Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 8
S. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 Fjær og nær Leiðrétting Meinleg yfirsjón hefir orðiS í p"róf- arkalestri í síSasta blaði Heims- kringlu. Stendur þar í fyrsta.-dálki ritstjórnargreinarinnar um Gripa- samlagiö, þar sem tilfærð er grein hr. I. Ingaldson, M.L.A.: “Vér höf- um orðið þess vísari að í þeim sveit- um, er engar samlagsdeildir eru, o. s. €rv.” Á orðið 'engar” að falla í burtu og setningin því að hljóða: “Vér höfum orðið þess vísari, að í þeim sveitum, er héraðsdeildir eru, o. s frv.” Eru aðiiar vinsamlega beðn ir að taka þessa leiðréttingu til greina. A mánudaginn gaf séra Rúnólfur Marteinsson saman í hjónaband þan Clarence J. Oliver, olíustöðvareig- anda (Maryland Street Bridigie) og ungfrú Dorothy Christie frá Arborg, Man- Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður að 274 Spence St. Hingað til bæjarins komu bílleiðis um miðja vikuna sem leið hr- Páll Bjarnason, fasteignasali frá Wyny- ard og hr. Þorsteinn Laxdal, kaup- maður frá Mozart, Sask. Fóru þeir heimleiðis aftur á föstudaginn var. Til Winnipeg komu bílleiðis á mið- vikudaginn var dr. J. P. Pálsson.hr.Öli Jóhannsson og hr. A. Hördal frá El- fros og hr. Sigbjörn Sigbjörnsson frá Leslie. Snéru þeir heimleiðis aftur á laugardaginn. All kalt og þurka- samt kváðu þeir hafa verið þar vestra það sem af er sumrinu, en þó myndi ekki örvænt um uppskeru jafnvel framundir meðallag, ef ekki skemd- ust akrar af öðru hvoru, ryði, eða þá því heiftugri þurkum. A laúgardaginn var gaf dr. Rögnv. Pétursson í hjónaband þau ölaf Ol- son, son Mr. og Mrs. A. B. Olson 594 Alverstone, Winnipeg, og ung- frú Elinborgu Baldvinson, dóttur Mr. og Mrs. Sigurðar Baldvinson, 304 Gregg St., Winnipeg. —Verður fram tíðarheimili ungu hjónanna hér í Winnipeg, að 594 Alverstone St. Hér í bænum voru stödd um helg- ina Mr. og Mrs. Sigurður Jónsson, frá Minnewaukan, Man-, ásamt tveim sonum sínum, Tom og John- Höfðu þau setið silfurbrúðkaup Mr. og Mrs. Paul Reykdal, í Selkirk, sem getið er á öðrum stað hér í blaðinu. Mjög slæmt sprettuútlit kvað Mr. Jónsson vera í nágrenni sinu, sökum lang- varandi kulda og þurka i vor. Mr. og Mrs. Arnljótur B. Olson, er lengi hafa búið að 594 Alverstone stræti hér i borginni, eru nýlega flutt niður til Gimli, þar sem þau munu hafa í hygjgju að setjast að til fram- búðar. Gefin voru í hjónaband af séra Jónasi A. Sigurðssyni 29. júní í Tantallon, Sask., Jón T. Thorsteins- son og Sigurlína H. Finnsson, bæði til heimilis í Tantallon. Brúð- kaupið fór fram á heimili föður brúðgumans, og þeirra feðga, og var ágætur mannfagnaður- Staddur var í bænum á föstudag- inn Mr. Einar Benjamínsson frá Geysir, á heimleið úr kynnisferð til systur sinnar, Mrs. Carl Kjernesteð við Oak View, Man. Sporbraut Winnipeg Electric fél- agsins á aðalstrætinu er sögð að muni verða með hinum fullkomnustu í álfunni er nú verið að endurbæta alla leið frá Higgins til Portage Ave. Brautirnar eru færðar sam- an svo rúmmeira verður fyrir bíla að fara eftir götunni. 115 punda stálbönd eru lögð undir teinana. Eru það fyrstu stálböndin er notuð hafa verið á járnbrautum i Winnipeg. Innfyllingin milli stálsporana er úr því efni er i veg kemur fyrir allan hávaða og hristing á strætum. Undir- staðan öll er cement steypa er eigi á að geta gefið sig í hita eða frosti. Öll verður brautin eftir þessu hin vandaðasta. ROSE Nætur lifnaður á Broadway er næsta sýning, á mánudaginn kemur í 4 daga við Rose, og heitir “Lights of New York.” Afar skrautlegar sýn- ingar og fjörugur leikur, er sýnir nætur lifnað meðal heldra fólksins. Myndin er raddmynd og samtölin mjög skýr og greinileg. Þessa viku, föstu- og laugardag, er sýnd myndin “Excess Baggage,” þægileg og fjölbreytileg og lista vel Ieikin. Dr. Sveinn Björnsson frá Arborg og frú hans komu hingað til borgar- innar á laugardaginn var, ásamt börnum sínum og dvöldu hér yfir helgina með kunningjafólki sínu. Hingað kom á sunnudag'inn hr. Ragnar H- Ragnar, pianokennari frá Medicine Hat, Alberta. Dvelur hann hér fram í ágústmánuð við sumarnámsskeið hins ágæta piano- kennara, Miss Eva Claire. Ragnar lætur vel af högum sínum þar vestra; hefir haft um 40 nemendur- stöðugt, og hefir fengið tilboð um kennslu við barnaskólann þar, og verður þar því sennilega næsta vetur. Annars mun hann hafa i hyggju að flytja hingað til Winnipeg áður en langt um líð- ur. Mun honum vafalaust ganga vel hér, ekki síður en vestra, því hann hefir sýnt bæði dugnað og hæfileika í mennt sinni.— Þakkarávarp Til vina og kunningja á Lundar* og nágrenni Þó okkur bresti orð til að lýsa því þakklæti, sem í hug okkar býr til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt okkur hjálpsemi og hluttekningu, þá langar okkur til að senda þeim þakkarorð. I júní fyrir ári siðan fékk Mar- grét óþolandi kvalir í augað, svo það varð að taka það úr henni. Þá hlupu undir bagga bæði kvenfélögin, “Women’s Institute” og “Björk,” og gáfu okkur $25 og $15 og ónefnd kona $10. Svo aftur í vor, 6. maí, datt Margrét og mjaðmarbrotnaði. Þá fóru í kring þau Mekkín Guð- mundsson, Sigurjón A- Jónsson og Jón Sigurðsson og söfnuðu pening- um bæði frá safnaðarsystkinum okk ar og mörgum fleiri og nam sú upp- hæð $88.50, sem við þökkum af hjarta. En sérstaklega viljum við þó þakka þeim góðþ manneskjum, sem mest og bezt hafa stundað hana í þessari löngu legu, sem eru Guð- rún Sigurðsson, Mrs. Sveinsson og Guðrún Johnson. Einnig dr. N. Hjálmarson, sem oft hefir vitjað hennar og gert sitt bezta til að hjálpa henni, og mjög litla borgun viljað taka. Þó enn sé Margrét lítið á batavegi, þá vonum við að tíminn smá bæti henni og þökkum aftur af hjarta alla þessa miklu hjálp og biðjum guð að launa ykkur öllum. Með innilegum hlýhug, Margrét og Björn R. Austmann, Björn Björnsson, Sigrún Sigurðsson. Þakkarávarp Fyrir löngu síðan var mér það ljóst hvað marga og góða vini ég á hér í Árborg. Margsinnis hefi ég orðið þess var á margan hátt- Og meðvitundin um það, að eiga þessa vinahugi hefir ávalt veitt mér hugró og styrk í mótkasti lífsins. En síð- astliðið vor fékk ég sérstaka reynslu fyrir fórnfýsi vinanna og einlægni þeirra í minn garð. Þegar fjárhag ur minn var svo þröngur og kjörin erfið, að ég gat varla reist rönd við örðugleikunum, þá gerugst kvenfélag sambandssafnaðárins hér fyrir fjár- söfnun mér til handa, til þess að létta af vandræðum mínum og erfiðleik- um. Fyrir þessa samúð og miklu hjálp, sem náði svo vel tilgangi sín- um, er ég kvenfélaginu í heild hjart anlega þakklátur. Eg veit að öllum meðlimum þess var Ijúft að veita þessu kærleiksverki liðsinni sitt, en þó vil ég einkum nefna hvað það snertir þrjár konur, þær Mrs. J. Nor- dal, Mrs. G. Einarsson og Mrs. J. Magnússon, sem aðallega beittu sér fyrir þessari mannúð og sem ég þakka sérstaklega minn bætta hag. Annars þakka ég öllum góðvinum mínum, sem þetta málefni studdu á einn eða annan hátt, mér og minum til Iéttis, lífsþæginda og heilla. Og ég bið þess, að sá, sem finnur til með öllum, lágum sem háum, hann láti yður, vinir minir, reyna það ein- hverntíma, að þér hafið gert gott verk gagnvart mér. Eg þakka. Árborg 3. júli, 1929- Kristlaugur Anderson. Rannsóknir á islcnzkum leirtegundum Mörg eru þau verðmæti hér á landi, sem legið hafa arðlaus og lítt eða ekki rannsökuð til þessa. Svo er til dæmis um allar leirtegundir, að þær hafa enn að engum notum orð- ið, svo að teljandi sé, og aldrei hafa þær verið rannsakaðar eins og skyldi. Má þó ætla, að í sumum þeirra fel- ist allmikil verðmæti, samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið fyrir fáum vikum. Nokkur undanfarin ár hefir hr. Guðmundur Einarsson listamaður rannsakað leirtegundir og farið til þess víða uni land, vestur, norður, upp um öræfi og víðsvegar um Suður- land. — Hefir Vísir hitt hann að máli um þetta efni, og sagði hann blaðinu eitt og annað um rannsókn- ir sinar. “Svo er mál með vexti,” sagði hann, “að fyrir nokkurum árum vann ég tvo vetur í leirbrennsluverkstæði i Munchen. Þegar ég kom heim fór ég að svipast að leirtegundum, sem nota mætti til brennslu, eða mynda- mótunar, því að ég þóttist sjá að varla gæti svarað kostnaði að flytja hing- að útlendan leir til brennslu, en á hinn bóginn var ég sannfærður um, að listiðnaður gæti þrifist hér, ef hentugt efni fyndist innanlands. Fyrsti árangur af leit minni varð sá, að ég fann þegar leirtegundir, sem virtust vel fallnar til brennslu. Eg gerði þá þegar tilraunir, með mjög ófullkomnum tækjum, til þess að vita, hvort leirinn þyldi brennslu, og sannfærðist þá þegar um, að svo hlyti að vera. Tók ég svo það, fyr- ir tveim árum, að sækja til Alþingis um 3500 króna styrk til þess að gera rannsóknir um þetta efni og koma á fót brennsluofni. Þó að þessi beiðni mín ætti góða stuðningsmenn á Alþingi, þá voru þeir svo fáir, að henni var hafnað með stórmiklum meirihluta. Eg hélt rannsóknum mínum áfram, eins og ekkert hefði í skorist, og safnaði nýjum leirtegundum. Þegar ég fór til Þýzkalands í vetur, hafði ég með mér átta tegundir, og lét gera nákvæmar efnarannsóknir og brennslutilraunir á þeim í Munchen. og reyndust þær allar mætavel, svo að hægt var að brenna án þess að bæta í þær nokurum efnum, en ann- ars er altítt að þess þurfi. Og þrjár af þessum átta tegundum var hægt að nota án þess að hreinsa leirinn. Það kom í ljós við brennsluna, að leirinn var óvenjulega ríkur að ýms- um bindi-efnum og þar að auki sér- staklega blæfagur. Einkanlega reynd ist ein dökkrauð tegund sérstaklega verðmæt.” —Er mikið til af þessum leir, og hverskonar muni mætti helzt gera úr honum ? —“A ýmsum stöðum hefi ég fund- ið svo mikið, að ekki þarf að kvíða þvi, að hann eyðist á næstu öldum, jafnvel þó að hann væri notaður í stórum stíl. En úr honurn má brenna allskonar myndhöggvaraverk, sem eru ekki því stærri og skrautker og jafn vel viðhafnarborðbúnað. Eg hefi nú í hyggju að gera mitt til þess að koma þessu máli í framkvæmd með því að koma upp brennsluofni og fá þau tæki, sem nauðsynleg eru, en fyrst um sinn yrði allt að vera í smá- um stíl. Og ef það tekst að koma þessu í kring, mætti bægja héðan ýmsum varningi af þessu tagi, sem hingað hefir flutzt, og auðvelt væri að keppa við, bæði um verð og gæði. Hér ætti að geta risið upp vísir til listiðnaðar í þessari grein, sem bæði ætti að geta rutt sér til rúms utan lands og innan.” —Þyrfti mikið fé til þessa fyrir- tækis? “Með 7—10 þús. kr. mætti byrja á leirbrennslu í smáum stíl, en með 20—30 þús. væri hægt að koma upp brennslustöð, sem ég teldi nægja okk ar þörfum fyrst um sinn, en þó er ekki þar í talið húspláss handa stöðinni.” Að lokum sá Vísir þrjú sýnishorn af brenndum leirflögum, sem Guð- mundur hafði haft heim með sér, og tvö blómaker, lítil, með máluðum gler ungi, og bæði gerð úr íslenzkum leir, og einkar snotur. En síðan á hann von á fleiri sýnishornum, sem ekki voru búin, þegar hann fór heimleiðis. Munu þetta að Itkindum fyrstu skraut gripir, sem gerðir hafa verið úr ís- lenzkum leir, en vonandi ekki hinir siðustu. Hér er um merkilega iðn- grein að ræða, sem ætti að geta orðið arðvænleg og þyrfti sem fyrst að geta komist á fót. —Vísir. Frá Islandi Fundir ráðgjafanefndarinnar í sumar Prófessor Arup hefir sagt i viðtali við “Berl. Tidende,” að fundir dansk- íslenzku ráðgjafanefndarinnar verði haldnir í Kaupmannahöfn um miðj- an ágúst. Á dagsskrá verða meðal annars afhending íslenzkra forn- menja, sildareinkasalan (aðallega sölt- un), strandvarnir og loks jafnréttis- ákvæði sambandslaganna, sem Islend- ingar vilja láta rannsaka betur. Fund um stjórna á víxl, formaður íslenzku deildarinnar, Jón Baldvinsson og formaður dönsku deildarinnar, H. Henriksen. — Morgunblaðið. Isl. stúdentarnir í Kiel Glímusýning þeirra fékk ágœtar viðtökur Þess hefir áður verið getið hér i blaðinu, að 9 stúdentar úr íþróttafél- agi háskóláns fóru héðan með “Dron- ning Alexandrine” hinn 5. þ. m. á- leiðis til Kiel. Voru þeir boðnir þangað til þess að sýna íslenzka glímu á þýzk-norrænu stefnunni í Kiel, hinni svo nefndu Kiel-viku, sem hófst 14. júní pg stendur til 21. júní. I sambandi við þessa stefnu var í- þróttamót stúdenta og áttu íslending ar einna fyrstir að sýna listir sínar. FB. hefir borist svolátandi skeyti um sýningu þeirra: Frá Kiel er símað: Norræna vikan byrjar í dag. Glíma íslenzku stúd- entanna vakti mikla eftirtekt. Morgunblaðið fékk i gær eftirfar- 6731 Manns Heimsóttu —Rafsýningu vora í nýju— POWER BYGGINGUNNI 4. júlí og skoðuðu TOASTERS — FANS — LAUNDRY QUEEN ÞVOTTAVJELAR — GAS FATA- ÞURKUNAR-VJELAR OG 1001 rafáhöld af allskonar tegundum og þeim nýjustu er nú tíðkast. Komið inn í einhverja hinna þriggja búða vorra —Appliance Department. Power Building; 1841 Portage Ave., St. James; Marion and Tache St., St. Boniface WIWWIPEC ILECTRIC COMPAWY “Your guarantee of Good Service’’ andi einkaskeyti frá foringja farar- innar: Gltmusýningin í Kiel tókst ágœt- lcga. Almenn aðdáun—Karl. Er það gleðilegt að landar skuli enn hafa vakið á sér athygli erlendis fyr- ir iþróttir. Og enginn efi er á því, ef vel er haldið, að þjóðaríþrótt vor, glíman, getur borið nafn lands vors út um allan heim til frægðar og frama. Finnur Jónsson gerður að heiðursdoktor við háskólann í Kiel. K’höfn, FB. 17. júní Frá Kiel er símað: Á þýzk-nor- ræna mótinu í gær var prófessor Finnur Jónsson og fjórir aðrir Norð- urlandabúar, einn frá hverju ríki, út- nefndi heiðursdoktorar við Kielarhá- skóla. Því næst töluðu fulltrúar Norðurlanda. Ágúst H. Bjarnason mintist þýðingar Þýzkaiands fyrir Is- lendinga. —Morgunblaðið. Neðsta Verð Á HINUM BEZTU ENDURBÆTTU ELDRI BfLUM Veljið bílinn sem þér viljið, á því verði sem þér viljið, úr hinu mesta upplagi af endurbætt- um eldri bílum í Wininpeg, er til sölu eru á verði sem verk- smiðjur aðeins geta sett. Kom- ið og skoðið fyrir yður sjálfa, á þeim stöðum er hér segir. Vmrd Cnr l,«t—203 Maln St. Uneil Cnr Shoivrooni—210 Port St. U»e<l Car Lot—Maryland and Portagre McLaughlin Motor Car Co. Ltd. Á HORNI PORTAGE OG MARYLAND OG 216 FORT STREET ( AíSnl VerkHmitlju ftllið) ROSE Theatre Sargent at Arlington The West End’s Finest Theatre FRIDAY and SATURDAY ONLY —This Week— WILLIAM HAINES --IN--- “EXCESS BAGGAGE” With Special SOUND Score —The love story of a four-a-day Clown with a broken heart. ALSO:--- A 100% Talking Dramatic Playlet “THE LASH” A Talking and Singing Short “Eight Victor Artists at the Club.” “Eagle of the Night,” No. 10 M on—-T ues—W ed—Thurs. VEXT WEEK Another Big Week at the Rose “LIGHTS OF NEW YORK” 100% TALKING SINGING DANCING Picture —WITH— Mary Carr, Helene Cos- tello, Cullen Landis, Gladys Brockwell and others. Special Matinee Monday July 15th at 2.00 p.m. Prices:—Adults 25c; Children lOc COMEDY NEWS Okkar verð er lœgst ÁstætSan er sú, a?5 allir eldri bíl- ar eru keyptir þannig aS vér getum staSist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. BeritS saman þetta vert5 vitJ þati sem atSrir bjótSa: FORDS Touring .............. $ 90 1923 Touring ........ $135 1927 Touring ........ $290 1928 Model A Phaeton . $525 1928 Model A Roadster .... $565 1928 Model A Roadster .... $595 Tudor Sedan ......... $160 1925 Tudor Sedan .... $245 1928 Model A Tudor Sedan .. $625 1924 Coupe .......... $235 1927 Coupe .......... $375 1926 Coupe ........... $335 1928 Model A Sport Coupe . . $665 VÆGIR SKILMÁLAR DOMINION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 87411 WONDE [RLAND Winnipegs Coziest Suburban Theatre THUR—FRI—SAT MON—TUES—WED WM. RUSSEL in BUDDY ROGERS and “DANGER PATROL” MARY BRIAN IN And Another Added Feature “SOMEONE TO LOVE” —AND— “MIDNIGHT NORMA SHEARER ADVENTURE” IN “AFTER MIDNIGHT” (A Big Double Program) (Don’t Miss This Bill) Coming Soon- -“TRAIL OF 98” Vertu viss um að hafa alltaf nægar birgðir af HE/TU VATN/ Fáðu þér RAFMAGNS VATNS-HITARA Vér vírum og setjum inn einn þeirra Fullbúinn fyrir AÐEINS g-J QQ ÚT f HÖND Afgangurinn gegn auðveldum skilmálum Hotpoint Vatns-Hitari .$20.50 í peningum Red Seal Vatns-Hitari.$19.00 í peningum Brösun að auki ef þarf WmnípeöHqdro, 55-59 PRINCESSST. Sími 848 132 848133 1 \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.