Lögberg - 22.12.1938, Side 10

Lögberg - 22.12.1938, Side 10
10 LÖGrBERG, FTMTUDAOINN 22. DESEMBER 1938 / Hlutverk kriátins safnaðar (Frá blaðsíðu g) un. En ef því er ekki glatað er aðferð Páls til hjálpar hin bezta sem hugsast getur. Hann er þá þjónn Guðs til að bjarga mönn- um. Aðferð Páls er í anda Jesú Krists. Mörg hundruð árum áður en hann kom í heiminn var hann nefndur þjónn Guðs. “Hann, hinn réttláti þjónn minn,” segir Jesaja, “mun marga réttláta gjöra, og hann mun bera misgjörðir þeirra (Jes. 53:11). Og þegar hann birtist á jörðu, “tók hann á sig þjónsmynd og varð mönnum líkur,” setti sig á bekk með mönnum, lét skírast eins og hann væri syndum hlað- inn, vann sem fátækur daglauna- maður, sagði sögur úr hvers- dagslífi manna, og lifði súrt og sætt með fátæklingum. Ölum mönnum vildi hann, og vill á- valt, vera alt. Þetta gjörði hann alt aí fúsum vilja. Seinasta dropa kvalabikarsins drakk hann óþvingaður. “Eg legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Enginn KVEÐJUR frá Macdonald SHOE STORE LTD. 492-4 MAIN ST. Megið þér, ásamt ástvinum yðar, njóta heilsu, ham- ingju og velgengni um jólin og á nýárinu. “Þér eruð jafnungir fótum yðar” tekur það frá mér, heldur legg eg það sjálfviljuglega í sölurn- ar,” segir hann. Þetta gat hann gjört af því að fylling guðdóms- ins bjó í honum. Þetta er andi Jesú Krists og þessi andi skap- ar eldinn í sál Páls. Með þessu er þá lýst þeim anda sem kirkjan á að hafa. Eldur þjónustuseminnar á að brenna henni í sál. Hún flytur mönnum anda Krists, hún vitn- ar ,um mátt Guðs til að frelsa, hún veit að hún er eina Biblían sem sumir lesa. Það er hennar líf að bjarga og hjálpa, hún tek- ur eldinn af altari Guðs — og gefur mpnnunum til að nema burt óhreinleika þeirra, hún gjörir sér alt far um að þekkja sjúkdóminn sem hún á að lækna, hún kynnir sér einkenni, sjónar- mið og kjör þerra sem hún á að þjóna, “hún lætur sér ekkert mannlegt vera óviðkomandi, hún er fulltrúi Jesú Krists á jörð- unni, hún hefir lifandi áhuga á því að leiða alla menn að fótum Frelsarans, hún er ekki ánægð fyr en hún hefir lært það af meistaranum allra mesta að vera góður kennari. Þannig á það að vera. Kirkjan á að lifa fyrir fólk sitt. Að dæmi Jesú Krists á hún að ganga kring og gjöra gott. Hún á að vera fólkinu alt í öllu. Eg hefi talað um hlutverk kirkjunnar alment. Hefir ís- lenzkur söfnuður nokkurt sér- stakt verk að vinna? Það er hlutverk allra kristinna safnaða að þekkja fólk sitt og annast um það. Með því á eg alls ekki eingöngu við þá, .sem eru á safn- aðarskrá heldur alla þá, sem hún hefir mátt til að sinna á einhvern hátt. Ef mikill hluti þess fólks er íslenzkt, liggur í augum uppi að leggja verður rækt við íslenzk einkenni, af þeirri einföldu á- stæðu að án þess er enginn veg- ur til þess að kirkjan þjóni því fólki eins og þarf. Að sjálf- sögðu er það alveg eins satt, að þegar aðrir hópar manna komast inn á svið safnaðarsarfseminnar verður að leggja rækt við þá og þekkja þá. Kirkjan verður að SENDIÐ IIATIÐA Q Q Q Q Q Q Q Q Q H SENDIÐ KVEÐJUR með TALSÍMA um Jólin og Nýárið LÁG VIKULOKA SÍM- GJÖLD VERÐA VIÐHÖFÐ frá 7 e. h. laugardag til 4 f. h. þriðjudag JOLADAG OG 26. DESEMBER NÝARSDAG OG 2. JANÚAR KVEÐJUR MEÐ FIRÐSIMA Q 1 Q 1 Q Q Q Q Q n Manitoba Telephone System STYRKIB TAUGAR OG VEITIR NÝJA HEIUSU NUGA TONE styrkir taugarnar, skerpir matarlyst, hressir upp á meltingarfæri, stuSlar að værum svefni og bætir heilsuna yfirleitt. NUÖA-TONE hefir gengiS manna á meöal i 4 5 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálpar- hella. NotiS NUGA-TONE. ÞaíS fæst t ÖHam lyfjabflSum. Kaupið hiö hreina NUGA-TONE, því fá meSul bera slíkan árangur. ViS hægSaleysi notiS UGA-SOL, bezta lyfiS, 50c. þekkja fólk sitt til þess hún geti verið því alt í öllu. 1 fullu samræmi við þessa staðhæfingar eru orð, sem séra Friðrik Bergmann viðhafði í fyrirlestri, er hann nefndi “Postulleg stefnuskrá” og flutti á kirkjuþingi 24. júní, 1907: “Eitt af því sem hverju kirkju- félagi ætti að vera ant um að gjöra sér nákvæma greln fyrir er þetta: hvernig eigum vér að haga oss svo að vér fáum áunn- ið sem flesta. Aldrei rekur kirkjan erindi sitt, ef hún er eigi stöðugt um þetta að hugsa og haga háttum eftir umheimi og á- stæðumi. Þenna ákveðna umheim er henni ætlað að yrkja og rækta og gjöra að Guðsríki. Og rækt- unaraðferð sinni verður hún að haga eftir jarðvegi og loftslagi. Það er lélegur bóndi, sem ekki lætur sér lærast að taka hvort- tveggja til greina.” Þetta hlutverk hefir Fyrsti lúterski söfnuður leitast við að rækja frá byrjun vega. Framan af árum var þetta að vissu leyti mjög einfalt mál. Alt fólkið sem kom til greina var íslenzkt. Island og alt, sem ís- lenzkt var skipaði afar mikið rúm í hug og hjarta þeirra allra. Menn bjuggust við því smátt og smátt að vaxa inn í hið cana- diska þjóðlíf, en allir skildu ís- lenzku og hún túlkaði, bezt allra tungumála, kristindóminn inn í sálarlíf fólksins. Á því stigi mát ekki kasta burt feðramál- inu; enda vildi það svo að segja enginn. Islenzk tunga snerti hina fegurstu strengi sálarinnar. íslenzk tunga og kristin trú voru sameinaðar eins og sál og andi. Straumar trúarinnar streymdu eftir rafþráðum tungunnar. Tungan átti ennfremur svo mikla ást í hjörtum fólksins, að því fanst það heilög skylda að leggja alla hugsanlega rækt við hana, einnig hjá þeim ungu, sem ekki höfðu heyrt “himnesk hljóð” móðurmálsins á íslandi. Svo vel voru hinar ljúfu raddir íslenzks máls sungnar inn í sál- ir nokkurra þeirra, er aldrei hafa litið Island augum, að þeim brennur ljós í sál og eldur á tungu islenzkrar ástar og ís- lenzkrar hugsunar. Ekki lokuðu menn samt aug- unum fyrir því, að þetta hlyti að breytast, að við værum hvorki standmynd né stöðupollur heldur árstraumur er vildi áfram og yrði ekki stöðvaður. Menn sögðu þá, að tungan mætti ekki vera haft á nokkrum réttum framsóknarancla, að íslenzkan væri að réttu notuð til að flytja boðskap kristindómsins aðeins svo lengi sem hún væri betra flutningsmeðal hans en nokkurt annað mál. Skyldi nokkur hafa efað að við þetta yrði staðið þegar á reyndi? Eins og allir máttu vita, kom breytingin smátt og smátt, hæg- fara, en samt ótvíræð. Nærri allir íslenzkir foreldrar í Win- nipeg byrjuðu með því að kenna börnum sínum islenzku og eldri börnin lærðu að tala málið og sum að lesa og skrifa; en auð- vitað lærðu þau ensku líka, eins og var sjálfsagt, og er timar liðu fram kunnu þau, nokkurnveginn öll, betur ensku en íslenzku: skólarnir voru enskir, leiksystkin ensk, það sem lesið var enskt. Þessi eldri börn komu með ensku áhrifin inn á heimilin og gjörðu, i mjög mörgum tilfellum, yngri börnin því nær al-ensk. Þegar þetta var orðið ástand- ið, hvað átti kirkjan að gjöra? Átti hún að haga seglum eftir vindi, eða stríða mót straumn- um ? Átti hún að láta börnin leiða sig og fylgjast með þeim, INNILUGAR JÓLA- OG NÝARS-KVEÐJUR ! Sérfræðingar viðvikjandi lyfjaforskriftum PHONE 23455 w PRESCRIPTIO K.G.H AR MA Oor. Sargenf £/Toronfo rnnrn ▼ SPECIALISTS R.L.HARMAN WINNIPEG, Man. omínton Panfe STOFNAÐUR 1871 Vér seljum bankaávísanir, ferÖamanna peningaávísanir og sendum peninga með síma eða pósti til allra landa, fyrir lægstiu liugsanleg ómakslaun. Vér veitum sérstaka athygli viðskifta- reikningum þeirra viðskiftavina, er búa utan borgar. Upplýsingar fúslega látn- ar í té. Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja peninga yðar inn í næstu spari- sjóð'sdeild vora. Otibú í Winnipeg: Main Office—Main St. and McDermot Ave. Main S.t. and Redwood Ave. North End Branch—Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrooke St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrooke St. Union Stockyards, St. Boniface

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.