Alþýðublaðið - 09.07.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.07.1960, Blaðsíða 15
meg karli, sem þarf að mata með skeið og sinna eins og barni... sníkjudýri — fá- tækling!11 „Hann er ekkert af þessu. Hann á eftir að vinna á ný. Hann á að búa hjá mér og vinna með mér — og því get- ur enginn breytt, ekki þú heldur, Venetia. Fyrirgefðu, hafi ég farið klaufalega að bví að biðja þín. Ég átti að segja þér frá Simon fyrst, en mér kom ekki til hugar að það væri þér á móti skapi að hann byggi hjá okkur. Hann myndi eicki vera fyrir þér, þú þvrft- ir aldrei að sjá hann. Ég er viss um að hann vill helzt vera út af fyrir sig. Sníkju- dýr er ekki orð, sem á við hann“. Venetia dró andann djúpt. „Ertu genginn af göflunum, Brent?“ „Nei, ég er einmitt búinn að fá vitið aftur“. „Ef þetta er þitt sanna inn- ræti verð ég að segja það, að ég vil heldur hafa þig eins og þú varst — eigingjarnan, sér- góðan og sjálfselskan“. „Hvers vegna varðstu ást- fangin af mér, fyrst ég var þannig?11 Hún stappaði niður fætin- um. „Snautaðu héðan!“ arg- aði hún. „Farðu og biddu hana Mvru þína að búa hjá þér, ég vii það ekki!“ Hann tók frakkann sinn og fór. Hún lyfti hendinni og lét hana falla aftur. „Láttu hann fara“, hvíslaði rödd innra með henni. „Þetta er ekkert líf fyrir þig. Ef hann metur gaml an mann meira en þig, elskar hann þig ekki mikið ...“ Við dyrnar leit Brent við. Hann leit rólega á hana, svo sagði hann: „Veiztu, að ég býst við að Myra myndi einn- ig segja nei, en af annarri á- stæðu. Hún elskar mig nefni- lega ekki lengur!“ „Kannske getur hún ekki elskað neinn!“ „Þér skjátlast — hún getur það — og hún gerir það“. „Og hvern, ef mér leyfist að spyrja?“ 'Venetia gat ekki leynt forvitni sinni. „Mark Lovell“, svaraði Brent rólegur. „Hún veit það ekki enn en hún kemst fljót- lega að því“. Rödd hans var sorgmædd. Venetia hló. „Og heldurðu að hann elski hana líka?“ spurði hún efagjörn. „Það veit ég ekki“. „En það skal ég segja þér áður en við skiljum fyrir fullt og allt. Hann hefur ekki snef- il af áhuga fyrir henni og mun aldrei fá hann. Heldurðu raunveruíega að maður eins og hann geti haft áhuga fyrir stúlku eins og Myru Hender- son? Hún eyðir tímanum til einskis — vesalingurinn! Það veit ég!“ Og hún glotti til hans, sendi honum fingurkoss, fór inn í svefnherbergið og 1 okaði á eftir sér. . ■ r\ r>. Hún heyrði skömmu seinna að hurðinni var skellt. Brent var farinn. Og henni fannst hún hafa misst eitthvað ómet- anlegt, Þetta var allt Myru að kenna! Brent yrði aldrei maðurinn hennar, þó hann kæmi aftur... og hún vissi að hann gerði það aldrei. Ég hata hana, ég hata hana! hugsáði ‘Venetia. Ég skal kenna henni hvað það er sem hún hefur gert mér. Ég skal taka Mark frá henni. Ég skal sýna henni! Hún tók af sér hringinn og henti honum út í hom. 22. Daginn, sem átti að útskrifa gamla Joseph fór Myra inn á „Nei, ég hef ekki gleymt því, en ég hef ekki málað svo lengi og ég er ekki neinn ný- tízkumálari”. „Það held ég að geri ekki mikið til. Málaralistin hlýtur að breytast með tímanum eins og allt annað, en raunveruleg list er aldrei gamaldags“. Hann tók um hönd hennar. Hönd hans sjálfs skalf og augu hans voru tárvot. „Ég skulda yður svo mikið, vina mín“. „Þér skuldið mér ekkert“. „Þér funduð Brent... svo ég nú minnist ekki á allt það, sem þér hafið gert fyrir mig hérna á sjúkrahúsinu. Kallið þér það ekkert? Mér þætti deildina til að kveðja hann. Hann stóð við gluggann og horfði yfir húsþök Parísar — gamall, slitinn maður, sem hafði fengið nýja von á nýtt líf. Hún vonaðist til þess að Mark sæi hann áður en hann færi, en Mark var að skera upp og hann hafði ekki lokið því, þegar gamli Joseph fór. Mark hafði ekki talað við hana lengi, en hún gat ekki gleymt samverustundum þeirra og skilningnum, sem hafði ríkt milli þeirra. En nú varð hún að hugsa um gamla Joseph. Það eina sem hann þarfnaðist nú var næg fæða og hvíld, friður í hjarta sínu og velsæld. „Já, ég sé að það er ekkert að yður“, sagði hún. „Það er rétt, læknir. Ég er lieilbrigður“. Myra hafði ekki tíma til að tala við hann, það voru aðrir sjúklingar, sem biðu hennar, því rétti hún honum hendina og brosti til hans. „Þér þurfið að vinna“. „Og ég ætla að vinna“, svar- aði hann. „Brent segist ætla að standa yfir mér með svip- una í hendinni og gæta þess að ég standi mig“. „Og ég skal gera mitt. Ég vona að þér hafið ekki gleymt að þér lofuðuð að mála mig“. gaman að vita hvernig þér funduð hann“. „Af tilviljun“, sagði hún og vék sér undan í flæmingi. Gáfuleg augu öldungsins litu rannsakandi á hana. Hún hafði einu sinni sagt honum að hún hefði verið trúlofuð málara og hann velti því fyr- ir sér hvort það hefði verið Brent. En Myra gaf honum ekki tækifæri til að spyrja meira: „Ég verð að fara“, sagði hún. „Ég þarf að vera við- stödd fæðingu. Ég vona að þér bjóðið mér einhvern tím- an heim“. „Þegar þér megið vera að. 'Vilduð þér kannske sitja fyr- ir hjá mér þá?“ „Gjarnan", lofaði hún og fór. „Þegar Myra kom inn í læknastofuna var Harvey læknir búinn að setja vatnið yfir. „Seztu“, sagði hann, „teið er að verða til“. Og Myra settist þakklát. „Þreytt?“ sagði David full- ur meðaumkvunar. Eftir Rona Randall „Ðálítið". „Hvernig gekk fæðingin?" „Vel, stór og f jörugur dreng ur“. „Við höfum öll lent í ýmsu í dag. Húsbóndinn hefur verið við tvo stóra uppskurði og ég var að aðstoða hann“. „Þá hefur hann ekki kvatt Joseph gamla?“ „Er hann farinn? Það vissi ég ekki, veizt þú hvert?“ Blomaskálinn við Nýbýlaveg og Kárs- nesbraut. Selur pottablóm og afskor- in blóm. Nellikur og Rósir í búntum á kr. 20,00 búnt- ið. — Skreytið heimilin á meðan að blómin eru ódýr. Opið í Blómaskálanum við Nýbýlaveg og Kárs- nesbraut alla daga til kl. 10 síðdegis. „Já, vinur hans hugsar um hann“. „Náunginn, sem var hérna um daginn?“ t „Hvaða dag?“ ____± SKIPAUrt,tRe KIKISINS M.j Skjaldbreið fer vestur um land til ísa- fjarðar 13. þ. m. Tekið á mcti flutningi til Ólafsvíkur Grundarfj arðar Stykkishólms Flateyjar Patreksf j arðar Tálknafjarðar Bíldudals Þingeyrar j Flateyrar Súgandaf jarðar og ísafjarðar ^ árdegis í dag og á mánudag. Farseðlar seldir á mánudag. Baldur fer til |; Sands, j Gilsfjarðar og Hvammsf j arðarhaf na á þriðjudag. 1 Vörumóttaka á mánudag. TIL SOLU. Mercedes Benz 300, model ’54, í fyrsta flokks lagi. — Verður til sýnis við hraðfrystihúsið h.f. Frost, Hafnarfirði, í dag kl. 3—6. Tilboð óskast. .V LÖGTAK. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík ög að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirtvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir fyrirframgreiðslum upp í þinggjöld ársins 1960, sem féllu í gjalddaga 1. maí °g !• júní s.l., bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bif- reiðum og vátryggingariðgj aldi ökumanns bifreiða fyrir árið 1959, sem féllu í gjalddaga 2. jan. s.l. lesta- og vitagjaldi ög skoðunargjald af skipum fyrir árið 1960, svo og tryggingariðjöldum af lögskráðum sjó- mönnum. Borgarfógetinn í Reykjavík, 8. júlí 1960. Kr. Kristjánsson. BÓKARASTAÐA. w Bókarastaða við bæjarfógetaembættið í Hafnar- fi-rði er laus til umsóknar. — Umsóknir sendist undirj rituðum, sem gefur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. þessa mánaðar. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Alþýðublaðið — 9. júlí 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.