Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 12

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 12
12. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 NÝJA C. N. R. HOTELIÐ í VANCOUVER Fínasta gistihúsiö á Kyrrahafsströndinni er nú veriö að reisa í Vancouverbæ miSjum fyrir þjóöbrautina, the Canadian National Railvvay- Lokiö er öilum greftri fyrir undirstööurnar, og búiö aö veita verkið á stálgrindinni og verður því hraðaö svo sem unnt verð ur. Skrauthýsi þetta, er stendur í aðal verzlunarhluta borgarinnar, verður nefnt The Canadian National Railways Hotel. í því veröa 500 svefnherbergi öll með nýjustu gerð og þægindum. Sérstakir salir verða þar fyrir veizluhöld og s'órfundi. Myndin sýnir hvernig hotelið verður útlits þegar því er lokið. Fjœr og Nær Skemtiför til Grand Beach Ungmeyjafélagið Aldan fer skemti ferð til Victoria Beach á sunnudaginn kemur- Lestin fer frá Union Station kl. 10 f. Ii. og þvi nauðsynlegt að vera komin á staðinn nokkru fyrir þann tíma. TIL STEINS H. DOFRA Áður tekið á móti ...... $115.55 Hjörtur Guðmundsson, Árnes.... 1.00 Alls.....................$116.55 FRÁ ÍSLANDI R’vík. 12. júní Frú Stcinunn Jónasdóttir andaðist í nótt að heimili tengda- sonar síns, Jónasar Jónssonar dóms- málaráðherra. Hún var ættuð frá Sílalæk í Aðal- dal, gift Stefáni Sigurðssyni, sem þar bjó. Er Guðrún, kona Jónasar ráðherra, elst barna þeirra. Hafði Steinunn dvalið hjá þeim hjónum mörg síðustu ár æfinnar. Synir þeirra Stefáns eru Guðmundur, er býr að Firði í Mjóafirði, kvongaður dóttur Sveins alþingismanns Ölafsson- ar, og Jónas bóndi í Kaldakinn- Steinunn heitin var mesta ágætis- kona, fríð sýnum og orðlögð fyrir dugnað og höfðingslund. Prestastefna . verður haldin hér bænum í þessari viku, dagana 13.—15. júní. Hún hefst á morgun kl. 1 e. h. með iguðsþjónustu í dómkirkjunni. Séra Sveinbjörn Högnason á Breiða bólsstað flytur synódus-prédikun og lýsir jafnframt vígslu, því að í guðs- þjónustunni vígir biskup kandídat Jón Ólafsson til sóknarprests í Holts- prestakalli í Önundarfirði. Lengra Jíf (Frh. frá 11. bls.j líf sitt lengt. Framtíð menníngar- innar þarfnast einnig lengri manns- lífa, meðal annars til þess að girða fyrir það, að menningin snúist ekki i hönduni mannanna, svo að umbæt- urnar verði þeim til bölvunar. Heim urinn þarfnast manna sem eru ungir um fimmtugt og sextugt. Menn sem eru í blóma aldurs síns um og yfir hundrað ára gamlir munu hafa lífs- reynslu og þroska til að hamla upp á móti þeim anda eyðileggingarinn- ar, sem nú er eitt einkenni menningar lífsins og kemur fram í styrjöldunum. Bitur- og sprengiefnastyrjaldir fram tiðarinnar geta orðið ógurlegri en nokkurar styrjaldir liðinna tíma, ef skynsemi mannsins hepnast ekki að hefta þær. En það tekst með bættri og lengdri mannsæff. Manninum þarf umfram allt allt að lærast það betur en nú, hvernig hann á að halda sjálfum sér andlega og líkamlega heilbrigðum. Þau vísindi, sem að þvi stefna, að kenna honum það, eru hin beztu vísindi, vísindi framtíðar- innar. Mussolini og páfinn. Nýlega var í Lögréttu sagt frá endurreisn kirkjuríkisins og ýms um undirtektum undir samningana. Mussolini sjálfur lagði lengi vel ekk ert orð í þær umræður. En nýlega hefir hann skrifað grein um þessi mál og hafa orð hans vakið mikla athygli. Hann skrifaði hana fyrir Lundúnablaðið Sunday Express (3. þessa mánaðar) — sem Lögrétta hefir fengið. Italia er andleg þjóð, segir Musso- lini fyrst- Út frá Rómaborg fóru trúboðarnir til þess að bera kristin- dóminn til endimarka jarðarinnar. Andi trúarinnar gagntekur þjóðina, frá hinum lítilmótlegasta bónda upp til konungsins í hásæti sínu. Þjóð, sem ekki á andléga uppörfun er líka dauðadæmd þjóð. Andinn er innsta eðli lífsins. Þar sem andinn er ekki þar er glötun sálarinnar og dauðinn. Andinn sigrar efnið og veitir meiri auðlegð lifsins. Mussolini segist aldrei á stjórnarárum sínum hafa gert neitt á hluta hins andlega lífs þjóð- arinnar. Hann segist hispurslaust Iáta loka kommunistafundi, eða só- cialistafélagi eða hvaða illum félags skap sem er. Gegn þessháttar hreyf ingum má beita valdi. ' En ég hef aldrei, og mun aldrei, beita ofbeldi til þess að loka kristinni kirkju, eða musteri Múhameðsmanna eða Gyð- inga, því slíkt myndi niér virðast tilraun til þess að slökkva ljós and- ans og hugsjónarinnar, segir Musso- lini. Rómversk kaþólska kirkjan er eins mikill hluti ítalsks lífs eins og ætt- jarðarástin. Altarið er uppspretta andans, fáninn er tákn ættjarðar- hrifningarinnar. — Á ítölsku landi lögðu postularnir igrundvöll kristn- innar. Á heilagri jörð Rómaborg- ar hafa píslarvottar kristindórrjsiíis þjáðst og heilagir menn hafa helgað ítalska mold með blóði sínu öld fram af öld. Og Italía hefir fóstrað helga menn eins og Ambrosius, Bene dikt, Thomas Aquinas og Frans frá Assisi. Rómversk kaþólsk trú er viðurkennd ríkistrú í stjórnarskrá It alíu og almenningur aðhyllist trú þessa af heilum huga, þótt menn hafi látið svo í síðastliðin sextíu ár sem deila væri milli ríkisins og kirkjunnar- En sannleikurinn er sá að síðan 1870, þegar lokið var hinu svonefnda veraldlega valdi kirkjunn ar, þá hefir aukist andlegt vald og vegur kirkjunnar um allan menntað- an heim. Kirkjan hefir aldrei síðari tímum haft eins góða andlega aðstöðu og nú. Kirkjan hefir unnið niikið á siðan 1870 og Italía hefir sáma tíma orðið að einni þjóð og orðið heimsveldi. Þjað er báðum gott. Nú á dögum er páfinn alvald Til Hamingju— Þeim Péturssons Bræðrum er reisa hið nýja Fjölhýsi að 400 Assiniboine Ave. Þeir hafa kosið allt hið vandaðasta til þessarar byggingar, sem veitir íbúendum hin fyllstu þæg- indi sem hugsast getur. Oss þykir vænt um að geta flokkað bygging- una með þeim allra fullkomnustu íbúðarstórhýsum í bænum, er jafnframt eru útbúin með Arctic Raf-írystivélum I 45 íbúðum eru Arctic Rafkælirar er allir eru tengdir við og fá orku sína frá þremur Arctic Raf-mótorvélum. Birgðir vorar af kæliskápum eru þær að hvert heimili í bænum getur valið sér þann er við þess hæfi er- Skoðið hvað við höfum á boðstólum. og skilmálana sem þér getið fengið. The Artic Ice & Fuel Co., Ltd. Sími: 42321 439 Portage Ave. Gegnt Hudsons Bay ur í andlegum efnum meira og efa- lausara en nokkru sinni fyr. Hann er eins óháður og fullvaldur og og r.okkur höfðingi jarðarinnar. Gagn- vart honum hefir ítalska stjórnin sama aðstöðu og franska eða pólska stjórnin eða hver önnur stjórn. Hann getur ekki, og vill ekki, blanda sér í innri mál þjóðarinnar. Itölsku stjórninni er það einnig fjarri skapi að vilja á nokkurn hátt nota kirkjuna í pólitízkum tilgangi, en hún hefir rutt brautina, svo að starfsmþnn kirkjunnar geti notið fyllsta frelsis til þess að vinna verk sín. Áður höfðu innanlandsmál ítala auðvitað allmikil áhrif á Vatikanið, sem var hluti af Italíu. Nú er Vatikanið frjálst og sjálfstætt, eingöngu and- legt og trúarlegt ríki, sem öldur ver- aldlegra stjórnmála geta ekki gert mein. Hefir ekki öll veröldin haft hagnað af þeirri menningu og auðgast af þeirri menningu, sem er rómversk menning, og af þeirri trú, sem er trú Rómaborgar? Ríki og borgir liafa risið og hrunið, en Róm og Italía var sístreymandi andleg uppspretta. (Það er óbifandi sannfæring mín að trú sé þjóðunum nauðsynleg, þó ekki væri vegna annars, þá vegna siðgæðisáhrifanna. En trúin er þjóðunutn samt ennþá dýrmætari vegna þess, að hún lætur þær nálg- ast hugsjónina og hefur þær á hærra andlegt stig. Hún er afl til staðfestu og örfunar á vegi dygðanna. Samkomulagið milli Italíu og kirkjunnar ætti að verða öllum heim inum til blessunar, segir Mussolini að lokum. Hinni “frjálsu fang- elsisvist” páfans er lokið. Italía mun hafa þann hagnað af samkomulag- inu, að þar mun verða aukin andleg vakning. Og afl trúarinnar er hverju ríki til eflingar og staðfest- ingar. Vei þeirri þjóð, sem snýr baki við þvi, sem andlegt er og úti- lokar trúna, því á slíku veltur líf þ j óðarinnar.—Lögrétta. G. L. Stephenson Plumber & Steamfitter 676 Home Street Winnipeg, Man, Sími 28 383 Leggur inn alla vatnsleiðslu og hitaleiðslu í þessa Byggingu Allt efni, svo sem vatnsleiðslupípur, hitaleiðslupípur er lagt til af Empire Brass Mfg. Company, Limited Plumbers & Steamfitters Brass Goods Supplies of all kinds 661 HENRY AVENUE WINNIPEG, MAN. Hið Nýja Fjölhýsi Péturssons Bræðra GURNEY Electric Ranges í hverri íbúð í bygging þessari er öllum tryggir, þægindi og hreinlæti við alla eld- un. —Ennfremur— Rafmagns hlóðir, til hitunar í hverri íbúð, er sameina fegurð og nytsemi í hverri grein. Gurney Rafmagns Stó Allir rafleiðsluvírar, ennfremur Adanac rubber fóðraðar rafleiðslupípur eru lagðar til og búnar til af hinu alkunna Northern Electric Company Ltd. Magical Electric Fireplace COMRANV LlMITEID “A National Electric Seryice,>

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.