Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927
Bls. 15.
Vængjuð jólaljcð og lag
Jólasálmurinn “Heims um ból
helg eru jól”, er Dr. Sveinbjörn
Egilsson færði að hugsun til, í
íslenzkan búning árið 1849, eft-
ir þýzkum sálmi, er byrjar á
orðunum:
“Stille nacht, heilige nacht,
er án efa sá jólasálmur kirkju
vorrar, sem víðast er sunginn,
flestir kunna og taka undir á
hverri jólahiátíð, og á sjálfsagt
hið ljúfa, yndislega og hátíðlega
lag sinn mikla þátt í hylli þeirri
og útbreiðslu, sem sálmur þessi
hefir náð. Bæði sálmurinn og
lagið ber það með sér, að hvorugt
er af fordild samið eða til frægð-
ar, heldur er hér um að ræða
útstreymi í ljóðum og lagi frá
fagnandi og lq(fsyngjandi hjört-
um trúaðra guðsbarna á hinni
blessuð jólahátíð. Það er án
efa þess vegna, sem lofsóngurinn
og lagið hefir fundið leið að svo
mörgum hjörtum, svo að hann er
nú sunginn af miljónum manna
um allan heim, er orðinn að al-
heims lofsöng á alheimshátíðinni
miklu, blessuðum jólunum.
En af þessum mikla fjölda, sem
hefir unað og gleði af því að hafa
þennan jólalofsöng yfir, syngja
hann og hlusta á ljúfa tóna hans,
er hljóma svo laðandi í kvöld-
kyrð jólahátíðarinnar, eru þeir
t’ltölulega fiáir, er um það spyrja,
eða hafa heyrt, hverjir eru höf-
undar sálmsins og lagsins. —
Sálmurinn og lagið á að því leyti
sammerkt við ýmsa aðra andans
gimsteina þjóðanna og mannkyns-
ins ,að höfundarnir hyljast þoku
eða hverfa, en djásnin dýru, sem
þeir hafa skapað í kyrð einverunn-
ar, dreifast til miljóna manna,
verða almennings eign, flytjandi
með sér unað og yndi, yl og birtu
frá kynslóð til kynslóðar. En það
er eins og hulinn verndarkraftur
hafi að því stuðlað, að ekki
gleymdusb nöfn þeirra félaga,
sem lögðu saman í jólalofsöng-
inn.
Maður sá, sem frásögn þessi
er höfð eftir, Jos. Gottlieb að
nafni, tók sér fyrir hendur,
skömmu eftir aldamótin siðustu,
að grenslast eftir ýmsu, er að
uppruna lofsöngsins laut í átthög-
um hans, þorpinu Arnsdorf í Salz-
borg.
Þar í þorpinu er skólahús gam-
alt; í einu herberginu hangir
minningarspjald, og á það letrað
vers eða erindi, þar sem tekið er
fram, að prestur þorpsins og
kennari hafi verið samstarfandi
að lofsöngnum þannig, að prest-
urinn, Jósep Mohr, lagði til orð-
in, en kennarinn og orgaistinn,
Frans Gruber, samdi lagið.
Jósep Mohr var fæddur 11. des.
1792; dáinn 5. des. 1848. Á að-
fangadag jóla 1818 orti hann
sálminrí; fór hann samstundis
með hann til vinar síns, Frans
Gruber, kennara og organista (f.
25. nóv. 17S7, d. 7. júní 1863) og
bað hann að gera lag við sálminn.
Gruber tók þegar til starfa; hafði
hann lokið laginu, sem eftir til-
mælum Mohrs var ætlað bæði fyr-
ir einsöng og kór, þá um kvöldið;
var þá hvorttveggja þegar vígt,
og þótti öllum er hlustuðu á, mik-
ið til koma. Og eins fór í kaup-
staðarkirkjunni í Oberndorf, hið
fyrsta sinn er sálmurinn var þar
sunginn. Kirkjuorgelið var bil-
að; hafði séra Mohr því með sér
gítar í kirkjuna til undirspils;
höfðu margir af bændafólki, er
var statt við kirkjuna, ekki séð
það hljóðfæri fyrri, og fanst fátt
um. En er séra Mohr og Gruber,
er báðir voru raddmenn góðir,
höfu sönginn, varð þegar stein-
hljóð; hlustuðu allir hrifnir á
þennan nýja, fagra jólalofsöng,
en sjálfsagt hefir fáa, sem þar
voru staddir, órað fyrir því, að
hundrað árum síðar mundi þessi
sami sálmur með sama lagi hljóma
fyrir eyrum miljóna manna um
heim allan á hverri jólahátíð,
stefnandi hugum þeirra og hjðrt-
um til jötunnar í Betlehem og til
hans, sem þar fæddist hina fyrstu
jólanótt, til frelsis öllu fólki.
*—Vísir.
Notið frístundirnir.
Eftir Louis E. Bisch.
Það er næstum ótrúlega mikið,
sem hægt er að koma í verk, ef
maður notar þann litla tíma á
hverjum degi, sem maður hefir
eins og afgangB frá sinni dag-
legu vinnu. Notir þú þessar mín-
útur til að auka þekkingu þína, þá
getur þú náð furðulega miklum
andlegum þroska á skömmum
tíma.
Hugsum okkur t. d. að það séu
einhverjar bækur, sem þig langar
til að lesa, hefir kannske langað
til þess árum saman. En þér hef-
ir aldrei fundist þú hafa tima til
þess; það hefir alt af verið eitt-
hvað annað að gera, eða þér hefir
nú fundist það.
Taktu nú eina af þessum bók-
gerði það, þegar hún beið eftir,
að kjötið yrði soðið á eldavélinni.
Ung stúlka notaði einn klukku-
tíma á dag til að búa til og gera
við kvenhatta. Fyrir það fékk hún
nægilegt fé til þess að ferðast til
Evrópu.
fyrir ,list|iverk, sem Ihann hefir
framleitt, þá sjaldan að honum
hefir fallið verk úr hendi, því
hann hefir gætt þess, að nota
hverja stund í þarfir listarinnar,
sem hann gat ekki notað til að
vinna fyrir sér. Sumir þeirra
hafa að eins notað til þess litla
stund á hverju kveldi.
Með þessu móti getur maður
komið mörgu í verk, sem maður
hefir áhuga á og langar til, og
jafnvel sumt, sem kalla mætti
stórvirki, hafa verið þannig
unnin.
Eg þekki konu, sem mikið hefir
að gera, en samt hefir haft tíma
til að auka tekjur heimilisins um
nokkur hundruð dali á ári, og
hefir hún gert það án þess að van-
rækja sín heimilisstörf. Hún bjó
tíl pappírsblóm jafnframt og hún
söng fyrir börnin sín á kveldin,
þegar þau fóru í rúmið, og hún
bókaaafn, en hann hafði alt af
emhverja þeirra með sér hvert
sem hann fór.
Þegar hann þurfti að bíða eftir
viðskiftavinum sínum, og það kom
nokkuð oft fyrir, þá var hann alt
af að lesa bækur sínar. Hann
varð, og það á tiltölulega stuttum
tíma, svo vel að sér í franskri mál-
fræði, reikningslist og fleiri fræði
greinum, að hann jafnaðist fylli-
lega við þá, sem beztu skólament-
unar höfðu notið. Þessi maður
hafði á engan hátt vanrækt vinnu
sína. Hann hafði að eins notað
þær stundir, til að menta sig, sem
annars mundu hafa farið til ó-
nýtis.
Það er ótrúlega mikil fræðsla,
sem maður getur aflað sér með
þessu einfalda móti.
Maður heyrir fólk stundum
segja, að það langi til að semja
kikrit, eða sögu, eða ritgerð um
eitthvert efni, en það hafi aldr-
ei tíma til þess.
En það mundi finna tíma til
þess, ef það gætti þess að fara
vel með tímann og léti ekki þann
tima fara að forgörðum, sem það
hefir afgarígs frá sínum raglegu
störfum. Maður, sem langar til
að rita, getur oftast fundið tíma
til að skrifa svo sem tvær eða
þrjár blaðsíður á dag, og ef hann
gerir það, þá líður ekki á svo
mjög löngu, þangað til hann er
þúinn að skrifa heila bók.
Margar sögur hafa verið skrif-
aðar á þenna hátt, og jafnvel vís-
indabækur. Margur listhneigður
maður, sem hefir orðið að vinna
alla daga til að hafa ofan af fjrrir
sér, hefir orðið frægur maður
Með þessu móti getur þér hepn-
ast að lesa heila bók á einni viku,
og á heilu ári getur þú lesið marg-
ar bækur.
Eg þekki mann, hann er lífsá-
byrgðarumboðsmaður, sem hefir
aflað sér mikillar mentunar á
þennan hátt. 1 æsku hafði hann
mjög lítillar mentunar notið, en
hann setti sér að nota hverja
stund, sem hann gat mist frá
vinnu sinni, og þá ekki sízt þær
stundirnar, sem hann varð að biða
eftir öðrum, til að lesa góðar bæk-
ur, og hann aflaði sér ótrúlega
mikils fróðleiks og mentunar.
Hann keypti sér hverja bókina
eftir aðra og eignaðist ágætt
um og lestu eina eða tvær blaðsíð-
ur, eða það sem þú getur, hvenær
sem þú hefir tíma til. Þú getur
lesið dálítið í strætisvagninum á
leið til vinnu, eða úr vinnu, og þú
getur lesið dálítið, þegar þú ert
að bíða eftir þeim, sem þú hefir
mæ'lt þér mót við, þegar hann
kemur of seint.
Það getur oft staðið svo á, að
þér falli verk úr hendi, svo sem
tíu eða fimtán mínútur, og þú get-
ir ekki komið því við, að halda á-
fram með það, sem þú ert að gera
í það sinnið, og ekki byrjað á
neinu öðru, rétt í svipinn. Mundu
þá eftir bókinni þinni og lestu
fáeinar blaðsíður í henni.
Gefðu nánar gætur að timan-
um, sem þú hefir afgangs vinnu
þinnar, Þú getur hæglega breytt
honum í gull og silfur.
Gleðileg Jól og Farsælt Ný;
Allar tegundir Álnavöru
Svo og fatnaSur fyrir fullorðna menn og drengi, viS
afar sanngjörnu verði, gegn peningum út í hönd, eða
gegn vægum borgunarskilmálum.
MORNING GLORY” kaffið, er mjög umtalað ,og
eftirsótt í WÍnnipeg.
Reynið það nú þegar!
SHEET LEAD
- METALS -
LOWET CO
621 og 627 Sargent Ave,
Þessum skóla hefir lánast það sem hann
Þeim sem útskrifast af honum lánast líka bað sem
Með hverju ári fjölgar þeim háskóla- og
miðskólastúdentum, sem innritast í þennan
mikla skóla. Margir þeirra koma frá öðrum
fylkjum en Manitoba, svo sem British Colum-
bia, Alberíta, Saskatchewan, Ontario, North
Dakota og Minnesota. Meiri hluti þeirra, sem
ganga á verzlunarskóla í Winnipeg, ganga í
Suocess skólann, vegna þeás að vorir stúdent-
ar verða betur hæfir fyrir viðskiftalífið, bæði
hvað snertir mentun og persónulega framkomu.
Einnig vegna ráðninga skrifstofu vorrar, því
frá henni fá 1,500 félög félög í nágrenninu,
skrifstofufólk sitt.
D. F. FERGUSON
President and Manager
W. C. ANGUS, C.A.
Principal
7KS Bextíxmu. nor.e
of stívcess
BCnoPTOU StOCK
Z==7ÍAtAf£J<rTAAA,Cf
MAR&LE SrTliE EJNISH
cóu
'---^TIOKE THAN500 DAY SCHOOL SIUDSNTSNtiACTUAl ATTÆNBAXCÍ, ASSBMBIED JNTHS COLLEdS c-■»“
AODJTORJUH FOR A LECTVXí DEÍJVEREB BYEDWM& rcWKAN OmCJAL OFTJJE GREATNOFJHEKN JWLWAYt-
SmOR. TYPEVJRmm DEPAP.TJ1EHT - THEIARCEST J.V CWADA
'BOOKKEEPING &-ACCOUNTJNG DSPARTriEJ/T
'COJ1PTOJ1ETER (rMACHINZ CALCULATING DEPARTTIZJíT ' ‘SPEED DlCTATION, SHOR.THA.tiD DZPAR.TMEHT
^ONE OF OUR. EJOHT SHOP.THAND JtOOMS'
'ENGLISH DEPARTNIÍNT
snemma
byrjar Þriðjudaginn 3. Janúar
Ef þér getið ekki innritast strax, þá getið þér gert það nær
sem er. Vér lítum persónulega eftir hverjum
stúdent og sjáum um að hann byrji á
upphafi hverrar námsgreinar.
Gestir eru oss kœrkomnir
Slkrifstofa vor verður opin á hverjum degi milli jóla o
nýárs. Komið tímanlega, svo þér getið
byrjað 3. janúar.
Skrifstofu tími:
Jólavikuna:
Á daginn—9 f.h. til 6 e.h.
Á kveldin—Mánudaga og Fimtudaga frá kl. 7.30 til 10
ACCREDITED BY
ACCREDITED BY
Dagskóli
ajCATO/^5
C#r. Portage Ave. and Edmonton St.
A8 norðan verðu í Portage Ave.
Miðja vegu núlli Eaton og Hudson Bay búðanna.
Kvöldskóli
ArnuATro
VjtCNOOL .JM
MHHWiMniimttHmuBnmiHtmHiiuHutMiHiiaitBMimr
v'
fltifPfflii