Alþýðublaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 2
{ Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. [ — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt GrÖndal. — Fulltrúar ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indri'ði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. — Símar: 14900 — 14902 —14903, Auglýsingasími: 14906. — ASsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðjá Alþýðublaðsins. Hverfis- gata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á máhuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Tíbindin frá Tyrklandi ÞAÐ er sorgleg staðreynd, að samtímis fundi : 'itanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í ; tMiklagarði skuli hafa staðið yfir miklar óeirðir í : Tyrklandi og herlög verið þar í gildi. Ráðherrarnir , þurftu að fá sérstakt vegabréf til að geta farið í miili fundarstaðar og gistihúss hindrunarlaust að I kvöldlagi. j Tyrkland tók glæsilegum stakkaskiptum und- I ir forustu Kemal Atafúrks á sínum tíma og lýð- ræðislegt stjórnarfar virtist þar ört vaxandi. En í iíð núverandi ráðamanna, og þá fyrst og fremst Menderes forsætisráðherra, hefur þessari þróun verið snúið við, og hvers konar ófrelsi innleitt. Hin margvíslegu höft, sem lögð hafa verið á starfsemi I stjórnarandstöðuflokksins, sem er undir forustu j Inonu, eins af samstarfsmönnum Atatiirks, eru ó- j samrýmanleg lýðræðislegu stjórnarfari. Þonandi hefur fundur utanríkisráðherranna I orðið til að opna augu tyrknesku stjórnarinnar ítyrir því, að slíkt ástand er ekki að háttum eða skapi hinna Atlantshafsríkjanna flestra. Það er liítið unnið við að bægja ófrelsi kommúnismans | ítrá með öðru ófrelsi. Söluverðlaun komin Rússar njósna um eldflaugar UM síðastliðin mánaða- mót var bandaríski kj:arn- orkukafbáturinn George Washington, að æfingum við að skjóta eldflaugum 60 mílur undan ströndum Band-aríkjanna. Þetta er fyrsti kjarnorkukafbátur- inn sem útbúinn verður eldflaugum. Þegar æfingarnar stóðu sem hæst, varð vart við ókennilegan togara á sveimi í nágrenninu. I ljós kom ,að þarna var um rúss neskan togara að ræða. Þett'a svæði er mikið not- að til æfinga á vegum bandaríska flotans, — en sjaldgæft að fiskiskip komi þar. Myndin er af rússneska togaranum, Vega, sem tal- ið er víst, að hafi verið þarna að njósna. Ekki er talið ólíklegt ,að Vega hafi getað laflað mikilvægra upplýsinga. ^WVHMf»VIWWMWWWWWWWWtMMWMWjlWMMWWWWW*WW*W>WWWMMWWtWMM| SUMARÁÆTLUN innan- iandsflugs Flugfélags íslands gekk í gildi 1. maí s. 1. Samkv. hinni nýju áætlun fjölgar ferð- um verulega frá því sem var í vetur og er gert ráð fyrir örari flugférðum til ýmissa staða en s. I. sumar. Þannig eru þrjár ferðir á dag milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga en tvær ferðir aðra daga. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag nema sunnu- daga og mánudaga, þá ein ferð. Til ísafjarðar og Egilsstaða verða flugferðir alla virka daga og eftir 9. júní hefjast einnig sunnudagaferðir til Isa- fjarðar. Til Hornafjarðar verða þrjár ferðir í viku. Tvær ferðir á viku verða til eftirtalinna staða: Fagurhólsmýrar, Flat- eyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Patreksfjarðar, Sauðárkróks, Siglufjatðar, Þingeyrar og Þórshafnar. Ein ferð á viku verður til Hólmavíkur og Kirkjubæjarklausturs og frá 'Vestmannaeyjum til Hellu og Skógasands. Eftir að ísafjarðarflugvöllur verður fullgerður og tekinn í notkun leggst flug til Flateyr- ar niður. Þá er ekki gert ráð fvrir flugi til Blönduóss í sum>! aráætlun félagsins. VEGNA upplýsinga, sem méjj bárust í dag vil ég taka fram, að það munu vera 2-3 menn £ landinu, sem án frekari undir- búnings gætu tekið að sér kennsiu við væntanlegan bún- aðarháskóla. — Vil ég biðjai hlutaðeigandi' velvirðingar ál mistökum í þessu atriði, sens mér urðu á í grein minni „Bún- aðarháskóli — búvíslndadeild‘c( er birtist í Alþýðublaðinu 1 gær. Friðjón Júlíusson. Fyrir nokkru var myndarleg fyrirsögn á : æskulýðssíðu Þjóðviljans. Hún hljóðaði svo: — : 3ÖLUVERÐLAUNIN KOMIN. Þetta voru verðlaun í keppni um sölu happ- drættismiða, og þau voru ferð fyrir tvo til Sovét- úkjanna og ferð fyrir þrjá til Eystrasaltsmótsins, sem er meiri háttar áróðursmót í Austur-Þýzka— j iiandi. HVAÐAN voru þessi verðlaun KOMIN ? — Þjóðviljinn gefur enga skýringu á því. Skyldu hin- ir ungu menn, sem annast þessa síðu, ekki hafa )íllauþið á sig með þessu orðalagi. Er ekki sann- ileikurinn sá, að verðlaunin voru komin frá vinun- oim í Russlandi og Austur-Þýzkalandi? Er þetta ekki enn eitt dæmi um fjáraustur Sovétríkjanna j. Austur-Þýzkalands í starfsemi kommúnista á i fislandi? ™— — , ------Tr-rriFir»MiMiTraimmTTmBmin«MiíTMiin«iiriaBi I- i ■ ij ) V < 1 v • 4 með mótor og tilheyrandi til sölu ódýrt, ef samið er strax Upplýsingar í síma 2 22 52 og í Fiskiðjuveri Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Grandaveg. Bæjarútgerð Reykjavíkur. HAB annað kvöld. Sérstætt og sérkenni- legt happdrætti. Hættulegur misskihr ingur í umferðinni. HAPPDRÆTTI AlþýðublaSs- ins hefur sérsíöðu í happdrætta- flóðinu. Það hófst í desember. í fyrsta flokki var aðalvinningur- inn þýzkur fólksbíll. Mikið seld- ist af miðum, en á einum stað á Austfjörðúm seldúst ekki allir miðarnir-og var afgangurinn end ursendur. f þessum afgangi lenti vinningurinn. Ég varð var við það, að þeir sem stjórnuðu happ drættinu urðu ekki mönnum sinnandi út af þessu og þótti mér það undarlegt, því að í öðrum happdrættum er það talin heppni ef stærsti vinningurinn íendir eliki í seldum miðum, en alltaf ber að geta um f jölda miða áður en salan hefst — og það var einnig gert í þessu happ- drætti. ÞEIR VELTU VÖNGUM yfir þessu um sinn og ákváðu svo að setja þennan bíl einnig í annan annes i o r n i n u flokk. Þannig er nú dregið um tvo bíla í stað eins, eins og á- kveðið hafði verið og tilkynnt. Þetta hefur vakið mikla athygli — og nú er svo komið, að svo lítur út fyrir að allir miðarnir seljist upp, einnig þeir, sem af- gangs urðu í fyrsta flokki. — Nú er um að gera að allir, sem keyptu miða í fyrsta flokki, framlengi miða sína. Ös hefur verið undanfarna daga, en nú eru síðustu forvöð, því að annað kvöld verður dregið — og von- andi fá þá tveir þátttakendanna sinn fólksvagninn hvor, en þeir eru hvor um sig rúmlega hund- arð þúsund króna virði. Og það munar um minna. BIFREÍÐARSTJÓRI skrifar: „Mér þætti vænt um, Hannes minn, ef þú vildir vekja athygli Iimferðarmálastjórnar og lög- reglunnar á mjög hættulegum misskilningi, sem nú gerir í vaxandi mæli vart við sig hjá bifreiðastjórum. Eins og kunn- ugt er, er tvíakstur leyfilegur að og umhverfis Miklatorg. Þetta veldur þeim misskilningi, að tvíakstur sé einnig leyfilegur til dæmis umhverfis torgið á Melunum. En þetta er rangt. ÉG HEF ÞRÁFALDLEGA orð ið var við það, að þessi misskiln- ingur hefur valdið hættum á á- rekstrum — og oft fá menn ill augu hjá þeim, sem ekki vitá betur. Ég vil nú mælast til þesg að lögreglan geri gangskör að því að leiðrétta þennan mísskilni ing, annars er svona ruglingur I umferðarmálunum stórhættuleg ur. Hann á ekkj að eiga sép stað, Bílstjórunum er að vísu vorkunn, því að upptökin að honum eru í misjöfnum regluna í bænum. ÞÁ VIL ÉG vekja athygli á því, að það kemur þráfaldlega fyrir, að bifreiðastjórar van- rækja að gefa stefnumerki og sumir breyta ekki um merki eða gefa alröng merki. Þetta hefur! valdið árekstrum og slysum. Hins yegar er ákaflega erfitt að sanna svona misgáning ábifreiðá stjóra. Þetta er ekki hægt að lækna nema með því, að lögregli an standi þessa menn sjálf að vanrækslunni og taki þá úr um- ferð strax. ÉG SKAL FÚSLEGA JÁTA! það, að mikil framför hefur átt sér stað í umferðarmálum borg- arinnar undanfarin tvö ár. En betur má ef duga skal og það tekst ekki nema að reglurnar séu í heiðri hafðar, og ekk-i sé sofið á verðinum um þær. Em því miður finnst mér, að lögregli an sé í þessu efni ekki hógui árvökur og ákveðin.“ Hannes á liorninu. *' ^ 6. maí 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.