Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 16
16
LÖGBERG, FIMTUDAGrlNN 22. DESEMBER 1938
Jónas Jónsson
kominn heim úr
Ameríkuferðinni
Jónas Jónsson forinaður
Framsóknarflokksins, kom heim
úr Ameríkuför sinni síÖastli'ðiÖ
þriöjudagskvöld. Voru þá liðn-
ir 4^2 mánuÖir síÖan hann lagði
af stað.
Tíðindamaður Tímans náði
stuttu viðtali við Jónas Jónsson
í gær og fékk hjá honum laus-
legt yfirlit um ferðalag hans
Var þá hjá honum margt gesta
og hafði hann ekki úíma til fyllri
frásagnar að sinni. Mun hann
líka sjálfur segja lesendum Tím-
ans nánar frá Vestur-íslending-
um og áhugamálum sínum i sam-
bandi við þá, áður en langt um
liður.
' Jónas lagði af stað héðan til
jAmeríku 8. júlí og var kominn
til Winnipeg um næstu mánaða-
mót. í byrjun ágústmánaðar
voru haldin hin venjulegú há-
tíðahöld að Gimli og Hnausum
og voru þau fjölmennari en
nokkru sinni fyr. Komu sam-
tals á báða staðina um 6ooo
manns, víðsvegar að úr Kanada
og Bandaríkjunum. Á þessum
stóru samkomum flutti Jónas
ítarleg erindi. Síðan hófust
ferðalög hans. Var ákveðið að
fresta ferð hans um- Manitoba
og Dakota, þar sem fslendingar
eru fjölmennastir, meðan upp-
skeran stæði sem hæst, og heim-
sótti hann því fyrst þrjár fs-
lendingabygðir vestur í landinu.
Er ein þeirra, þar sem Stephan
G. Stephansson bjó, vestur í
Klettaf jöllum, og fylgdi séra
Rögnvaldur Pétunsson honum
þangað. Þaðan fór Jónas vest-
ur til borgarinn^r Vancouver á
Kyrrahafsströnd og ferðaðist
suður eftir ströndinni alla leið
til landamæra Mexico. Heim-
sótti hann íslendinga í þessum
borgum:
Vancouver, þar sem 6o0—700
íslendingar eru búsettir, Blaine,
þar sem 700—800 íslendingar
eru búsettir, Seattle, þar sem
600—700 íslendingar eru búsett-
ir, Bellingham, þar sem 60—70
Ísiendingar eru búsettir, Port-
land, þar sem um 50 íslendingar
eru búsettir, San Francisco, þar
sem eru um 200 íslendingar,
Los Angeles, þar sem eru um
300 íslendingar, og San Diego,
þar sem um 150 íslendingar eru
búsettir. Auk þessa heimsótti
hann íslenzka bygð, sem nefnist
Tanginn og er á landamærum
Kanada og Bandaríkjanna.
Frá Los Angeles fór hann til
Salt Lake City, en þar er elzta
bygð íslendinga í Ameríku. Eru
landar þar um 150 og voru þeir
nýlega búnir að reisa minnis-
merki um 80 ára landnám sitt.
Er það viti með víkingaskipi. —
Þaðan fór Jónas til hins mikla
þjóðgarðar, Yellowstone Park,
og síðan beina leið aftur til
Winnipeg.
Eftir að hafa haft -þar
skamma viðdvöl, hóf hann ferð
sína um bygðir íslendinga í
Manitoba og Dakota og hélt þar
marga fundi og var aðsókn alls-
staðar góð. Þegar þeirri ferð
var lokið, heimsótti hann landa
í ýmsum borgutn Bandaríkjanna
eins og t. d. Grand Forks,
Minneapolis, Washington, New
York, Boston o. fl. Skamt frá
Minneapolis er íslenzk bygð, í
Minneota, sem eingöngu er bygð
af Austfirðingum. Kom Jónas
þangað og hélt þar fyrirlestur.
Nokkru áður en Jónas lauk
þessum ferðalögum, þurfti hann
að fara aftur vestur í Kletta-
fjöll í sérstökum erindagerðum.
f New York varði hann nokkr-
um tíma til að^ kynnast heims-
sýningunni, en hann á sæti í
íslenzku sýningarnefndinni.
í lok októbermánaðar lagði
hann af stað frá Ameríku eftir
næstum því stöðug ferðalög þar
í þrjá mánuði. Ferðaðist hann
aðallega með járnbrautum að
næturlagi, til þéss að geta notað
tímann á daginn til að halda
fundi og heimsækja menn. Auk
þessara ferðalaga, sem hér hafa
verið talin, fór hann i ýms
smærri ferðalög um nágrenni
borganna, því landar vildu sýna
honum sem mest af hinum nýju
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hja
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARCYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
Önnur jól í aðsigi. Hjörtun fylfast góðvilja og fögrum
hugsunum, er menn mæna vonaraugum til hátíðanna með
glaðværð í geði. Hátíðakveðjunum fylgja þær óskir, að
Jólin verði yður ánægjuleg og Nýárið færi yður ham-
ingju og velgengni í garð.
CITY HYDRO
Látið kassa á
ís nú þegar
heimkynnum sínum. Er það
ekki ósennilegt, að enginn ís-
lendingur hafi ferðast meira á
jafn skömmum tíma og Jónas
Jónsson á þessum þremur mán-
uðum.
Jónas lét svo ummælt i lok
samtalsins, að erfið fjárhags-
kreppa hefði undanfarið þrengt
hag Vestur-íslendinga, einkum
þeirra, sem stunda landbúnað, en
miðað við almenna afkomu þar
vestra mættu kjör þeirra yfir-
leitt téljast frekar góð og ættu
þeir það dugnaði sínum að
þakka, enda væru þeir taldir
meðal hinna allra atorkusömustu
innflytjenda í Vesturheimi.
SAMSÆTIÐ
Framsóknarfélögin í Reykja-
vik héldu Jónasi samsæti í gær-
kvöldi og sóttu það um 460
manns. Bauð Hermann Jónas-
son forsætisráðherra heiðurs-
gestinn velkominn heim og færði
honum þakkir Framsóknar-
manna fyrir hina erfiðu för,
sem hann hefði farið til að
skapa aukið bróðurþel og sam-
vinnu milli fslendinga austan
hafs og vestan. Sagði hann m.
a., að Austur-fslendingar hefðu
ekki átt kost á öðrum fulltrúa
æskilegri til slikrar ferðar.
Jónas Jónsson hefði ekki látið
sér nægja að halda marga fyrir-
lestra til að kynna land og þjóð
og skapa aukna samstarfsmögu-
leika á þann hátt. Hann hefði
reynt að ná tali af sem allra
flestum löndum vestra og slik
heimsókn hefði áreiðanlega ver-
ið þeim kærkomin, því enginn
maður væri jafn fjölfróður um
atburði seinustu ára eða menn
hér heima, sem hann. Þessa
viðkynningu hefði hann ekki
sízt notað til að vekja áhuga
fyrir samvinnu íslendinga beggja
megin hafsins og þeir, sem þektu
lægni Jónasar í þeim efnum,
efuðust ekki um árangurinn.
Jónas Jónsson svaraði með
At^rv n>fi’i itf i*r ■!
langri ræðu. Rakti hann fyrst
sögu ferðalagsins í stórum drátt-
um. Endaði hann ræðu sína
með þeim ummælum, að hann
væri stoltur af Vestur-íslend-
ingum.
Auk þessa héldu stuttar ræður
Eysteinn Jónsson, Sigfús Hall-
dórs frá Höfnum, Þórarinn
Þórarinsson og Guðbrandur
Magnússon.—Tíminn 24. nóv.
ÍNNILEGA R HATIÐARKVEÐJUR
Vér óskum öllum vorum mörgu, íslenzku viðskiftavinum
gleðilegra jóla og farsæls nýárs.
Fyrsta flokks v'örur
Fyrsta flokks afgreiðsla á, Is og Eldsneyti
Arctic Ice Companý) Ltd.
156 BELL AVE., Winnipeg, Man. SÍMI 42 321
Islenzkir byggingameistarar velja
Ten/Test í allar sínar byggingar
Þessi Insulating Board skara fram
úr að gæðum . . . Seld og notuð
um allan heim-—
Fyrir nýjar byggingar, svo og til aðgerða
eða endurnýjunar fullnægir TEN/TEST
svo mörgum kröfum, að til stórra hags-
muna verður. Notagildi þess og verð er
ávalt eins og vera ber. Og vegna þess að
það kemur í stað annara efna, er ávalt um
aukasparnað að ræða.
TEN/TEST hefir margfaldan tilgang sem
unsulating board. Það veitir vörn fyrir of-
hita eða kulda, og tryggir jöfn þægindi
hvernig sem viðrar. Þess auðmeðförnu
plötur tryggja skjótan árangur og lækkað
innsetningarverð.
1 sumarheimiluim eða borgarbýlum, skrif-
stofum, fjölmennisíbúðum, útvarpsstöðvum,
samkomusölum og hótelum, tryggir TEN/
TEST lífstíðraþægindi, útilokun hávaða,
og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu
byggingarlistar.
Útbreiðsla og notkun um allan heim gegn-
tffl viðurkenda viðskiftamiðla, er trygging
yðar fyrir skjótri, persónulegri afgreiðslu.
Ráðgist við næsta TEN/TEST umboðs-
mann, eða skrifiö oss eftir upplýsingum.
IILÝJAR
SKREYTIR
ENDURNÝJAR
Insufiating Wall Board
LÆKKAR
KOSTNAÐ
VIÐ HITUN
INTERNATIONAL FIBRE BOARP LIMITED, OTTAWA
DISmBUTORS: ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD., Winnipeg, Man.
I