Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐfitÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 II Hdinskrittgla (Stofu.in 188«) Krair at I hnrlam mltlTlkolccl EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 8tu ds 805 SAHGENT AVE . WINNIPBG TALSIMI: 8« 537 V»r« blatSslns er »3.00 Argangurinn bor«- ist fyrirfram. Allar borganir sendlst TTHK VIKING PRE6S LTD. ■IGTÚS HALLD6RS frá Höfnum Rítstjórl. UtanAekrllt tll hlabetnai THl VIKING PRESS, Ltd, B«l *10* V'tan Aakrlft tll rltstj»ranai TOÍl HEIMSKRINGIíA, Boi 8105 WINNIPEG, MAJf. EDITOI “Helmskrlngla ls publlshed by Tbe VlklnK Preaa Lld. and printed by CITT PRINTING A PUBLISHHG CO. 85S-855 Sament A»e.. Wlnnlpek. Mnn. Telephone: .86 53 7 WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 Endurheimt náttúrufríðindanna Mikið hefir undanfarið verið rætt og ritað um “endurheimt náttúrufríðind- anna’’ hér í Kanada, eða málaleitanir þær og samningstilraunir, er átt hafa sér stað milli sambandsstjórnarinnar og fylkjastjórnanna vestrænu tölublaði Heimskringiu var getið um samninga forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Hon. John Bracken, við sambands stjórnina í Ottawa, og tillögur hans um úrslit þessa máls. En vel sennilegt er, að ýmsum lesendum sé eigi fullkunnugt um það hvernig iiggur í þessum málum, eða hefir legið, og er því ekki úr vegi að rifja þau upp fyrir sér. það verða mest. En í Manitoba var þetta ákvæði ekki sett, er fylkið var mynd Var fylkið ekki einungis svift um ráðaréttinum yfir löndum sínum, heldur voru engar bætur fyrir það greiddar fyr en árið 1882, tólf árum eftir að fylkið var stofnsett. Skapaði það hinu unga fylki ótalda erfiðleika fyrstu árin, er það var sem óðast að byggjast fólki, er byrjaði búskap sinn að mestu leyti félaust. Dóms málakerfi og stjómarskrifstofur varð auð vitað að skipuleggja, og tafði teknaleysið auðvitað mjög mikið fyrir skipulagningu. Mjög ákveðnar kröfur voru gerðar á hendur Ottawastjórninni og var þeim loks sinnt eftir tólf ár frá fylkisstofnun- inni, eins og áður er sagt, og þá með að- eins $45,000 tillagi árlega. Gekk þetta þangað til árið 1885, að tillagið var hækk að í $100,000. Um sama leyti fékk fylk- ið í sínar hendur umráð yfir sérstökum mýrlendissvæðum, er voru aígerlega ó- nytjandi nema með framræslu. Árið 1912 var þó Manitobafylki bætt enn bet- ur, svo að það fékk jafna aðstöðu og Alberta og Saskatchewanfylki. Var þá, samkvæmt þessum nýju samningum þess um mýrlendissvæðum skilað aftur í hend ur sambandsstjórnarinnar, og fylkinu gert að greiða fimm af hundraði fyrir það fé, er það hafði fengið greitt í reiðum peningum fyrir þann hluta mýrlendis- svæðanna, er fylkið hafði selt meðan það í júlímánuði í fyrrasumar var skip- uð konungleg rannsóknarnefnd, að sam- komulagi Ottawastjórnarinnar og Mani- tobastjórnarinnar. Skyldi sú nefnd leggja álit fyrir báðar stjómir um það hvemig útkljá skyldi þessi mál, svo að bæði fylkið og sambandsstjórain mætti vel við una, og þá um leið, að Manitoba- fylki hlyti jafnan rétt við hin fylkin reiknað frá því að það gekk í ríkissam- bandið árið 1870. Hefir nefndin nú lokið starfi sínu og lagt álit sitt fyrir stjómirnar. Nefndina skipuðu þrír menn: Turgeon dómari frá Saskat- chewan; Hon. T. A. Crerar, og C. A Bowman, frá Waterloo, Ontario. Aðalefni álitsins er í sem stytztu máli á þá leið, að öll fylkin í Kanada, að undanskildum siéttufylkjunum þremur, Manitoba, Saskatchewan og Alberta, hafi þegið full umráð yfir náttúmfríðind- um sínum, þegar er þau gengu í ríkis sambandið. Sú undantekning, sem gerð var árið 1870, er Manitoba gekk í sambandið og svo aftur 1905, er Saskat- chewan og Aiberta gengu í það, stafaði frá þeirri stefnu, er sambandsstjórnin brást á í bæði skiftin. Sú stefna var á þá leið, að sambandsstjómin skyldi halda umráðum yfir jarðnæði þessara fylkja, sambandsríkinu í hag. Þetta var gert með tvennt fyrir augum. 1 fyrsta lagi til þess að tryggja bólfestumönnum ó keypis jarðnæði til þess að hvetja þá til landnáms, og í öðru lagi til þess að hafa í höndum nægilegt jarðnæði til þess að verðlauna járnbrautarlagningu. Sam- bandsstjórnin óttaðist það, að ef hin ný- mynduðu fyiki fengi yfirráð yfir öllum löndum sínum, eins og fengið hefðu eldri fylkin, þá myndu nýmynduðu fylkin ekki nota löndin í þessu skyni, og myndi það þá tefja fyrir framförum ríkisins, sem því svaraði. í Alberta og Saskatchewan var strax brugðist á það ráð, að greiða fylkjunum bætur fyrir það að taka frá þeim um- ráðin yfir auðsuppsprettunum, og féfltk því hvert þessara fylkja árstillag í bæt- ur fyrir umráðasviftinguna og var það miðað við gerðardómsmat á ræktandi landi, og þá tekið tillit til víðlendis og frjóseml jafnt. Samkvæmt þessu fyr- irkomulagi lengu Aiberta og Saskat- chewan þegar $375,000 og skyldi það tillag aukið eftir því sem fólksfjöldi færi vaxandi í fyikjunum unz tillagið kæm- ist upp í $1,125,000 á ári, en það skyldi 1 síðasta hafgi þau tll umráða. getið Turgeon rannsóknarnefndin hefir nú komist að þeirri niðurstöðu, að Mani toba beri endurgreiðsla skaðabóta fyrir fyrstu árin, er nemi alls $7,654,069.15. Frá þessu dró svo nefndin það verð, er fylkið hafði fengið fyrir mýrlendissvæð- in, eins og áður er nefnt, og á það, að þeirri upphæð frádreginni, þá enn $4, 584,212.49 hjá sambandsstjórninni, er henni ber að greiða í reiðum peningum, samkvæmt áliti nefndarinnar. Auk þess skal falla í burtu vaxtagreiðslan, er fylkið hefir orðið að standa sambands- stjórninni skil á, fyrir sölu mýrlendis- svæðanna. Verða þá skilmálarnir þeir, samkvæmt nefndarálitinu, að í fyrsta lagi fær það greitt þá fjárupphæð, er hér var að ofan nefnd í reiðu fé, í öðm lagi verður árstillagið þegar aukið frá því sem nú er um $153,000 og í þriðja lagi fær það greitt árstillagið áfram, svo að það fer vaxandi eftir því sem fólksfjöldi eykst í fylkinu, unz tillagið nemur $1,- 125,000, og skal það þá haldast svo ó- breytt framvegis. Engin tvímæli leika á því, að blaðið ‘Free Press” hér í Winnipeg er lang vold- ugasti aðili í kanadiskum landsmálum, sem til er vestan stórvatna, og aðalrit- stjóri þess, dr. W. J. Dafoe, langsamlega áhrifamestur landsmálaritstjóri í Vestur- Kanada. Er það álit margra, er til þekkja, að hann sé einn í þeim tiltölu- lega fámenna flokki, er skapa og skorða þjóðmálastefnur hér í landi, þótt auðvit- að gæti áhrifa hans mest hér í Manitoba- fylki. Er það því óblandið ánægjuefni hve röggsamlega hann hvetur sambands- stjómina til þess að sýna íslandi ekki minni sóma á Alþingishátíðinni en Banda ríkin hafa gert. Birtist þessi hvöt hans í rtstjómargrein á laugardaginn var, 6. júlí, og er fyrirsögnin “Icelands Unique Anniversary” (Hið einstæða afmæli ís- lands) og látum vér greinina fylgja hér í íslenzkri þýðingu, er svo hljóðar: ‘‘Að ári liðnu, í júní, 1930, minnist konungsríkið ísland hátíðlega þess at- burðar í lífi þjóðarinnar, er hefir hina víð tækustu sögulega þýðingu, því þá kemur saman hið íslenzka löggjafarþing, til þess að minnast þúsund ára afmælis stjórnskipulags síns og halda það há- tíðlegt. Á sama blettinum, Þingvöll- um, þar sem Norðmaðurinn Úlfljótur fyrst kallaði saman Alþingi, löggjafarþing allra íslendinga, árið 930 e. Kr., kemur hin ís- lenzka þjóð saman þúsund árum síðar, til þess að votta þakklæti sitt og verð- skuldaða lotningu hinum fornnorrænu víkingum löngu liðinna alda. Alþingi hefir náð svo háum aldri, að því nær virð ist óskiljanlegt — þúsund ára þingbundið stjórnarfar, óslitið og að litlu breytt, stjóraarfar, sem allt hefir staðist, auð- sjáanlega sökum þess hvað það hefir ver. ið fjórtán ættliðum þjóðarinnar í tíu aldir. Þegar Alþingi var stofnað, var Elfráður hinn ríki nýlega látinn, og orust an við Hastings var háð meir en hundrað árum síðar. Því marki er nú aáð, er sambands- stjórnin setti sér, er hún svifti fylkið umráðunum yfir auðsuppsprettunum, nefnilega landnámshvatningunni með ó- keypis bójfestulöndum, og járnbrautar- lagningunni með því að launa hana með jarðnæði. Gengur nú það, sem nú er óskert af náttúrufríðindum, til Manitoba- fylkis, ásamt þeim fjárgreiðslum, sem hér eru að framan nefndar. Þegar af- hending náttúrufríðindanna er formlega um garð gengin, getur fylkið umráða- frjálst og af sjálfsdáðum unnið af alefli að framþróun sinni á allan hátt, enda ætti það, ef vel og hagsýnilega er á hald- ið, að koma svo ár sinni fyrir borð á til- tölulega fáum árum, að því fljóti álitleg- ar tekjur af auðsuppsprettum sínum. Má segja að bæði sambands- og Manitoba- stjórn hafi skynsamlega og giftusamlega tekist að ráða þessari þrætu til lykta, því báðar hafa látið ánægju sína í ljós yfir áliti rannsóknarnefndarinnar, svo að telja má víst, að það verði samþykkt af báðum, og þá farsæll endi bundinn á þessa misklíð, er átt hefir sér stað í svo mörg ár. Gerir Kanada enn betur? Engin efi er á því, að samþykktin í alríkisþingi Bandaríkjanna um að gefa íslandi veglega standmynd af Leifi Ei. ríkssyni að ári, um leið og Bandaríkin sæma ísland með nærveru fulltrúa sinna á Alþingishátíðinni, hefir vakið hina mestu eftirtekt, eigi enungis um öll Bandaríkin, heldur miklu víðar um ment- aðan heim, og þá eigi sízt hér í Kanada )ar sem vafalaust eru búsettir miklu fleiri íslendingar en nokkurntíma í Bandaríkj- unum og til miklu lengri tíma að jafn- aði. búa vorum. En hvort sem svo verður fullkomlega eða eigi, þá þurfa menn ekkl að draga það í efa, að jafn ákveð- in og stórvinsamleg ósk, borin fram við sambandsstjórnina hér, af jafn áhrifamiklum og mikilsmetnum manni og dr. Dafoe er, verði sambandsstjórn inni mikil hvöt tií þess, að láta ekki sitt eftir liggja, er til þess kemur, að sæma ísland áber- andi viðurkenningu á hinum mikla heiðursdegi þess, er í hönd fer næsta ár. Lízt oss nú sem allar vonir muni til þess standa, að sambandsstjórnin verði við tillögum og beiðni Heimfararnefndatrinnar, er vér höfum áður skýrt frá í Heims. kringlu, ‘‘nema betur sé.” En jafnvel með þeirri viðurkenn ingu einni, eða annari slíkri, jafn stórfenglegri og áhrifamik- illi, hefir það fengist áunnið, sem vér megum allir, Kanada menn og íslendingar, megum vel við una. Og því má þá við bæta, að vafalaust stendur hugur margra íslendinga, austan hafs og vest- an, til þess, að afsakanlegur misskilningur, er skotist hefir inn hjá dr. Dafoe, við lestur aukablaðs Heimskringlu, nfl. að Einari Jónssyni sé falin styttu- smíðin, megi að sönnu verða. Var oss eigi lítið fagnaðarefni, hve glögglega það kom í ljós, í ■umræðunum á alríkisþinginu að Bandaríkjamenn hafa eigi gleymt Einari Jónssyni. ----------x--------- Þegar Alþingi kom fyrst saman, var saga ensku þjóðarinnar tæplega hafin Hér var vagga sögu vorrar eigin álfu, því hetjan, gædd nafninu,, er felur í sér ljóm- andi eiginleika æfintýra og harðræðis, Leifur Eiríksson, ‘‘Leifur heppni,” sonur Eiríks rauða, sigldi frá íslandi árið 1000 e. Kr., til Grænlands, og þaðan til þeirra stranda, er fimm öldum síðar hlutu nafn ið Ameríka. Oss er í minni örnefnin. þar sem Leifur tók land :—“Markland” og “Vínland hið góða.” Hér fæddist konu einnar hetjunnar, á kníf-stefndum dreka Leifs, fyrsta hvíta barnið á meginlandi Norður-Ameríku. Sem maklegan virðingarvott Islandi og Alþingi þess, lýðráðu og réttlátu stjórnarfari, og til þess að minnast sæ- ferðar Leifs Eiríkssonar, hefir alríkis- þing Bandaríkjanna á nýafstöðnu þingi veitt til þess samþykki sitt, að undirlagi Burtness alríkisþingmanns frá Norður Dakota, að Bandaríkin, veiti áþreifanlega viðurkenningu þessum stórmerka sögu- lega atburði. Þessi viðurkenning fær það formlegt snið, að reist verður mynda stytta af Leifi Eiríkssyni í Reykjavík, höfuðstað eyjarinnar, þessi standmynd er gera skal íslenzki myndhögvarinn, Einar Jónsson, á að kosta $50,000, er al- ríkisþingið hefir til þess veitt auk $5,000 er veittir eru til þess að senda fimm opin- bera fulltrúa til hátíðarinnar í júní, 1930. Þegar litið er til þess, að yfir 20,- 000 afkomendur þessar mikilhæfu og ó- trauðu þjóðar býr hér í Kanada, og þeg- ar menn láta sér skiljast fyllilega þau verðmæti er þeir hafa af mörkum lagt við þjóðfélag vort, þá er mjög ósennilegt að sambandsstjórn Kanada viðurkenni ekki opinberlega þenna atburð til jafns við Bandaríkin, nema betur sé. Margir af ágætustu landnámsmönn- um vorum, göfugustu borgurum og djörfustu landaleitarmönnum hafa af ís- lenzku bergi verið brotnir, og vér bíðum þess með eftirvæntingu, sem maklegrar viðurkenningar þess sem ísland hefir lagt til eflingar Kanada, að stjórn vor tilkynni, að hún hugsi sér, að Kanada minist opinberlega þúsund ára afmælis íslenzkrar þingstofnunar með tilhlýðilegri virðingu.” * * * Það má fyr vel vera, en að viður- kenning Kanada verði jafn stórfengleg, ‘‘nema betur sé”, og sú viðurkenning er íslandi hlotnist frá hinum volduga ná- Silfurbrúðkaup i Selkirk A föstudaginn var 5. þ. m. voru þau hjón Páll A. Reykdal og Kristín Eggertsdóttir Reykdal búin að vera í hjónabandi í 25 ár. Minntust nokkr ir vinir þeirra og ættingjar þessa atburöar meö samsæti, er þeir héldu þeim í Selkirk, þar sem einn af helztu . vinum Páls býr nú, Capt. Joseph B. Skaptason- Var upphaflega ætlast til aö samsætiö færi fram heima, í garöinum viö hús þeirra hjóna Capt. og Mrs. J. B. Skaptason, en sökum þess að veður hefir verið óstillt og úrfellasamt undanfarna daga, og ó- tryggt að treysta heiörikjunni, var þeirri ákvöröun breytt og samkomu- staöurinn færður yfir á Lisgar Hótel þar í bænum. Samkoman hófst lausu eftir kl. 7 um kveldið að sezt var aö borðuni. Á annaö hundraö manns var að boð inu frá Winnipeg, Nýja Islandi og úr Álftavatnsbyggð, þar sem silfur- brúðhjónin hafa búið lengst og þar sem Páll er að mestu leyti uppalinn. Samkomunni stýrði dr. Agúst Blön- dal frá Winnipeg, Kyaddi hann gesti að borðum og bað séra Rögnv. Pétursson að flytja bæn áður en til snæðings væri tekið og tók fólk svo að matast. Að loknu borðhaldinu var sunginn brúðkaupssálmurinn nr. 589. Flutti þá séra Rögnv. Pétursson stutt á- varp til brúðhjónanna, minntist þeirrar gestrisni og greiða er þau hefðu jafnan sýnt gestum og gang- andi, ennfremur þess starfs er Páll hefir unnið í þarfir byggðarlags síns og samsveitunga. Að því loknu var brúðurinni færður rósavöndur allmik- ill- Færði yngsti sonur þeirra móður sinni hann fyrir hönd gestanna. Stóð þá Capt. Joseph B. Skaptasoni upp, ávarpaði þau hjón og lýsti dugnaði þeirra og drengskap og forgöngu Páls fyrir íþróttasv. yngri manna heima í héraði. Að ræðunni lokinni af- henti hann þeim fyrir hönd gestanna silfurborðbúnað allvandaðann og bað þau að nýta og njóta; mætti eigi minna vera en að vinir þeirra gildi þeim hnífa og skeiðaslit þó híða myndi lengst öll borgun fyrir beina og al- úðarviðtökur á heimili þeirra. Þá bar dr. Ágúst Blöndal fram silfur samstæðu, gjöf frá börnum þeirra hjóna, og ennfremur silfurkörfu, gjöf frá þeim hjónum, Vigfúsi Gutt ormssyni gestgjafa á Lundar og konu hans. Að þvi loknu kvaddi dr. Blöndal allmarga úr gestahópnum til ræðu- 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hlik viðurWenndlu pieðujl, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mlörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær em til sölu í öllum lyfabúö um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. halda og urðu þessir við áskorunr læknjsins: H. Marino Hannesson lögfræðingur, Jón Sigurðsson frá Lundar, Man., dr. M. B. Halldórssort og Árni Eg'gertsson' frá Winnipeg, Gutfiormur Finnbogasion bankalstjóri á Lundar, Guðm. Breckman, smjör- gerðarstjóri á Lundar, Kolbeinn Þórtí arson, Randver Sigurðsson, Halldór Sigurðsson, Dan. J- Lindal og fleiri- Milli ræðanna voru sungnir íslenzk- ir söngvar. Gat þá dr. Blöndal meö ítarlegri ræðu, hinna mörgu ánægju- stunda er hann hefði haft á liðnum árum, með brúðgumanum, yfir þann tima sem hann dvaldi sem læknir í nágrenni hans. Las svo bréf og' árnaðaróskir til brúðhjónanna er honum höfðu borist þessa síðustu daga. Meðal þeirra er kveðjur sendu voru þeir bræður prófessor Tliortiergur Thorvaldson í Saskatoon og hr. Sveinn kaupmaður Thorvalds- son í Riverton, ennfremur dr. Magnús Hjaltason í Glenboro, o. fl. Að lokum ávarpaði silfurbrúðgum inn gestina með ágætri ræðu. Þaklc aði hann vináttu þá er hann hafðí orðið aðnjótandi á þessum árum, gat ýmissa mála er uppi hafa verið, og benti á, þó menn greindi á í skoð- unum þyrfti það ekki að valda vin- áttufæð. Við söngvana lék ungfrú Ólöf Hinriksson undir á piano. A5 allra dómi var samsætið hið ánægju- I Iegasta og fór hið bezta fram. Aö loknu miðnætti var því slitið. —Viðstaddur. Framtíð Lýðræðisins og vanþckking kjósendanna Nú eu lögð á borgara lýðræðis- landanna meiri stjórnmálaafskifti era nokkru sinni áður. Lýðræðið er í miklum vanda statt. Gallarnir á fram kvæmd þess koma meira og meira í Ijós. En samt finna menn ekki, eða koma sér ekki saman um neitt annað skipulag, sem betra sé. Menn hafa að vísu brugðið út af braut lýðræðisins á ýmsan hátt á ýmsum stöðum, til dæmis í Rússlandi, ítalíu og Tyrklandi. En hvað sem úr þeim tilraunum kann að verða síðar- meir, þá fer því fjarri, að menn séu nú hetur sammála um þær en um gamla lýðræðið. En það lýðræði varð til eftir margra alda þjark og til raunir, því það er eldgamalt vanda- mál hvernig stjórnmálum verði bezt hagað og forráðantenn þess bezt fengnir. Fyrir meira en tvö þús- und árum sagði Plató, að slíka menn ætti ekki að kjósa rneð flokkavaldi, en velja þá eftir hæfileikum. Og tiýlega sagði einn helzti stjórnmála- maður Bretlands, Grey lávarður, að lýðstjórn væri ekki bezta aðferðin til þess að koma vitrum mönnum til valda og fyrir skömmu sagði einn af sendiherrum Bandaríkjanna eitthvað á þá leið, að hið ameríska stórveldi, aðalvígi Iýðvaldsins, væri sjónlaust, höfuðlaust og vitlaust. En hvernig á þá að fara að því, að “koma vitrum mönnum til valda” og að gefa lýðræðinu “sjón, höfuð og vit‘?” Um þetta eru nú skrifuð ókjörin öll. Meðal annars hafa nýlega hirzt um það tvær eftirtektar verðar greinar í ameríska timaritinu North American Review eftir Karey

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.