Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA íyrrum sendiherra í París og í For- wm, eftir Munró prófessor, í stjórn- fræði i Harvardháskóla. BáSir höf- undarnir gagnrýna all þunglega iýð ræðiö en einkum hinn almenna kosn ingarétt. Þeir leggja áherzlu á það, eins og margir aðrir, að það sé ástæðulaust og geti verið hættulegt, að henda svo mikilsverðum réttind- urn í hvern sem er, án þess að hafa nokkura tryggingu fyrir því, að þeir kunni með þau að fara. Karey segir til dæmis frá því, að í heimsstyrjöldinni hafi tvær miljón- ir hermanna verið látnir ganga und- ir einskonar gáfnapróf. Tæpur helmingur reyndust miðlungsmenn, hinir voru álika margir fyrir ofan og neðan meðallag, en aðeins 13% töldust hafa góðar gáfur, en fáir framúrskarandi góðar. Munró seg ir einnig frá því, að af 26.702 kjós- endum, sem látnir voru ganga undir einskonar létt stjórnmálapróf í New York borg árið 1927 stóðust 4.472 ekki prófið. Hvað á að gera til þess að bjarga kosningaréttinum og lýðræðinu, og þar með stjórnmálavelferð landanna úr höndum þekingarlausra miðlungs manna ? Rétturinn verður ekki tek- inn af mönnum upp úr þurru, úr því sem orðið er. Almennur kosninga- réttur helzt sjálfsagt i einhverju íormi meðan lýðstjórn helzt. En það þarf ekki að merkja það, segir Munró, að almennur kosningarétturl verði ávalt skilin þannig, að enga megi útiloka. Mönnum hættir við þvi að gera of mikið úr því hversu borgararnir sjálfir séu alment fíkn- ,r í þennan rétt. Hann spratt upp af frönsku byltingunni, en vöxtur hans hefir verið lang örastur siðustu tíu árin. Vöxtur lýðræðisins og frelsisskvaldursins hefir verið nokk uð galgopalegur. Það er hægt að breyta um stjórnarfar, en viðfangs- efni stjórnmálanna breytast ekki. ^að er misráðið að ausa auknum í- hlutunarrétti um stjórnmál (kosninga rétti) í mikinn fjölda nýrra og ó- reyndra kjósenda einmitt þegar þörf in var sem mest á festu i stjórnar- farinu og öruggri leiðsögn. Allur þorri hinna nýju kjósenda Evrópu- landanna skildi ekki úrlausnarefnin, sem fyrir lágu eftir ófriðinn og reynslan sýnir það, að þeir hafa notað atkvæði sín til þess að tefja íyrir heilbrigðri úrlausn þeirra. Það er oft sagt, að “sérhver miðl- ungsgefinn kjósandi, geti skilið öll almenn stjórnmál, ef hann reynir það’.’ Þetta er rétt með þrennum fyrirvara, þeim, að margir. kjósend- ur eru sannarlega minna en miðlungi vel gefnir, að talsvert mikill hluti kjósenda vill alls ekki reyna að skilja stjórnmál, og að fæst stjórnmál eru nú orðið “almenn,” í nokkurri merk mgu orðsins. Stjórnmál eru orðin mjög sérstaklegs eðlis, skattamál.sani göngumáþflotamál eru allt flókin mál, sem menn þurfa að kynna sér sérstak lega. Þriðjungur kjósenda veit sjálfsagt ekki meira um þessi mál, en þeir vita um vélfræði, ljósfræði eða afstæðiskenningu Einsteins. Það þarf alveg jafn miklar gáfur til þess að skilja hvað af þessu sem er. Munurinn er aðeins sá, að menn eru fúsir til þess, að viðurkenna van- þekkingu sína til dæmis á afstæðis- kenningunni, en þykir sjálfsagt, að halda á “frjálsum og jöfnum” hæfi- leikum til að skilja stjórnmálin. En fæstir almennir borgarar leggja á sig erfiði til þess að skilja stjórnmál. Almennur kjósandi er störfum hlað inn. Þegar hann er það ekki, er hann þreyttur. Þegar hann er þreytt ur hlustar hann á radio eða horfir á kvikmyndir. En úr hvorugum þeim stað fær hann stjórnmálaþekk ingu. En kjósandinn getur lesið blöðin er sagt. En fæst blöð leggja nú áherzlu á almenna, nytsama fræðslu. Þau leggja flest meiri áherzlu á fá- nýtt efni, sniðið fyrir miðlungsgáf- ur, eða minni, heldur en á raun- verulegar upplýsingar og þroskaíidi greinar. En samt er varla hægt að saka þessi blöð. Þau eru spegill lesendanna. Fólkið vill hafa þau svona. Hvað á að gera? Gildi lýðræðis ins veltur að langmestu leyti á hæfi- leikum kjósendanna, á meðallagi alls þorra þeirra. Ef meðallagið fer lækkandi fer lýðræðið þverrandi unz það deyr. En það er hægt að bæta úr þessu. í New York ríki er byrjað á merkilegri tilraun í þessa átt. Þar er byrjað á því, að reyna að vinsa úr gáfnalegustu kjósendurna. Það er fyrst og fremst gert með skóla- prófunum. Þeir, sem hafa ekki staðist venjuleg, einföld próf í barna- eða unglingaskólum ríkisins fá ekki kosningarétt. Þeir, sem einhverra hluta vegna hafa ekki verið í skól- um, eða tekið próf þar, verða að ganga undir sérstakt kosningapróf. Það er mjög einfalt og lágmarks- kröfurnar litlar. Prófið á ekki að sýna þekkingu á sérstökum stjórn- málum, heldur hæfileika í meðferð á undirstöðuatriði þekkingarinnar, því að geta lesið (eins og oft eins og kjósandinn vill), nokkuð af almennu máli svo að hann geti gert stutta og sundurliðaða grein fyrir því á eft- ir, með því að svara spurningum úr því á sérstakt eyðublað. Ætla mætti að hver sá, sem lært hefir að lesa og skrifa, gæti staðist slíkt próf. En reynslan hefir orðið sú vestra, að einn af hverjum fimm hefir fallið. Almennur kosningaréttur, án slíks prófs, merkir það, segir próf. Munró, að fimmtungur kjósendanna hefir ekkert við réttinn að gera, nógu margir til þess að geta ráðið úrslit- um. Slíkt próf er á engan hátt i neinu ósamræmi við anda lýðræðisins í landi, sem veitir öllum jafna, end- urgjaldslausa barnafræðslu. Það er sjálfsvarnarráðstöfun fyrir þjóð- félagið. Próf er heiintað af hverj um þeirn, sem vil'l aka bíl á þjóðvegi. Kjörseðill er miklu hættulegri í slæmum höndum en bíll. Það er sannarlega ekki gagnstætt anda lýð- ræðisins, að leita ráða til varnar gegn þeim hættum, sem styðja að lýðræðinu. En myndi þetta vera varnarráðið ?—Lögrétta. Matthías Einarsson lœknir, fimmtugur Margir eru læknarnir í Reykjavík og margir slyngir (þeir eru nú ekki færri en 401), en þó má með nokkur- um sanni segja, að Matthías Ein- arsson beri höfuð og herðar yfir okk ur alla. Margt ber til þess, og það ekki síst, að Matthias er afbitrða læknir. Hann hefir ætíð haft óskiftan, ó- þreytandi áhuga á læknislist og lækn isstörfum, og jafnframt hefir honum ýerið flest vel gefið, sem þarf til þess að verða ágætur læknir. Það er því ekki að undra þó hann hafi bæði flesta sjúklingana og geri flesta skurðina. Væri þetta eitt nóg til þess að gera hann þjóðkunnann mann, enda þekkir hér hvert barn “Matthías lækni.’ Annað er það í fari Matthíasar, þrek og karlmcnnska. Hann er mik- ill maður á velli og hinn höfðingleg- asti, gamall og nýr iþróttamaður með óbilandi fjör og heilsu. Það er þetta, sem hefir gert honum kleift að vinna margra manna verk, dag eftir dag, sýknt og heilagt öll þessi ár, sem hann hefir starfað hér. Jafn vel þó hann hafi beinbrotríað, þá hefir hann ekki tollað í rúminu nema fáa daga, þotið síðan í bíl milli sjúkl inganna og gengið síðan við staf inn í húsin. Eg geri ráð fyrir því, að vinnutími Matthíasar sé sjaldan styttri en tvennar 8 klukkustundir og stundum efalaust lengri- Og vinna læknanna er samfara sífeldum áhyggj um, seni oft eru hálfu verri en lík- amlega erfiðið. En þrátt fyrir alt strit og áhyggj ur lætur Matthías litt á sjá. Ef lækn- ar hér færu í glímu geri ég ráð fyrir að hann skelti okkur öllum, nema ef til vill Halldóri Hansen, sem er líka íþrótta- og kunnáttumaður. Og þó einhver vildi beita brögðum og bjóða Matthiasi í kappdrykkju, þá er það víst að öllum yrði hált á því. Vín getur hann drukkið með ánægju, en hann meltir það eins og nýmjólk og verður ekki fullur sem aðrir menn. Matthías er fyrsti læknirinn, sem áræddi að setjast hér að sem ólaun- aður læknir. Nokkurt áræði þurfti til þess á þeim dögum, því nóg stóð til boða af álitlegum embættum, og mörgum þótti ólíklegt, að nokkur gæti lifað hér af lækningum einum. ‘Þér getið sezt að sem starfandi læknir, en auðvitað getið þér ekki lifað af því,” sagði Jónassen gamli, landlæknir við hann. “Þér getið ncfnt eina krónu fyrir læknisskoð- un) við fólkið, en náttúrlega borgar það hana ekki!” bætti hann við. Þó litu aðrir bjartar á þetta eins og G. M. og ég. Reynslan hefir sýnt, að Matthías er hér brautryðjandi, enda hafa margir fetað í hans fótspor. Ef nefna skyldi þriðja einkenni Matthiasar, þá myndi ég telja ör- lyndi og brjóstgœði. Það er ekki nóg með það, að hann hafi gefið fjökla fátækra læknishjálp eða selt þeim hana við litlu verði, heldur er svo sagt, að hann hafi igetað fáum r.eitað um að ganga í ábyrgð fyrir þá, ef til hans var leitað. Honum hefir orðið hált á þessu, að sögn, eins og fleirum, og þrátt fyrir ríflegar tekjur hefir hann lítt safnað fé, og væri þó vel að því kominn. En hvernig, sem þessu er farið, þá er það víst, að hann hefir orðið öllum mönn um vinsælli, og mun það sjaldgæft, að læknir njóti sliks almennings- trausts og almenningshylli sem Matt- hías Einarsson- En það er ekki eingöngu almenning ur, sem lítur þannig á Matthías. Læknarnir, sem eru hnútunum kunnugastir, virða hann engu minna. Það er lika hrein ánægja að horfa á Matthías vinna og gera skurði. Allt gengur sinn fasta, örugga en hraða gang og áhöldin leika í hönd um þessa íþróttamanns í handlækn- ingum. Það er slíkum mönnum að þakka, að íslendingar igeti nú fengið eins góða læknishjálp hér á landi og þó þeir leituðu til beztu lækna er- lendis, að minnsta kosti við þeim meinsemdum, sem lækna má með hnífnum. Og það er ekki eingöngu að þetta spari oss fé í þúsundatali og forði mörgum frá bráðum bana, heldur er það þjóðarsómi, sem ekki verður metinn til peninga. Guðtn. Hanncsson. —Vísir. Enn að klæða landið Skrifið eftir HOT-0< | ^ Beztu skamtar við höfuðverk. kvefi og beinverkjum- Þér þurfiö ekki að líða af gigt. Tveir Asco skamtar bæía hana samstundis. Asco læknar höfuðverk, verki innvortis, eða hvar sem eru. Asco er ekki eingöngti Aspirin, það er meira. Kostar 10 cent í lyfjabúðum ___Skriiið__ ASCO PHARMACIAL CO., WINNIPEG, MAN. j Það er nú komið á annað ár siðan að ég fyrst hóf ntáls á að Vestur- Islendingar sæmdu fósturlandið, með því að hjálpa til að gróðursetja skóg á Islandi. Yrnsar raddir hafa heyrst bæði með og mót. Hafa einstöku menn haft ! þá hugmynd, að engin tiltök væru til þess, að ætla sér að skógrækta Is- i land, þrátt fyrir það, að einn sér- j fræðingur í skógrækt, hefir sannað | að skógur getur þrifist á Islandi. ; Maður þessi er S. Sigurðsson. Aftur og aftur sjást greinar eftir hann, er sanna möguleika á skógrækt lands- ins, ef rækt væri lögð við, og sér- staklega á hr- Sigurðsson þakkir skil ið fyrir hans skýru og góðu ritgerð, er birtist í 9. og 23. júníblöðum Tímans í fyrra. I Lögbergi og Heimskringlu 26. júní þ. á. er ritgerð eftir hr. Hákon Bjarnason, þar sem hann hrekur þær mótbárur, er komu í bréfum frá Is- landi. Er hann meðmæltur tillögu minni um að vér Vestur-Islendingar leggjum hönd á plóginn; endar hann grein sina á þann hátt að segja: “og það bezta, sem Vestur-Islendingar geta gert móðurjörð sinni, er að stofna skógræktunarsjóð, sem varið væri til þess að klæða landið.”— Eg er Hákoni Bjarnason sammála, að með-engu móti gætum vér sýnt hlýleik vorn til fósturjarðarinnar bet- ur, en að hlúa að gróðri liennar. Nefn var kosin á síðasta Þjóðrækn isþingi, og var ég kosinn formaður þeirrar nefndar, til að vinna að þessu skógræktarmáli. Þykir mér stórlega fyrir því að þurfa að segja að ekkert hefir gerst. Samnefndarmenn mínir geta ekki séð, að til nokkurs sé að mynda skóg- ræktunarsjóð fyrir Island. En ef ekki er sjóður eða peningar, þá er 'ekki líklegt að mikið verði gert, því ekki mun mikið fræ geta fengist undir 5 dali pundið. Það var tillaga mín í fyrstu að hver sá, er heim færi, færi ekki með minna en 10 pund af fræi. Það myndi vera um 50 dala virði á hvern mann. Bréf komu frá stöku mönnum, er málinu voru hlyntir, er álitu, að ég færi fram á mjög lítið, aðeins 10 pund á mann; en eins og nú stendur málið, er ekki líklegt að það verði eins punds virði, á mann, hvað þá meira- Það er nú fengin full sönnun á þv5, að Bandarikjastjórnin ætli að sæma Island með minnisvarða af Leifi Eiríkssyni heppna. Líkur eru til þess að Sambandsstjórn Canada sæmi fósturlandið á einhvern hátt. Heyrst hefir það, að íslendingar þeir, er fara heim 1930, ætli að minn ast íslands með 60,000 kr. virði af húsgögnum til Landsspítalans. Þetta er allt gott og fagurt;; en nú vil ég spyrja: Hvernig eigum vér, sem eftir sitjum, að minnast Islands'? Eig- um vér að halda að oss höndum, og K______'Mj ( I Að rjúki úr skóginum eða strompinum- HVORTTVÉGGJA FÆST EKKI ivieira en neimingur alls íðnaðar í Canada hvílir á timbri sem hráefni. I>egar búið er að eýðileggja skógana verða verkstæðin að hætta, tekjur járnbrautanna þverra, verzlunin stöðvast og velmegun hverfur. Issued by authority of Honoitrablc Charlcs Stewart, Minister of the Interior. FREVENT FOREST FIRES gera ekkert, á svona sögulega-rikúm tima landsins. Eða eigum vér aðeins að minnast landsins með söngv um og fögrum ræðum, um fyrri frægð og frania? Eða eigum vér að taka saman höndum við frændur vora á Islandi og hjálpa til að gera landið að betra landi, með því að klœða það? 8. júli, 1929. B. Magnússon, 428 Quecn St., St. Jamcs. FJÆR OG NÆR Hingað kom á miðvikudaginn hr. Haraldur Þorsteinsson frá Leslie, Sask., í lækniserindum og dvelur hér sennilega nokkurn títna. Miðvikudaginn 3. júli voru þau Alfred Albert Burch, frá Winnipeg, og Svafa Sigurðsson frá Óak Viefw, Man., gefin saman í hjónaband af j séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton stræti. Thiíi.smtyljitn (Eomjiang, INCORPORATED MAV 1670. j H. B. JAMAICA og DEMARA ROMM C. H. B. C. ROMM ÞJÓÐKUNNUGT UM VESTUR-KANADA f MEIR EN HUNDRAÐ ÁR Löggilt 1670 Hefir því rekið viðskifti í 259 á ar Ifubstm’s íBciú Co. 1860 1008 TO'UAV FRAMFÖR HiEILBRIGÐAR Viðskiftareglur og hægfara eðlilegur vöxtur, eru ástæðumar fyrir stöðugri sextíu ára fram- för þessa banka. í dag er hann einn af fremstu bönkum heimsins. Hann nær til viðskiftanna í öllum þeirra myndum, og í utanlands viðskiftum stendur hann í röð fremstu banka. THE ROYAL BANK OF CANADA Kven-Skó Fullnaðantrygging fyrir Stílfógrum Kven-skóm er auðkennd með stimpluðu á hvern skósóla ALLRA NÝJUSTU TILBRIGÐI AUSTRÆNNAR TÍZKU og lang fullkomnasta skósnið og þægindi er innifalið í þessum ágætis skórn Seldir í öllum helztu Skósölubúðum THE GREAT WEST SADDLERY CO., LTD., WINNIPEG CALGARY EDMONTON REGINA SASKATOON

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.