Alþýðublaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 11
Á myndiimi eru tlalið frá vinstri: Hrafnhildur, Ágústa, Strange.
Frá viðbragðinu í 100 m. skriðsundinu: Guðmundur nær greini-
lega langbeztu viðbragði.
Brefar sigru
Danir og íslendingar jafnir
EINS og skýrt hefur verið frá
hér á síðunni sigruðu Bretar
Kússa í landskeppni í sundi, en
kcppnin fór fram í Blackpool
í 55 yds langri laug. Endanleg
úrslit voru 106—75. — Helztu
úrslit:
110 yds skriðsund: Konopli-
jev, Rússl., 57,8, Luschkowski,
Rússl., 58,2.
440 yds skriðsund: Black,
Engl., 4:27,5 (Evrópumet), An-
drossow, Rússl., 4:38,8.
220 yds bfingusund: Anfonian,
Rússl., 2:42,0, Rowlinson, Engl.,
2:44,0, Kolesnikow, Rússl., 2:
45,0.
1650 yds skr: Campion, Engl.,
18:52,4, Papko, Rússl., 18:52,8.
220 yds flugs.: Black, Engl.,
2:18,9, Kusmin, Rússl., 2:21,0,
Kisselew Rússl., 2:23,2. Tími
Kusmins er rússneskt met.
110 yds baksund: Stykes,
Engl., 1:05,1, Mandrikin, Rússl.,
1:05,8.
KONUR:
110 yds skriðsund: Steward,
Framhald á 10. síðu.
SÍÐARA KYÖLD Sundmóts
ÍR stóð hinu fyrra ekkert að
baki, svipaður fjöldi áhorfenda,
góð afrek og skemmtileg;
keppni. Fyrra kvöldið unnu Is-
lendingar þrjú sund gegn ein-
um dönskum sigri, en í gær-
kvöldi jöfnuðu Danir 4:2 og
hafa því þjóðirnar skipt sigr-
unum bróðurlega, 5:5!
-k NÚ VANN LARS.
Fyrsta greinin var 200 m.
skriðsund karla og þar kepptu
aðeins Guðmundur og Lars.
Þeir syntu mjög hratt fyrstu
25 m. og voru svipaðir við
fyrsta snúning. Lars hélt svip-
uðum hraða áfram, náði ör-
uggri forystu og lengdi stöð-
ugt bilið. Millitími hans á 100
m. var 60,2 sek., en Guðmund-
ar 1:02,9 mín. Lars kom að
bakkanum sem öruggur sigur-
vegari eftir mjög vel útfært
sund á tímanum 2:09,6 mín.,
bezti tíml hans í ár. Guðmund-
ur synti á 2:13,5.
HRAFNHILDUR SETTI
MET, EN TAPAÐI.
Linda Petersen vann auð-
veldan sigur í 100 m. bringu-
sundi, en Hrafnhildur náði á-
gætum tíma — aðeins ?4o úr
sek. lakari en metið. — Tekinn
var löglegur millitími á Hrafn-
hildi á 50 m.' og reyndist hann
vera nýtt íslenzkt met, 39,2
sek. Tími Petersen á 100 m. var
1:28,8 og Hrafnhildar 1:24,5.
Sigrún Sigurðardóttir synti á
1:28,1.
jc METJÖFNUN í 50 M.
SKRIÐSUNDI.
Enn mættust Lars og Guð-
mundur og nú á 50 m. og bætt-
ist Pétur Kristjánsson í hóp-
inn. Sundið var æsispennandi,
Guðmundur náði þó fljótt for-
ystu og vann öruggan sigur eft
ir glæsilegt sund á sama tíma
og met hans, 26,2 sek. Keppni
Péturs og Lars var geysitvísýn
og dómararnir treystu sér ekki
til að úrskurða, hvor hefði orð-
ið á undan. Þeir voru dæmdir
jafnir á tímanum 27,4 sek.
k ÁGÚSTA VAR
ÓHEPPIN.
Þó að Ágústa „ætti“ 200 m.
skriðsundið, tapaði hún naum-
lega fyrir Strange, tímarnir
voru 2:30,7 og 2:30,9. Ágústa
hafði forystuna nærri allt
sundið, en á sjöttu leiðinni tek-
ur hún mikinn sprett og renn-
ur fram úr Strange og orsökin
var sú að hún hélt, að sundinu
væri lokið. Hún áttaði sig þó
og hélt áfram. en að taka tvo
endaspretti og reka sig svo
illilega í kaðalinn á síðustu
metrunum, kostaði hana sigur-
inn. Sundið var mjög skemmti-
Íegt og spennandi.
★ METTÍMI í
AUKAGREIN.
Bætt var við einni grein, 50
m. flugsundi kvenna og kepptu
Ágústa og Petersen. Ágústa
synti með miklum tilþrifum og
var eins og karlmaður væri að
keppa, svo mikill var kraftur-
inn. Tíminn — 33,0 sek. 9io
betra en met hennar! Petersen
synti á 36,4.
í 50 m. baksundi kepptu þær
allar, Strange, Ágústa, Hrafn-
hildur og Petersen og komu í I
mark í sömu röð. Tímarnir; 37,
1 _ 37,8 — 37,9 — 41,0.
■k EINAR JAFNAÐI METIÐ
í 100 M. BRINGUSUNDI.
Keppnin var æsispennandi í
100 m. bringusundi eins og allt
af á mótum hér. Enn börðust
Einar Kristinsson og Sigurður
Sigurðsson. Þeir voru jafnir
við alla snúninga, en Einar var
sterkari á endasprettinum og
jafnaði íslenzka metið 1:14,7
mín. Glæsilegt afrek, þar sem
metið var sett, er kafsund var
ieyft. Sigurður synti á 1:16,0,
Hörður Finnsson, 1:16,9 og
Guðm. Samúelsson, 1:17,5. —
Keppt var einnig í 50 m. bringu
sundi og aftur vann Einar á
34,1. Sigurður 34,7, Hörður 35,
4 og Guðmundur Sam. 35,7.
Framhald á 10. síðu.
SUNDMEISTARAMÓT «S-
lands 1960 verður haldið í
sundhöll Hafnarfjarðar 8. og 9.
júní n. k. Keppt verður í eít-
irtöldum greinum:
Fyrri dagur:
100 m. skriðsund karla.
400 m. bringusund karla.
100 m. skriðsund drengja.
50 m. bringusund telpna.
100 m. baksund kvenna.
200 m. bringusund drengja.
200 m. bringusund kvenna.
3x50 m. þrísund drengja.
3x50 m. þrísund kvenna.
4x100 m. fjórsund karla.
Seinni dagur:
100 m. flugsund karla.
400 m. skriðsund karla.
100 m. skriðsund kvenna.
100 m. baksund karla.
50 m. skriðsund telpna.
100 m. baksund drengja.
200 m. bringusund karla.
Framhald á 14. síðu.
Guðmundur Gíslason
VII) skýrðum frá því
hér á síðunni nýlega, að
norskur stangarstökkvari,
Björn Andersen, hefði
stokkið 4,42 m. utanhúss
í USA. — Nú hafa borizt
þær fréttir, að Andersen
sé danskur og þessi árang
ur hans er að sjálfsögðu
danskt met. Hann stökk
4,45 m. innanhúss í vetur.*
Andersen hefur verið við
itaám í USA í 3 ár, en er
væntanlegur til Danmerk-
ur í byrjun júlí og getur
þarafleiðandi verið með í
4-landakeppninni í Osló,
20.—21. júlí.
— o —
Hinn efnilegi Ernie Cun
liffe, USA, hefur náð tím-
anum 1:47,8 mín. í 880 yds
sem er frábær tími.
— o —
Á frjálsíþróttamóti í
Wolfsburg nýlega sigraði
Germar í 100 m. hlaupi á
10,6 sek., Steinbach, 10,6,
Mahlendorf 10,7. Svíinn
Malmroos, sem keppti hér
í fyrra, fékk tímann 11,0
sek. — (Hary ætlaði að
hlaupa, en þegar hann
heyrði, að Germar væri
með, hætti hann við!)
Nokkrir bandarískir
frjálsíþróttamenn hafa
verið á keppnisför í Tyrk-
landi. f Istanbul sigraði
hinn lítt þekkti David
James á 10,2 sek.! Lang-
stökkvarinn Boston (!)
sigraði í langstökki, 7,80
m., og einnig í 110 m.
grindahlaupi á 14,2. Bob
Gardner sigraði í hástökki
; mcð 2,03 m.
mVtMUUUtMMMMUMMIM
Alþýðublaðið — 6. maí 1960 JJ,
Sundmóf ÍR:
Sundmeistara
mófið