Lögberg - 22.12.1938, Page 14

Lögberg - 22.12.1938, Page 14
14 LÖGBERG, FIMTUDAGrlNN • 22. DESEMRER 1938 Campbell River, B.C. Eins og eg hefi getið um áður, þá lagði eg af staÖ frá Van- couver til Campbell River, þann 2i. nóvember kl. ii f.m. me8 skipi til Nanaimo á austurströnd Vancouver-eyjunnar, og svo það- an með fólksflutningabíl til Campbell River. Var eg kominn þangað kl. 5 e. h. samdægurs. Er fargjaldið $4.25. Öll flutn- ingstæki á þessari ferð, eru svo þægileg og góð, að það fer eins Jólaóshir til Vorra íslenzku Vina City Dairy’s Nýju Cream-Top Flöskur Tryggja yður hagnað og vernd, Hin fullkamnu áhöld i vorri n ý j u verksmiðju tryggja yður gæði og ör- yggí. Til þess að fá sent heim City Dairy Products and Purity lce Cream Kallið upp 87 647 vel um ferðamanninn eins og hann sæti heima hjá sér í hæg- indastól. Það er ein íslenzk fjölskylda búsett þrjár mílur frá Campbell River. Til þeirra var ferð minni heitið. Þar býr Kristján Ei- riksson, kona hans og tveir full- orðnir synir, ógiftir, Carl( og Þórarinn. Svo er þar hjá þeim ungur maður, frændi þeirra, Gordon Eiriksson, sem hefir á- kvarðað að setjast þar að. Mr. Eiríksson kom hingað síðastlið- inn júni; hafði hann áður búið í Comox, 20 rnílur sunnar á ströndinni, þótti þeim feðgum sem hér væri fegra útsýni, betri jarðvegur og líka betur sett fyrir laxveiðar. Keyptu þeir feðgar sér strax 2 ekrur á ströndinni fast við sjóinn, og eru þeir bún- ir að koma sér upp húsi, og að mestu leyti búnir að hreinsa þetta land sitt, sem þó var skógi- vaxið og stofnótt. Ágætt lind- arvatn fær hann uppi í dálítilli hæð, semi er á bakparti eignar- innar, og leiðir hann það í pípu inn í húsið, og hefir þar renn- andi vatn. Líður þeim öllum vel, og kemur aldrei til hugar að flytja aftur austur í Kuldann. Mig minnir að hann segði mér, að þeir hafi komið frá Mani- toba. 1 . Eg hafði fengið nokkur bréf frá Mr. Eiríksson, þar sem hann var að svara ýmsum spurningum sem eg hafði lagt fyrir hann viðvíkjandi Campbell River hér- aðinu; og var alt það, sem hann hafði skrifað mér unt það, sann- HATIÐAKVEÐJUR Gleðileg Jól OG Farsœlt Nýjár #tmlt Cíjeatre IF. YOUNG, framkvæmdarstj. [ Njótið Gleðilegra Jóla / Haldið heimilinu hlýju með WINNECO COKE I f ENOINN REYKUR EKKERT SÓT \ ■ í : ENOINN ÚBGANGUR “Hreinasta aðferðin við að brenna kolum” Símið eldsn eytis-kaup m an mnum WINNIPEG ELECTRIC COMPANY 1 .1 ■:) i leikur og engar ýkjur. Bygðin hér á austurströnd eyjarinnar er altaf að færast norður á bóg- inn, og byggist altaf fyrst á ströndinni sem næst sjónum. Alt land með fram sjónum er selt í ekrutali, og er útmælt þannig, að hver lóð er á undir- lendinu sem er fram með sjón- um, og hver ekra nær upp í hæð, sem er á bak við, svo breidd lóðanna fer eftir því hvað undir- lendið er breitt eða mjótt. Ekki munu neinar þessar lóðir eða ekrur vera nnjórri en fimtíu fet á breidd, og ná þau öll að sjón- um. Alt land er hér skógivaxið, en allur sá skógur sem nothæfur hefir verið til sögunar, hefir ver- ið tekinn burtu, og standa þar eftir stofnarnir, smærri skógur, og svo nýgræðingsskógur. Fer verðið á þessum ekrum eftir því hvað erfitt er að hreinsa landið, og koma því í rækt. Er verðið nú á þessum ekrum við sjóinn frá $75.00 og upp í $150.00, eftir gæðum. Á öllu þessu svæði í kringum Eiríkssons er sama hæðin á bak við, og nægi- legt vatn, og er alstaðar hægt að veita þvi inn í hús undir brekkunni, eins og þeir hafa gjört. Útsýnið hér er það fegursta, sem eg hefi séð í þessu landi, enda er þetta Campbell River hérað alþekt fyrir þá óviðjafn- anlegu fjallasýn, sem þar er. Það má vel likja þessu héraði við dal, því i öllurn áttum sér til hárra fjallatinda, hvítum af snjó, nema í suðurátt. 1 austri sézt fjall- garður þakinn snjó að ofan, eins langt og augað eygir til suð- urs og norðurs. En að vestan er fjallgarður sá, sem liggur frá suðri til norðurs eftir allri eyj- unni. Sagði Mr. Eiríksson mér, að á sumrin hverfi allur snjór úr fjöllunum alt í kring, nema á einum stórum hnjúk í norð- vestri, sem væri með hvítan skallann árið í kring. Sýndist mér þessi stóri hnjúkur líkjast Skjaldbreið, “fjallinu allra liæða val,” þó hefi eg aldrei séð Skjaldbreið nema á myndum, svo eg skirði þennan hnjúk “Skjajdbreið.” Fjörðurinn, eða öllu heldur sundið, sem þessi bygð er við, er þrjár núlur á breidd. Mér sýndist hann væri ekki meira en míla á breidd, þvi þessi “blá- móða fjalla” sem er svo áber- andi hér alstaðar, villir manni sjónir, alt sýnist nær manni en er. Þar fyrir austan tekur við stór skógi vaxin eyja, svo að fjöllin í austri sjást aðeins yfir eyjuna. Eftir þessu sundi ligg- ur aðal skipaleiðin til Prince Rupert og alaska. Svo þar sjást á ferð daglega skip af öllum stærðum, frá herskipum og ofan til tveggja manna fara. Dýpi í þessu sundi er frá 100 fet til 1100 fet, því var þetta sund mælt út fyrir aðal skipaleið norður. Á þessum firði er gott til fiskjar; mest af þorski og laxi. þó margar aðrar fisktegundir veiðist. Eg sá marga smábáta vera að fiska fáa f^ðma fyrir utan landsteinana. En þeir sem mótorbáta eiga og stunda fisk- veiðar í stærri stil, fara lengra út. Þjóðvegurinn frá Victoria liggur altaf með ströndinni til Campbell River þorpsins; er hann eins sléttur og góður eins og beztu göturnar i Vancouver, og ganga þar farþegaflutnings bílar á milli Victoria og Camp- bell River daglega fram og til baka. Verð á öllum vörum hér er mjög líkt og i Vancouver, og gjöra það hinar auðveldu sam- göngur, og ódýrt flutningsgjald með skipum. Allur húsabygginga viður er ódýr, því sögunarmyll- ur eru hér margar. Alt land við sjóinn er á förum, þó talsvert sé hér ennþá af landi til kaups á ströndinni. Svo ef nokkrir af þeim, sem lesa þessar línur hafa í huga að flytja vestur á strönd, þá vil eg benda þeim á þetta pláss í Campbell River, að sjá það, áður en þeir setjast að annarsstaðar. Eg get ekki hugs- að mér neitt annað pláss, sem væri betra eða hentugra fyrir gamalt fólk, sem vill geta lifað það sem eftir er, rólegu lífi. Út- sýnið hér mundi minna margan íslending á fjöllin á Fróni. Það væri gaman að geta hugsað til þess að hér gæti orðið dálítil islenzk bygð. Eg efast ekkert um það, að íslendingar mundu kunna þar vel við sig. Þar hafa þeir fjöllin og sjóinn, sem þeir þekkja svo vel, og svo sumar- bliðu veður alt árið um kring. Ekki álít eg ráðlegt fyrir gam- alt fólk að flytja hingað, nema það hafi einhver efni, eða inn- tektir að einhverju leyti, til að PALLISER HOTEL T. C. Whelan, Manager CALGARY, ALTA. I samræmi við heimsviðurkenningu Canadian Pacific með tilliti til þæginda á ferðalagi, fullnægja þessi nýtízku hótel öílum kröfum ferðamannsins. Qatta&iaM. Við fœrum JÓLA KVEÐJUR VINUM Ofí VIÐSKIFTA VINUM VESTANLANDS Megi Nýja árið flytja yður margvíslega blessun í skaut. ROYAL ALEXANDRA HOTEL llugh C. Macfarlane, Manager WINNIPEG, MAN. IIOTEL SASKATCHEWAN J. J. Mcfíuire, Manager REGINA, SASK.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.