Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 10

Heimskringla - 10.07.1929, Blaðsíða 10
10. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929 bátarnir hér öfluöu vel í maímánuCi í Jökuldjúpinu, en eru nú aö hsetta þorskveiðum, sömuleiöis Hávaröur Isfiröingur. Beitusíld fékkst í Se>Ö isfiröi fyrir nokkru, fremur litiö, en ekki síðan. Bjargfuglaegg hafa nær engin fengist á Hornströndum enn- þá, og er kennt um fugladauða í vetur. Mesta kuldatíö aö undanförnu og gróöurlítiö. Merkilegt brúðkaup Jóakim Jóakimsson kaupmaður hef ir kvænst í fjóröa skifti. Hann er nn 77 ára aö aldri. Vélbátinn Hauk frá Isafirði rak á land i Hornvík nýlega og er báturinn algert strand. Menn björguðu»t. Mussolini og Fascisminn Mussolini segir œfisögu sina Mussolini hefir nýlega látiö gefa út æfisögu sína, sem hann hefir sjálf ur skrifað. Hún hefir þegar verið þýdd á ýms mál, en verið misjafn- lega tekiö. Sumir telja bókina merka sálarlýsingu og skýra og lif- andi mynd af einhverjum harð(vít- ugasta athafnamanni nútímans og af störfum hans (til dæmis ýms ensku íhaldsblöðin). Aðrir telja bókina fremur fánýtt skrumrit og óáreiðan- legt (til dæmis Manchester Guardian). Sjálfsagt verður bókin merkilegt heimildarrit, en ekki einlægt Musso- lini til lofs. Talsverður sjálfbyrgingsskapur og þótti lýsir sér í ýmsum ummælum hans um sjálfan sig, enda hefir það komið fram við ýms tækifæri önnur í stjórnarferli hans, að maðurinn er talsverður orðhákur. Þetta hefir oft sett á stjórnarstefnu hans, einkum í uíanríkiemálum, nokkuð gustmikinn og galgopalegan blæ og gefið rangar hugmyndir um það, sem á bak við lá. ' Því athafnir hafa stundum verið skyn samlegri og markvissari en orðin. Utanríkisstefna Mussolini hefir að ýmsu leyti orðið til þess að styðja fascismann inn á við, þótt ýms af- skifti hans til dæmis af annarlegum þjóðernum (sbr- Tyrol-málin) eigi fáa formælendur. Mussolini segist i æfisögu sinni aldrei hafa orðið fyrir minnstu áhrif um af öðrum mönnum. Hann segist að vísu hlusta með mikilli athygli á orð vina sinna og jafnvel á ráðlegg ingar þeirra, en þegar hann taki mik- ilsverðar ákvarðanir segist hann ein- göngu fara eftir sínum eigin vilja og samvizku. Hann segist heldur ekki trúa á áhrif bóka eða á fyrirmyndir úr æfisögum merkra nianna. “Sjálf ur hef ég aðeins notað eina stóra bók. Sjálíur hef ég aðeins haft einn mikinn kennara. Bókin er lífið. Kennarinn er dagleg reynsla.” Hann segir ennfremur, að það hafi vissulega ekki verið töfrar persónulegs valds, sem knúið hafa sig áfram, heldur hafi hann einungis barist fyr- ir heill og hagsæld þjóðar sinnar. Hann segist ekki njóta mikils næð- is eða draumlífs. Það sem er skáld legt í lífi mínu er skáldskapur skap- andi skipulags. Æfintýr lífs míns er æfintýri fyriætlana, stjórnmálaá- kvarðana og framtíðar ríkisins. Eg þjóna ítölsku þjóðinni með hverri taug hjarta mins. Eg er þjónn hennar. Eg finn það, að allir Italir skilja mig og elska mig. Eg veit það, að sá einn er elskaður sem er hiklaus og hispurslaus leiðtogi, ó- eigingjarn og í öruggri trú. Þessi eru orð Mussolinis sjálfs og hann segist hafa notið fylgis ‘ hinnar heiðarlegu, góðu, hreinu og einlægu sálar hinnar ítölsku þjóðar-” En eins og kunnugt er, bregður mjög til begja skauta um skoðanir á Mussolini og stefnu hans, fascismanum, hjá öörum, Út í frá eru það ekki sízt italskir flóttamenn, sem orðiö hafa fyrir barðinu á fascismanum, sem haft hafa áhrif á almenningsálitið í Evrópu, honum til tjóns. En sjálfur segir Mussolini í æfisögu sinni, að hann Iáti sig það ekki miklu skifta, þótt hann sé misskilinn, “því þegar ÖIlu er á botnin hvolft, þá hef ég of mikið að gera til þess að hlusta á baktjaldamælgi lygara.” En ýmsir þeir, sem ekki haJa neinna ítalskra flokks- eða eiginhagsmuna að gæta, en hafa rannsakað fascismann, hafa einnig borið honum illa söguna. En mjög eru frásagnirnar frá ítalíu sundurleitar, ekki síður en frá Rúss- landi, og sýnist sitt hverjum. Lögr. hefir oft sagt frá mönnum og mál- efnum suður þar, meðal annars ýms- um, sem gagnrýnt hafa ástandið þar allsterklega. Nýlega hafa birzt greinar um þessi mál (í Politiken) eftir dr. Phil. Emil Rasmussen, sem er vel kunnugur Italíu fyrir og eftir fascistabyltinguna og ber hann að ýmsu leyti vel söguna fascismanum og áhrifum hans. Til þess að geta dæmt réttilega um fascismann þurfa menn að kunna skil á ástandinu eins og það var áð- ur en bylting hans kom til sögunn- ar. Það er ekki Mussolini, sem byrjað hefir á því að styðja ein- ræði sitt eingöngu við einn flokk eða klíku, segir dr. E. R. Slíkt hefir ávalt átt sér stað síðan ítalska ríkið var stofnað. Hinar svonefndu þing- ræðisstjórnir, sem áður sátu að völd um urðu undantekningarlaust að styðjast við einn ákveðinn flokk og mjög áhrifamikinn, sem sé frímúrara félagið. Frímúrararnir voru svo að segja almáttugir i itölskum stjórn- málum og höfðu þingið og ráðuneyt in í hendi sér- Þess vegna hefir ráð ríki fascistanna ekki sízt komið hart niður á frímúrarafélagsskapnum, sem er bannaður, og á þinginu, sem i raun og veru er upphafið og áhrifa- laust orðið, þótt því sé haldið að nafninu til, enda mun konungurinn neita afnámi þess. Afstaðan til frímúraranna hefir einnig orðið til þess, að sameina nokkuð fascistana og kaþólsku kirkjuna, því frímúrarar voru kirkjuféndur og töldu það jafn- vel stefnu sína, að “útrýma Róm- kirkjunni.” En kirkjan lét einnig hart mæta hörðu og prédikaði strengilega gegn frímúrurunum. En þeir voru svo voldugir, að þeir gátu boðið henni byrginn. Þegar fas- cisminn þóttist þurfa á stuðningi kirkjunnar að halda og leitaði hans, varð hann hennar vegna, að fórna frímúrurunum og gerði það. Kirkj an hefir unnið á í ítalíu að ýmsu leyti við þetta og fascisminn sýnir henni virðingu sina við alls- konar tækifæri. Áhrif kirkjunnar hafa einnig orðið fascismanum hjálp leg í ýmislegri viðleitni hans til þess að koma á röð og reglu og bættu siðferði, eða kirkjan hefir beitt fas- cismanum fyrir sig í þeim efnum. Til dæmis hefir verið rótað hressi- lega upp í glæpa- og ólifnaðarveröld ítölsku síórborganna. Þeir, sem kunnugir voru í Neapel fyrir 20 til 30 árum, þekkja hana ekki aftur sem sömu borg. Áður fyr stóðu þar vændiskonur á öðru hvpru götuhorni og buðu börn til óskirlífis. Nú er slíkt horfið. Úr Róm voru fluttar skækjur i heilum járnbrautarlestum þegar fascistar og kirkjan fengu völdin. Þessi barátta gegn laus- læíinu varð jafnvel til þess að launa lágir embætis- og starfsmenn mót- mæltu burtflutningi vændiskvennanna. Þeir sögðu að laun sín væru svo lág, að þeir hefðu ekki efni á því, að eiga heimili og konu alla vikuna og yrðu að láta sér nægja það, að vera giftir einu sinni í viku. En þótt fascistar og Vatikanið hafi getað tekið hönd- um sanian um ýms mál, þá er sam- bandið lítið nema á yfirborðinu og ber ýmislegt á milli. Einkum get- ur fascisminn ekki fallist á allar skólamálakröfur kirkjunnar, en kirkj unni er lítið gefið um sumt athæfi fascismans, til dæmis dýrkunina á d’ Annunzio. En hann er einskon- ar þjóðardýrðlingur fascista, en í ó- sátt við kirkjuna- Fascistar vilja gjarna nota færið til þess að fá enda bundinn á hið ganila deilumál, hina svonefndu rómversku deilu, milli páfa stólsins og italska ríkisins. En leið- togar Vatikansins eru ófúsir til þessa, og ráða mestu um það erlendu kardí- nálarnir. Annars hefir samvinna fascismans og kirkjunnar ekki orðið til sérlega mikillar trúarvakningar hjá þjóðinni, nema helzt i Suður It- aliu, en þar hefir einlægt verið trú- hneigðara fólk en í norðurlandinu. Á suður-ítalíu er kirkjusókn mikil og fjárframlög mikil til guðsþakka. En þeim fer fækkandi, sem ganga til skrifta og fólk lætur nú miklu hispurslausar en áður í ljós ókirkju legar skoðanir. Tilfinnanlegur hörgulí er einnig á prestum og presta efnum víða. I bæ einum þar sem áður voru 27 prestar voru nú nýlega aðeins 9 prestar og enginn guðfræða nemi. Samvinna fascismans og kaþólsku kirkjunnar hefir þannig að mörgu Ieyti orðið fascismanum til styrktar. En honum varð einnig til styrktar það ástand, sem var í stjórnmálalífi þjóð- arinnar þegar hann fór að láta til sín taka, glundroðinn, úrræðaleysið og óheiðarleikinn. Italska þingræð ið eða sú skrípamynd þingræðisins, sem þjóðin bjó við, var orðið gjald þrota. Fascisminn hefir rótað upp í ýmsu' ig'ömlu ólagi og óheiðarleik og lagað ástandið, en hann hefir líka stjórnað með harðri hendi kúgunar og einræðis. En menn skulu einnig minnast þess, þegar þeir dæma ein- ræði fascismans, að það er ekki fas- cisminn sem hefir skapað einræðið og kúgunina, það var til áður, en fascisminn hefir hagnýtt sér það. Prefektarnir gömlu, (einskonar stift- amtmenn) voru hreint og beint kosn ingasmalar stjórnarinnar og beittu kosningakúgun í stórum stil, svo að hinn frjálsi kosningaréttur var skripa leikur einn, þvi með prettum og kúg- un tryggði stjórnin sér ávalt meiri- hluta. Þegar á þingið kom gátu samt áhrifamiklar klíkur að tjaldabaki ráðið lögum og lofum þvert ofan í þingvil j ann. St j órnmálaspillingin var orðin afskapleg, landeyður og misyndismenn óðu uppi og gátu jafn vel orðið ráðherrar, ef þeir voru i nógu góðri klíku. Það var því ekki að undra þótt slíkt þingræði félli um sjálft sig og væri ekki harmað. Verra en það áður var gat ástandið varla orðið í höndum fascistanna. Síðast en ekki sízt er eins að getar sem mjög varð til þess að ýta undir fascismann. En það var undirróður kommúnista í Italiu. Það var skyn samlegt af bolsevikum að beina bylt- ingartilraunum sínum til Italiu. Jarð vegurinn var góður. En þeir héldu illa á máli sínu og óviturlega. Þeir fóru með offorsi og oflæti og egndu herinn upp á móti sér. Ringulreið- ina og æsinguna sem af hreyfingu þeirra leiddi, notaði Mussolini sérr W. J. SMITH ELECTRIC CONTRACTOR 325 BERRY ST., ST. JAMES Winipeg, Man. Gjörir alla raflagningu í stórbyggingunni að 400 ASSINIBOINE AVENUE Hann hefir rekiö þá_atvinnu, rafvíraleiðslu, um fjölda mörg ár. Látið hann gera áætlun um rafvíra- leiðslu í húsum sem þér hugsið yður að byggja. Winnipeg Roofing Co., Limited 264 Berry Street — Nornood Búa til:- ÞAKÞYNNUR, ÞAKTJÖRU, STUCCO, TíLE og fleira óska eigendum hinnar nýju fjölhýsa byggingar, 400 Assiniboine Avenue, góðs gengis með fyrir- tækið. WINNIPEG ROOFING COMPANY, LIMITED. SfMI 82 837 Oscar H. Olson, Contractor 40 Hart Avenue Winnipeg, Man. Hefir allt verk á hendi við bygginguna á 400 Assiniboine Avenue er lýtur að “PLASTER” og VEGGKÖLKUN Verk hans er eitt með því vandaðasta af þeirri tegund er fæst í bænum. Snúiðyður til hans, þegar þér þurfið að fá þesskonar verk gjört, á byggingum sem þér eruð að reisa í bænum. Sími: 54 514 40 HART AVE. - WINNIPEG, MAN. We Supply PETURSSON BROS. BLOCK With All Hardware LlI oc E < ■ 5 IS cS ^ ‘o I <1) <f> V) q; 0, U Z3 CQ ESTIMATES FOR WIRING STOVES, FIREGRATES AND FIXTURES, SOLD AND INSTALLED PHONE 28345 Co- CNV ■VVN 4^ Managed by E. A. Johnson Formerly of SERVICE ELECTRIC o o o o <n m 73 < o m ro m ö) H TD 73 O m 0) WELLINGTON & SIMCOE Canada Gypsum & Alabastine, - Limited Gyproc Wallboard er eldtryggt Dry Insulex ódýrasti hljóðdeyfir á markaðnum Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.