Alþýðublaðið - 09.07.1960, Page 2
íf Hltstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúa*
í Jrttítjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri:
Björgvin GuSmundsson. — Simar: 14900 —14902 —14 903. Auglýsingasími:
| 14906. — ASsetur: AlþýðuhúsiS — PrentsmiSja AlþýðublaSsins. Hverfis-
gnta S—10. — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint.
| Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson.
Kauphækkanir, sem
éta sjálfa sig
FINNST lesendum hneykslanlegt af Alþýðu-
þlaðinu að spyrja, bvaða landsmenn óski eftir al-
inennri kauphækkunaröldu?
Þjóðviljinn túlkar þetta svo, að Alþýðublaðið
jsé á móti kauphækkunum og þar með á móti kjara-
í bótum vinnandi manna. Þetta er rangtúlkun, vís-
] ýitandi blekking.
! ; Ef einstakir menn, hópar eða stéttir fá kaup-
j hækkanir, en ekki verður kauphækkunaralda
' ýfir allan vinnumarkaðinn, þá hljóta viðkomandi
) |íaunþegar kjarabætur. Hins vegar er það stað-
; jreynd, sem ekki verður á móti mælt, að verði
j Ícauphækkunaralda almenn, hlýtur hún að leiða
j af sér verðhækkanir, þannig að kauphækkunin
ýerður engin kjarabót. Allir eru jafnnær á eftir.
Tökum dæmi. Árin 1953, 1954 og framan af
'{L955 hélzt vísitala framfærslukostnaðar lítt breytt,
þækkaði aðeins úr 157 í 161 allt þetta tímabil.
■j j-í apríl 1955 var verkfall Dagsbr.únar, sem leiddi
1 ]til kauphækkunar. Aðrir komu á eftir. Þegar í árs
i * r * r r
i lok var vísitalan komin upp í 174 og ári síðar í 186.
j 'i; Annað dæmi er frá tíma vinstri stjórnarinn-
j ar. Seinni helming ársins 1957 og fram eftir 1958
i hélzt vísitala óbreytt, 191. Ráðstafanir stjórnar-
] innar þá um vorið hækkuðu verðlag mikið, en
j kauphækkanir komu þegar á eftir og stórjuku dýr-
j ftíðarskrúfuna. Vísitalan komst upp í 220 í árslok
■ 'ög hefði farið upp í 260—270 árið 1959, ef stjórn
i 'Emils Jónssonar hefði ekki gert gagnráðstafanir.
Af þessum dæmum er augljós sú staðreynd,
j að almennar kauphækkanir koma engum til góða,
I heldur valda áframhaldandi verðbólgu, sem brátt
i étur upp hækkanirnar. Þess vegna spyr Alþýðu-
i blaðið — þrátt fyrir verðhækkanir undanfarinna
; mánaða, hvort landsmenn óski enn eftir kaup-
j nækkunaröldu, sem leiðir af sér stóraukna verð-
I bólgu og versnandi en ekki batnandi kjör.
Arður þjóðarframleiðslunnar er sú kaka, sem
j getum skipt á milli okkar á laun. Einstakar
í stétíir geta fengið sinn hlut stækkaðan —- á kostn-
| að annarra stétta eða atvinnurekenda. En heimti
j allir stærri hlut af kökunni, verður skiptingin ó-
I hugsandi. Við getum fengið fleiri krónur, en þær
I verðminni, þannig að í rauninni fá allir sama og
! áður. Þess vegna kemur almenn kauphækkunar-
I alda engum til góðs — nema þjóðarframleiðslan
i hafi aukizt og meira sé til skiptanna en áður. —
i Það eru einu raunyerulegu og varanlegu kjara-
bæturnar.
arnaræn
ja
a
300 skip við
Kolbeinsey
SIDNEY, 8. júlí (NTB). Lög-
reglan í Ástralíu hefur hafið
•víðtækustu leit, sem fram hefur
farið í landinu, til þess a3 hafa
upp á glæpamönnunum, sem á
fimmtudagskvölá rændu átta
ára dreng.
Útvarpið í Ástralíu hsetti í
dag fréttasendingum sínum til
þess að birta skilaboð frá lög-
reglunni til barnsræningjanna
um að ski'la drengnum þegar í
stað aftur Hvex einasti lög-
reglumaður í Nýja Suður-Wales
tekur þátt í leitinni,
Ræningjarnir hringdu á
fimmtudagskvöld til fóreldra
drengsinsc og sögðu, að honum
LAGAFRUMVARP um að
heimilabyssusöfnurum í Michi-
gan í Bandaríkjunum að eiga
VÉLBY SSUR- var eindregið
stutt af GRÖFURUM. En öld-
ungadeildin hefur vísað málinu
frá.
yrði kastað fyrir hákarlana ef
ekki væru greidd 25 000 sterl-
ingspund í lausnargjald, For-
eldrar drengsins unnu fyrir
skömmu 100 000 sterlingspund
í happdrætti.
Örendur
í bifreið
ROSKINN vörubifreiðar-
stjóri varð örendur í bifreið
sinni í gærdag.
Þetta gerðist á Réttarholts-
vegi við Suðurlandsbraut,
skömmu fyrir klukkan eitt í
gærdag. Ökumanninum varð
skyndilega illt og stöðvaði
hann bifreið sína. Hann hneig
síðan útaf og var látinn, þegar
að var komið.
Framhald af 1. síðu.
Guðmundur Þórðarson RE 30Qo
Guðbjörg ÍS 250. Sigurfari AK
450. Höfrungur II. AK 550.
Stapafell SH 650. Þorbjöra
GK 550. Þorlákur ÍS 200. Helgl
Flóvenzson ÞH 200. Mummi
GK 250. Sigurður Bjarnason
EA 150. Bragi Sl 100. Sigur-
fari 150. Fróðaklettur GK 80.
Víðir II. GK 400. Stefán Þór
ÞH 300. \ •
RAUFARHÖFN í gær. — TEgix
lóðaðí nokkra síld kl. 4 í nótt
um 42 sjómílur norður af Kol-
beinsey, á mörkum heita og
kalda sjávarins. Um 200 ís-
lenzk og 100 norsk síldarskip
eru þar dreiíð á svipuðum slóð
um. Veður var ágætt, en held- ^
ur kalt.
Eftirtalin skip hafa tilkynnt
um afla, flest eftir kl. 4 í dag;
Helgi SF 650 tunnur. Fróða-
klettur GK 650. Guðfinnur KE
350. Guðmundur á Sveinseyri
• 850. Ljósafell 950. Sveinn Guð-
mundsson AK 900. Árni Geir
250. Tálknfirðingur 200»Fiöln-
ir 250. Eldborg 300. Hringur
350. Ófeigur II. 300.
■jíf Vasasöngbók.
Hvað er læknum
annes
h o r n i n u
SPURULL skrifar: „Fáa eða
engá veit ég taka betur á til að
draga það fram í dagsljósið, sem
óhreint er og illa artað, en þig,
Hannes Þökk sé þér fyrir pistla
þína. Það er ekki von á góðu í
okkar þjóðfélagi meðan illgresið
, á sér friðland, í hvaða mynd sem
leyfilegt?
Þagnarskylda.
FYRIR NOKKRUM ÁRUM
benti ég á nauðsyn þess að gefin
væri út vasasöngbók. Þórhallur
Bjarnason gaf út slíka bók nokkr
um sinnum og var hún í hvers
manns höndum á sumrum. En
Þórhallur hætti útgáfunni og svo
varð langt hlé og engin vasasöng
bók kom út. Útkoman varð eftir
þessu, því að alls staðar heyrði
maður enska og ameriska slag-
ara og hroðalega illa þýdda
söngva við erlend lög.
ÁHRIFIN AF ÞESSU hafa
og sagt til sín. Það kom fram í
keppnisþætti i útvarpinu í vetur,
að flestir þátttakendanan
þekktu ekki þá söngva og þau
lög, sem mest voru sungin og
jafnvel hvert mannsbarn kunni
fyrir nokkrum árum. —- Nú hef-
ur Egill Bjarnason valið söngva
í mjög fallega og vandaða vasa-
söngfoók og Iðunnarútgáfan gef-
ið út. Þarna eru flestir söngv-
arnir, sem mest voru sungnir
fyrrum og auk þess fjölmargir
nýir við ný lög, — og þó sakna
ég nokkurra af þeim nýju. — Ég
vil þakka Agli og Valdimar for-
stjóra fyrir þessa útgáfu. Það
var þörf á henni — og hún hefur
betri áhrif á ungt fólk en menn
kannski gera sér grein fyrir í
fljótu bragði.
það birtist .Oft og mörgum sinn-
um hefur þú með skrifum þin-
um dregið duluna frá og sýnt
þjóðinni ýmis andlit. Mig langar
til að biðja þig að koma því
að í þáttum þínum, sem er þess
eðlis að gjarna má og á að ræð-
ast fyrir opnum tjöldum.
;ÉG SPYR: Hvað er læknum
leyfilegt? Ég er ekki fróður í
lögum og ég spyr: Er enginn
lagastafur fyrir því, hvað lækn-
ar megi ganga langt í starfi sínu
sem ábyrgir menn gagnvart
stöðu sinni? Mér hefur oft kom-
ið í hug að varpa fram þessari
spurningu og læt nú af verða, að
gefnu tilefni. Það fer ekki á
milli mála, að læknar gegni
hinni mestu trúnaðarstöðu, sem
til er. Þekking lækna umfrarn
aðra er þess eðlis, að þeir hafa
meira á valdi sínu í vissum skiln
ingi en allir aðrir.
SEM BETUR FER gerir marg-
ur læknir sér fulla grein fyrir
þessu og hagar sér samkvmæt
því, aðrir ekki. Hvað veldur? Er
það hrein blindni á það, að lif-
andi fólk á í hlut, eins og það
yfirleitt er, með taugum og til-
finningum, eða er það eitthvað
annað, einhver sérréttindi, eða
hvað? Ýmsir trúnaðarmenn, er
vinna í þágu þjóðfélagsins, erd
bundnir þagnarheiti um ýmis
efni. Svo er um presta, veit ég,
Það, sem varðar aðeins einn eða
fáa, á ekki að fara út fyrir þaia
vé.
HVÍLIR ENGIN SLÍK skylda)
á lækni? Er honum t. d. leyfilegS
að hlaupa með hvað eina, er
hann verður áskynja við athug-
un á fólki í krafti lærdóms síns,
í hinn og þenna, kunningja,
venzlafólk, og láta hann eða það
svo koma frégninni áfram og
einhvern þeirra, sem þá tekur
við, eða aðra af þeim bera hana
til hins rétta aðila, nákomins
þeim, er athugaður var, eða ha-ng
sjálfs og þá á einhverju „rósa-
máli“, ef athugun hefur leitt I
ljós válega fregn? Því miðuT
i hefur slíkt komið fyrir og oft, og
mun ekki þurfa langt að fara til
að finna slíku „laumuspili“ sta®.
MARGT ER UNNT að sanna fi
þessum ,vinnubrögðum‘ lækna,
Hafa þá oft með því móti greitt
öðrum þau högg, sem þeir
kærðu sig vafalaust ekki um fyr
ir sjálfa sig eða sína. Sannleikui
inn mun vera sá, að hér ertj
menn í mikiili ábyrgðarstöðu,
sem skortir tílfinnanlega a&
skilja það og rita, hvers af þeimj
er krafizt. Hvað mæla lög uim
þetta? Geta læknar óátalið kom-
izt upp með það, að koma af staði
„kafbátahernaði11 eins konar á
hendur fólki og verið valdir að
því, að traðkað er á tilfinningumí
annarra í lymskulegum og við-
bjóðslegum „feluleik“ ?
MÉR SKILST að bréf þetta sð
skrifað af sérstöku tilefni — 0g
að bréfritari hafi verið særðue
djúpu sári Allir læknar hafa
unnið sinn eið — og ég þekki
ekki dæmi ti 1 þess, að læknae
sýni ekki fullan trúnað. En vel
má vera að brotalöm sé á — og
bréfið birti ég til varnaðar.
Hannes á horninu.
2 9. júlí 1960 — Alþýóublaðið