Lögberg - 22.12.1938, Síða 15

Lögberg - 22.12.1938, Síða 15
LÖG-BERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1938 15 geta sett sig ni'ður, meS því að kaupa landblett, koma sér upp húsi, o. s. frv. Hér er ennþá nóg landrými, ef fariÖ er eitthvað frá strönd- inni, og er hægt aÖ kaupa þar alt það land sem hver vill, með mismunandi verði, eftir gæðum. Þeir sem fyrstir koma, hafa bezt tækifærið til að velja sér það bezta. Hér sjást víða bænda- býli með dálítið ræktað land, og gripir og kindur á beit. Eg átti tal við suma af þeim, þeir eru ánægðir, segja að ein rækt- uð ekra hér sé þeim arðmeiri en margar ekrur í Sléttufylkjunum. Daginn áður en eg kom til Eiríkssons, kom hópur af grinda- hvölum inn á fjörðinn og busl- aði alveg upp í landsteinana hjá Eiríksson. Greip Þórarinn riff- il sinn og fór að skjóta á þá. Ekki varð það neinum þeirra að bráðum bana, en allur hópurinn snéri til baka út allan fjörð, svo langt sem þeir sáu til þeirra. Eitthvað af lóðum í kringum Mr. Eiríksson hafa verið keyptar af Islendingum í Manitoba, sem búast við að setjast þar að strax og þeir geti selt eignir sínar þar. Ef einhvern vantaði að fá frek- ari upplýsingar um þetta hérað, þá veit) eg að Mr. K. Eiríksson, Box 7, Campbell River, mundi viljugur að gefa þær, að svo miklu leyti sem hann getur. Það er líka hverjum óhætt að reiða sig á það, að alt sem hann segir þeim um það sé rétt og satt. Líka er eg, semi þetta rita, reiðu- búinn til að gefa allar þær upp- lýsingar sem eg get, þessu við- víkjandi. Helzt vil eg ráðleggja öllum þeim, sem flytja vestur á Strönd, eða hafa það í huga, að sjá sig um í Campbell River, áður en þeir setjast að annars- staðar. 1531 Hampshire Rd. Vicoria, B.C. .S". Guðmundson. Jólahugleiðing 1 938 Horfi eg í anda unn himin bólin, helzt til lengist mitt tírnans ról; er nú full lækkuð æfi sólin við áttugustu og sjöttu jólin. Að enduðu voru æfiskeiði opin stendur oss lífsins braut, til himna oss engill ljóssins leiði lausnara vors í dýrðarskaut. Þá mun frelsarans friðarsólin oss fögur skína um himnatorg, hvar útvaidir halda eilíf jólin við engla hirð í ljóssins borg. Gleðileg jól oss gefi sjóli hæða Lausnarans góða ljósin skær lýsi þjáðum, nær og fjær. Magnús Einarsson. Piktar og Móseyjarborg I nýútkominni bók Fredriks prófessors Paache, “Land hinna dökku skipa,” eru lýsingar á víkingaferðum Norðmanna í Vesturveg og þjóðum Bretlands- eyja. Þar er m. a. minst á þjóð- flokk, sem bygði Bretlandseyjar á undan Keltumi og litlar sögur fara af, en sem látið hefir eftir sig allmiklar minjar. Þjóðflokk- ur sá er nefndur “Piktar.” þeirra handaverk er m. a. turn einn á Mósey á Hjaltlandseyj- um, er stendur enn í dag, og er hér mynd af “borg” þeirri, eins og hún er nú. En þar hafði Björn Brynjólfsson höldur vet- ursetu, eftir að hann fór frá Noregi, og hafði numið á brott með sér Þóru hlaðhönd. Segir svo í Egilssögu: “Þeim byrjaði illa og höfðu réttu stóra, og velkði lengi í hafi, því at þeir váru öruggir í því at firrask Nóreg sem mest. Þat var einn dag, at þeir sigldu aust- an at Hjaltlandi hvasst veðr ok lestu skipit í landtöku við Mósey, báru þar af farminn ok fóru í borg þá er þar var, ok báru þangat allan varning sinn ok settu upp skipit ok bættu. er brotit var . . . En þegar er hann (Björn) hafði komit til Hjalt- lands, gerði hann brúðkaup til Þóru, sátu þau urn veturinn i Móseyjarborg.” Um Móseyjarborg og Piktana segir Fredrik Paasche: “Borgin stendur þar enn, sí- valur mikill steinturn. Bygging þessi er éldri, en siglingar Norð- rnanna til Hjaltlands. Þetta er einn af turnum Pikta, en þeir erú margir á Shetlandseyjum og á Skotlandi sjálfu. Eru eða voru því tiltölulega litlar leifar eftir af þeim. Englendingur, sem heimsótti Hjaltland árið 1834, og ferjaður var milli eyjanna í ram- bygðum norskum bát rneð þrenn- um árum,” segir frá eyðilegg- ingunni, sem þar hafi átt sér stað. Hann skýrir frá einni S'líkri borg, sem uppi stóð fyrir fáum árum, en jarðeigandinn þurfti á grjóti að halda. Af- ganginn hirtu “hinir beljandi stormar í vetur sem leið,” sjór- inn gekk upp í borgina og skol- aði burt miklu af hinum fornu múrveggjum . . . Það er margt dularfult við Pikta. Tunga þeirra er glötuð. Voru þeir KeLtar eða eigi? Á 12. öld var sagt á Orkneyjum, en þær voru þá fyrir löngu Norðmannabygð, að petarnir (piktarnir), sem þar hefðu ver- ið, væri dvergaþjóð. Á kvöldin og snemma á morgnana voru þeir á ferli úti við, og unnu þá að byggingum hinna merkilegu borga sinna, en á daginn földu þeir sig í jörðu. Svo er sagt frá norskri bygð í Suðureyjum að þar hafi verið dvergar eða ennþá smávaxnara fólk, og í skozkri heimild frá 16. öld er talað um örsmá mannabein, sem séu í “dverga kir.kjunni” á eynni Ijewis . • > I þeim héruðum, þar sem Pikta-turnarnir eru, voru lika eldgömul jarðhús, þar sem var mjög lágt undir loftið. íbú- ar þerira höfðu auðsjáanlega verið lágir í loftinu. Elztu heimildir skýra frá ætt- flokkum Pikta, sem voru illir viðureignar. Snemma á miðöld- um var blómaöld þessa þjóð- flokks. Voru Piktarnir á Norð- ur-Skotlandi og Shetlandseyjum plága fyrir Breta og íra. Talað er um uppvöðslusama sjóræningja frá Orkneyjum. En meginlandsþjóðin hafði nægan fíota til þess að kúga frænd- urna á eyjunum. Þeir “eyddu Orkheyjum,” segir í írskri heim- ild frá 682. Mannsaldri síðar er enn ófriður við Orkneyinga. Og máske var þar fátt um manninn, er Norðmenn komu þangað. Orkneyjar og Hjalt- land urðu norrænar bygðir, með norskri tungu og norskum ör- nefnum. Ókunnugt er, hvað varð um Ey-Pikta. Það kann að vera, að þeir hafi blandast aðkomu- þjóðinni. En eins getur verið, að þeir hafi flúið, eða þeim hafi verið útrýmt. I Noregssögu frá því um 1200 segir, að norskir víkingar, sem fóru til Orkneyja á dögum Haraldar hárfagra, hafi lagt undir sig bygð Pikta og Papa, sem þar voru, og útrýmt þeim með öllu. En ekki er hægt að leggja mikið upp úr svo ungri heimild. En um Papana er miklu eldri heimild, þar sem Dicuil segir 825: “Á Færeyjum eru ekki lengur írskir einsetu- menn, vegna sjóræningja, Norð- manna.” ■f Hér lýkur frásögn Fredriks Paasche um Pikta. Sú kemur tíð, að einhverjir góðir menn taka sér fyrir hendur að rann- saka hellana hér austanf jalls, sem sumir halda enn í dag að séu að minstu leyti mannaverk. En úr því þjóð hefir verið uppi hér á næstu grösum að heita má, sem búið hefir að nokkru leyti í hellum, er eðlilegt, að mönnum leiki forvitni á að fá úr því skorið, hvort mögulegt sé að hugsa sér, að þetta fólk hafi lagt leið sína hingað til lands.—Lesbók 20. nóv. GLEÐILEG JÓL ! ENGLISH TAILOR SHOP Repairing, Pressing and Dry Cleaning Sækjum föt og sendum heim 677 Sargent Ave. GLEÐILEG JÓL og FARSÆLT NÝAR I Eitt altra fullkomnasta hljóðfærahús Winnipegborgar YOU actually pay less £or good liglit when you use EDISON MAZDA Lamps. They prevent costly waste of current and give you full value for the current consumed. BETTER LIGHT BETTER SIGHT \ 383 PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN. S I I | Northern Etectríc Compafty \ LIMITED * 9 LAMPS P.$etur2is:on2|arbtoare Co. Clectrícal Contractorö 706 Simcoe Street Phone 86 755

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.