuð menntuð- um mönnum. Engin þjóð í heimin- um er þess umkomin að gera þessa hugsjón að veruleika á dögum næstu kynslóða nema þessi, sem minst er og aldrei var annað en heild skynbærra samstéttarmanna. Öll önnur lausn á deilum atvinnumálanna er þjóðinni ósamboðin. Öll önnur lausn er sviksemi við hennar eigiri anda og upplag. Þessi lausnin ein setur stíl, sannan, trúan og fagran á lífið. Vafalaust kemur sú mótbára uPp í hu.ga ýmsra, að þetta sé hjal og draum ur sökum þess, að menntaðir menn muni ekki fást til að sinna þeim störfum, sem óaðlaðandi eru, en þó svo nauðsynleg, að án þeirra fái þjóð félagið ekki staðist. Mér er minnis stæð ritgerð, er ég las í æsku eftir ihaldssaman danskan mann, sem hélt því fram, að strit svokallaöra lægri stétta i þjóðfélögunum, væri svo óveglegt, að í raun og veru væri það ósamboðið hvitum tnönnum, og lausnin á vandanum væri sá, að gæta þess að halda hinupi minni háttar kynþáttum jarðarinnar í á- nauð — láta gula menn og svarta vinna verkið. En væri ekki komin tími til þess að fá þetta krabbamein úr sálarlífinu, að ímynda sér að nokk ur menning geti staðið til frambúðar á herðum þræla — hvitra eða með öðrum lit ? Þjóðin fær nú lífsuppeldi sitt af sjósókn og ræktun jarðar. Öskiljan- legt er, hversvegna óhugsandi ætti að vera að afla sér fanga á þann hátt, þótt mennirnir, sem að því ynnu, væru ekki lakar menntaðir en til dæm is meðalstúdentar. Verður yndið minna við gróandann, ef eftirtekkt og ihugun jarðræktarmannsins hefir ver ið nokkuð tamin? Og ætli tápmestu piltarnir úr Reykjavík muni ekki halda áfram að sækja út á hafið, þótt þekking þeirra á eðli hafs og dýralífs þess hafi aukist? Vitaskuld láta þeir ekki bjóða sér neitt nema virðuleg kjör — og við það er hræðsl an, þegar til kemur — en stéttir mentaðra manna skafa sér þau kjör, er þeim eru samboðin. Þær skapa þær ófriðarlaust og því nær mótbáru laust af hendi annara- Hjá ment- aðri þjóð er engin stéttabarátta. Mér standa fyrir hug’skötssjónum tveir menn. Ane.ar þeirra er með meiri brennandi áhuga fyrir því að láta gagn af sér hljótast en ég hef áður orðið var við í manni. Og á gáfum hans leikur enginn vafi. Hann gerðist ritstjóri fyrir róttækt tíma- rit um stjórnmál, og þess var vænst, að rit hans, “Réttur,” mundi flytja verulega nýjar hugsanir og spaklegar inn í stjórnmálalífið, sem af engu er fátækara en hugsunum. Þetta hefir brugðist. 1 stað þess að láta sér skiljast, að frumskilyrði þess, að siglt verði fram hjá þeim skerjum, er hann hefir lært að hata, sé að leita að sprengiefninu í þjóðinni sjálfri, sem vélina á að knýja, þá er rit hans nú þrungið af móðursýkisupphrópun um um auðvald og öreiga. Rússar eiga samúð allrar veraldar skilið, en þeir verða aldrei lærifeður minnstu þjóðar heimsins, sem lifir við eins ó- lík lifskjör og á eins ólíkar erfðir eins og norðurpóllinn á lítið sammerkt við miðjarðarlínuna. Hinn maðurinn er Arni bókavörður Pálsson. Hann notar vopnfimi sína með pennanum og frábæra orð- gnótt til þess að fjargviðrast vfir því í forystugrein í tilefni af tíu ára afmæli fullveldisins, að ekki skuli hafa verið stofnuð ríkislögregla á Islandi til þess að berja á óróaseggj- um í atvinnumálum. Þvílík þver- úð og þúmbaraskapur sagnfræðings- ins við að láta sér skiljast “genius” sinnar eigin þjóðar ! Þegar litið er á þá fósturmynd af menningu, sem heitir islenzkt þjóö- líf, og hlustað er á mál þessara manna, þá er sem aðal deilumálið sé það, hvort reynt skuli að beina vexti fóstursins i áttina til hunds eða apa. VII. Engin kynslóð Islendinga hefir lif- að, seni eins er lánsöm og sú, er nú er uppi. Hamingja hennar er fólgin 1 þvi, sem henni hefir verið trúað fyrir. Þróunarsaga Hfsins er sagan um stökkin, sem lífið hefir tekið. Afbrigðin, sem til lífs horfðu,, koniu fram, er breytingar umhverfisins ultu yfir tegundina- Og um allan farinn veS hgoja líkin af þeim tegundum, sem ekki gátu tekið nægilega róttæk ar breytingar á nægilega skömmum tíma. Islenzk þjóð er nú að hrífast inn í nýtt umhverfi. Öldin, sem er að liða, verður vottur þess, hvort með þjóðinni leynist sá máttur til gróð- urs, sem brotist igeti út sem ný sköp- un og nýr stíll í breyttu umhverfi. Og vissulega er rnikil ástæða til þess að hafa traust á þessu, þrátt fyrir allt. Það er ekki fjarlægðin, sem blánar fjöllin, er vekur sér- staklega ,það traust i þeim, sem fjærri búa. Hitt er það, að þeir hafa ekki anganina og ósómann af því, sem miður er í fari þjóðarinnar, stöðugt fyrir vitum og augum sér. Þjark og dægurumrót fræðir minna um fram- tíð þjóðarinnar heldur en sú sjón, að horfa á þann hóp af ungum fræði- mönnum og listamönnum, sem þjóðin hefir eignast siðustu árin. Korn- ungir nemendur hafa getið sér orð- stir og sótt sér nafnbætur út um alt- an heim. Stöðugt eru að verða fleiri og f>eiri menn, sem rita þannig ís- lenzku, að unun er að lesa. Boðskap- ur Einars Benediktssonar um sjálfs- þóttann, sem þjóðin öll eigi að eign- ast er að síast inn í mál sívaxandi fjolda yngri manna, og þaðan inn í sálarnierg þeirra. Or margvíslegum attum steðjar vitneskjan að þeim, sem sjáandi sjá og heyrandi heyra, um gróandann, sem geti vaxið til feg- urðar og stíls, ef vit og vilji fvlgist að. Fyrir þá sök leitar hugur ís- lenzkra manna ávalt til sama bletts- ins á jörðunni, þótt þeir standi við iðandi flauminn, þar sem mætist Main Street og Portage Avenue heims lífsins. Winnipeg, 1. febrúar 1929. Ragnar E. Kvaran- —Eimreiðin. y wM Hskí mm USE IT IN ALL YOUR BAKING Látið CANADIAN NATIONAL- CUNARD LINE 1 sambandi við The Icelandic Millennial Celebration Committce. Dr. B. J. Brandson, H. A. Bergman, S. K. Hall, Dr. S. J. Jóhannesson .G. Stefansson E. P. Jonsson A. C. Johnson, Dr. B. H. Olson J. H. Gíslason, S. Anderson, Jonas Palsson, A. B. Olson, P. Bardal, G. Johannsson M. Markusson, L. J. Hallgrimsson, W. A. Davidson. Annast um ferSir yðar á hina ÍSLENZKU— Þúsund ára Alþingishátíð REYKJAVIK JÚNf - - - 1930 íslendingar í Canada, eins og landar þeirra, sem dvelja víTSs- vegar annarsstaCar fjarri fóst- urjörTSÍnnl, eru nú meir en nokkru sinni áflur farnir ati hlakka til þúsund ára Alþingis- hátítiarinnar I Reykjavík, í júnímánutii 1930. lsland, vagga lýTSveldisins, eins og vér nú Þekkjum þaT5, stofnaöi hi« elzta löggjafarþing í júnímánuöi áriT5 930. taT5 er ekkert íslenzkt hjarta, sem ekki gleöst og slœr hraöara viö hugsunina um þessa þúsund ára Alþingishátíö, sem stjórn lslands hefir ákveöiö aö halda á viöeigandi hátt. Canadian National Járnbrauta- kerfiö og Cunard eimskipafélag- iÖ vinna I samlögum aö því, aö flytja íslendinga hundruöum saman og fólk af íslenzku bergi brotiö, til lslands til aö taka þátt f hátíöinni og siglir sérstakt skip frá Montreal í þessu skyni. Meö- al annars, sem á borö veröur bor iö á skipinu, veröa íslenzkir, gómsætir réttir. Þar veröa leik- ir og ýmsar skemtanir um hönd haföar og fréttablaö gefiö út. Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir hjá W. J. QUINLAN, District Passenger Agent, Winnipeg. w. STAPLETON, Dlstrict Passenger Agent, Saskatoon. J. MADILL, District Pa«senger Agent, Edmonton. CANADIAN NATIONAL RAILWAYS eða einhverjum umbot5smanni CUNARD STEAMSIIIP LINE EINSTÖK VÖRUGÆÐI HEILSUSAMLEGT, ÓRLANDAfí OG AKEIHANLEGT LYFTIDIIFT TAKIfí EPTIRs Sendtö undlrrituöum 25c meö pógtl ok þér ffttö Men«la yöur hlna frjenu Ulue Ribbon Matreiötiluhök 1 f<»gru hvftu bandl. BLUE RIBBON LIMITED — WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.