Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐStÐA HEI MSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 Um bíl og stíi. i. Um flestar stórborgir mun þaö eiga viö, aö einhver einn blettur er í þeim, þar sem umferöastraumurinn veröur langsamlega þyngri og magn meiri en nokkursstaöar annarsstaöar innan borgartakmarkanna. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir borgarstjórna til þess aö dreifa straumnum og veita honum inn í ýmsa farvegi, þá virðist þaö ætla að veröa næri óvinnandi verk, eins og flestir bæir hafa byggst fyrir rás viðburðanna. Og víöa heyrist getiö um þá gamansemi og hæöni atvikanna, aö því meira sem reynt er að flýta fyrir umferðinni — veita straumnum burtu í djúpum far- vegi, ef svo mætti segja — því meiri veröur hann. Alkunnast dæmi þess er miðdepillinn á Manhattaneyjunni í Neyv York. Hundrað þúsundir manna hafast við á daginn í skrifstofu höllum þeim hinum miklu, sem teygja sig hærra til himins en flestir fuglar fljúga- Allar þessar þúsundir eiga leið til og frá staðnum á sama tíma, en því meira, sem aö þvi er gert aö stefna þangaö farartækjum til þess aö flytja fólkið, því meiri veröur mergöin, sem vill nota sér tækin. Orö leikur á því, að borgarstjórnin sé aö gefast upp viö að leggja nýjar ’ neðanjaröarbrautir um þessar slóöir. Hver lest, sem við bætist, eykur strauminn meira en hún léttir af honum- Hér í Winnipegborg er einn stað- ur, sem minnir töluvert myndarlega á straumiðu heimsborganna miklu, þótt hér búi eigi nenia rúmlega fjórö- ungur úr miljón manna. Flest stór- hýsi bæjarins eru í námunda viö þaö, er mætast umferðaræðarnar mestu, sem nefnast Main Street og Portage Avenue. Straumurinn verður nærri ótrúlega mikill um þaö leyti, sem menn halda frá vinnu sinni seinni hluta dagsins. En það bætir um, aö strætin eru í allra breiðasta lagi, jafnvel eftir því sem gerist á megin- landi þessu. Og hvergi hef ég séö umferð stjórnaö lögreglulaust, þar sem eins mikill mannstraumur hefir flotið. Göturnar eru vandega og greinilega strikaðar, er nálgast vega I mótin, svo hver röð farartækjanna * hefir sinn afmarkaöa bás, en aö öðru leyti segja vegaljósin til, hvort um- ferg austur—vestur eða suður—norð- ur skuli leyfð hverja stundina. Mér hefir oftar en einu sinni orö- iö þaö á, að staðnæmast þarna viö vegamótin lengur en hentugt er fyrir mann, sem á aö láta liía svo út, sem hann hafi eitthvaö við tímann að gera. Þaö er enn girnilegra ti! fróðleiks og skemtunar aö horfa á þennan flaum en vatnsfljót, sem j heillar þó flesta menn á einn eða ann | an veg. Sá, sem stendur á gang- stéttinni og gefur sér tóm, sér furðu- lega margar tegundir af mannsand- litum viö .gluggana á sporvögnunum. Hér eiga svo að segja allar heimsins þjóðir einhverja fulltrúa; ósjálfrátt tekur maður aö greina í huganum, hvort þetta andlitið eöa hausinn sé íslenzkur, norrænn, miöjaröarhafs eða alpahaus eöa einhverrar annarar teg- undar, sem nasasjón af mannfræöi hefir kennt manni aö þekkja nafnið á. Og þó skal sá, er þetta ritar, játa, aö enn starsýnna verður honum á sundurgerðina í bílunum. Þrátt fyrir alla líkingu eru þeir svo undra frá- brugðnir hver öðrum. Ekki sér- staklega fyrir þá sök, aö hver verk- smiöja hefir gætt þess aö hafa sína vöru með sérstökum einkennum, held ur einkum vegna þess, hve árgang- arnir eru líkir. Hvílíkt djúp er staö- fest á milli Fordbíls frá 1920, sem einhver bóndinn hefir hætt sér á inn i borgina, og nýtízku bils hinna dýr- ari tegunda, sem loðklædd hefðar- mey lætur læðast upp aö þverrönd götunnar, áður en hún skýtur honum hljóölaust yfir strætiö, um leið og ljósmerkið er gefið. Mismunurinn er ekki aðallega í því fólginn, að Ford-skröltarinn sé af sér genginn, með skellum og skrámum eftir dyggilega þjónustu á vondum veg um, en nýji bíllinn spegillfagur og gljáandi, eins og mærin, sem í honum situr. Munurinn er miklu djúp- tækari heldur en munurinn á bóndan um ag meyjunni- Bóndinn getur rakað sig og sómt sér vel sem þing- maður. Mærin getur sett á sig svuntu og tekið á móti gestum sem húsfreyja á bóndabæ. Allt er þetta sama tóbakiíf. Hvorutveggja eru þetta hvítar manneskjur, enda mærin líkleg tilvonandi tengdadóttir bónd- ans. En um bílana er allt öðru máli að gegna. Því nánara sem að er gáð, því augljósara verður, að Ford- bíllinn gamli er alls ekki bill. Hann er fóstur, óhrjálegt efni, sem er að leita aö sinni réttu mynd. Og því lengra sem leitað er aftur í tímann, allt til þeirra ára, er þetta r.ýtízku farartæki skreið fyrst út á brautina, sem átti eftir að leiða til svo margvíslegra breytinga á ytri menningu heimsins, • því greinilegra verður það, að saga þess á margt skylt við fóstur lifandi spendýrs. Fyrstu bílarnir voru stuttir, en háir í loftinu. Vélkassinn stóð eins og hnútur fram úr búknum, og átti einhvernveginn ekki þar heima.. Hann átti þar ekki heima vegna þess, að myndin er í eðli sinu vagn, sem ýtt er eða dreginn. Afstaða myndarinn ar til bíls er sú sama og fósturmynd manns, sem enn minnir á hund eða annað ferfætt dýr. Billinn byrjar sem stœling af vagni. Nýtízku bíll er þessu mjög frá- brugðinn. Hann er svo lágur, að nærri liggur, að hann virðist skríða með jörðunni. Hann byrgir hjól- in undir sér- Vélkassinn er orðinn samgróinn hluti af myndinni. Og hún hefir lengst að miklum mun. Einn fegursti hlutur, sem iðnaður hefir skapað, er vandaður tveggja- manna bíll, tjaldlaus eða óbyrgfður. Han er langur, lágur, sætin svo lág, að andlitin nema aðeins upp á skýl- isrúðuna. Formið er ímynd þeirrar hugsjónar, sem leitað hefir verið að: flýtis, styrkleika og þæginda. Bíllinn varð bíll, þegar menn hættu að stæla vagn og tóku að leita að formi þess eðlis, sem með hlutunum átti að felast. II. I Norður Ameríku munu vera ná- lægt 130 miljónir manna — held ég. Eins og ræður af líkum, þá er marg- ur fáráður maður í þeim hóp. En fyfir utan þá, sem hafast við í hælum vitfirtra manna munu þeir einna verst staddir að andlegu heilsufari, sem varið hafa offjár til að kaupa upp kastala og gömul höfðingjasetur í Norðurálfunni til þess að flytja þau yfir Atlanzhafið og reisa þau þar að nýju, stein fyrir stein. Þeir hafa reynst vera álíka miklir naglar og Norðurálfumennirnir, sem halda því fram, að ekki séu til fögur hýsi og tilkomumikil í Ameríku. Hér er vitaskuld ekki átt við það, að um alla álfuna er dreift höfðinglegum setr- um í öllum þeim margvíslega stíl, sem yfirleitt hefir þekkst frá dögum Forn-Grikkja. Hitt er miklu mark- verðara, að Ameríkumenn hafa sjálf ir skapað stórhýsastíl, sem hlýtur að hrífa miklu meira augu nútímamanns heldur en öll önnur húsagterðhrlist frá dögum Forn-Grikkja. Einhver óvitur maður hafði sagt mér, að ekkert væri ljótara i heimi en ameriskur “skýjarjúfur” (sky- scraper), en ef til vill er það órétt- látt að kenna þetta vitskorti manns- ins. Þetta mun vera sameiginleg hjátrú flestra þjóða í Evrópu. Og hjátrú er yfirleitt ekki heimska- Hún er hugsunarleysi. Hjátrú er það, sem var rétttrúnaður í fyrra. En stíll er sérhvert það form, sem er sannarlegd og trútt tákn þeirrar hugs unar eða þess anda, sem leitar að búningi. Evrópumenn hafa leitað í Manhattan að þeim hýsum, sem þeir hafa vanist úr borgum sínum, en verið hafa í smíðum öldum saman. Þeir fundu ekkert af þessu, sem þeim hafði verið kennt að telja fagurt, og kváðu því upp dóminn um að það, sem þeir sáu, væri ófagurt. Enn í dag eru engin stórhýsi reist á byggðu bóli, sem eru sjálfum sér eins trú og arnemskir skýjarjúfar. Og fyrir þá sök eru þeir líka fagrir. Þessir stálhamrar, þráðbeinir, him- inháir, tröllslegir; þessi taumlausa ágirnd, sem ekki vill gefa eftir dals virði af þeim gróða, sem jarðarskik- inn getur af sér gefið; bogaleysið, sannfæringin mikla um það, að bein lína sé stytzta leiðin milli tveggja depla. Allt hrópar þetta inn í eyra manns orðið gagn! Hver lina og dráttur er ímynd miskunnarlausra viðskifta og iðnaðar. Það er blind ur maður, sem ekki sér í þessum myndum sannan stíl og fagran. Allt satt form er fagurt form. Hesturinn á hlaupum er fagur, því að flýtirinn er eðli hestsins. Sæist selurinn í kafi, þá má reiða sig á, að hreyfing ar hans eru fagrar, þvi selnum lætur vel að synda. Þeim, sem ekki sér fegurð í skýjarjúf, sökum þess, að honum hugnast ekki athafnalíf amer- ískrar stórborgar, fer eins og þeim, er r.eitaði fegurð hestsins á hlaupum eða sels á sundi, vegna þess, að honum félli hvorki hrossaket eða selsspik. Yndisþokki náttúrunnar stafar af þessu, að öll þróun leitar að sönnu formi eðliseinkunnar tegiundarinnar- Frumfeður kattarættarinnar komust inn á kjötætubrautina. Hámark þeirar þróunar varð ljónið. Stillinn í Ijónsskrokknum er ekkert ófegurri fyrir þá sök, að ljónið étur stundum menn. III. Eg hef reikað um götur stórborga og leitað að kirkjum. Eg hef enga fundið enn. Eg hef fundið kirkju rústir. Eg hef fundið nýreistar kirkjurústir — nýreist guðþjónustu- hús í stíl þeirra menninga, sem nú eru fyrir löngu dauðar.. Allar kirkjur, sem smíðaðar hafa verið á siðustu mannsöldrum, eru í ósamræmi við tímann. Þær eru smiðaðar í rómönskum, gotneskum eða einhverj um öðrum stíl, sem eru eins fjarlægar hugsunarhætti og tilfinningalífi mann anna, sem smíðuðu þær, eins og mið aldir eru fjarlægar tuttugustu öld. LUMBER THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO.. LTD. Winnipeg — Manitoba GERIR STÓRT BRAUÐ EINS OG ÞETTA ÚR RobínHood PIiOUR ÁBYGGILEG PENINGA TRYGGING í HVERJUM POKA Fyrir hverja sök voru kirkjur mið- aldanna eins dásamlegar og þær voru? Vitaskuld fyrir þá sök, að kaþólsk kirkja var þá sannarleg og trú stofnun þess trúarlífs, er þá hrærð- ist með hvítum þjóðum. Það líf fann búning sinn í þessum veglegu húsum. Það var ekkert falskt við hina tígulegu tindaturna eða seiðandi, mjúka rökkur. Oss mótmælendum hættir við að gleyma því, að aldrei hefir sannarlegfri hiti og innileiki ver- ið í hugsjónabaráttu nokkurar stofn unar en kaþólskrar kirkju. Aldrei hafa menn sett sér annað eins mark mið, og aldrei hefir öðrum eins gáf- um verið sökt í heilaga viðleitni- Vér minnumst úthverfunnar á sögu kirkjunngr meira en rétt;hvei\funn- ar, að jafnaði. En gömul, fögur, kaþólsk kirkja léttir fyrir manni að trúa á það, að rétthverfan hafi verið til, þótt hitt sé augljósara. Vér minnumst fjárdráttarviðíeitni kirkj- unnar, en hreinleiki stílsins í kirkju byggingunum veldur samþykki hug- arins við ræðu munksins í riti Victor Rydbergs, er svarti-dauði geisaði og kirkjan auðgaðist mest af fé: “Vita skaltu, ungi riddari, að höll mikil er í smiðum, — jörðin er grund- völlur hennar og himininn þakið. Nýr og mikilvirkur smiður hefir hafist handa að smið þessari og hraðar henni afskaplega. Hallar- smiður þessi er, eins og þú sagðir, enginn annar en “svarti-dauði,” sem nú fer hamförum um heiminn. Þú sagðir líka að menn ánöfnuðu eignir sínar klaustrum og kirkjum. Vel er það, — þá hleðst þannig steinn á stein ofan í höll þessari. Sá, sem mikið á, skal meira fá. Gullsins illi andi verður ekki kristnaður, fyrri en hann er keyrður í dróma kirkjunnar; þá verður hann engill, sem hellir blessun yfir heim allan úr gnægtahorni sínu. Allt, — öll jarð nesk auðæfi hvert einasta eyrisvirði, verður að falla í skaut kirkjunni. Og þegar allt, gersamlega allt, er þar komið, — hvar er þá vald veraldar höfðingjanna? Hvar verður auð- kýfingurinn þá, er kúgar öreigann ? Hvar nauðleitarmaðurinn, er biður ár angurslaust um brauðbita? Hvar verða þeir andlegu hæfileikar, er ekki þroskast þá í þjónustu guðs- ríkis? Hvar verður nokkur minnsti neisti af sálarauði, er ekki verður tekinn úr öskunni og ekki verður tendrað úr mikið ljós? Verður nokkur sú barnssál til, er ekki vakni í ailir bundnir og blundandi hæfi- leikar, og þroskist svo, að hún verði fullkomin mannssál ? Nei, þegar kirkjan á allt, þá er líka allt sameign, allt mannfélagið eitt bræðralag, sam einað í kærleiksmáltíð við borð Krists. Þá er enginn auðugur, en enginn held ur fátækur. Þá er þúisundárarikið stofnsett. Já, guð gefi það, amen ! — Erlendur, þetta er takmarkið, sem samband það hið mikla stefnir að, er út er breitt um allan kristinn heim. Formaður sambandsins er vor heilagi Faðir í Róm, og ég er einn hinna Iélegustu starfsmanna þess, máttlítill, en velviljaður*, og vongóður.........” Höllin var aldrei reist. En þeir menn einir gátu reist kirkjur mið- aldanna, er þetta trúnaðartraust áttu í sál sinni. Þeir einir, er trúðu af öllum mætti sínum og anda á slíka hugsjón sem þessa — trúðu á niátt kirkjunnar til þesis að frelsa mannkyn- ið og mögnuðu trú sina með sefjunar magni þúsunda manna á bæn í fag- urri kirkju við fagra helgisiði- Nú er ekki tangur eða tetur eftir af þessu í huga nútímamanna. Hélgi siðir kirkjunnar fá aldrei innihald aftur, hversu mikið sem reynt verð- j ur til, og hversu mikil sem trúin er á mátt sjálfsblekkingarinnar. Allur grundvöllur þeirrar lífsskoðunar, sem hér lá að baki, er hruninn svo, að ekki stendur steinn yfir steini. Og engin kirkja er reist, sem ekki er meira eða minna stæling á kirkjun- um, sem spruttu fram af hugsunar- hætti og lífi fyrri alda. Hvernig stend ur á þessum ófrjóleika nútímatrúar? Hvernig stendur á því, ag kirkjur ,geta ekki breyst að útliti eins og bíll ? Hví er það dæmt til þess að halda á- fram að vera stæling, frekar en bíl- fóstrið, er í öndverðu leit út eins og vagn? Er trúin dauð? Ölíklegt er það, því að rithöfundar hafa aldrei ritað með eins kappsömum áhuga um trúmál, eins og einmitt nú, almenn- ingur aldrei lesið um þau efni með eins miklum áhuga og nú, og jafnvel vísindamenn koma ekki saman, án þess að ræður þeirra snúist um trúmál áður en varir (sbr. síðasta þing “British Association” og nýafstaðið vísindamannaþing Bandarik j anna). Þær hræringar sálarlífsins, sem trú eru tengdar, hafa vitaskuld ekki hætt að starfa. Guðir geta rekið sinn brothætta bát á blind-sker í hafdjúpi aldanna, en sökkvi trúin með öllu, þá er það merki þess, að mannkyn- ið sjálft er líka komið á hafsbotninn- En eitthvað hlýtur að mega af þvi læra, er eigi er ritað smærri stöfum en þúsundir nýreistra kirkna í öllum löndum eru. Letrið er engar dul- rúnir. Skrifað stendur, að trúarlíf nútimans finnur ekki lengur búning- í kirkjustofnun. Heimsins mestu byggingameistarar geta þjakað sál sina í leit eftir kirkju, sem sé tákn þeirrar trúar, sem nú berst í hugsjóna ríkustu mönnum, en smíðið er dæmt til rústar áður en það fæðist. Enginn vafi leikur á því, að innan kirkjunnar er niikið af hugsjóna- hneigð og alvöru, og mjög mikið af sannri trú, en sú hneigð mun leita sér í framtíðinni að öðrum leiðum og öðrum lindum til svölunar en þeim, sem nokkur ákveðin stofnun getur veitt. Menn verða óhjákvæmi: lega að leita út á vang þjóðlífsins, leggja hönd á hinn þunga plóg er róta verður um jörðunni, áður en brautin verði lögð til meiri vaxtar og þroska. Og fyrir þá sök er þetta óumræðilega stílleysi og fum á trúarlífi nútímans, að menn hafa ekki látið sér skiljast, að ekkert fær stíl eða festu, fyr en það er hætt að- vera stæling — fyr en tekið er að grafa fyrir eðli hins nýja fyrirbrigðis- og öllum vilja og hug mannanna beint að því, að það fái tjáð sig í verk- um- Tvö þúsund ára kirkja skilur eftir sig mikinn arf, en kristni er ekki sama sem kirkja, og engunr vafa er undirorpið, hvort meira er um vert að lifi. Og hófst ekki kristnin með bendingunni um, að nýtt: vin yrði ekki látið í gamla belgi ? IV. I gegnum glym sporvagnanna, er hjólin nístast við teinana í frost- inu, og í gegnum marrið og ískrið í hömlum bílanna á horninu á Main Street og Portage Avenue, skýtur upp í hugann setningu úr ritgerð eftir islenzkan listamann. “Dettur nokkr um í hug að halda því fram, að bárujárns-húskassar með hálfrisum séu í samræmi við eðli Islendinga eða listarinnar?” (Iðunn XII, 3. Guð- mundur Einarsson frá Miðdal r ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F ,The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. G/LLIS KALK QUARRIES OG STEIN: í STÓRAR OG SMÁAR BYGINGAR Vér höfum lagt til steininn í flestar stórbyggingar er fs- lendingar hafa bygt. — Unninn og óunninn steinn. — Aldrei staSið á verki hjá oss( allir jafnan verið ánægðir er við oss hafa skift. SfMI: —28 895 Richard & Spence St. Winnipeg, Man. “Verzlunin Gömul og vel kynt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.