Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 7
LÖGBEBQ, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1938 Jólahugleiðingar Um næstu helgi verÖur haldiÖ upp á fæðingardag Jesú frá Betlehem. Ó, hvað mikiÖ viÖ þörfnumst hans varÖveislu á þessum ófrið- ar tímum; og með öllu þvi hatri á milli þjóðanna, ættum við ekki að greiða götu þeirra, sem þurfa mest okkar hjálpar við? Mér dettur í hug smásaga, sem á við þennan tima ársins; hún er af Jóni vínsala. Hann var nýbúinn aÖ loka framdyrun- um á vínkránni og láta alla pen- ingana í vasa sinn; gekk síðan aftur ,í eldhús og taldi pening- ana; tók upp bók og skrifaði tölurnar í hana. Segir svo við sjálfan sig: “Innan tveggja ára verÖ eg búinn aÖ græða nóg, svo eg geti hætt aÖ vinna” Eftir kveldverð f*rði hann stólinn sinn að arninum og setti á sig morgunskóna. Hann sýnd- ist vera í mjög góðu skapi og ánægður með sjálfan sig, og hann segir við sjálfan sig: “Hvað ætli bróðir minn sé að gera núna? Hann er líklega að undirbúa morgunmat fyrir sjálf - an sig, býst eg við. Jæja, hver hefir sinn slóða, að draga. Mér gengur vel, hér hefi eg alt í góðri reglu og græði peninga. Verzlun er verzlun; eg get ekki að því gert þó fólk eyði meiru en það ætti að gera.” Alt í einu finnur Jón vinsali að það er lögð hendi á öxlina á honum. Hann settist upp og nuggaði sér um augun. “Ertu of þreyttur til að koma I með mér,” sagði ungur maður, 1 sem stóð hjá honum. "Hvað vilt þú? Til hvers á eg að koma með þér?” sagði Jón. “Mig langar til að sýna þér hvernig aðrir eyða jólunum.”' Jón hikaði, en segir svo: “Já, eg skal koma með þér ungi mað- ur.” Ungi maðurinn lagði á stað og Jón fylgdi á eftir; þeir gengu nokkra stund eftir götum bæj- arins, þar til þeir komu að mjó- um stíg, þar sem smá verka- mannaheimili voru bygð. Þeir stönzuðu við þriðja húsið í' röð- inni; Þar tók ungi maðurinn hespuna frá og gekk inn og Jón á eftir. Aj stól við lítinn ofn sat mað- ur og huldi andlitið í lúkum> sín- um. En í fjarsta horninu sat konan hans. “Og þú hefir eytt því öllu,” sagði hún. “Já, hverju centi,” sagði hann. “En hvað eigum við að borða á morgun,” sagði hún; “eða börnin okkar, hvað verður um þau ?” “Eg get ekki sagt þér það kona.” “Jæja, alt sem eg get sagt er, að þú ættir að byrja með því að vera réttur Samverji í þínu eigin heimili,” sagði konan. “Eg veit að þú hefir rétt fyrir þér. En það er félagsskapurinn, sem' eg er í. Eg lofa því upp á mína æru og trú, að eg skal losa mig úr þeim félagsskap, kona góð, hér eftir.” “Eg vona það,” sagði konan, með áherzlu en hugprýði. Jón ætlaði að taka til máls, en ungi maðurinn setti fingur- inn fyrir munn sinn og benti honum með hinni hendinni að fylgja sér. Þeir gengu nokkra stund þegj- andi þar til að þeir komu að öðru smáu húsi. Ungi maður- inn lyfti hespunni með mestu varkárni og þeir gengu inn án þess það heyrðist til þeirra. Við ofninn stóð ungur mað- ur, hlóðrjóður í andliti á að gizka 22 ára, en öldruð, rnögur kona sat þar á stól rétt hjá. “Aldrei hélt eg að þú myndir gera þetta, Jón.” Jón vínsali hrökk við þegar hann heyrði nafn sitt nefnt. “Eg er orðinn niaður, móðir, og ætla mér að lifa eins og maður,” sagði sonurinn, sem stóð við volgan ofninn. “En drengur minn; það er ekki mannlegt að drekka út alt kaupið þitt, þar sem þú veizt að við þurfum þess með til að framfleyta lífinu. Skyldi Jón vínsali ekki hafa nóg til að leggja fyrir sitt hús og heimili á morgun?” “Eg veit það ekki, og mér er sama,” sagði sonurinn. “Eg fer að hátta; þú um það. Þú getur þóknast þínum hugsunum.” “Það er vínið, sem talar núna, en ekki minn eiginn sonur,” sagði móðirin. “V'ið skulum fara héðan,” sagði leiðsögumaðurinn við Jón vínsala. Þeir fóru út og sneru fyrir hornið og niður götuna, sem stefndi í áttina þar sem hrörlegustu byggingarnar í borg- inni stóðu. Þeir stigu inn í eitt I.ítið herbergi með mjög gömlum og útslitnum húsmun- unf. Þar sáu þeir tvö \)örn, stúlku á fjórða ári og dreng á níunda, sofandi í fleti; hjá þeim lá miði skrifaður með barns- hönd, þessi orð: “Ó, Sana Claus, komdu með móður okkar heim ómeidda, en hugsaðu ekkert um sokkana okkar.” Jón vínsali saup kveljur þegar hann las þetta og fór ofan í vasa sinn og laumaði einh.verju undir kodda barnanna. “Ó, mig hefir verið að dreyma,” sagði Jón Vínsali, eftir að hann náði sér aftur. “Er ekki þetta einkennilegt,” sagði hann. “En það líklega kemur af því að sitja við hlýja arininn á hverju kveldi.” Hann nuggaði i sér augun aftur og leit svo á klukkuna. “6:45, nú er eg hissa,” sagði hann, “það er er kominn jóla- morgun. Eg ætla að líta inn til bróður míns og sjá hvað hann hefir til að borða.” Jón tók fyrsta götuvagn, sem hann náði í, og á leiðinni sá hann marga vagna fara fram hjá með fjölda af fólki, ungu og gömlu, með miklu hávaða. Allir sýndust vera kátir og gleðin sýndist ganga í gegnum allar hans taugar. Eftir nokkra sutnd sá hann skólahúsið, það var fult af börnum og foreldr- um; alti var þar í röð og reglu; nógur matur borinn á borð fyrir alla, heitt kaffi með alls- konar brauði. Jón vinsali varð hrifinn af því sem hann sá. Þar var Santa Claus með gjafir fyrir alla; þarna fann hann jólin. Það var hávaði og gleðihróp meðal barnanna þegar gamli Santa Claus kom inn. Jón varð svo hrifinn af þessu, að hann fann hvað hann hafði mist, en bróðir hans grætt, á því að halda upp á jólin. Eftir nokkra stund fóru allir heim til sín og skólahúsið varð tómt. Þá gekk Jón inn eftir gólfinu í hægðum sínum, þar sem hann sá bróður sinn standa í ljósrauðri skikkju. Hann var að hjálpa þeim sem höfðu verið að hjálpa honUm til að gleðja og metta fátæklingana. “Komdu blessaður og sæll, Jón,” sagði bróðir hans, “þú hefir þá komið hingað til að sjá jólagleðina okkar, þó seint sé.” “Já,” sagði Jón vínsali, “og eg ætla með þínu leyfi að fara heim með þér og borða með þér morgunverð.” “Ágætt, Jón bróðir. En er nokkuð sérstakt að frétta?” “Áreiðanlega er það.” Þegar þeir voru, seztir niður við morgunverðinn, þá sagði Jón bróður sinum drauminn sinn og eins að hann hefði ráðið það við sig að selja verzlunina, því þó að hann hefði æfinlega reynt að stjórna sínu húsi eins vel og mögulegt hefði verið, þá hefði hann altaf fundið það út að hann gat ekki haft neina samn- inga eða reglur við drykkjuskap- inn. Það rænir menn og konur sinu sjálfstæði og virðing,-bæði fyrir Guði og mönnum, og það rænir afkvæmið þess rétta upp- eldis. Svo með þinu leyfi vil eg fara í félag með þér, bróðir, ef eg má,” sagði Jón. “Ágætt,” sagði bróðir hans. “Eg þarf hjálpar með. Bræðra nauðsynjaverzlunin er miklu á- litlegra nafn en Svæfingarmeðala verzlunin, sem þú hefir stjórn- að. — Gleðileg jól til allra! A. S. Bardal. Með morgunkaffinu Um síðustu mánaðamót gengu í gildi ný umferðarlög í Þýzka- landi, sem eru strangari en þau fyrri. Er talið að þetta séu ströngustu umferðalög sem ti! eru í heiminum. Ástæðan fyrir þessum nýju umferðarlögum er sú, að yfirvöldunum finnast um- ferðarslysin vera of mörg í hlut- falli við ökutækjafjöldann. Tal- ið er að í Þýzkalandi séu nú 3,250,000 bílar í notkun, en þeir voru fyrir tveimur árurn “að- eins” 2,475,000. 8,000 manns létu lífið af völdum bílslysa s.l. ár og 175,000 manns' særðust og margir þeirra fá aldrei fulla bót meina sinna. Af 267,000 um- ferðarslysum í Þýzkalandi s.l. ár voru 55% bílslys, 9% voru að "'kenna fótgangindi fólki og 5% reiðhjólum. Samkvæmt hinum nýju lögum verða bilar, sem koma frá þver- götu inn á aðalgötu að nema staðar áður en farið er inn á aðalgötuna og áður en þeir fara af stað aftur verður bilstjórinn að fullvissa sig um að hann geti óhindrað ekið inn á aðalgötuna. Hegningarákvæðin í urnferð- arlögunum nýju eru ákaflega ströng. T. d. ef bílstjóri, sem beygir við krossgötur tekur ekki nógu stóra beygju og gleymir að nota hliðarvísirana, er honum hegnt með því að loftinu er hleypt úr gúmmíhjólum bílsins og bílstjórinn verður að dæla sjálfur lofti i hringana á staðn- um. Þyngri refsing liggur við al- varlegri yfirsjónum og geta lög- regluþjónar tekið ökuleyfi af bílstjóra strax án undangenginna réttarhalda, og dæmt þá í alt að þriggja mánaða ökuleyfismissir. Ennfremur er svo ákveðið að öll brot bílstjóra skulu færð inn á ökuskírteini hans, þannig að lögregluþjónninn geti strax séð hvort maðurinn hefir gerst brot- legur áður. Á bíla ökuníðinga er málaður “gulur hringur.” Þá hafa sektir fyrir brot á urnferð- arreglunum verið hækkaðar mjög. 7 1 norsku blaði stendur eftir- farandi: “Það hefir komið í ljós að mýsnar hafa étið 1 kíló af dynammiti, sem geymt var á verkstæði einu hér í bænum. Af- leiðingin er sú að nú þorir eng- inn að drepa mús af ótta við að hún sé með sprengiefni \ sér, sem gæti valdið stórslysi!” ♦ Franskir vísindamenn héldu með sér fund í bænum Limoges ekki alls fyrir löngu. Á fundi þessum var aðallega rætt um fólksfækkunina í Frakklandi. Það varð upplýst á fundinum að ef frönsku þjóðinni heldur á- fram að fækka eins ört og verið hefir undanfarin ár verða Frakk- ar 12 miljónum færri eftir 50 ár en þeir eru nú. I sambandi við brunann mikla í Marseille í haust lét franska blaðið “Paris Soir” reikna hve tnikið eldsvoðar kostuðu frönsku þjóðina daglega. Hagfræðingur blaðsins komst að þeirri niður- stöðu að daglega færj forgörð- um af völdum elds í Frakklandi verðipæti, sem næmi 8 miljónum franka. Viðkvarmt blóm. Nálægt miðjarðarlínu vex blóm, sem heitir “Mimosa Pudica.” Það er svo viðkvæmt, að ef maður styður fingri á eitt blaðið lokast það og öll hin blöðin líka, og stöngullinn hringar sig niður að rót. Hátíðarkveðjur til Vorra tslenzhu Viðskiftavina Vér verzlum með allar tegundir kjöts í heilsölu og smásölu. \ CITY MEAT & SAUSAGE COMPANY 611-613 MAIN STREET Sírnar 93 064 — 93 065 HATIÐAKVEÐJUR 3^ OG TIUGHEILAR ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝAR STRUCTURAL & MECHANICAL REQUIREMENTS Structural Steel Steel Plate Work—Bolts, Rods Ornamental Ironwork Grain Elevator Machinery Machinery Repairs Castings—Iron Steel Brass Aluminum HEATING EQUIPMENT “Vulcan” All Steel Boilers H.R.T. Boilers Hot Water Tanks Domestic Stokers Commercial Ccrew Feed Stokers Overfeed Stokers Grates—Diagonal Bar Herring Bone Rocking Non-Sifting VULCAH IROH WORKS LIMITED Winnipeg jjjj||jl|| Manitoba E$T.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.