Lögberg


Lögberg - 22.12.1938, Qupperneq 2

Lögberg - 22.12.1938, Qupperneq 2
2 LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 22, DESEMBER 1938 Viglundur A. Davíðsson Fœddur 10. nóv. 1884 Vestur-íslendingar hafa átt og eiga marga dugandi menn og framtakssama sín á meÖal; marga, sem hafa rutt sér glæsi- lega braut til vegs og virÖinga, auös og álits. Víglundúr A. Davíðsson Hér er um einn slikan mann aÖ ræða; en hann var að ýmsu leyti alveg einstakur í sinni röð; skal á það drepið lauslega síÖ- ar. Víglundur A. Davíðsson var fæddur io. nóvemiber árið 1884 í Reykjavík á íslandi. For- eldrar hans voru þau Andrés Daviðsson, sem stundaði lengi smáskamtalækningar, fyrst í Reykjavík og síðar hér vestra, og Steinunn Jónsdóttir kona hans frá Búðum. » Faðir Andrésar var sonur Daviðs bónda að Giljá í Vatns- dal, síðar að Káradalstungu og Kötlustöðum, Davíðssonar hrepp- stjóra og fræðimanns að Marð- arnúpi í Húnavatnssýslu. Víglundur var 16. maður frá Þorsteini lögmanni Eyjólfssyni, sem dó 1404; var hann einn hinn allra merkustu manna, er sagan getur um á Islandi á þeim tíma. Hann átti heiima i Urðum í Svarfaðardal og síðar á Víði- mýri. Var hann einn þeirra fjögurra manna, sem um það leyti höfðu alt Island á leigu með sköttum og skyldum. Hann var skipaður lögmaður yfir alt land um fjögra ára bil og fjölda mörg ár yfir Norður- og Vesttij:- umdæmin. Auk þess var hann um langt skeið hirðstjóri yfir íslandi. Mætti ætla að maður með öll þessi völd og konungs- hylli hefði verið illvígur og of- beldissamur. En svo var þó ekki. Honum er þannig lýst að hann hafi verið vel metinn mað- ur og einn af göfugustu höfð- ingjum lands síns á þeim tima. Heima á íslandi halda menn við stöðugri og óslitinni þekk- ingu á ættum símim; það ætti að vera eitt af þjóðræknisstörf- um okkar Vestmanna að halda því á lofti af hvaða stofni við erum sprottin. Hér er litið upp til þeirra manna af enskum upp- runa, sem talið geta sig til aðals- ætta. Hvi skyldi það þá ekki vera oss metnaðarefni að vera af Norðurlandakonungum komn- ir, sem í raun og sannleika voru merkari menn en konungar flestra annara landa. Dáirm 21. okt. 1938 Um það er stundum efast, þegar talað er um íslendinga, að þeir séu af konungum komnir. Jafnvel sumir Islendingar sjálf- ir efast um það. Þar er þó sannarlega ekkert um að villast. Kemur það greinilega fram í ætt þess manns, sem hér er um að ræða. Víglundur var 23. mað- ur frá Sæmundi presti fróða, sem allir kannast við; en Loptur sonur Sæmundar átti Þóru dótt- ur Magnúsar konungs berfætta í Noregi; Magnús var sonur Ólafs konungs kyrra, Haraldssonar harðráða; eru því allir þessir konungar ættfeður Víglundar. Sonur Ijopts Sæmundssonar og Þóru konungsdóttur var Jón Loptsson í Qdda, einn hinna allra merkustu og vinsælustu manna á Islandi í sinni tíð. Móðir Víglundar var Steinunn dóttir Jóns Vigfússonar frá Búðum og Katrínar Gisladóttur konu hans, en systir konu Þórð- ar alþingismanns á Rauðkolls- stöðum. Víglundur fluttist vestur um haf árið 1903, nítján ára gam- all. Vann hann fyrst daglauna- vinnu og lærði málningu. Kom það brátt í ljós að hann var. framsækinn, ráðdeildarsamur og þeim hæfileikum gæddur, sem að beztu haldi koma í baráttu lífs- ins. Árið 191^ byrjaði hann á húsabyggingum á eiginn reikn- ing, og bygði allmörg hús í Win- nipeg. Kom það i ljós að hér var um sjálfstæðan hug að ræða, en ekki hitt að feta að öllu leyti í fótspor annara; voru hús hans f jölbreyttari og meira í þau bor- ið en venjulegt var á þeim tim- um. Eru þau enn til sýnis og berá þess glöggan vott að hér er með engar öfgar farið. I félagi við hann var Metú- salem Thorarinson, er síðar kvæntist systur hans; unnu þeir svo vel saiman að fá munu dæmi til. Þeir bygðu síðar í félagi fjölbýlishús (Blocks) ; þar á meðal: Mount Royal 1926 og Astoria 1927; eru það hinar myndarlegustu og vönduðustu byggingar. Árið 1929 bygði Víglundur einn saman stórhýsið New Castle. Félagsskapur og samvinna manna strandar oft á því að hvor um sig vill mestu ráða, og þykist einkis þurfa frá hinum. I félagsskap þeirra Víglundar og Metúsalgms var því ekki þannig Viglundur A. Davíðsson fæddur 10. nóvember 1884 Dáinn 21. október, 1938 Hví skyldi góðan grátaf Gott er a/f mega láta hugann um leiðir líða Uðinna, hjartra tiða. Sérhverja hyrði harstu brosandi — Lengi varstu kennari þjóðar þinnar þreksins og starfseminnar. Sporin þín fáir feta; fæstir, sem snúið geta sorgum í sigurvinning.— Sólbjört er slíkra minning. Sig. Júl. Jóhannesson. farið: Þeir voru frábærlega samhentir félagar; lagði annar til þá hæfileika, sem hinn átti minna af, og notaðist þannig fullkomlega alt, sem báðir áttu yfir að ráða. Víglundi var gefið það jafn- vægi, sami fáum hlotnast; hann sameinaði það að vera hagsýnn gróðamaður og hitt að láta ekki vinstri höndina vita af því þegar hin hægri var útrétt í líknar- skyni. Þegar um annaðhvort var að ræða: að hjálpa einstökum mönnum, er liðs þurftu eða stuðnings góðra og nýtra mála, þá stóð sjaldan á honum. Víglundur Davíðsson var hið mesta ljúfmenni í umgengni og prúður í allri framgöngu; hann var laus við alt tildur og yfir- skin. Hann veitti jafnan fylgi sitt Iúthersku kirkjunni, en var víðsýnn og frjálslyndur i skoð- unum. Það er í sannleika eftirtekta- vert hvetsu miklu þessi maður kom í framkvæmd þegar tillit er tekið til þess að hann var lengst af æfinnar heilsubilaður. Hann slasaðist og meiddist svo mikið að honum var ekki hugað líf; bar hann þessa meiðslis al- varlegar menjar til dauðadags. Minti hann að því leyti á Frank- lin Roosevelt, að hann gegndi köllun sinni, en daufheyrðist við öllum þeim röddum, sem löttu eða kvörtuðu. Viglundur kvæntist aldrei. Móðir hans stjórnaði heimili hans alllengi meðan henni entist heilsa til, en hún var alvarlega veik og þungt haldin um langt skeið. Er það bezta sönnun fyr- ir drenglyndi Víglundar"hversu góður og nærgætinn hann reyndist henni þás Þeir, sem bezt þektu til — og eg var einn þeirra — hafa oft vitnað í það ástúðlega samband, sem þar átti sér stað milli móður og sonar. Það er nálega einstakt í sinni röð nú á dögum. Annað atriði 'langar imig til þess að nefna í , sambandi við Víglund. I fornum sögum er oft getið um órjúfandi vináttu °S trygð milli manna. Einhverj- ir tveir menn höfðu svarið hvor öðrum takmarkalausa hollustu. Þessir menn voru kallaðir fóst- bræður. Eg hefi áður minst hinnar góðu samvinnu milli þeirra tengdabærðranna, Viglundar og Metúsalems. En Víglundur átti einnig annan vin, sem Árni heit- ir ÓlafsSon; voru þeir svo sam- rýmdir að hvorugur mátti af öðrum sjá: þar var í raun og sannleika risið upp gamla fóst- bræðralagið” í sinni fegurstu og fullkomnustu fnynd. Þetta er sjaldgæft nú á dögum og sann- arlega þess virði að því sé haldið á lofti. Þess konar vinátta er bjartur sólskinsblettur í heiði á milli hinna mörgu dökku skýja, sem nú hylja svo að segja allan vorn andlega eða sálræna himinn. Víglundur lætur eftir sig aldr- aðan föður. Hann átti bróður, sem Trausti hét, látinn fyrir nokkru. Systur hans heita: Sig- ríður Katrín Sigurrós, gift Metúsalem Thorarinssyni námu- eiganda og Guðrún, gift Hans Sveinssyni fóstursyni séra Fr. Friðrikssonar í Reykjavík á ís- landi. Sig. Júl. Jóhannesson. Frakkar í Austur-Asíu Tímaritið “Oriental Affairs,” sem er eitt af mikilvægustu rit- um, er korna út i Austur-Asíu, birti fyrir skömmu grein um frönsk áhrifasvæði i Kína. Þar segir svo: í hinu erfiða ástandi hafa Frakkar gætt hagsmuna sinna á þann hátt„ að það hefir vakið aðdáun allra. Menn mega ekki gleyma því, að ekkert. ríki hefir óskoruð réttindi á alþjóðasvæð- inu í Shanghai og ekkert riki getur því á afgerandi hátt bægt her Japana frá þessu svæði. Frakkland, eins og önnur lönd, hefir beðið tjón af nú- verandi styrjöld. Hagsskýrslur tollstöðvanna sýna bezt, hve verzluninni við Kína hefir hrak- að. Menn hafa orðið að hverfa frá mikilvægum framkvæmdum, og á styrjaldarsvæðinu hafa franskar eignir eyðilagst og franskir iþegnar hafa beðið bana, einkum ýmsir trúboðar, sem eins og vanalega hafa sýnt mikla fórnfýsi. Samt er óhætt að fullyrða, að Frakklandi hafi tek- ist bezt að sjá sér farborða þótt aðstaða þess hafi á engan hátt verið góð. Kona ein í enska bænum Chester hélt nýlega hátíðlegt silfurbrúðkaup sitt — í annað sinn á æfinni. Hún misti mann sinn af fyrra hjónabandi eftir 27 ára sambúð. Konan er nú 73 ára gömul.— Tilvaldar Jólagjafir Það er ekki auðvelt að hugsa sér kærkomnari jóla- gjafir en þa>r, sem nú eru á boðstólum hjá Thomson & Pope; þar fást nú meðal annars þessar víðfrægn ROMKO SLIPPERS og OPERA SLIPPERS sem nú seljast á einungis $2.95 Auk J>ess ailar aðrar tegundir af fyrsta flokks karlmanna skófatnaði. AAAA Thomson & Pope The Man’s Shop 8791/. PORTAGrE AVE., WTNNIPEG PIANOS Bygð til að endast mannsæfi HEINTZMAN NORDHEIMER WEBER GERHARD Allar hugsanlegar gerðir af pianos, afarfögur Baby Grands eða smæíri tegundir frá 36 þumlunga hæð og meira til sýnis í Piano-búð vorri við fáheyrilega lágu verði. Yðar gamla piano tekið upp í J)að nýja á fullu markaðsverði. Afganginn má borga á 3 árum, sé þess óskað. Fyrirtaks Góð BRÚKUÐ PIANOS Ekki aðéins “endurgerð” heldur og sérfræðilega enduryngd pianos til sölu með' skíifaðri ábyrgð upp til 10 ára. Skrifið eftir fullkominni verðskrá BORGIÐ NÚ UPP GÖMLU FJÖLSKYLDU SKULDINA J. J. H. McLEAN Ítp°' 329 PORTAGE AVE. WINNIPEG “The Home of the Heintzman”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.