Alþýðublaðið - 13.07.1960, Side 16

Alþýðublaðið - 13.07.1960, Side 16
 41. árg. — Miðvikudagur 13. júlí 1960 — 155. tbl Myndin er af auglýsingaskilti við Hafnarfjarðaveg. NEW YORK, júlí. (UPI). NÚ ORÐIÐ vita allir, að „veika kynið“ er sterk- ara en „sterka kynið“, en það kemur kannski ein- hverjum á óvart, að sama skuli vera uppi á tening- unum meðal fiskanna. — Fyrir slysni sannaðist þetta og virðist nú sem kvenkynið sé yfirleitt sterkara en karlkynið í öllu dýraríkinu. Slys þetta varð í fiska- safni og fiskirannsóknar- stöð háskólans í Suður- Carolina í Bandaríkjun- um. Af einhverjum ástæð- um biluðu liitalagnir safnsins og vatnið í kerun- um hitnaði upp úr öllu valdi. Fiskar þola tiltölu- lega lítinn hitamismun og deyja ef mikið bregður út af. Þegar einn starfsmaður safnsins kom á vettvang voru þrír f jórðu af fiskun- um dauðir. Hann notaði þennan atburð tií þess að bæta við þekkingu manr-a á fiskum. Það kom í ljós, að af þeim, sem lifðu voru 81 prósent af kvenkyns- fiskum höfðu lifað af en aðeins brot af karlkyns- fiskunum. Vísindamenn telja að þetta sé ein af ráðum náttúrunnar til þess að halda við tegund- unum. iMWWWWIWWWMWWW SKAMMT norðan við Hafnarfjarðarkaupstað, á |ijóðveginum til Reykjavík ur, liefur verið sett upp all stórt auglýsingaskilti. Þar biasa við grannir konu- leggir og umhverfis lim- ina er komið fyrir auglýs- ingum fyrir einhverja sápu. ÞETTA slcilti virðist eiga að vera byrjun á uppsetningu auglýsingaskilta meðfram þjóðvegum á íslandi. Hingað til hafa nálega cingöngu ver- ið sett upp skilti, sem áminna ökumenn um varúð, enda þótt sum þeirra séu sett upp í aug Iýsingaskini af tryggingafélög um, tta nýja skilti er af allt sauðahúsi. Þar er bein- verið að draga augu öku- ía að verzlunarauglýs- og agnið ekki valið af verri endanum: naktir stúlku- fótleggir. Erlendis, sérstaklega í Ame ríku, er mikið um auglýsinga- skilti meðfram þjóðvegu™ Flestir hugsandi menn eru samála um, að þetta sé land- plága. Skiltin setja viður- styggilegan verzlunarblæ á allt umhverfi þjóðveganna. — spilla náttúrusýn og trufla ökumenn. Það væri mikil afturför, ef þessi ameríska stefna fengi að ryðja sér til rúms hér á landi. Hver vill ekki frekar sjá svip bæjarins og sólsetur í baksýn, en risastór skilti um Coca- Cola, Pepsi, Lux eða annað Framhald á 14. síðu. SVÍAR staðhæfa nú að þeir hafi byggt aflmesta járn- brautarvagn, sem uni getur meðal járnbrautarþjóða, Vagni þessum er ætlað að draga járngrýti norður fyrir heim- skautsbaug, til liafnanna Luleá í Svíþjóð og Narvíkur í Noregi. /Etlunin er að smíða þrjá svona risa- vagna, en sá fyrsti þeirra hefur þegar farið reynsluferðina Og- er myndin af honum, Hann getur dregið nærri fimm þsúund lestir og far- ið með sjötíu og fimm kílómetra hraða. — Stærstu vagnar til þessa hafa getað dregið rúmar þrjú þúsund lestir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.